Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
11
Smámyndir
________Myndlist______________
Bragi Asgeirsson
Þessa dagana og fram til 18. júlí
stendur yfir sýning í Mokkakaffi við
Skólavörðustíg, á ýmsum tegundum
nýlegra sem eldri smámynda eftir
Tryggva Ólafsson í Kaupmanna-
höfn.
Þess má geta í framhjáhlaupi að
26. maí sl. voru 35 ár síðan þessi
gróna kaffistofa opnaði dyr sínar,
og alla tíð hefur verið samfleytt sýn-
ingahald á staðnum, sem engin önn-
ur kaffistofa í höfuðborginni getur
státað af né kemst í þessum efnum
með tærnar þar sem Mokka hefur
hælana. Og þrátt fyrir að sýningarn-
ar hafi verið æði marglitar og mis-
jafnar, eru ófáir af kunnustu lista-
mönnum þjóðarinnar meðal þeirra
sem einhverntíma hafa átt myndverk
á veggjunum.
Iðkendur allra listgreina hafa um
lengri og skemmri tíma verið fasta-
gestir á staðnum og mál hafa þró-
ast svo skemmtilega, að einn tengda-
sonur hússins er gagnmenntaður
listsögufræðingur og búsettur í New
York um þessar mundir. Hefur sá
tekið að sér að skipuleggja sýningar-
haldið um óákveðinn tíma og hefur
bókað listamenn á veggina langt
fram í tímann og þar á meðal nafn-
togaða erlenda bóga. Auk þess fylg-
ir hann sumum sýningum úr hlaði
með lærðum ritgerðum og að því
leyti er hann að bijóta blað hvað
sýningarhald snertir hér í borg. Og
um leið er kaffistofan orðin að alveg
sérstöku og gildu listhúsi, sem taka
verður fullt tillit til.
Sýning Tryggva Olafssonar sam-
anstendur af málerkum, myndum
gerðum með tússbleki á ferðalögum
og við bókartexta, smámyndum í
litblýi og loks nýlegum offsetlitó-
grafíum.
Slíkar sýningar nefna menn „rar-
itet“ (gersemi) úti í Kaupmannahöfn
og eru þær mjög vinsælar því að
þær bregða ljósi á vinnubrögð við-
komandi listamanna, sem mun síður
sjást á hinum stærri og alvarlegri
sýningum. Öll viðamikil verk eiga
sér aðdraganda, er myndlistarmenn
eru að þreifa fyrir sér og hefja þá
gjarnan myndferlið á því að rissa
upp smámyndir og rannsaka hin
ýmsu litasambönd er falla að form-
hugsuninni.
En þrátt fyrir að slík vinnubrögð
hafi frekar yfir sér yfirbragð upp-
hafsrannsókna en um sé að ræða
heilsteyptar lokalausnir, spretta
ósjaldan fram hreinar perlur frá
hendi listamanna ásamt því að
vinnubrögðin eru iðulega ferskari
og óþvingaðari en í hinum alvarlegri
verkum. En auðvitað er það til í
dæminu, að listamenn vinni mark-
visst að gerð smámynda og taki ferl-
ið jafn alvarlega og hin viðameiri
verk.
Við skoðun sýningar Tryggva má
álykta að framleiðslan sé blanda af
Tryggvi Ólafsson.
hvorutveggja og að meginmarkmiðið
hafi verið að koma saman áhuga-
verðu og lærdómsríku sýnishorni af
vinnubrögðum listamannsins.
Þetta hefur tekist svo langt sem
það nær og yfirbragð sýningarinnar
er létt og leikandi. Fram kemur hin
nákvæma línurannsókn, sem
Tryggvi hefur verið svo upptekinn
af um árabil og fætt hefur af sér
hin markverðustu stærri verk hans.
Á þessu sviði einfaldra og tákn-
rænna línuheilda hefur hann nokkra
sérstöðu í íslenzkri myndlist og þessi
einfaldleiki fylgir honum svo áfram
í meðferða margvíslegra litasam-
banda, þar sem áherslan er lögð á
hreinleika og ómengað birtumagn
litanna.
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Esbjöm Rosenblad og Rakel
Sigurðardóttir-Rosenblad:
ICELAND from past to present.
