Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 Efnahagsvandinn — nokkrar ábendingar eftirDr. Magnús Z. Sigurðsson i. í umræðunni um erfiðleikana í efnahagsmálum landsins er mikið kvartað undan núverandi ástandi og er það skiljanlegt, m.a. vegna- taprekstrar fyrirtækja í framleiðslu og dreifíngu á vörum og þjónustu, sem leiðir til fjölda gjaldþrota og atvinnuleysis. Miklar áhyggjur hafa menn einnig vegna hinna miklu skulda þjóðarinnar við útlönd. En því miður ber minna á því, að bent sé á raunhæfar úrlausnir vandans. Í þessu sambandi langar mig til að benda á nokkur atriði, sem að mínu mati mundu draga verulega úr aðsteðjandi erfiðleikum, einkum þegar til lengri tíma er litið. Sem grundvallaratriði vil ég minna á nauðsyn þess að auka fjölbreytni í framleiðslu og útflutningi, til að draga úr neikvæðum sveiflum, auka verðmætissköpun þjóðarinnar, auka gjaldeyristekjur, fjölga atvinnu- tækifærum og skapa meiri stöðug- leika. II. Fyrst er þá að benda á þýðingu þess að fullvinna íslensk hráefni hér á landi í stað þess að selja hráefnið óunnið eða hálfunnið til útlanda, þar sem fullvinnslan síðan fer fram. Verðmætisaukningin og atvinnan við fullvinnsluna koma þannig er- lendum fyrirtækjum til góða en ekki íslensku atvinnulífi. Islensk hráefni þarf að fullvinna hér innan- lands eftir því sem frekast er kost- ur, þ.e.a.s. varan sé flutt út þannig frágengin eins og neytandinn kaup- ir hana í búðinni sinni erlendis. Um þetta hefur mikið verið talað í ára- tugi en því miður er þessi þróun enn alltof skammt á veg komin. Hér má nefna m.a. þetta: 1) Hér er fiskurinn frystur, salt- aður eða bræddur og líka fluttur út ferskur, alveg óunninn, eins og /gert hefur verið í áratugi. Nokkur hluti frysta fisksins og saltfisksins er þó nú þegar unninn hér í neyt- endaumbúðir, sem eykur verðmætið vehilega. Þessi þróun miðar í rétta átt en er þó enn skammt á veg komin. Hér þarf að gera verulegt átak til að flýta fyrir þessari þróun. Vandinn í því sambandi liggur ekki svo mjög í framleiðslunni sem slíkri, heldur í því að tryggja markaði fyrir fullunna vöru. Að sjálfsögðu er hér aðeins um þann hluta útflutningsins að ræða, sem er annars unninn erlendis í neytendaumbúðir — það er veruleg- ur hluti — en mikill hluti íslenska fisksins fer líka til neyslu erlendis í stærri og ódýrari umbúðum, t.d. til veitingahúsa og ýmiskonar stofn- ana. Þeim mun minna magn af fiski, sem berst á land, þeim mun brýnni er nauðsyn þess að fullvinna hráefn- ið innanlands í sem allra verðmæt- asta útflutningsvöru. 2) Hér er flutt út mikið magn árlega af frystum og söltuðum hrognum, einkum þorskhrognum. Erlendis er mikill hluti þessara hrogna síðan fullunninn í hina ágætustu vöru og við það skapast mjög verulegur verðmætisauki, sem rennur í vasa erlendra fyrirtækja. Má hér nefna t.d. reykingu á þorsk- hrognum, sem síðan eru pökkuð í túpur og aðrar neytendaumbúðir og seljast svo á margföldu verði, sem íslendingar fá fyrir hráefnið. 3) Verulegur hluti af heildar- framleiðslu landsmanna af grá- sleppuhrognum er enn fluttur út saltaður í tunnum. Kaupendur eru erlendar verksmiðjur, sem vinna „kavíar" úr þessu hráefni eins og íslensku lagmetisiðjurnar gera varðandi þann hluta hrogna, sem ekki er fluttur út sem hráefni. Auð- vitað þarf að stefna að því að vinna allt magnið, sem til fellur árlega, í slíkan „kavíar“ hér innanlands en þær verksmiðjur, sem þegar eru fyrir hendi hér á landi, munu hafa nægilega framleiðslugetu til þess. Við þetta fengist veruleg aukning á verðmæti útflutningsins i þessari grein. Þess ber að geta, að framleiðsla íslendinga á grásleppuhrognum er mjög verulegur hluti af heimsfram- leiðslu þessarar vöru. Ef við hættum að flytja út söltuð grásleppuhrogn í tunnum, myndu erlendar verk- smiðjur, sem eru keppinautar okkar á „kavíar“-markaðnum, þannig hafa miklu minna hráefni til „kav- íar“-framleiðslu sinnar og við það styrktist markaðsaðstaða okkar fyrir íslenskan „kavíar“. 