Morgunblaðið - 06.07.1993, Side 12

Morgunblaðið - 06.07.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 Hvers á Hæsti- réttur að gjalda? eftir Skúla H. Norðdahl Hinn 7. júlí er skiladagur tillagna í samkeppni um hús fyrir Hæsta- rétt íslands. Eru þá liðnir 27 dagar frá því að samkeppnisgögn voru afhent keppendum. Við lestur keppnislýsingar varð mér ljóst hve útboðs- og samkeppni- slýsing var í senn ábótavant og hún stangaðist á við grundvallaratriði sem samkeppnisreglur Arkitektafé- lags íslands byggjast á. Af þeim sökum skrifaði ég dómnefndinni bréf það, er ég bið um að verði hér birt. Bréf til dómnefndar um sam- keppni um nýbyggingu Hæstaréttar íslands. Að gefnu tilefni vekur undirritað- ur athygli virðulegrar dómnefndar á alvarlegum hnökrum á útboði um samkeppni um mótun húss fyrir Hæstarétt íslands. U_m er að ræða tvö meginatriði: I. í inngangi að samkeppnisregl- um AÍ eru nefndar ýmsar teg- undir samkeppni. Um þær gilda að sjálfsögðu mismunandi afbrigði af sam- keppnisreglum eftir tilgangi og eðli hverrar samkeppni. Skulu hér nefnd tvö dæmi. 1. AJmenn hugmyndakeppni. Tilgangur hennar er að leita, að mati dómnefndar, bestu lausnar á viðfangsefninu bæði m.t.t. góðrar byggingarlistar og hagnýts fyrirkomulags hús- rýmis. Til að trufla ekki réttlátt mat í þeim efnum gilda tvær megin- reglur, þ.e. algjör nafnleynd höfunda og ákvæði um að kostnað megi ekki gera að áhrifaatriði við dóm, vegna þess að tillögur eru jafnan í þeim mælikvarða og á því stigi á ákvörðunarferlinum að ekki er unnt að meta og bera saman tillögur í því efni á réttlátan hátt. 2. Framkvæmdakeppni. Slík keppni getur í eðli sínu verið með ýmsum hætti. Hún getur verið almenn hugmynda- keppni, sem æskilegast er. Munurinn frá almennri hug- myndakeppni er aðeins sá, að útbjóðandi lýsir fyrir og skuld- bindur Sig til að framkvæma hugmyndir sigurvegara í keppninni. Þó er það frávik til að útbjóðandi kaupi sig frá þeirri ákvörðun falli honum bet- ur í geð önnur tillaga. Um slíka samkeppni gilda að sjálfsögðu reglur nafnleynd- ar og reglan um kostnaðaráhrif. Aðrar leiðir eru þær, sem gilda á verktökumarkaðinum og snúast fyrst og fremst um kostnað, bæði hönnunarkostnað og framkvæmdakostnað. í því felst að byggingarlistræn gildi vega með öðrum hætti en í áðumefndu dæmi. Einkenni slíkrar keppni er að nafnleynd verður vart við komið vegna eðlis þeirra upp- lýsinga, sem gefa verður. Af lestri útboðsins tel ég óhjá- kvæmilegt að vekja athygli dóm- nefndar á því sem hér er ritað. II. Útboð samkeppni _um nýbygg- ingu Hæstaréttar íslands. Hver er tilgangur samkeppninnar? 1. „Leitað er að hugmynd að sjálfstæðri og hagkvæmri bygg- ingu, sem hæfir æðsta dómstól landsins." (Inngangur.) 2. „Byggingin skal vera sjálf- stæð í formi sínu og allri gerð, auk þess að endurspegla þann virðuleika sem starfsemi Hæstaréttar hæfir.“ (Markmið.) 3. „Gera skal tillögu um hag- kvæmt hús fyrir Hæstarétt Is- lands sem fellur vel að skil- greindri þörf réttarins." (Mark- mið.) Þó að byggingarlist sé ekki nefnd í þessum óskum, er þar um að ræða helstu einkenni góðrar bygg- ingarlistar. Samkeppni, sem byggist á þess- um óskum er eðlilegt viðfangsefni almennrar samkeppni með fullri nafnleynd og mati á góðri bygging- arlist, er sómir virðingu Hæstarétt- ar íslands. Önnur ákvæði og kröfur í útboð- inu eru þessu að mestu óviðkom- andi og skal komið að því. í skilmálum lið 2.1., Þátttaka, er skilgreint hverjir hafa þátttöku: rétt og að samkeppnisreglur AÍ gildi sem leikreglur keppenda og dómara. í lið 2.6., Samkeppnistil- lögur, segir í lið g um hverju skila eigi af gögnum. „Vinnu- og mannaflaáætlun vegna arkitektahönnunar, sam- anber eftirfarandi tímasetningar. Byggingamefndarteikningar: 8 vikum eftir samning við arki- tekt. Uppsteyputeikningar: 6 vik- um eftir samning við arkitekt. Innréttingateikningar: 30 vikum eftir samning við arkitekt." „Sá arkitekt sem samið verður við um hönnun byggingarinnar, skal hafa nauðsynlegan mann- afla til að ljúka hönnunarvinnu á tilsettum tíma.