(438 bls.) Mál og menning 1993.
Fyrstu viðbrögðin við bók með
slíkan titil: Enn eitt landkynning-
arritið! Er botnlaus markaður fyrir
rit af þessu tagi? Þreytast menn
aldrei á því að rita um það sama?
Slíkar spurningar eru í hæsta
máta eðlilegar en þeim er fljót-
svarað í þessu tilfelli. ICELAND
from past to present er sérlega
vönduð og verður ekki líkt við
margar aðrar bækur nema þá helst
landkynningarverkið ICELAND
sem Seðlabankinn gaf seinast út
árið 1986. Og er þá ekki leiðum
að líkjast.
Raunar er það hálfsannleikur
að verið sé „að rita um sömu hlut-
ina“ í ritum af þessu tagi. A.m.k.
tvennt kemur þar til. Sem betur
eykst stöðugt við íslandssöguna
og um viðbótina verður að sjálf-
sögðu að rita. Eins skiptir hitt
ekki síður máli að viðtökumynstur
lesenda breytist; sögulegar stað-
reyndir hljóta mismikið vægi í
tímans rás. Því ber nauðsyn til að
endurskrifa söguna með reglulegu
millibili.
Þessi bók kom upphaflega út
árið 1990 á sænsku undir heitinu
Island i saga och nutid. Hér er á
ferðinni endurunnin útgáfa á
ensku, þýdd af Alan Crozier, og
er að sögn höfunda ætluð mun
breiðari lesendahópi en frumút-
gáfan. Umritunin hefur náð til
margra þátta, m.a. hefur verið
vandað til tölfræðilegra upplýs-
inga og þær uppfærðar til 1. des-
ember 1991.
Bókin skiptist í tíu kafla sem
hver skiptist aftur í mismarga
undirkafla. Fyrstu þrír kaflarnir
mega heita klassískir. í þeim
fýrsta er greint frá sögulegum og
menningarlegum bakgrunni þjóð-
arinnar; saga hennar rakin í stór-
um dráttum. Annar kafli fjallar
um fornbókmenntirnar og sá þriðji
um þjóðtrú og þjóðsögur.
Nýstárlegt bragð er að fjjórða
kafla. Þar er fjallað um íslenska
Jistsköpun um þessar mundir,
bæði tónlist, myndlist og leiklist.
Hér er gerð grein fyrir undraverð-
um almennum áhuga íslendinga á
skáklistinni. Leiddar eru að því
líkur að listamenn 20. aldarinnar
hafi yfirleitt sótt innblástur sinn í
fornan þjóðararf.
Fjallað er um þróun íslenskra
utanríkismála í fimmta kafla.
Samskipti íslenskra og banda-
rískra yfirvalda frá stríðslokum
eru rakin. Sömuleiðis er hér fjallað
um tæknibyltinguna sem fylgdi í
lok stríðsins: þarfasti þjónninn
fram að þeim tíma vék fyrir stór-
virkum samgöngutækjum, flug-
vélum og nýtísku skipum.
í bókum, sem fela í sér kynn-
ingu á íslensku landi og þjóð, er
nánast hefð að greina frá sér-
stakri stöðu íslenskrar tungu og
bókmennta. Svo er og hér. Uppr-
uni tungunnar er rakinn og greint
frá þróun hennar með samanburði
við nágrannamálin. Umijöllunin
er ekki frumleg enda má segja að
erfitt sé að koma slíku við. Hins
vegar er lýsingin á stöðu íslens-
kunnar alúðlega unnin og býsna
nákvæm, allt það helsta dregið
fram án þess verið sé að festá sig
við smáatriði. Greint er frá því
hvernig íslenskan hélt einkennum
sínum að mestu meðan nágrannat-
ungurnar breyttust. Höfundarnir
leggja samt réttmæta áherslu á
að því sé fjarri að íslenskan hafi
stirðnað í ákveðnu fari, heppileg
lánsorð hafa t.d. alltaf verið vel-
komin. Höfundar telja tvær ástæð-
ur fyrir því að tekist hefur fram
til þessa að varðveita og virkja
íslenskt mál gegn óæskilegum er-
lendum áhrifum. Annars vegar séu
íslendingar sér vel meðvitaðir um
þá tilvistarlegu ógn sem felst í
heimsyfirburðum enskrar tungu.
