Morgunblaðið - 06.07.1993, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
FJ ÓRÐUN GSMÓTIÐ Á VINDHEIMAMELUM
Gæðingarnir kuld-
anum yfirsterkari
Systurnar frá Flugumýri, Ásta Björk og Eyrún Ýr, taka hér við
verðlaunum fyrir hryssuna Kolskör frá Gunnarsholti sem stóð efst
af hryssum 6 vetra og eldri. Eigandi Kolskarar er Eyrún Ýr, sú er
heldur á bikarnum, en faðir þeirra, Páll Bjarki Pálsson, situr hryss-
una.
Ninna Margrét Þórarinsdóttir sigraði í barnaflokki á Prúði.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Þau höfðu ástæðu til að gleðjast mæðginin á Hofi þegar Flugsvinn,
sem Sonja Sif gælir hér við, stóð efst hryssna sem kepptu til 1.
verðlauna, faðir hennar situr stóðhestinn Hlekk að baki hennar og
hampar sigurlaununum.
_________Hestar_____________
Valdimar Kristinsson
Þrátt fyrir að rigning og
kuldi setti svip sinn á fjórðungs-
mótið á Vindheimamelum sem
lauk á sunnudag voru rúmlega
þrjú þúsund mótsgestir mjög
áhugasamir og þaulsetnir I
brekkunni að fylgjast með þeim
sýningum sem boðið var upp
á. Hestakostur mótsins var
býsna göður og má segja að þau
gæðahross sem komu fram hafi
sigrast á ótíðinni og náð at-
hygli áhorfenda.
Guðmundur Birkir Þorkelsson,
einn af þulum mótsins, sagði í
mótslok að hrossin og glæsisýn-
ingarnar yrðu það sem sæti eftir
í minningasarpi mótsgesta en ekki
kuldinn og vosbúðin. Mótið verður
fyrir margar sakir minnisstætt,
ýmsar róttækar nýjungar voru
reyndar. Framkvæmd dagskrár
gekk að mörgu leyti mjög vel fyr-
ir sig og góð hlé voru af og til
alla dagana. í gæðingakeppninni
réttu dómarar aðeins eina meðal-
einkunn fyrir öll dómsatriðin sem
flýtti mjög fyrir framgangi gæð-
ingakeppninnar. í stað þess að
rétta upp allar einkunnir var sund-
urliðun dóma gefin út í fréttablaði
mótsins sem voru þrjú talsins. Þá
var prufukeyrð hugmynd eða til-
laga að nýju formi á gæðinga-
keppni og voru undirtektir góðar.
Að þessu leyti var fjórðungsmótið
tímamótasamkoma sem vafalítið
mun hreyfa við þróun mótshalda
sem verið hefur afar hæg á síð-
ustu árum, svo ekki sé nú meira
sagt.
Þótt gæðingakeppnin hafi ekki
verið ýkja spennandi bauð hún upp
á góð tilþrif hrossanna sem þar
voru sýnd. í A-flokki hafði Hrafn-
tinna frá Dalvík, sem Baldvin Ari
Guðlaugsson sat, óumdeilanlega
yfirburði og aldrei spuming hvar
sigurinn lenti. Mótið verður vafa-
laust Baldvini Ara eftirminnilegt
því hann virtist eiga mjög góða
möguleika á að vinna sigur í báð-
um flokkum gæðingakeppninnar
en hann fór einum hring of mikið
í forkeppni B-flokks og var dæmd-
ur úr leik. Gullið tækifæri til að
vinna fágætt afrek fór þar for-
görðum, en svona er þetta nú í
spennandi keppni, allt getur gerst
þótt reyndir menn eigi hlut að
máli. Einkunnir átta efstu hross-
anna í A-flokki voru mjög jafnar
að undaskilinni einkunn Hrafnt-
innu. Þótt ekki væru þetta háar
einkunnir ef miðað er við undan-
farin ár voru þarna á ferðinni prýð-
isgóð hross. Það er ekki um að
villast að dómarar eru naumari á
háu einkunnirnar nú. Nokkrar
breytingar urðu á röðun hrossanna
í úrslitunum. Hrafntinna og Fiðia,
sem Elvar Einarsson sat, héldu
efstu sætunum, Dama, sem Sigrún
Brynjarsdóttir sat, hélt fimmta
sætinu. Sigurbjörn Bárðarson kom
Hjúpi í þriðja sætið en Prins og
Jóhann Skúlason hröpuðu niður í
sjötta sæti. Bráðefnileg 5 vetra
hryssa, Vordís frá Aðalbóli, hrap-
aði í áttunda sætið enda greinilega
of ung fyrir erfiða keppni sem
þessa. En Nökkvi Þorvars Þor-
steinssonar vann sig upp í fjórða
sætið og Kola og Egill Þórarinsson
hækkuðu um eitt sæti.