“ Hér er farið á skjön við sam- keppnisreglur AÍ. Vegna þess að þetta á ekkert skylt við samkeppni um byggingarlist, en gefur hins vegar upplýsingar um teiknistofur og útilokar þar með nafnleyndina. En hér hangir fleira á spýtunni. Þetta ákvæði fælir frá þátttöku og e.t.v. útilokar stærsta hóp ís- lenskra arkitekta, sem ekki eru komnir með mannmargar teikni- stofur. Þetta útilokar hæfileTkaríkt ungt fólk frá að fá tækifæri að koma undir sig fótunum. Þetta ákvæði hyglar hópi arki- tekta, sem þegar hafa komið á fót stórum teiknistofum. í lið 2.4., Samkeppnisgögn, segir: „Líkön verða í vörslu trúnaðar- manns, þar sem þátttakendur geta komið og stillt líkönum af byggingum sínum inn á heildar- líkan, t.d. vegna ljósmyndunar. Panta skal tíma hjá trúnaðar- manni áður.“ Með þessu móti er verið að stefna nafnleynd úrlausnanna í tvísýnu og jafnvel koma í veg fyrir að unnt sé að halda eðlilegri nafnleynd. Þau dæmi sem hér hafa verið nefnd bijóta afgerandi í bága við grundvallarhugmyndina að baki samkeppnisreglum AÍ. Kafli 7. Kostnaður nýbyggingar. Þar segir: „Verktakakostnaður fyrir nýbyggingu Hæstaréttar skal vera lægri en 290 milljónir króna. Með verktakakostnaði er áft við heildarkostnað við mann- virkið, þar með talin fullfrágeng- in lóð, að frádregnum: * Ráðgjafarkostnaði (hönnun, útboðsgögn, umsjón, eftirlit og þess háttar). * Opinber gjöld (lóðagjöld og tengigjöld stofnlagna, skipulags- gjald o.s.frv.). * Sérbúnaður (lyftur, öryggis- kerfi, brunaviðvörun, tölvur o.fl.). * Kostnaður vegna undirbún- ings, umsjónar og stjórnunar á byggingartíma. Samkeppnistillaga skal því vera innan ofangreinds kostnað- ar- og stærðarramma." Þá er gefin upp gólfflatarstærð 1.900 m* 2 án kjallara og lögð áhersla á stærðar- og gæðakröfur vistar- vera og útlit. Það er jafnvel gengið svo langt að fyrirskipa byggingar- gerð hússins í 6. kafla, Byggingar- leg gerð og gæði. Hvað felst í þess- um kröfum? Gera verður ráð fyrir ríflegri loft- hæð í forstofum og dómsölum og nokkurri fyrirferð byggingargerða. Varlega má því áætla að brúttó lofthæð verði á bilinu 360-400 cm, þ.e. rúmmál byggingar án kjallara 7.000-8.000 m3 (þ.e.a.s. ekki allt húsið) fyrir 290.000.000 eða 36.250 kr./m3 til 41.430 kr./m3 6 7 (vönduð íbúðarhús kosta 30-50 þús. kr./m8). Innan slíkra kostnaðar- marka á að vanda til kostnaðars- amra viðhaldsfrírra efna og við- hafnarlegs frágangs innandyra. Fleira mætti tilgreina. Þá er komið að því sem valdið hefur undirrituðum heilabrotum. í samkeppnisreglum AÍ segir um keppnislýsingu og hlutverk dóm- nefndar: „ Útbjóðandi útvegar nauð- synlegar upplýsingar og gögn til þess að hægt sé að skilgreina verk- efnið. Dómnefnd vinnur úr þessum gögnum og fullgerir forsögn og keppnislýsingu.