Morgunblaðið - 06.07.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
27
Framsal múslimaleiðtoga frá Bandaríkjunum
Verjendur Abdel-
Rahmans segja
framsal ólöglegt
Kaíró. Reuter.
LÖGFRÆÐINGAR Omars Abdel-Rahmans, öfgafulls múslimaleið-
toga sem býr í Bandarikjunum, sögðu í gær að krafa Egypta um að
fá manninn framseldan væri ólögleg. Egypskur dómari hefur fjallað
um morðmál sem Abdel-Rahman er talinn tengjast og krafðist dómar-
inn þess á sunnudag að múslimaleiðtoginn yrði handtekinn. í fram-
haldi af því bað egypska sljórnin Bandaríkin að framselja hann.
Lögfræðingar Abdel-Rahmans
segja að áður hafi verið fram á að
dómarinn viki á þeirri forsendu að
hann væri kunnur að andúð á heittrú-
armönnum múslima. Þess vegna hafi
úrskurður hans verið marklaus.
Einn af leiðtogum öfgasinnaðra
múslima í Egyptalandi, Safwat Abd-
el-Ghani, segir að framselji Banda-
ríkjamenn Abdel-Rahman til Egypta-
lands muni þeir uppskera andúð
múslimahreyfinga um ailan heim.
„Ég er ekki að hóta Bandaríkjunum,
aðeins að vara við afleiðingunum,"
sagði Abdel-Ghani í samtali við
fréttamann Reuters í gær. Abdel-
Ghani situr í egypsku fangelsi, sak-
aður um morð á rithöfundi er var
andvígur öfgahreyfingum múslima.
Bandarískir lögfræðingar Abdel-
Rahmans taka í sama streng og
Abdel-Ghani og segja að Bandaríkin
kalli yfir sig hryðjuverk ef hann verði
framseldur. Talsmenn sendiráðs
Bandaríkjanna í Kaíró sögðu í gær
að gripið hefði verið til „viðeigar.di
ráðstafana" en ekki hefðu borist
þangað beinar hótanir.
Múslimaleiðtoginn, sem er blindur,
komst með ólöglegum hætti til
Bandaríkjanna en er jafnframt grun-
aður um að hafa átt óbeina aðild að
sprengjutilræðinu í World Trade
Center-skýjakljúfunum i vetur.
Nokkrir af stuðningsmönnum hans
sitja nú í haldi vegna þess að þeir
höfðu skipulagt enn víðtækari tilræði
í New York. Uppljóstrari á vegum
bandarísku alríkislögreglunnar, FBI,
kom upp um samsærið.
Verði Abdel-Rahman, sem nú er
í varðhaldi í Bandaríkjunum, visað
úr landi munu yfirvöid byggja þá
ákvörðun á broti hans á lögum um
landvist.
Stjómmálaskýrendur telja margir
að ráðamenn Egypta vilji í reynd
alls ekki að Abdel-Rahman verði
framseldur, krafan sé eingöngu sett
fram til að fullnægja lagalegri
skyldu. Stjórnvöld í Kaíró séu þess
fullviss að lögfræðingum múslima-
leiðtogans takist að koma í veg fyrir
framsal. Færi svo að Abdel-Rahman
kæmi fyrir rétt í Egyptalandi og hlyti
dóm yrði hann písiarvottur, yrði hann
á hinn bóginn sýknaður myndu menn
hans telja hann hetju.
Reuter
Stríðsminjar vitna um grimmd
FYRSTA sýningin þar sem gerð eru opinber gögn sem varða leynilega
japanska herdeild sem starfaði í heimsstyrjöldinni síðari verður opnuð
í Tókyó í dag. Á sýningunni gefur að líta lyf, sprautur og tæki sem
herdeildin notaði við tilraunir á um 3.000 kínverskum, mongólskum,
kóreskum og rússneskum föngum. Tilraunirnar voru liður í þróun nýrra
sýklavopna. í fangabúðunum í Harbin í Kína voru fangarnir smitaðir
af ýmsum sjúkdómun auk þess sem hitastig var yfirleitt fyrir neðan
frostmark. Énginn fanganna koms lifandi úr búðunum. Almenningur
í Japan frétti fyrst af tilvist herdeildarinnar árið 1981 en stjórnvöld
neita því enn að herdeildin hafi gert tilraunir á mönnum. Á myndinni
sést aldraður Japani virða fyrir sér myndir sem til sýnis eru á sýningunni.
