Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 Fjögur hundruð atvinnu- lausir um mánaðamótin íþróttahelgi á Akureyri MEÐ SANNI má segja að síðasta helgi hafí verið íþróttahelgi á Akureyri. Nærri lætur að hálft annað þúsund manna hafí tekið þátt í þeim íþróttamótum sem stóðu í bænum. Alls munu um 700 leik- menn hafa tekið þátt í ESSO-móti KA í 5. aldursflokki en leikmenn í Pollamóti Þórs, sem voru miklu eldri, voru nálægt 500. Þá mun á þriðja hundrað manna hafa tekið þátt í móti í götubolta, útikörfu- bolta, sem fram fór við íþróttahöllina. Ótaldir eru þeir sem undu við golf, hestamennsku, siglingar og margvíslega fleiri útiveru þótt ekki væri að fagna sumarhita. ATVINNULEYSI er enn nokkuð mikið á Akureyri. Tala at- vinnulausra nú um mánaðamótin var 396 en var 401 við upp- haf júnímánaðar. Atvinnulausir í júlíbyrjun á siðasta ári voru 247. Hálfur fimmti tugur manna starfar nú að svonefndum átaksverkefnum. Samkvæmt upplýsingum Vinnu- miðlunarskrifstofunnar á Akureyri voru atvinnulausir í júlíbyrjun 396, aðeins 5 færri en mánuði fyrr. I Óþurrkatíð í Eyjafjarðarsveit í sumar Heyskapur gengur illa Ytri-Tjörnum. HEYSKAPUR hér í Eyjafjarðarsveit hefur farið afskaplega hægt af stað vegna óþurrka. Sláttur er nú þremur vikum seinna á vegi en á allmörgum undanförnum árum. Þrátt fyrir rúllubindivélar og aðra nýtískutækni við heyskapinn hefur lítið náðst ennþá af heyi vegna þess að þurrkar hafa verið afar stopulir frá því sláttur hófst. Bændur hafa frekar tekið þann kostinn að láta grasið spretta áfram en það er ekki heldur góður kostur vegna þess að þá sprettur það úr sér og fóðurgildi rýmar mjög. Kjarnfóðurgjöf mun aukast Á síðustu árum hafa kúabændur dregið mjög úr kjarnfóðurgjöf. Það hefur verið mögulegt vegna þess hve taðan hefur verið snemmslegin og kraftmikil. Á komandi vetri er af því sem fyrr segir fyrirsjáanlegt að auka verði kjarnfóðurgjöf á ný ef takast á að koma í veg fyrir súrdoða og aðra efnaskiptasjúk- dóma sem vilja fylgja því að kúm sé gefín hrakin og úr sér sprottin taða. Benjamín þessum hópi eru 175 karlar og 221 kona. Tala atvinnulausra milli mánaðamóta stendur nokkuð í stað enda þótt um það bil 60 manns hafí bæst á atvinnuleysisskrá vegna gjaldþrots íslensks skinna- iðnaðar um miðjan júní. Sam- kvæmt upplýsingum Vinnumiðlun- arskrifstofunnar mun eitthvað af því fólki hafa fengið starf við skinnaiðnaðinn eftir að ákveðið var að halda rekstri fyrirtækisins áfram en auk þess væri áberandi að fólk réði sig til skammtímavinnu væri hana að fá. 45 í átaksverkefnum Fjörutíu og fimm manns hafa nú störf við átaksverkefni á Akur- eyri, flestir hjá Akureyrarbæ en einnig allnokkrir hjá Foldu hf. Þar er um að ræða að jafnaði störf til þriggja mánaða. Atvinnulausir á Akureyri eru mun fleiri í ár en á sama tíma í fyrra. Við upphaf júlímánaðar 1992 voru 247 atvinnulausir eða sem næst 150 færri en nú. Fyrsti skiptafundur í þrotabúi K. Jónssonar & Co. Samheiji kaupir plast frá Ako SAMHERJI hefur gert samning um kaup á plastpokum og plastörkum til notkunar um borð í togurum sínum, en fyrirtækið mun kaupa plastvör- ur af Ako-plasti á Akureyri. Myndin var tekin við undirntun samningsins fyrir skömmu, frá vinstri eru Eyþór Jósepsson, Daníel Ámason, Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Jóhann Oddgeirsson og Gísli Geir Sveinsson. Þeir Kristján og Þorsteinn eru frá Samheija, en hinir frá Ako-plasti. verður haldið á Akureyri dagana 22.