“ Dómnefnd er skipuð fagmönn- um, hæstaréttardómara með yfir- sýn yfir þær reglur sem gilda um dómsmeðferð og arkitektum, sem eiga að hafa yfirsýn yfir eigin leik- reglur og eðlileg ferli á sínu starfs- sviði, sem er viðfangsefni keppninn- ar. Mér er spurn hvort þessum aðil- um hafí brugðist árvekni við samn- ingu samkeppnisútboðsins eða var það samið á einhverri skrifstofu og afhent dómnefnd til undirskriftar. Ef þessi ósvífna tilgáta mín reyn- ist rétt (hana má rökstyðja með framangreindum athugasemdum) má þessi samkeppni ekki fara fram eins og til er stofnað. Ástæðan er að heiðarlega sam- keppni um byggingu fyrir Hæsta- rétt sem Hæstarétti er verðug má undir engum kringumstæðum snú- ast upp í andhverfu sína. Það er undir viðbrögðum dóm- nefndar komið hvort þetta fer í dagblöðin ásamt frekari athugun- um á útboðinu. Með vinsemdarkveðjum. Reykjavík 6. júní 1993. Skúli H. Norðdahl Ark. FAÍ. Bréfi þessu skilaði ég í hendur trúnaðarmanns dómnefndar fyrir þann tíma að keppendur máttu leggja fryirspumir sínar fyrir dóm- nefnd samkeppninnar. Þegar dómnefnd hafði sent frá sér svör sín við fyrirspumunum fékk ég að vita hjá trúnaðarmanni dómnefndar, að ég fengi ekki svar dómnefndar við bréfi mínp. Af þeim sökum varð ég mér úti um svör dómnefndar við fyrirspurn- um þátttakenda, þau gefa mér til- efni til frekari skrifa um þetta mál undir fyrirsögn þessari: „Hvers á Hæstiréttur að gjalda." Eins og fram kemur í bréfí mínu bendi ég á og vara dómnefndina við að halda áfram samkeppni þess- ari samkvæmt útboðinu og keppnis- lýsingu. Það var ekki að ástæðu- lausu, eins og sést á því að áður en nefndin svarar fyrirspurnum beint gefur hún út sjö breytingar á samkeppnisútboðinu. Slíkt hefur aldrei áður gerst í almennri sam- keppni arkitekta og á ekki að geta gerst samkvæmt grundvallarregl- um í samkeppnisreglum AÍ. Fyrir- spurnartíminn er til að veita svör við spurningum til frekari skýringa á skilmálunum en ekki til að breyta eðli samkeppninnar. Þessar sjö breytingar eru í styttu máli: 1. Felld er niður skylda.til að Skúli H. Norðdahl „Því spyr ég forystu Arkitektafélags Islands, dómnefndarfulltrúa stéttarinnar og arki- tekta, sem fallast á framangreind vinnu- brögð, hvar er virðing ykkar fyrir starfssviði stéttar okkar, að fallast á þessi vinnubrögð? Einnig spyr ég fulltrua Hæstaréttar í dómnum hver sé virðing hans fyr- ir grundvelli, þ.e. regl- um, undirbúningi og vinnubrögðum, til að geta dæmt heiðarlega og af réttsýni í svona máli?“ leggja fram vinnu- og mannafla- áætlun um framgang vinnu að lok- inni samkeppni. 2. Kröfur um geymslur og tækni- rými eru auknar úr 540 m2 í 655 m2 og bætt við 350 m2 fyrir bíla- geymslur. 3. Bætt er við og skilgreindar kröfur um bílastæði. 4. Breitt er óskum um mæli- kvarða á sniðmyndum og sérhluta- teikningum úr mælikv. 1:20 í 1:50. 5. Viðmiðun um hámark bygg- ingarkostnaðar er aukin úr 290 millj. kr. í 302 millj. kr. eða um 12 millj. kr. vegna þess að nú er krafist bílageymslu að auki. 6. Fallið er frá kröfu um að „heildarstærð nýbyggingar, ofan kjallara, skal ekki vera meiri en 1.900 fermetrar" (heildarstærð 2.711 m2). 7. Vakin er athygli á að húsrým- isáætlun í keppnislýsingu er „fyrst og fremst viðmiðunartölur". Hveijar geta verið ástæður fyrir því að dómnefnd leiðist út í slíkar breytingar? Fyrst og fremst illa unnin for- vinna að keppnislýsingunni. Einnig geta legið að baki ábend- ingar í bréfí mínu og að því er varð- ar 1. lið breytinganna fyrirspurnir nr. 1, 13, 52, 53 og 62 um vinnu- og mannaflaáætlun. Að því er varðar liði 2 og 3 geta 13 af 70 fyrirspurnum um bíla- stæðakröfur hafa haft sín áhrif. Varðandi 5. liðinn er í fyrirspurn- um nr. 55 og 69 vakin athygli á hve vafasöm sé sú -kostnaðaráætl- un, sem dómnefnd tekur mið af. Ennfremur bendi ég á það í bréfi mínu. Um liði 6 og 7 verður það að segjast að efast má um heilindi dómnefndar um húsrýmisáætlun- ina. Af framsetningu þessa breyt- ingarliðar gefur dómnefndin sér fijálsar hendur um mat á því, hvernig kröfunum um húsrýmið er mætt, þegar bornar eru saman hin- ar ýmsu tillögur. Eins og sam- keppnisútboðið getur gefið tilefni