*
Atökin í Kákasuslýðveldunum eiga sér langa forsögu
Þjóðemisdeilumar hófust
áður en Sovétríkin hurfu
Moskvu. Reuter.
BLÓÐUG átök hafa staðið með hléum í Kákasuslýðveldunum undan-
farin ár þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að miðla máturn milli
deiluaðila. Harðast er nú barist í héraðinu Nagorno-Karabakh í
Azerbajdzhan, þar sem Azerar og Armenar takast á um yfirráð.
Einnig er barist í héraðinu Abkhazíu í Georgíu. Raunar hófust
þessi átök á suðurhluta Kákasussvæðisins, sem var innlimað í Rúss-
land á síðustu öld, þegar árið 1991, áður en Sovétríkin fyrrver-
andi liðuðust í sundur.
Armenar með yfirburði
Átök brutust fyrst út í Nagorno-
Karabakh árið 1991 þegar hinn
armenski meirihluti íbúa lýsti yfir
sjálfstæði héraðsins frá Az-
erbajdzhan. Þó að Armenar hafi
ekki opinberlega lýst yfir stuðningi
við sjálfstæðiskröfur Armena í
Karabakh hafa þeir stutt þá fjár-
hagslega. Azerar og Armenar hafa
eldað grátt silfur öldum saman og
á síðasta ári þróuðust skærurnar
út í ailsherjar styijöld þar sem
báðir stríðsaðilar nýta sér vopna-
búr Rauða hersins fyrrverandi.
Jafnt Azerar sem Armenar hafa
sakað hvorn annan um að njóta
stuðnings Rússa bak við tjöldin.
Armenum hefur vegnað betur í
stríðinu og í fyrrasumar tókst þeim
að hrekja flesta Azera burt frá
Karabakh. Þá hafa þeir einnig náð
hluta landsvæðisins, sem skilur
Karabakh frá Armeníu, á sitt vald.
Er nú barist um azersku borgina
Agdam, skammt frá Karabakh.
Stríðið hefur haft slæm áhrif á
efnahag beggja ríkjanna og valdið
pólitískri upplausn í Azerbajdzhán.
Átök í Abkhazíu
í nágrannaríkinu Georgíu var
til skamms tíma hart barist i hér-
aðinu Suður-Ossetíu. Þeim bardög-
um linnti hins vegar í fyrra í kjöl-
far þess að vopnahléi var komið á
fyrir tilstilli Rússa. Upphafleg
ástæða deilunnar var að Ossetar
voru ósáttir við að þeir nutu ekki
lengur sjáifstjórnar eftir að Georg-
ía varð sjálfstætt lýðveldi, líkt og
þeir gerðu er landið var hluti af
Sovétríkjunum. Zvíad Gamsakhúr-
día, forseti Georgíu, neitaði alfarið
að taka kröfur Osseta til greina
en stjórnvöld í Tbilisi slökuðu hins
vegar verulega á klónni í garð
þeirra eftir að hann var hrakinn
frá völdum fyrir átján mánuðum
síðan.
Við völdum tók Edúard Sjev-
ardnadze, fyrrum utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna. Hann beitti
hins vegar aðskilnaðarsinna í hér-
aðinu Abkhazíu við Svartahafið
aukinni hörku eftir að þing héraðs-
ins samþykkti að lýsa yfir sjálf-
stjórn.
Abkhazar eru sjálfstæð þjóð en
vegna flutninga Rússa til héraðsins
allt frá 18. öld er nú svo komið
að einungis 17% íbúa Abkhazíu eru
Abkhazar.
Georgíustjórn sendi herlið til
Abkhazíu í ágústmánuði í fyrra
en er þeir rændu og rupluðu í hér-
aðinu leiddi það til almennrar upp-
reisnar. Sveitir Abkhaza, sem njóta
stuðnings rússneskra sjálfboðaliða,
hafa nú náð nánast öllu héraðinu
á sitt vald. Einungis höfuðborgin
Sukhumi og borgin Ochamire eru
enn í höndum stjórnarhersins.
Stjórn Georgíu sakar Rússa um
að styðja uppreisnarmennina með
vopnum og jafnvel hermönnum.
Þessu neita Rússar.