-25. júlí nk. Skráníngar sendist Ingólfi Sigurþórssyni, Norður- götu 48, 600 Akureyri, eða sendist í fax 96-27813, merkt íþróttadeild Léttis, c/o Ingólfur Sigþórsson. Ath.: Skráning á að fara fram f gegnum félögin eða deildirnar. Skráníngargjald í fullorðinsflokki kr. 2.000, 1. skráning 1.200 kr. eftir það, í barna*, unglinga- og ungmennafiokkum 1.200 kr., 1. skráníng, 800 kr. eftir það. Lokaskráning 9. júlí. Skráningargjöld þurfa að hafa borist á sparireikning í Landsbanka Islands, útibúi nr. 162, á höfuðbók nr. 05118127. Athugið, notíð þrírit. Leigiisamiiiiigiir Strýtu framlengdur FYRSTI skiptafundur í þrotabúi K. Jónssonar & Co. hf. á Akur- eyri var haldinn á föstudag. Ákveðið var að efna til veðhafafundar þar sem fjallað verður um það hvað gert verður við eignir þrotabús- ins. Samþykkt var að framlengja leigusamning við Strýtu hf. til 15. september næstkomandi. Þar er nú unnin rækja og síld til út- flutnings og stefnt að vinnslu grásleppuhrogna seint í ágúst. Vakta- vinnu lýkur og starfsfólki fækkar 15. júlí. Á skiptafundinum á föstudag var ákveðið að boða til veðhafa- fundar til að taka ákvarðanir um það hvað verður um eignir fyrir- tækisins. Að sögn Ólafs Birgis Árnasonar, skiptastjóra þrotabús- ins, komu ekki fram neinar hug- myndir um framtíð fyrirtækisins utan þær að á veðhafafundi yrði þess freistað að komast að sam- komulagi um það hvort einhver veðhafa leysi eignir fyrirtækisins til sín eða þær verði boðnar upp. Leiga framlengd um tvo mánuði Ólafur Birgir sagði að á fundinum hefði verið gengið frá því að eign- ir K. Jónssonar yrðu leigðar Strýtu hf. áfram til 15. september næst- komandi, en leigusamningurinn átti að renna út 15. júlí. Kvað hann leigu ekki verða frekar fram- lengda. Að sögn Aðalsteins Helgasonar framkvæmdastjóra Strýtu hf. stárfa á bilinu 80-90 manns við verksmiðjuna, en þar er nú unnin rækja og síld fyrir erlendan mark- að. Aðalsteinn sagði að í jöní hefði verið gerður samningur við starfs- fólk um vaktavinnu í rækjuvinnsl- unni fram til 15. júlí. Þær áætlan- ir stæðust, vöktum lyki og starfs- fólki fækkaði í 40-50 manns. Á þessum tíma hefði verið gengið á þær birgðir sem verið hefðu til af frosinni rækju en eftir það yrði aðallega unnin fersk rækja. Framtíðin óljós Aðalsteinn sagði með öllu óljóst enn um framtíð verksmiðjunnar, hún réðist meðal annars af niður- stöðum veðhafafundar. Vonir manna stæðu til að með einhveiju móti yrði vinnslu haldið áfram og þess vegna hefðu meðal annars verið keypt grásleppuhrogn, sem byijað yrði að vinna seint í ágúst. Framleiðsla fyrirtækisins fer nær öll á markað erlendis. Sala innan- lands nemur að sögn Aðalsteins á bilin 5 til 10 % af veltu. Skapti Askelsson skipasmiður látinn SKAPTI Áskelsson skipasmiður lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á laugardaginn, 85 ára að aldri. Skapti fæddist að Austari- Krókum í Hálshreppi í Suður- Þingeyjarsýslu 20. júní 1908, og var því nýorðinn 85 ára er hann lést. Foreldrar hans voru Laufey Jóhannsdóttir frá Skarði í Grýtu- bakkahreppi og Áskell Hannesson, frá Austari-Krókum. Skapti kvæntist, 12. desember 1936, Guðfinnu Hallgrímsdóttur frá Glúmsstöðum í Fljótsdal. Hún lést árið 1979. Þau eignuðust tvo syni, Hallgrím og Brynjar Inga, sem báðir eru búsettir á Akureyri. Skapti og Guðfínna hófu búskap á Grenivík en fluttust til Akur- eyrar um áramótin 1938-39. Skapti lærði skipasmíðar á Akur- eyri og starfaði fyrst um sinn hjá Skipasmíðastöð KEA. Hann var einn stofnenda Slippstöðvarinnar hf. 1952 og framkvæmdastjóri hennar frá stofnun þar til 1970. Var hann löngum kenndur við fyr- irtækið og kallaður Skapti í Slippnum. Eftir að Skapti lét af Skapti Áskelsson starfí í Slippstöðinni stofnaði hann byggingavöruverslun sem nefnd var eftir honum og starfaði þar, þangað til hann settist í helgan stein.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.