til frekari athugasemda ■ má það sama segja um fyrirspurnirnar 70 og svör dómnefndar. Hér skulu þó aðeins gerð að umtalsefni þijú atriði: , I. Þátttökuheimildin. Liður 2.1., Þátttaka (í útboðsskil- málum): „Rétt til þátttöku hafa félagar í Arkitektafélagi íslands og aðrir arkitektar, sem áunnið hafa sér réttindi til að leggja aðalteikning- ar fyrir byggingarnefndir. Allir þeir, sem hafa tekið þátt í undir- búningi samkeppninnar eru úti- lokaðir frá þátttöku. Að öðru leyti vísast til samkeppnisreglna Arkitektafélags íslands." í 3. gr. Samkeppnisreglna AÍ segir í síðustu málsgrein: „Auk dómara og ritara dóm- nefndar, er þátttaka óheimil þeim sem rekur teiknistofu með dóm- ara, vinnur að verkefnum með honum eða er honum nátengdur. Vafatilfelli skal bera undir stjórn AÍ.“ Hér þarf að bæta við að hið sama gildir um ráðgjafa dómnefndar og um dómarana. Tvær fyrirspurnir snerta þetta mál. 40. fyrirspurn: „Gerðar hafa ver- ið tillögur að húsi fyrir Hæstarétt af ákveðnum aðilum. Líklegt er að þessi gögn hafi verið höfð til stuðn- ings við gerð forsagnar samkeppn- innar. Einhveijír af hugsanlegum þátttakendum hafa haft aðgang að umræddum gögnum. Til að gæta fyllsta réttlætis gagnvart öllum þátttakendum er óskað eftir því að gögn þessi verði gerð opinber." Svar: Umrædd vinnugögn verða ekki gerð opinber, enda hefur bygg- ingarnefnd hússins ákveðið að byggja húsið ekki eftir þeim gögn- um, heldur ákveðið að efna til sam- keppni. Ef þátttakandi er í vafa um rétt sinn til þátttöku í keppninni ber honum skv. grein 3 í samkeppnis- reglum AÍ að bera það undir stjórn Arkitektafélags íslands til úrskurð- ar. Að öðru leyti er alfarið vísað til samkeppnisreglna Arkitektafélags íslands. 68. fyrirspurn: „Hvernig bera að skilja grein 2.1., Þátttaka, þar sem segir: „Allir þeir, sem hafa tekið þátt í undirbúningi samkeppninnar eru útilokaðir frá þátttöku." Er arkitektum starfandi hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur, embætti Húsameistara ríkisins og Teikni- stofu Ingimundar Sveinssonar heimil þátttaka?" Svar: Sjá svar 40. I ljósi þeirra ótvíræðu ákvæða í samkeppnisútboðinu og samkeppn- isreglunum er þess að vænta að dómnefndin gefi skýlaust svar en ekki véfrétt. Grundvallarhugsunin að baki samkeppnisreglunum er: a) að allir keppendur standi jafnt að vígi bæði hvað snertir þann tíma sem þeir geta haft vitneskju um keppnis- gögnin og b) engin tengsl geti ver- ið milli dómara og keppenda. I þessu tilviki bar dómnefnd að svara því skýrt og skorinort hveijir yrðu útilokaðir. II. Kostnaðarviðmiðunin. 55. fyrirspurn: „Telur dómnefnd raunhæft að heildarkostnaður við 2.700 m2 byggingu, í þeim gæða- flokki, sem um er beðið, geti verið undir eða nálægt 290 milljónum, þ.e.a.s. 104.700 kr. á fermetra og rúmar 26 þúsund krónur á rúm- metra ef miðað er við 11.000 rúm- metra byggingu?" Svar: Vakin er athygli á því, að um er að ræða verktakakostnað, þ.e.a.s. þann kostnað, sem verktök- um er greiddur skv. verksamning- um. í þessu sambandi má nefna, að ríkissjóður hefur nýlega gert al- verksamning um byggingu stjórn- sýslumannvirkis (byggingin tilbúin til notkunar) og má í því sambandi nefna eftirfarandi: Gæði: Vandað en hefðbundið skrifstofuhúsnæði, loft ýmist niður- hengd eða máluð, lofthæð er 280 og 360 cm í rýmum. Innveggir í skrifstofurýmum stálgrind, gips- klædd með einangrun. Gólfefni ýmist teppi eða linoleum. Almenn lýsing í skrifstofum 500 til 600 lux. Einungis miðrými og hreinlætisað- staða eru með vélrænni loftræst- ingu. Stigagangur/sameign: Gólf: Flís- ar, náttúrusteinn eða terrasso.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.