4) Á íslandi fellur árlega til mik- ið magn af gærum og skinnum. Þetta hráefni hefur verið flutt út hálfunnið eða ekkert unnið. Þetta hráefni þarf að fullvinna hér innan- lands í það form, sem neytandinn erlendis kaupir það í. — Nú fer fullvinnslan fram erlendis og verð- mætisaukningin rennur því til er- lendra aðila. 5) Hér er framleitt ágætt súkku- laði fyrir innlendan markað. Eins og kunnugt er, er mjög fjölbreytt úrval af súkkulaði og ýmsum súkkulaðivörum á Evrópumörkuð- unum frá hinum ýmsu löndum, s.s. Þýskalandi, Belgíu, Hollandi, Ítalíu, Sviss og Danmörku. Hér á landi ættu að vera góð skilyrði til að framleiða fjölbreytt úrval af súkku- laði og súkkulaðivörum til útflutn- ings, ekki síst með tilliti til hinna miklu gæða íslenskrar mjólkur. 6) Utflutningur á hinu frábæra íslenska vatni er tiltölulega nýr en ætti að eiga mikla framtíð fyrir sér, ef rétt er að málum staðið. Margt fleira mætti telja. III. - Þá kem ég að öðru. Dr. Magnús Z. Sigurðsson Á hveiju hafa iðnaðarþjóðirnar orðið ríkar? Fyrst og fremst á fram- leiðslu og sölu iðnaðarvara. Margar helstu iðnaðarþjóðir heims hafa yfir litlum eða jafnvel næstum engum innlendum hráefnum að ráða. Þær lifa á því að flytja inn hráefni og fullvinna. þau í löndum sínum og selja fullunnar, verðmætar iðnaðar- vörur. Má hér nefna t.d. Japan, Suður-Kóreu, Taiwan og flestar iðnaðarþjóðir í Evrópu, s.s. Þýska- land, Belgíu, Lúxemborg, Holland og ekki síst Danmörku. Danir eru mikil iðnaðarþjóð, framleiða góðar og íjölbreyttar vörur og eru mjög duglegir við markaðssetningu á framleiðslu sinni. Af hveiju flytja íslendingar ekki inn erlend hráefni í miklu stærri stíl en nú er gert og fullvinna þau hér í verðmætar iðnaðarvörur og selja þær á erlendum mörkuðum? I þessu sambandi er stundum bent á, að fjarlægð íslands frá er- lendum mörkuðum valdi því að flutningsgjaldið muni gera slík við- skipti óarðbær. En hráefni og full- unnar iðnaðarvörur eru fluttar í miklu magni yfir úthöfin með góð- um árangri. Og þeim mun verðmæt- ari sem varan er miðað við þyngd sína, þeim mun betur þolir hún flutningskostnaðinn. Sú röksemda- færsla að flutningskostnaður komi í veg fyrir þessa þróun, er því al- mennt ekki raunhæf. Hér á landi er margt hámenntað fólk, sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum, sem fengju með þessu tæki- færi til að takast á við ný og hvetj- andi verkefni við uppbyggingu og þróun íslensks iðnaðar, m.a. há- tækni-iðnaðar, þjóðinni til heilla. — í flestum tilfellum væri framleiðslan sem slík ekki aðalvandamálið, held- ur er það markaðssetningin. — En það sem einstaklingar annarra þjóða geta gert, það geta íslenskir einstaklingar líka. í mörgum tilvikum væri æskilegt og jafnvei nauðsynlegt í þessu sam- bandi að leita eftir erlendu áhættufé með því að útlend fyrirtæki ættu verulegan hlut í íslenskum iðnaðar- fyrirtækjum, þá oft þannig, að er- lendir meðeigendur aðstoðuðu við markaðssetningu hinna íslensku iðnaðarvara, jafnvel í vissum tilfell- um á þann veg, að þeir önnuðust sjálfír að einhveiju leyti sölumálin í samvinnu við Islendinga. í hinu félagslega markaðskerfi, sem Vest- ur-Evrópa býr við, er slík ijárfesting útlendinga í hinum ýmsu löndum algeng og raunar mjög eftirsótt hjá þeim þjóðum, sem taka við slíku áhættufé útlendinga. Með erlendu áhættufé fengist inn í landið einnig þróuð erlend tækni við framleiðslu svo og markaðsþekking. Lítil