Heldur voru úrslitin jafnari i
B-flokki þótt Þyrill, sem Vignir
Siggeirsson sat, fengi fyrsta sætið
á línuna. Penni og Egill héldu
öðru sætinu. En Skrúður og Eyj-
ólfur ísólfsson féllu í áttunda sæt-
ið eftir að skeifa hafði hrokkið
undan þegar síðasta atriðið, yfir-
ferðin, var hálfnuð. Fór hann út
af vellinum með hestinn enda ekki
forsvaranlegt að vera að skælast
á yfirferð á járnalausum hesti. Af
þeim sökum féll hann í áttunda
sæti og vafalaust hafa dómararnir
farið þar eftir reglum, en fram að
þessu óhappi hafði hann átt góða
sýningu. Áð mati umsjónarmanns
„Hesta“ eru þetta skrýtnar og
ósanngjarnar reglur sem hvetja
keppendur til að halda áfram þótt
hrossin séu óhæf til keppni. Eyjólf-
ur lét skynsemina ráða og fór út
af og hlaut áttunda sætið að laun-
um. Ófeigur og Gísli Haraldsson
unnu sig upp í þriðja sætið, en
Ófeigur er afar athyglisverður
hestur fyrir myndarskap og gott
tölt. Þóttust ýmsir sjá þar efnileg-
an kandídat í töltkeppni á heims-
meistaramóti í þessum hesti. Þytur
og Höskuldur Jónsson unnu sig
upp í fjórða sæti og Glampi og
Jónas Siguijónsson í það fimmta,
en Brynjar og Jóhann Magnússon
héldu sjötta sætinu og Spenna féll
í sjöunda sætið.
I unglingákeppni var hart barist
um fyrsta sætið og þurfti bráða-
bana til að fá niðurstöðu um hverj-
um bæri sigurinn. Ragnar Skúla-
son á Punkti hafði það að lokum
en Friðgeir Kemp á Ör varð að
gera sér annað sætið að góðu eft-
ir að hafa verið efstur í forkeppn-
inni. I barnaflokki sigraði Ninna
Margrét Þórarinsdóttir nokkuð
örugglega en Þórir Rafn Hólm-
geirsson á í’eidi vann sig úr sjötta
sæti upp í annað. Hrossin voru
yfirleitt góð bæði hjá krökkunum
og þeim fullorðnu á mótinu en þó
sáust einnig hross sem að skað-
lausu hefðu mátt bíta gras í heima-
högum meðan á mótinu stóð. Oft
virðist vanta metnað hjá félögum
í vali á keppendum á fjórðungs-
og jafnvel landsmótum. Stundum
er betra að senda ekki neitt en
eitthvað sem rétt nær yfir sjö í
einkunn þegar á hólminn er komið.
Þétt dagskrá hefur einkennt
hestamót stór og smá undanfarin
ár þar sem vart hefur gefist tími
til að innbyrða fæðu eða afsetja
hana ætli menn að fylgjast með
öllum dagskrárliðum. Þessu var
nú öfugt farið nú því góð hlé voru
gerð á dagskrá alla dagana.
Reyndar höfðu margir á orði að
betur hefði mátt nýta tímann og
áttu þá meðal annars við tímasetn-
ingu á sýningu ræktunarbúa sem
frestað var vegna veðurs á föstu-
dagskvöldið til klukkan 22 laugar-
dagskvöld. Lauk þeim dagskrárlið
ekki fyrr en eftir miðnætti. Var
hreint ótrúlegt hversu margir sátu
þann tíma í brekkunni og fylgdust
með góðum sýningum. Var Geir-
mundur þó byijaður að spila í tjaldi
skammt frá en hinn harði kjarni
hestamanna sem var þarna sam-
ankominn lét það ekki trufla sig
frá ræktunarsýningunum. Hefði
vafalaust mátt koma þessum dag-
skrárlið fyrir síðdegis á laugardag.
En þarna kom berlega í ljós að
vel má stytta þessi mót og færa
nær kröfum mótsgesta. Kappreið-
arnar voru nánast haldnar í kyrr-
þey þar sem aðeins var keppt í
skeiði, tímar allþokkalegir þar sem
gamli garpurinn Börkur frá Hofs-
stöðum, sem oftast hefur verið
kenndur við Kvíabekk, sigraði í
150 metrunum. Skýringin á þess-
um breytta fæðingarstað er sú að
klárinn mun að sögn Andrésar í
Kvíabekk vera sú að Börkur er
fæddur á Hofsstöðum en kom að
Kvíabekk tveggja mánaða gamall.
