Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 Blóðsúthellingar í Suður-Afríku AÐ minnsta kosti 40 blökkumenn létu lífið í blóðsúthellingum sem urðu víða í Suður-Afríku um helgina. Mest mannfall varð í Natal-héraði þar sem sló í brýnu milli fylgismanna Inkatha- flokksins annars vegar og Afríska þjóðarráðs- ins hinsvegar. Sökuðu hvorir aðra í gær um að vilja beita vopnavaldi til þess að leysa vanda landsins, en þar fara fram frjálsar kosningar í fyrsta skipti þann 27. apríl á næsta ári. Þá féllu margir í þorpum blökkumanna austan við Jóhannesarborg, þar sem þessi brynvarði lög- reglubíll nam staðar við lík blökkumanns sem var banað þar sem hann var á leið til vinnu í gær. Innanríkisráðherra Þýskalands neyðist til að láta af embætti Hylmt yfir með lögreglu- mönnum sem drápu fanga - segir vikuritið Der Spiegel Bonn. Reuter, The Daily Telegraph. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, skipaði í gær Man- fred Kanther, leiðtoga Kristilegra demókrata í Hesse-ríki, sem innanríkisráðherra eftir að Rudolf Seiters hafði sagt af sér embættinu. Seiters hafði sætt harðri gagnrýni vegna ásakana um að embættismenn hans hefðu þagað yfir upp- lýsingum um að lögreglumenn, sem kljást við hryðjuverka- menn, hefðu skotið óvoþnaðan fanga til bana að ástæðu- lausu. Stjómmálamenn og dagblöð kröfðust einnig afsagnar Alexand- ers von Stahls ríkissaksóknara, sem neyddist til ,að fyrirskipa aðra rann- sókn á málinu. Niðurstaða frum- rannsóknarinnar var að fanginn, Wolfgang Grams, meintur félagi í hryðjuverkasamtökunum Rauðu herdeildinni, hefði dáið á sjúkrahúsi þremur klukkustundum eftir að hafa skotið sjálfan sig eða orðið fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu. Auk Grams beið lögreglu- maður bana í skotbardaganum. Algjörlega bjargariaus komst að þeirri niðurstöðu að tals- vert ósamræmi væri í frásögn emb- ættismanna af málinu. Til að mynda hefði komið í ljós að 50 lögreglu- menn hefðu tekið þátt í handtök- unni, ekki 20 eins og lögreglan hélt fram í fyrstu. Nýi innanríkisráðherrann, Man- fred Kanther, er lítt þekktur 54 ára lögfræðingur sem ólst upp í austur- hluta Þýskalands. Reuter Ráðherraskipti MANFRED Kanther, innanrikisráðherra Þýskalands (t.v.), og for- veri hans í embættinu Rudolf Seiters (t.h.), sem sagði af sér vegna tilraunar embættismanna til að hylma yfir með lögreglumönnum sem skutu meintan hryðjuverkamann til bana. Breska varnarmálaráðuneytið sparar Kafbátum og orrustu- þotum verður fækkað Lundúnum. Reuter. BRESKA varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að dísilknúnum kafbátum Breta yrði lagt og orrustuþotum af gerðinni Tomado fækkað. Freigátum og tundurspillum breska sjóhersins verður einnig fækkað úr 40 í 35 á næstu árum en lítill sem enginn niðurskurður verður hjá landhernum, sem er með hermenn í Bosníu og á Norður-írlandi. Nýjar upplýsingar sem birtar voru í vikuritinu Spiegel urðu til þess að rannsaka varð málið að nýju. Blaðið hafði eftir lögreglu- manni sem tók þátt í handtöku Grams og annars meints hryðju- verkamanns að lögreglumennimir hefðu snúið hann niður og skotið hann í höfuðið af stuttu færi. Hann hefði verið algjörlega bjargarlaus og skammbyssa hans legið nokkrum metrum I burtu. Samkvæmt kmfningarskýrslu, sem birt var á fimmtudag, lést Grams ekki á sjúkrahúsi eins og lögreglan hélt fram heldur sam- stundis eftir að skotið var á hann á innan við eins metra færi. Ennfrem- ur hefur komið fram að lögreglu- maðurinn sem beið bana kynni að hafa orðið fyrir skoti frá félaga sín- um. Þingnefnd sem rannsakaði málið Malcolm Rafkind, vamarmálaráð- herra Bretlands, sagði að niðurskurð- urinn endurspeglaði breytingar á vamarþörfum landsins á undanföm- um árum. Líkumar á því að Bretar myndu há stríð í náinni framtíð hefðu jafnvel minnkað frá árinu 1991. 