Morgunblaðið - 06.07.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6., JÚLÍ 1993
17
Varði doktorsritgerð
við Gautaborgarháskóla
GUÐMUNDUR Geirsson, lækn-
ir, varði hinn 23. apríl sl. dokt-
orsritgerð við Háskólann í
Gautaborg. Ritgerðin nefnist á
frummáli: „The Bladder Cool-
ing test-Physiology, guidlines
and clinical in urodynamics.“
Ritgerðin, sem byggir á klínisk-
um rannsóknum gerðum á þvag-
færaskurðlækningadeild Sa-
hlgrenska sjúkrahússins, íjallar
um notkun og gagnsemi á s.k.
ísvatnsprófi við eðlilegar rann-
sóknir hjá sjúklingum með blöðru-
truflanir. Þetta er gamalt próf sem
áður fyrr var notað til þess að
greina á milli efri og neðri mæn-
uskaða en hefur síðan verið að
mestu gleymt.
Niðurstöður rannsóknarinnar
sýna að maðurinn hefur s.k. kulda-
viðbragð („cooling reflex“) með
upptök í sérstökum kuldaviðtökum
(„cold receptors“) í blöðruveggn-
um sem líkjast kuldaviðtökum
húðarinnar. Um er að ræða frum-
stætt viðbragð, þ.e.a.s. viðbragð
sem er hjá ungbörnum en hverfur
síðan eftir því sem taugkerfi
bamsins þroskast og er því ekki
í heilbrigðum einstaklingum. ís-
vatnsprófið verður þá neikvætt.
Hulda Finnbogadóttir
arra kvenna í sambærilegum störf-
um, hvetur konur til að hefja nýja
sókn.
Þegar það sýnir sig aftur og aft-
ur að „strákarnir" vinna eftir öðrum
leikreglum. Leikreglum sem konur
hafa ekki unnið eftir hingað til.
Allt þetta kennir okkur að hefja
nýja sókn með breyttum áherslum.
Þetta kennir okkur að það þýðir
ekki lengur að bíða eftir að vera
metnar að verðleikum. Við erum
metnar eftir kyni. — Við erum
metnar annars flokks.
Þetta kennir okkur að standa enn
betur saman. Ekki spyija framar
hver aðra, hvort við treystum okk-
ur, heldur einfaldlega ieika sama
leikinn og „strákarnir": Segjast
ætla að verða ráðherrar... og
verða það.
Höfuadur er fyrrverandi
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í
Kópavogi.
Dr. Guðmundur Geirsson.
Kuldaviðbragðið kemur fram við
skaða á hinum sérstæðu tauga-
brautum sem taka þátt í að stjórna
þvagblöðrunni og verður ísvatns-
prófið þá oft jákvætt. Rannsóknin
sýnir að ísvatnsprófið er ekki ein-
ungis jákvætt hjá sjúklingum með
mænuskaða heldur einnig hjá
fjölda sjúklinga með þvagleka
vegna s.k. óhamminnar blöðru.
Þessir sjúklingar skynja ekki eðli-
ega þegar blaðran fyllist og geta
ekki sjálfrátt haldið í sér þegar
þeim verður mál. Þessi tegund
þvagleka er mjög algengur hjá
eldra fólki. ísvatnsprófið er því
einföld rannsókn án nokkurra
aukaverkana sem gefur mikilvæg-
ar upplýsingar um taugstjórnun á
neðri hluta þvagfæra hjá sjúkling-
um með þvagleka og aðrar truflan-
ir á starfsemi blöðrunnar.
Leiðbeinendur Guðmundar í
doktorsnáminu voru dr. Magnus
Fall og prófesor Sivert Lindström.
Andmælandi var sr. Paul Abrams
frá Bristol Englandi.
Guðmundur lauk stúdentsprófí
frá menntaskólanum við Hamra-
hlíð árið 1976. Hann lauk embætt-
isprófi í læknisfræði við Háskóla
íslands 1984. Hann stundaði
framhaldsnám í þvagfæraskurð-
lækningum í Bandaríkjunum og
Svíþjóð 1986-1992. Frájúní 1992
starfað sem sérfræðingur við
þvagfæraskurðdeild Borgarspítal-
ans í Reykjavík.
Guðmudur er fæddur á Raufar-
höfn 22. mars 1957. Hann er son-
ur hjónanna Geirs Ágústsson^r
húsasmiðs og Ingigerðar Guð-
mundsdóttur. Guðmundur er
kvæntur Bryndísi Ottósdóttur og
eiga þau 4 börn: Ingigerði, f.1978,
Eddu, f. 1982, Ásu, f. 1988, og
Magnús Ara, f. 1992.
TÆLENSKUR MATUR
TÆLENSKT UMHVERFI
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans! y
ILMANDI
Á 15 MÍN
EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR
LÍKA NÝBAKAÐ
HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað .
Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum
á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt
og ilmandi hvítlauksbrauð.
LOKAÐ I DAG ÞRIÐJUDAG
ÍTSALAA hefsl á morgun
Uáuntu
fataverslun
hf v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
5 ÖRKIN 1012-