Morgunblaðið - 06.07.1993, Side 23

Morgunblaðið - 06.07.1993, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 23 samvinnu íslands og Malaví, sem að vísu var lítil í byijun en óx fljót- lega. Auk þess að leggja til fiskimála- fulltrúa með svo margþætt verk- efni og greiða allan kostnað sem af honum hlytist, samþykkti ÞSSÍ að greiða 50 þús. dollara árlega til rekstrar SADC-skrifstofunnar í Malaví. Þetta samkomulag átti að gilda í 3 ár, en gerðar hafa verið á því tvær breytingar og gildir það nú til ársloka 1994. Helstu breytingarnar eru þær að SADC-skrifstofan í Malaví fjallar nú eingöngu um ferskvatnsfisk, þar sem sérstök skrifstofa í Namibíu annast eiginlegan sjávar- útveg. Ennfremur hefur áherslan, sem lögð var á það í upphafí að finna, hanna og kynna ný físki- málaverkefni, breyst í það að fínna styrktaraðila fyrir eldri verkefni og laga þau að kröfum styrktarað- ilanna. Vaxandi samstarf Matsmaðurinn, Valdimar Helgason, telur að fískimálafull- trúinn hafí að mörgu leyti staðið sig vel við að gegna mörgum og flóknum hlutverkum. Starf SADC- skrifstofunnar beri greinileg merki hans og muni lamast ef aðstoð ÞSSÍ yrði kippt burtu. Tvíhliða samstarfíð hafí vaxið mjög að umfangi með þátttöku ÞSSI í verk- efni Alþjóðabankans. Aftur á móti er fundið að nokkr- um atriðum, sem betur hefðu mátt fara. „Verklýsing fyrir fiski- málafulltrúann þarfnast endur- bóta. Skýrslugerð hefur verið ábótavant. Ekki hefur tekist að koma á virku tengiliða-hlutverki fískimálafulltrúans milli Norður- landanna og SADC og gagnrýnt er að heimamenn hafi ekki staðið sig sem skyldi með að láta fiski- málafulltrúanum í té aðstoðarfólk eða samstarfsmann í fullu starfí. Það muni koma niður á starfinu þegar aðstoð ÞSSÍ lýkur. 3% tilvika þrír. Að meðaltali var. 1,24 um kortið. Það vakti athygli að notkun græna kortsins virtist almennari meðal fólks með háar fjölskyldutekjur en lágar. 14,8% fjölskyldna með undir 99 þúsund króna mánaðartekjum notuðu kort- ið. 11,1% fjölskyldna á bilinu 100-199 þús. kr. 29,4% íjölskyldna á bilinu 200-299 þús. og 29,3% fjöl- skyldna á heimilum með yfír 300 þús. kr. Gallup gerir þó þann fyrir- vara að svonefnd öryggismörk eru mjög víð í þessum tilvikum, allt að 10%. Vinsældir og eftirspurn Tæplega 62% viðmælenda sögð- ust aldrei ferðast með Almennings- vögnum. En það kom glögglega fram að yngsti aldurshópurinn not- ar þjónustuna mun meira en aðrir. T.d. notuðu 78,5% svarenda á aldr- inum 45-55 ára aldrei vagnana en á aldursbilinu 15-24 ára var hlut- fall þeirra sem aldrei notuðu vagn- ana 27,9%. Talsmenn Almenningsvagna vildu gjarnan að fleiri en 38% not- færðu sér þjónustuna. Þeir bentu á að það nokkur tími liði áður en áhrif betri þjónustu skilaði sér í aukinni eftirspum. Jafnframt var athygli vakin á því að þrátt fyrir takmarkaða notkun teldu langflest- ir svarenda að strætisvagnaþjón- usta væri nauðsynleg í þéttbýlinu. 95% teldu mjög mikilvægt eða frek- ar mikilvægt að þessi þjónusta væri veitt. Og 47,3% svarenda hefðu lýst sig mjög hlynnta því að sveitarfélög niðurgreiddu strætis- vagnaþjónustu, þeim til viðbótar voru 35,5% frekar hlynntir; til sam- ans 82,6%. Til að gefa hugmynd um greiðslur sveitarfélaganna vegna Almenningsvagna upplýsti Ingimundur Sigurpálsson stjórnar- formaður frá því að heildarrekstrar- kostnaður fyrirtækisins væri á þessu ári áætlaður um 300 milljón- ir en tekjur vegná fargjalda áætlað- ar um 150 milljónir króna. Vöruskipti hagstæð við útlönd í MAÍMÁNUÐI sl. voru flutt- ar út vörur fyrir 7,2 milljarða króna fob. og inn fyrir 6,4 milljarða króna fob. Vöru- skiptajöfnuðurinn í maí var því hagstæður um 0,8 millj- arða króna en í maí 1992 var hann hagstæður um 2,8 millj- arða króna fob. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 35,7 milljarða króna en inn fyrir 30,6 milljarða króna fob. Afgangur var því í vöruskiptunum við útlönd sem nam 5,2 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn hagstæður um 4,6 milljarða króna á föstu gengi. Ifyrstu fimm mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 7% minna. á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 81% alls útflutnings og var verð- mæti þeirra um 7% minna en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var um 18% minni en útflutn- ingur kísiljárns 43% meiri á föstu gengi en árið áður. Útflutnings- verðmæti annarrar vöru (að frá- töldum skipum og flugvélum) var 8% minna í janúar-maí 1993 en árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 9% minna á föstu gengi en árið áður. Innflutningur sérstakrar fjárfest- ingarvöru (skip, flugvélar, Lands- virkjun), innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frá- töldum reynist annar innflutning- ur hafa orðið um tæplega 9% minni en á sama tíma í fyrra. Rannsóknastöðin á Mógilsá og bæjaryfirvöld á Hvolsvelli Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Urgangi safnað SÉRHANNAÐUR dælibíll safnar saman úrgangi úr rotþróm og dreifir honum síðan út á Markafljótsaura. Tilraun til að nýta úr- gang til skógræktar Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá og sveitarstjórnin á Hvolsvelli hafa ýtt úr vör tilraun til að nýta úrgang manna til skóg- ræktar. Fyrsta áfanganum, sem felst í því að dreifa 300 tonnum af úrgangi úr rotþró íbúa á Hvolsvelli á Markárfljótsaura, er nýlokið en á næsta ári verður að sögn Árna Bragasonar, forstöðumanns Rann- sóknastöðvarinnar, plantað víði í svæðið. Hann segir að siðmenntaðar þjóðir geti ekki varið aðrar leiðir til að nýta úrgang af þessu tagi. Árni sagði að Sigvaldi Ásgeirsson, skógfræðingur, hefði átt hugmynd- ina að tilrauninni síðasta vetur. Hún hefði síðan verið færð í tal við yfir- völd á Hvolsvelli og hefðu þau strax tekið vel í hana. Þannig varð úr að byijað var að aka úrgangi á miðviku- dag og lauk því fyrir helgi. Um er að ræða 300 tonn af úrgangi og var honum dreift á þriggja hektara svæði innan 350 hektara afgirts svæðis við Markárfljót. Annars veg- ar var dreift á plægt og hins vegar óplægt svæði. Engin mengun Á næsta ári er síðan að sögn Árna ætlunin að planta víði í svæð- ið. Eftir að hann hefur síðan sprott- ið eitthvað er hugsanlegt að klippa hann og nota viðinn til kyndingar en setja meiri áburð á milli plantn- anna. Ekki sagði Árni að nokkur mengun ætti að verða af'úrgangin- um og allir hættulegir gerlar ættu að hafa drepist innan þriggja vikna frá dreifingu hans. Hann sagði að með þessum hætti væri verið að nýta úrganginn á þann eina hátt sem siðmenntaðar þjóðir gætu varið að hann væri nýttur í. „Það er ekki hægt að veija það að setja botnfall í einhveija holu og moka svo fyrir. Það getur haldið áfram að geijast í langan tíma,“ sagði Árni í þessu sambandi og benti jafnframt á að úrgangur væri nýttur með þessum hætti víða erlendis. Hann sagðist afar hlynntur því að haldið yrði áfram á þessari braut ef tilraunin tækist vel. Þannig væri t.d. möguleiki á því að nýta skólp frá Reykjavík til skógræktar á Mos- fellsheiði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.