Hips vegar er þjóðin fámenn og
eihsleit, sem gerir auðveldara um
vik að halda úti heildstæðri mál-
pólitík.
Island og ríkidæmi hafsins
nefnist áttundi kafli. Hér er á víðf-
eðman máta greint frá því sem
hefur Iengst af verið undirstaða
Esbjörn Rosenblad og Rakel Sig-
urðardóttir-Rosenblad
mannlífs á þessari norðlægu eyju.
Sérstaklega er dvalið við þróun
íslenskrar efnahagslögsögu. Rakin
er stækkun landhelginnar í 200
sjómílur og lýst tilkalli N-Atlants-
hafsríkja til nálægra hafsvæða.
Efnið er vel kunnugt íslenskum
lesendum, sjónarhornið þekkt.
Fyrir erlendan lesanda, sem hefur
fengið áhuga á landi og þjóð, hlýt-
ur afstaða íslands að vekja for-
vitni.
Gera má ráð fyrir að umfjöllun-
in um opinbera afstöðu íslendinga
til nýtingar sjávarspendýra veki
ekki síður foiwitni útlends lesanda.
Hvernig stendur á því að smáríki
sýnir jafnmikla þijósku í jafnmikil-
vægu máli og hvalafriðun? Hvers
vegna lætur þjóðin sér ekki segj-
ast? Ástæðurnar rekja höfundarnir
allýtarlega án þess hægt sé að
fullyrða að umfjöllunin sé sann-
færandi. Enda virðast rök og upp-
lýsing því miður duga skammt í
umræðunni um friðunarmál.
ICELAND from past to present
er víðfeðmt rit sem óhætt er að
fullyrða að beri sitt þunga og víð-
feðma heiti með rentu. Það verður
að hafa talist skynsamleg ákvörð-
un hjá höfundunum að leita sem
víðast upplýsinga um einstaka
málaflokka bókarinnar. Þannig
hafa þau leitað til yfir 30 sérfræð-
inga um ráðgjöf. Þetta ásamt
gagnrýninni efnisöflun og ritun
sýnir að höfundarnir hafa lagt á
sig ómælda vinnu til þess að gera
bókina sem veglegasta úr garði.
Og það sem er mest um vert:
Umfangsmiklu' viðfangsefni eru
gerð efnisleg skil. Þessari bók er
því sjálfskipað á bekk fróðlegustu
upplýsingarita um íslenska sögu
og menningu.
Haukur Tómasson
__________Tónlist______________
Jón Ásgeirsson
Kjarvalsstaðir hyggjast standa
fyrir kynningu á nútímatónlist og
hafa þegar verið haldnir einir slíkir
tónleikar, þar sem kynpt voru tón-
verk eftir Kjartan Ólafsson. Á
sunnudaginn sl. voru kynnt verk
eftir Hauk Tómasson og leikin þijú
verk, Eco del passato, fyrir flautu
og sembal, Tríó fyrir klarinett, selló
og kontrabassa og kammerverkið
Spírall, sem er fyrir 13 hljóðfæra-
leikara. Stjórnandi í síðasta verkinu
var Guðmundur Óli Gunnarsson.
Haukur Tómasson vinnur verk
sín vel og í tónmáli hans má heyra
stefbundin vinnubrögð, sem voru
einkar skýr í öðrum þættinum í
Eco del passato (fortíðarbergmál).
Kontrapunktískur ritháttur sem
verður oft helst til þétt ofinn, birt-
ist í öllum verkunum en var mest
áberandi í því síðasta, þar sem
heyra mátti í lokakaflanum vinnu-
aðferðir er minntu á kóralforspils-
tækni barokkmanna.
Andstæður fjölröddunarinnar eru
hægferðugir hljómbundnir kaflar,
oft stemmningsríkir, eins og t.d. í
þriðja þætti fyrsta yerksins og í
milliþáttum tríósins. í síðasta verk-
inu var auk þessa oft skemmtilega
leikið með háttbundna en einnig
misvíxlandi hljóðfallsskipan.
Eco del passato var mjög vel
leikið af Kolbeini^ Bjarnasyni og
Önnu M. Magnúsdóttur, sérstak-
lega lokakaflinn, sem er fjörugur
og mjög vel saminn.
