Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
25
Trillukarlar í Grímsey mótmæia fréttum
„Stundum ekki
smáfiskadráp“
Grímsey
TRILLUKARLAR í Grímsey eru ósáttir við fréttaflutning af smá-
fiskadrápi á trillubátum fyrir Norðurlandi. Þeir telja þessar fréttir
stórlega villandi og með þeim sé freklega vegið að starfsheiðri þeirra,
enda sé smábátafiskur af miðum fyrir norðan land síst smærri en
fiskur sem veiddur er af stærri skipum.
Þrír fulltrúar trillukarla í Gríms-
ey, Guðmundur Geirdal Arnarson,
Helgi Haraldsson og Sæmundur
Olason, hafa sent frá sér yfirlýsingu
vegna fregna í Ríkisútvarpinu um
aflasamsetningu smábáta fyrir
Norðurlandi þar sem fram kom að
allt að 80% af þorskafla smábáta
væri undir 55 sm að stærð. Um það
segja þeir m.a.:
„Við trillukarlar í Grímsey viljum
ekki sitja undir ámæli af því tagi
að stór hluti afla okkar sé smáfisk-
ur og alls ekki því að smábátar landi
smærri físki en aðrir bátar. Þá telj-
um við að handfæra- og línufiskur
okkar sé síst smærri en fiskur úr
öðrum veiðarfærum eins og t.d.
trolli og dragnót.
Það er vitað mál og óumdeilt að
fyrir Norðurlandi er fiskurinn mun
smærri en fyrir sunnan og það eru
lítil tíðindi þeim sem þekkja því
þannig hefur það alltaf verið. Þess
má geta að hjá handfærabátum hér
í Grímsey er meðalvigt á þorski að
jafnaði 2 - 2,5 kg og í afla þeirra
sem gera út á línu er undirmálsfisk-
ur undir 10% af afla.“
Þokkalega vænn fiskur
Trillusjómenn í Grímsey segjast
í yfirlýsingu sinni ekki skilja tilgang
með þeim ónákvæma og ranga
fréttaflutningi sem átt hafí sér stað.
Að þeirra mati sé fiskur sá sem á
land kemur í Grímsey mjög þokka-
Brúðkaups-
myndatökur þarf
að panta með góðum
fyrirvara
3 ÓDÝRASTIR
Ljósmyndastofurnar:
Mynd sími 65-42-07
Barna og Fjölskylduljósm.
sími 677-644
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 4-30-20
lega vænn og ekki lakari en til
dæmis togarafiskur, en þeir segjast
hafa fyrir satt að meðalþyngd tog-
araþorsks á undanförnum árum
hafi verið 1,6 kg. Með þessum frétt-
um sé hins vegar vegið freklega
að starfsheiðri þeirra og slíkt telji
þeir bæði óeðlilegt og óviðunandi.
Hólmfríður
Ný verslun
KRISTALBÚÐIN var opnuð fýrir nokkru á neðri hæð
gamla Zionshússins við_ Hólabraut, en þar fást gjafa-
vörur í miklu úrvali. Á myndinni eru starfsfólk og
eigendur verslunarinnar, frá vinstri: Svava Aðalbjörns-
dóttir, Linda Björnsdóttir og Björn Pálsson.
Endurbætur og stækkun
VERSLUNIN Eyfjörð var opnuð nýlega eftir miklar
endurbætur og stækkun og ættu veiðimenn að geta
athafnað sig ágætlega í versluninni á meðan þeir huga
að veiðivörunum sem þar fást. Á myndinni er Einar
Long Bergsveinsson, lengst til vinstri, ásamt starfs-
fólki sínu.
Hið virta breska tímarit „WHAT VIDEO" prófaði nýlega TOSHIBA 29" sjónvarpstæki og
veitti því einkunina „BESTU KAUPIN". í umsögn sagði m.a: „Frábær mynd- og hljómgæði,
glæsilegt útlit, þægileg stjórnun og skipanir á skjá". Við bjóðum nú nýjasta 29" TOSHIBA
tækið með Super Woofer, PSU-DO Surround hljómburði og Cinema Vision 16:9 kerfi.
TOSHIBA sjónvarpstækin eru framleidd fyrir Evrópumarkað i verksmiðjum TOSHIBA í
Bretlandi. Hagstætt gengi pundsins tryggir lágt verð, en að auki bjóðum við sérstakt
kynningarverð í takmarkaðan tíma:
Kr. 129*900 stgr.
Ennfremur fæst 25" tæki með sama búnaði og eiginleikum á kr. 116.900 stgr.
Athugið að við bjóðum aðeins takmarkað magn af þessum afburðartækjum á þessu verði!
Umboðsmenn á landsbyggöinnl:
///
Einar
Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28 Sími 622901 - 622900
Keflavík: Stapafell.
Borgarnes: Kf. Borgfirðinga.
ísafjörður: Straumur hf.
Blönduós: Kf. Húnvetninga.
Sauðárkrókur: Versl. Hegri.
Siglufjörður: Torgið.
Akureyri: Kf. Eyfirðinga.
Húsavík: Kf. Þingeyinga.
Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa.
Seyðisfjörður: Kf. Héraðsbúa.
Neskaupstaöur: Bakkabúð.
Höfn: Kf. A-Skaftfellinga.
Selfoss: Kf. Árnesinga.