Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 HHIIIN.II.LIIIJ Trierborg vill auka samstarf við íslensk útflutningsfyrirtæki Með morgunverði, sem eftirréttur\ | eðabara...bara. ! CL 600 AFBURÐA LASERPRENTARI A3 og A4 pappír 600x600 punkta upplausn (dpi) Intel 80960KB RISC örgjörvi Intel 82961KD grafískur örgjörvi Hárfínt duft (7 míkrón) Margföld minnisnýting Postscript, PCL5 og HP-GL/2 35 TrueType leturgerðir 13 HP-PCL5 leturgeröir Appletalk-, rað- og hliðtengi Getur unnið á öllum tengjum samtímis SCSI tengi fyrir fontadisk , Sjálfvirk skynjun á Postscript og PCL5 Tekur viö prentgögnum á meöan prentað er Skaöar ekki Ozon lagið <Ö> CaíComp «.»«" A lockheed Company Attta/tkrtfi 4 undan Morgunblaðið/Bjarni Viðskiptamöguleikar — Kristinn Már Gunnarsson markaðsstjóri og Norbert Neuhaus, borgarstjóri í Trier, sem nýlega var staddur hér á landi til að kanna möguleika á samstarfi við íslensk útflutningsfyrirtæki. NORBERT Neuhaus, borgar- stjóri í Trier í Þýskalandi, var staddur hér á landi á dögunum til að kanna möguleikana á við- skiptasamstarfi milli fyrirtækja á Islandi og í Trier. Vill hann m.a. í samstarfi við Flugleiðir auka komur bandarískra ferða- manna til borgarinnar. Neuhaus er einn fjögurra borgarstjóra Trier og fer með þróunar- og viðskiptamál borgarinnar. „Trier er frekar þekkt borg meðal íslendinga enda hafa marg- ir ferðast þangað á undanförnum árum,“ segir Neuhaus við Morgun- blaðið. „Hins vegar hefur komið í ljós að upp á síðkastið hefur kom- um íslendinga til borgarinnar fækkað. Við höfum hug á því að kanna hvers vegna svo sé og hvort ekki sé hægt að fjölga komum Is- lendinga til Trier á ný.“ Neuhaus segir staðsetningu borgarinnar, steinsnar frá Lúxem- borg, mjög heppilega fyrir ferða- menn og hafi hann undanfarið verið í sambandi við Flugleiðir til að koma á einhvers konar sam- starfi. I því sambandi sé hugmynd- in ekki einungis að reyna að fjölga komum íslenskra ferðamanna heldur einnig bandarískra, sem myndu fljúga með Flugleiðum til Lúxemborgar. Til að auka vægi Lúxemborgar sem áfangastaðar væri mikilvægt að geta boðið upp á áhugaverða ferðamannastaði í nágrenninu og þar væri Trier álit- legur kostur. Trier er elsta borg Þýskalands og mjög merkileg í menningar- sögulegu tilliti. „I augum íslend- Fræðsla í bókinni er lögð sérstök áhersla á að gæðastjómun sé ekki takmark í sjálfu sér heldur leið til að ná mark- miðum í rekstri fyrirtækja, segir í frétt frá Framtíðarsýn. Sérstaklega er fjallað um muninn á gæðastjórnun í þjónustufyrirtækjum og fram- leiðslufyrirtækjum. Þá er að finna sérstakan viðauka þar sem íjallað er sérstaklega um skilyrði fyrir vott- un samkvæmt ISO 9000 staðlinum Helga Drummond er prófessor í viðskiptafræði við Háskólann í Liver- inga hefur Trier fyrst og fremst verið hagstæð þorg til innkaupa og margar verslanir í borginni gera þegar ráð fyrir innkaupum íslenskra ferðamanna í áætlunum sínum. Þó að ekki sé hægt að mæla það nákvæmlega, hversu mikið Islendingar versla í borg- inni, er hægt að sjá að um veruleg viðskipti er að ræða þar sem stór hluti þeirra er greiðslukortavið- pool auk þess sem hún starfar sem rekstrarráðgjafi. Hún hefur áður gefið út bækumar „Effective Decision Making“, „Mana- ging Diffícult Staff“ og metsölu- bókina „Power: Creating it, Using it“. Þýðingu annaðist Jón Skaptason, löggiltur skjalaþýðandi. skipti. Úr þeim hefur þó dregið." Gallup á íslandi er nú að vinna könnun fyrir borgaryfirvöld í Trier um ferðavenjur Islendinga, hvert þeir fara, hversu miklu þeir verja til innkaupa í ferðum og hveiju öðru en innkaupum þeir hafa áhuga á. Verða niðurstöður könn- unarinnar kynntar kaupmanna- samtökum Trier í ágúst. Neuhaus leggur áherslu á að Trier vilji ekki að þetta verði ein- hliða viðskipti, þannig að Islend- ingar komi bara sem ferðamenn til borgarinnar, heldur vilji borgar- yfirvöld aðstoða íslensk útflutn- ingsfyrirtæki, sem hafi hug á að reyna fyrir sér á Þýskalandsmark- aði eða víðar í Evrópu. „Trier gæti verið mjög heppilegur stökk- pallur fyrir íslensk fyrirtæki á öðr- um sviðum en fiskútflutningi inn á stærri markaði í Þýskalandi og Evrópu. Viðskipti með fisk fara í gegnum hefðbundnar viðskipta- leiðir. íslendingar hafa hins vegar upp á margvíslegan annan varning að bjóða, sem gæti náð mikilli sölu ef rétt er haldið á markaðsmálum.