og meðalstór iðnfyrirtæki gefast oft best, fyrirtæki með litlum stjórnunarkostnaði, með góðri yfir- sýn stjórnenda og hagkvæmni í rekstri. I stóru iðnríkjunum eru það ekki risafyrirtækin, heldur þau litlu og meðalstóru, sem eru burðarás atvinnulífsins, hvað snertir verð- mætasköpun og atvinnutækifæri. IV. Hlutverk ríkisvaldsins í þessu sambandi er að skapa hagkvæman ramma, þ.e.a.s. sem hagkvæmust skilyrði til atvinnurekstrar í landinu en ekki það að eiga og reka fyrir- tækin nema í undantekningartilfell- um. Það eru fyrirtækin sjálf sem þurfa að taka frumkvæðið, sýna framtak og áræðni til uppbyggingar nýrra iðnfyrirtækja. Ríkisvaldið getur hinsvegar stutt þessa þróun á ýmsan hátt, m.a. með grundvall- arrannsóknum, og veitt fyrirtækj- unum aðgang að niðurstöðum slíkra rannsókna. Það þarf að iðnvæða ísland. Höfundur er hagfræðingur og hefur starfað lengi að markaðsmálum erlendis. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Að giftast íslandi í seinna stríðinu frelsuðu herir bandamanna mannkyn undan ógn og ánauð nazista. í leiðinni frels- uðu þeir líka um 2.000 íslenzkar, ungar konur frá piparmeyjar- standi, því þeim hafði fjölgað meira en körlum og var útilokað, að þær gætu allar fundið sér íslenzka maka. Allar götur síðan hafa fóst- urlandsins freyjur haldið áfram að giftast bandarískum hermönnum, sem sendir hafa verið i útlegð í herstöðina á Reykjanesi. Á árunum eftir stríðið og í nokkra áratugi þar eftir, gáfu bandarísk innflytjendayfirvöld þjóðum heimsins kvóta, þ.e. til að ákveða, hve margir borgarar við- komandi landa gætu árlega sótt um innflytjendarétt til Bandaríkj- anna. Allt fram á áttunda tug ald- arinnar var kvóti íslands 100 sál- ir. íslendingar, heimsfrægir fyrir gestrisni og höfðingsskap, settu engan kvóta á 4>að, hve margar af dætrum landsins gætu yfirgefið það og gifzt bandarískum her- mönnum. Ég hefi ekki séð neinar tölur yfir skattinn, sem Ameríkanar taka af ungum konum af Fróni, þótt þær hljóti nú að'vera ein- hvers staðar til. Hefi ég á tilfinn- ingunni, að stærri hundraðshluti af þessum blönduðu hjónaböndum endi í skilnaði heldur en hjónabönd þar sem báðir aðilarnir eru ís- lenzkir. Þetta er ekki erfitt að skilja, því margar stúlkurnar rása út í hjúskapinn með lokuð augun og flytjast svo úr landi, í burt frá fjölskyldu og vinum, í framandi umhverfi með ókunnu fólki og breyttum venjum. Margar íslenzkar konur hafa náð sér í afbragðs góða menn og lifað hér hamingjusömu lífi. Sum- ar hafa náð sér í gullkálfa og getað reglulega slegið um sig. Þær keyra kádiljáka eða láta aka sér í limasvínum. Þegar þær fara til íslands, ferðast þær bara á Saga- farrými og borga meira að segja fyrir það, sem ku vera sjaldgæft. En allt of margar stúlkur hafa fengið aungvan vinning í þessu hjónabandshappdrætti á Suður- nesjum. Það eru þær, sem ég ætla að fjalla lítillega um, en minnast ekkert meira á þær, sem náðu í góðu mennina. Alveg eins og í fjölmiðlunum; bara tala um það, sem illa fer í heiminum. Það var ekki við því að búast, að eymingja almúga Kaninn gæti áttað sig á því, að þegar hann kvæntist litlu, ljóshærðu, villtu elskunni sinni af íslandi, væri hann líka að giftast íslandi og allri þjóðinni. Margir þeirra voru ekki undir það búnir. Þegar mesti glansinn er farinn af hjónaband- inu, verða sumir þeirra leiðir á eilífum íslenzkum gestagangi, tengdafólkinu og sífelldu hrogna- máli, sem þeir geta ekki skilið á sínu eigin heimili. Þeir eiga líka bágt með að skilja, hvers vegna konugarmurinn þarf að þefa uppi landa sína og blanda við þá geði og vitanlega blanda í glas líka. Hér er allt fullt af Ameríkönum, sem hafa ekkert gaman af því að drekka frá sér vit