107 milljarða sparnaður í tilkynningu frá vamarmála- ráðuneytinu sagði 'að fjórum dí- silknúnum kafbátum yrði lagt og tundurduflaslæðurum fækkað um þriðjung. Orrustuþotum af gerðinni Tomado F-3 verður fækkað um 13 og frestað hefur verið áformum um kaup á nýjum eldflaugum. Breska fjármálaráðuneytið hefur lagt hart að Rafkind að spara um milljarð punda, rúma 107 milljarða króna til að minnka gífurlegan fjár- lagahalla Bréta. Rútskoj óhress með Sverdlovsk ALEXANDER Rútskoj, varafor- seti Rússlands, sakaði í gær ráðamenn í iðnaðarhéraðinu Sverdlovsk um að grafa undan sameiningu landsins með því að lýsa því einhliða yfir að héraðið sé rússneskt sjálfstjórnarsvæði. í öðru héraði austast í landinu þykir koma til greina að fylgja dæmi Sverdlovsk, vegna þess sem sagt er vera skeytingarleysi í Moskvu um efnahagslegar að- stæður í héraðinu. Góðar horfur í Bretlandi EFNAHAGSBATINN í Bret- landi er hægur en stöðugur og talinn munu verða hraðari á næstu árum. í skýrslu frá óháð- um efnahagssérfræðingum, sem fjármálaráðuneytið réð til starfa, er spáð 1,6% hagvexti á þessu ári, en á því næsta er reiknað með 2,6 prósenta vexti. Nýjustu tölur um útlán og peningamagn í umferð þykja benda í rétta átt, en hvort tveggja eru vísbend- ingar um ástand efnahagsins. Mótmæli í Nígeríu ÞÚSUNDIR ungmenna lokuðu í gær helstu umferðaræðum í Lagos, höfuðborg Nígeríu, í mótmælaskyni við að forseta- kosningar sem fram fóru þar nýlega hefðu verið ógiltar. Lög- regla beitti táragasi til að dreifa mannijöldanum. Sjónarvottar sögðu að hleypt hefði verið af byssum, en ekki var vitað hvort einhveijir urðli fyrir skotum. Þetta eru mestu mótmælaað- gerðir sem farið hafa fram í borginni gegn ógildingu kosn- inganna. Ekki öfunds- vert embætti MEIRIHLUTI Bandaríkjamanna kýs heldur að vera á bak við lás og slá í viku en setjast í stól forsetans í Hvíta húsinu. Kemur þetta fram í könnun, sem ABC- sjónvarpsstöðin og dagblaðið Washington Post stóðu fyrir. Niðurstaðan var sú, að 52% vildu heldur fara í fangelsi í viku en vera í fjögur ár í húsinu númer 1.600 við Pennsylvaníu-breið- stræti. 46% tóku forsetaembætt- ið fram yfir fangelsið en 2% vissu ekki hvað þau vildu. Þeir, sem ekki vildu taka að sér að stjóma landinu, nefndu langflestir sömu ástæðuna: Að erfíðleikar þjóðar- innar væru svo miklir, að forset- inn gæti lítið gert til að ráða fram úr þeim. Tælendingar banna orðabók TÆLENSK stjómvöld bönnuðu í gær enska orðabók þar sem höfuðborginni Bangkok er meðal annars lýst sem borg þar sem er mikið er um vændiskonur. Utanríkisráðuneyti Tælands krafðist þess að skilgreiningin yrði íjarlægð úr bókinni. Tæ- íenskur lögregluforingi sagði að orðabókin, sem gefin er út af Longman útgáfufyrirtækinu, særði sterka siðgæðisvitund Tælendinga og yrði því að íjar- lægja hana úr bókaverslunum. Della Summers.talsmaður út- gáfufyrirtækisins sagði í viðtali við breska útvarpið BBC um helgina að skilgreining hvers orðs leitaðist við að lýsa hlutun- um eins og þeir væm en ekki hvernig menn óskuðu að þeir væm. Hún sagði að um menn- ingarfordóma væri ekki að ræða í þessu sambandi, til dæmis væri Soho og King’s Cross hverf- unum í Lundúnum lýst á svipað- an hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.