Tríóið samdi Haukur síðastliðið
vor og var frumflutningur þess
glæsilega útfærður af Guðna
Franzsyni, Sigurði Halldórssyni og
Val Pálssyni.
Spírall er frábært verk og var
frumflutt á Sumartónleikunum í
Skálholti á síðasta sumri og síðan
þá hefur það lítt fölnað en naut
þess nú, að vera vel og skipulejga
flutt, undir stjórn Guðmundar Ola
Gunnarssonar.
Það sem skyggði á þessa tón-
leika voru þórdunur loftræstingar-
innar á Kjarvalsstöðum og það var
aðeins þegar leikið var vel yfir
„mezzoforte" sem tónlistin yfír-
gnæfði loftræstinguna.
Trúlega hefur þetta óþolandi suð
verið þess valdandi að flutningur
hljóðfæraleikaranna var án þeirrar
leikgleði sem gott hljómumhverfi
getur lyft undir. Vonandi gleymist
ekki að slökkva .á loftræstingunni
á næstu tónleikum og koma í veg
fyrir ýl og smelli, eins og áttu sér
stað á tónleikum fyrir ekki mjög
löngu, því annars verða menn að
viðurkenna þá staðreynd, að Kjarv-
alsstaðir séu óhæfir til tónleika-
halds.
ASKRIFENDAGETRAUN
ANDRÉSAR ANDAR
Kjartan Öm Ólajsson og Helga Ottósdóttir hjá Vöku-
Helgafelli draga út nöjn heppinna áskrifenda.
Dregið hefur verið í áskrifendagetraun myndasögu-
blaðsins Andrésar Andar. Fyrstu verðlaun voru ferð
fyrir tvo til Kaupmannahafnar með Úrvali-Útsýn og
dagsferð í Tívolí. Einnig voru veittir 30 aukavinningar
sem sendir verða til vinningshafa á næstu dögum. Vaka-
Helgafell þakkar öllum þeim fjölmörgu áskrifendum
sem sendu inn lausnir fyrir þátttökuna.
NÖFN VINNINGSHAFA
Fyrstu verðlaun hlaut Egill Halldór Gunnarsson,
Gnúpverjahreppi, og óskar Vaka-Helgafell honum til
hamingju með sigurinn!
Aukavinninga hlutu eftirtaldir:
Andri Pór Snæ-
björnsson, Húsavfk.
Arnar Daníel
Jónsson, Vogum.
Auður Valdimars-
dóttir, Bíldudal.
Árni Ólafur Haf-
steinsson.Reykjavik,
Ásdts Sigurðardóttir,
Akureyri.
Berglind Sigurgeirs-
dóttir, Reykjavík.
Birkir Helgason,
Vopnafirði.
Elísabet Rún Sigurð-
ardóttir, Suðureyri.
Gísli Sveinn Aðal-
steinsson, Sandgerði.
Gíslína Valenttnusar-
dóttir, Akranesi.
Guðrún Hulda Páls-
dóttir, Reykjavík.
Gugnar C. Heimis-
son, Reykjavtk.
Heiður Erla Guðrún-
ardóttir, Reykjavík.
Helga Ólafsdóttir,
Akureyri.
Hildur Ósk Brynjars-
dóttir, Patreksfirði.
Hilmar Guðlaugsson,
Reykjavik.
Hrafnkell Stefánsson,
Hafnarfirði.
Jónína Brynjólfs-
dóttir, Reykjavík.
Karl Halldórsson,
Húsavik.
Kolbrún Bima Árdal,
Reykjavtk.
Kristófer Hannesson,
Reykjavik.
Margrét Alda Karls-
dóttir, Vopnafirði.
Maria Þómnnjóns-
dóttir, Selfossi.
Orri Freyr Gíslason,
Kópavogi.
Ragnhildur Þórarins-
dóttir, Reykjavik.
Rakel Guðmunds-
dóttir, Stykkishólmi.
Sigríðttr Sofffa Sigur-
jónsdóttir, Reykjavtk.
Sigurður Kári
Tryggvason, Rvík.
Sigurþór Guðmunds-
son, Akranesi.
Trostan Agnarsson,
Varmahlíð.