og sans, og eiga ungu brúðirnar erfitt með að skilja það. Þær héldu einhvern veginn, að í landi ódýrs áfengis yrði alltaf glaumur og gleði. í því sambandi heyrði ég einu sinni um íslenzka konu, sem fór með sinn prúða Ameríkana í ekta Íslendinga-partí hérna í henni Ameríku. Þar var fjörið svo mikið, að það endaði með því, að einhver sló vesalings Kanann í andlitið með þeim afleiðingum, að hann nefbrotnaði. Ekki eyðilagði þetta nú samt hjónabandið, en íslenzkt fólk er ekki allt of velkomið á heimili hins nefbrotna. Ameríka hefir vitanlega sinn kvóta, og líklega all ríflegan, af karlrembusvínum. Sumum þeirra hefir tekist að kúga og skelfa sín- ar íslenzku konur þannig, að þær eru sem fangar á sínum eigin heimilum. Þeim er oft bannað að tala íslenzku við landa sína eða ættingja, og það er næstum lífláts- sök að reyna að kenna börnum sínum málið. Þessir menn halda konum sínum næstum í ánauð ef hjónaband skyldi kalla, en neita að vera kvæntir IslandíT Það er þó minnihluti íslenzku kvennanna, sem lætur fara svona með sig. Þær eru yfirleitt óbeizlaðar, aga- lausar og frekar og fara sínu fram. Það er eflaust ein ástæðan fyrir því, hve skilnaðirnir eru margir. Nokkrar sögur hefi ég heyrt um það, hvernig íslenzkar stelpur hafa brotist undan kúgun amerí- skra karla og komist undan, stundum á hetjulegan hátt. Sum rembusvínin, sem lent hafa á villt- um kvensum, þola illa ef þær gefa öðrum undir fótinn, en það eiga þær til með að gera. Geta þá orð- ið barsmíðar, og jafnvel hefir þá stundum verið gripið til byssunn- ar. Þið vitið eflaust, að hér er byssa eða byssur á næstum hveiju heimili og þykja þær bráðnauðsyn- legar til að skera úr deilumálum og þess háttar. Fyrir mörgum árum var hér stúlka, harðgift amerískum upp- gjafahermanni. Svo varð hún eitt- hvað leið á honum og tók til við að lúlla hjá öðrum körlum. Eigin- maðurinn undi því illa og náði strax í riffilinn. Konan komst út úr húsinu og flúði út í bæ, heim til íslenzkrar vinkonu sinnar. Byssumaðurinn fann þær þar, beindi rifflinum að konunni en hleypti ekki af, guði sé lof, en hótaði öllu illu. Skelfmgu lostin stökk hún út og nú kom hún sér úr bænum. Flutti hún langt í burtu og bytjaði nýtt líf og er hér með úr sögunni. Svo var það önnur íslenzk kvensa, sam hafði búið með Amer- íkana, sem var nokkuð eldri en hún var. Hann var af þeirri mann- gerð, sem við köllum hér rauð- hálsa. Viðurnefnið fengu þeir end- ur fyrir löngu af því, að þeir unnu hörðum höndum utanhúss hér í suðrinu þar sem sólin skín, og þess vegna urðu þeir rauðir og sólbrenndir á hálsinum. Upp til hópa eru þeir afturhaldssamir, óvinveittir blámönnum og öllum, sem minni máttar eru. Þeir eru almennt taldir harðir í hom að taka, elskir að rifflum og hagla- byssum og megnið af þeim flokk- ast líka undir karlremubsvín. Svona manni bjó konan með, og var hann búinn að reyna að fá hana til að giftast sér í mörg ár, en hún stympaðist við. Loks tók hún á sig rögg, pakkaði í tösku sína og hugðist yfirgefa kauða. Þá greip hann til haglabyssunnar og skaut öll dekkin undan bílg- arminum hennar. Konukindin fylltist hræðslu, en náði sér og komst undan í leigubíl. Endar þar þeirra ævintýri. Svo kemur ein sæt saga í end- ann. Ég hitti ungan mann, sem hafði verið í sjóhernum í Keflavík í ein fimm ár. Hann hafði kvænst og eignast barn. Kom hann með konuna til Ameríku, en hún undi ekki og fór heim með barnið. Nú vill hún skilnað. Maðurinn sagðist ætla að gefa eftir skilnaðinn, en augu hans fylltust tárum, þegar hann sagði mér, að hann elskaði enn konuna, barnið og ísland. Árin þar með þeim hefðu verið hans beztu. Svona er lífið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.