“ Hann segir Trier vera mjög heppilega í þessu sambandi stærð- arinnar vegna enda séu stór ís- lensk fyrirtæki mjög lítil á evrópsk- um mælikvarða. En þó borgin sé ekki mjög stór búi um fjórar millj- ónir neytenda á svæði sem er í innan við klukkutíma aksturs fjar- lægð frá henni. Fyrir skömmu var sett á laggirn- ar sérstakt þjónustufyrirtæki, Tri- er Import Service (TIS), sem að- stoðar lítil og meðalstór fyrirtæki við að ná fótfestu. Boðið er upp á Bók um gæða- sijómun komin út FRAMTÍÐARSÝN hf. hefur gefið út bókina „Gæðastjórnun, leið til betri árangurs" eftir Helgu Drummond. Bókin fjallar um alla helstu þætti gæðastjórnunar og er sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin er út á íslensku. I henni eru auk þess skrár yfir athyglisverðar bækur, blöð og tímarit sem tengjast gæðastjórnun og listi yfir helstu félög, samtök og stofnanir á þessu sviði. Kynnið ykkur kjör og skilmála samkeppnis- og útflutningslána IÐN LÁNASJÓÐUR ÁRMÚLA 13 a *108 R E Y K J A V f K • S ( M.l 68 04 00 O Þ- o almenna skrifstofuþjónustu og hjá fyrirtækinu starfa reyndir mark- aðsmenn, skattaráðgjafar og aug- lýsingamenn, auk sérfræðinga á öðrum sviðum, sem gjörþekkja staðbundnar aðstæður. Reynt er að halda kostnaði við þessa þjón- ustu í lágmarki og þau fyrirtæki sem nýta sér hana greiða einungis fyrir þá þjónustu sem veitt er. „TIS getur til dæmis veitt aðstoð við að koma á viðskiptasambönd- um og byggja upp starfsemina smátt og smátt án þess að leggja út í mikinn kostnað," segir Neu- haus. Hann telur að ýmsar íslenskar afurðir ættu að eiga góða mögu- leika, s.s. vatn, sælgæti, hug- búnaður og vikur. Fornar eldstöðv- ar eru skammt frá Trier og hefur vikur verið mikið nýttur í iðnaði. Nú sjá menn hins vegar fram á það vandamál að vikurforðinn verður á þrotum eftir 3-4 ár og eru því farnir að leita fyrir sér erlendis varðandi innflutning á vikri. „ísland er eitt af þeim lönd- um sem við lítum til í því sam- bandi,“ segir Neuhaus. Hann segist vera mjög ánægður með heimsóknina. Hann hafi fýrst reynt að ná sambandi við íslensk fyrirtæki fyrir þremur árum en lít- ið orðið ágengt. Til dæmis hafi bréfum sem hann skrifaði ekki verið svarað. Hann hafi síðan kom- ist í samband við Kristinn Má Gunnarsson, markaðsstjóra, og fyrir tilstilli hans komist í sam- bandi við rétta aðila. í framhaldi af því hafi hann ákveðið að koma til íslands. Átti hann fundi hér m.a. með Útflutningsráði, Verslun- arráði, utanríkisráðuneytinu, Flug- leiðum og fulltrúum ýmissra fyrir- tækja og sagðist hann vera von- góður um að margt myndi skila sér í framtíðar samstarfi og við- skiptum. Verðbréf Lýsingarbréf með innköll- unarrétti Eignaleigufyrirtækið Lýsing hf. bauð nýverið út skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir króna með 8,6-8,8% ávöxtunarkröfu. Útboð- ið felur í sér nokkra nýjung á verðbréfamarkaði þar sem m.a. er um að ræða skuldabréf með svonefndum innköllunarrétti. Lántakendur geta valið um bréf með einum gjalddaga eftir fimm ár eða afborgunarbréf til 12 ára. Síðamefndu bréfín em afborgunar- laus fyrstu fimm árin en síðan eru átta árlegir gjaldagar. Lýsing hefur hins vegar innköllunarrétt á hveij- um gjaldaga og getur þá greitt upp bréfín. Slík greiðslutilhögun er í samræmi við fasteignasamninga sem fyrirtækið hefur gert á þessu ári. Bréfin eru með föstum 8,8% vöxtum. Þetta er í fyrsta sinn sem eigna- leigufyrirtæki gefur út skuldabréf með innköllunarrétti. Með þessum bréfum eiga fjárfestar kost á fastri ávöxtun í fimm ár og síðan mögu- leika á sömu ávöxtun í allt að 12 ár. Þegar hafa selst bréf að fjárhæð 75 milljónir, samkvæmt upplýsing- um Landsbréfa sem hafa umsjón með sölu bréfanna. Útboðið er lokað og eru bréfín eingöngu ætluð stofn- anafjárfestum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.