Barist í fjallahéruðum
I norðurhluta fjallanna, sem
skilja að Kákasuslýðveldin þrjú og
Rússland, geisar einnig borga-
rastyijöld. Þjóðflokkar á svæðinu,
sem voru yfirbugaðir af Rússum á
síðustu öld, beijast nú hatramm-
lega hvor við annann. Engin ein
skýring er á þeim átökum en með-
al þess sem hefur stuðlað að þeim
eru þær mörg hundruð breytingar,
sem gerðar voru á landamærum á
Sovéttímanum, auk fólksflutninga
þeirra, sem Stalín stóð fyrir.
Þannig hröktu Norður-Ossetar
Ingúshía frá héraðinu Prigorodní
í nóvember sl. eftir harða bardaga.
Héraðið tilheyrði Ingúshíum allt
þar til Stalín neyddi þá ásamt
Tsjetjenum til að flytja til Kaz-
akhstan, meðan á síðari heims-
styijöldinni stóð.
Ingúshíum var leyft að snúa
aftur til Prigorodní árið 1953, eft-
ir að Stalín lést. Þeim var hins
vegar ekki afhent landið á ný held-
ur einungis leyft að dvelja þar.
Rúmlega 53 þúsund Ingúshíar
flúðu átökin í fyrra og dveljast nú
sem flóttamenn í Ingúshetíu.
Nágrannahéraðið Tjetjnía lýsti
einhliða yfir sjálfstæði frá Rúss-
landi í lok ársins 1991 og kaus
eigin forseta, Dzokhar Dudajev,
fyrrum hershöfðingja í sovéska
hérnum. Á síðustu mánuðum hafa
borist fregnir af átökum milli
sveita Dudajevs og andstæðinga
hans.
The European fjallar
um Keflavíkurstöðina
Sendiherra
leiðréttir
rang’færslnr
VIKUBLAÐIÐ The Europen
birti í síðasta mánuði frétt þar
sem sagði að Bandaríkjamenn
ráðgerðu að fækka í herliði sínu
á íslandi um helming og her-
flugvélar yrðu kallaðar heim.
Einnig var fullyrt að Bandarík-
in greiddu Islendingum rúm-
lega tíu milljarða króna árlega
í leigu fyrir aðstöðuna.
í lesendabréfadálkum blaðsins
fyrir skömmu leiðrétti Helgi Ág-
ústsson, sendiherra íslands í Bret-
landi, rangfærsiurnar. Hann benti
á að samkvæmt tvíhliða varnar-
samningi íslendinga og Bandaríkja-
manna frá 1951 þægju íslendingar
enga leigu fyrir land undir bæki-
stöðvar Bandaríkjamanna. Enn-
fremur hefði verið staðfest í viðræð-
um fulltrúa ríkjanna á þessu ári að
farið yrði að ákvæðum samningsins
um fullt samráð aðila ef gerðar
yrðu breytingar á umsvifum banda-
ríska liðsins hér á landi.
Bílamarkaburinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraim
Kopavogi, sími
B71800
MMC Pajero langur, diesel, turbo, m/lnt-
erc., 92, 5 g., ek. 67 þ., sóllúga o.fl.
V. 3.150 bús.. ek. á ód.
Renault Express ’92, hvítur, 5 g., ek. 40
þ. V. 790 þ., vsk-bíll.
MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans, 5
g., ek. 82 þ. Gott eintak. V. 1.090 þ.
20 þ., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl.
V. 1.350 þ.
Nissan Sunny SLX '92, sjálfsk., ek. 43
þ., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl.
91, rauður, 5 g.,
ek. 26 þ., rafm. í rúðum o.fl. Talsvert
breyttur. V. 1.390 þ. Skipti á Subaru
Legacy ’91-’92.
Subaru Legacy station ’90, brúnsans, 5
g., ek. aðeins 45 þ., rafmagn í rúðum o.fl.
V. 1.250 þ. sk. ód.
GMC húsbni 6.2 diesil '86, hvítur, sjálfsk.,
ek. 52 þ. km. Einn m/öllu. V. 1.190 þ.
Lada Sport '89, rauður, 5 g., léttstýri, ek.
aðeins 24 þ. V. 450 þ.
Volvo 440 SE '92, brúnsans, sjálfsk., ek.
20 þ., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl.
V. 1.350 þ.
Daihatsu Charade Sedan 1.6 SG '90, 5
g., ek. 32 þ. V. 690 þ.
Mikið úrval bifreiða
Verd og kjör viö allra hæfi