Segist Andrés hafa keppt tvisvar
á hestinum áður en hann seldi
hann suður á sínum tíma og þá
hafí hann verið skráður frá Hofs-
stöðum. Eitill frá Akureyri sigraði
í 250 metra skeiðinu á 22,75 sek.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
Stóðhestar með afkvæmum:
1. Kjarval frá Sauðárkróki. F.: Her-
var 963, skr. m.: Hrafnhetta 3791,
skr. eigandi Guðmundur Sveinsson.
Fyrir 49 dæmd afkvæmi fær Kjarval
138 stig í kynbótamati. Dómsorð:
Afkvæmi Kjarvals eru stór og svipgóð
en með gróft höfuð og tæpa eyrna-
stöðu. Þau eru fremur reist með úr-
vals herðar, beint bak og þokkalega
lend. Bolurinn er fremur stuttur en
lofthæðin óvenju mikil. Fætur eru
snoðnir, oft kjúkulangir og ekki sterk-
legir, réttleiki er sæmilega góður og
hófar frábærir. Afkvæmin eru fjöl-
hæf, töltið rúmt, brokk í meðallagi en
vekurð prýðileg. Þau stökkva vel, eru
flugviljug og þjál, bera sig mjög vel
en fótaburður misjafn. Kjarval er
gæðingafaðir og hlýtur 1. verðlaun
fyrir afkvæmi og fyrsta sætið.
2. Otur frá Sauðárkróki. F.: Hervar
f963, skr. m.: Hrafnkatla 3526, skr.
eigandi Sveinn Guðmundsson. Fyrir
33 dæmd afkvæmi fær Otur 132 stig
í kynbótamati. Dómsorð: Afkvæmi
Oturs eru liðlega meðalstór, höfuðið
myndarlegt og svipmikið en eyrun oft
illa sett. Hálsinn reistur, þykkur, herð-
ar háar, og bógar skásettir. Bakið er
fremur beint, lendin frekar stutt og
áslaga. Afkvæmin eru stuttvaxin og
bolmikil en fremur lofthá. Fætur eru
grannir, kjúkulangir og oft votir, rétt-
leiki er í meðallagi en hófar frábærir.
Afkvæmi Oturs hafa úrvals tölt,
brokkið er verklegt og vekurðin rúm
sé hún fyrir hendi. Þau eru kraftmikil
á stökki, fjörhörð og fasmikil.
Otur hlýtur 1. verðlaun fyrir af-
kvæmi og annað sætið.
3. Snældu-Blesi 985 frá Árgerði.
F.: Hrafn 802, Holtsmúla. M.: Snælda
4154, Árgerði, eigandi Magni Kjart-
ansson. Fyrir 35 dæmd afkvæmi fær
Snældu-Blesi 129 stig í kynbótamati.
Dómsorð: Afkvæmi Snældu-Blesa eru
vel stór, höfuðið er þykkt með merar-
skál en augnsvipur hreinn. Þau eru
meðalreist með frábæra yfirlínu,
bolurinn sívalur og léttur. Fætur eru
iðulega votir og sinastæði lítið. Rétt-,
leikinn er tæpur og hófar efnisgóðir,
en ekki djúpir. Afkvæmin hafa allan
gang, töltið best, rúmt og mjúkt. Þau
hafa þægilegan reiðvilja og milda lund
og fara mjög fallega í reið. Snældu-
Blesi hlýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi
og þriðja sætið. ,
Stóðhestar 6 vetra og eldri:
1. Safír frá Viðvík. F.: Hrafn 802,r
Holtsm. M.: Gloría 4233, Hjaltastöðr
um, eigandi Jóhannes Ottósson. Bygg-
ing: 8,08, hæfileikar: 8,40, aðalein-
kunn 8,24.
2. Hlekkur frá Hofi. F.: Náttfari 776,
Ytra-Dalsgerði. M.: Flugsvinn 5704,
Dalvík, eigandi Jóhann Þór Friðgeirs-
son. B.: 7,65, h.: 8,64, a.: 8,15.
3. Burkni frá Borgarhóli. F.: Kolfinnur
1020, Kjarnholtum. M.: Glóð 4670,
Borgarhóli, eigandi Stefán Jónsson.
B.: 7,90, h.: 8,27, a.: 8,09.
Stóðhestar 5 vetra:
1. Gustur frá Grund. F.: Flosi 966,
Brunnum. M.: Flugsvinn 4260,
Bræðrat., eigendur Margrét H. Guð-
mundsd. og Halldór P. Sigurðsson.
B.: 7,90, h.: 8,59, a.: 8,24.
2. Gustur frá Hóli. F.: Gáski 920,
Hofsstöðum. M.: Abba 5449, Gili, eig-
andi Ragnar Ingólfsson. B.: 7,93, h.:
8,44, a.: 8,18.
3. Bokki frá Akureyri. F.: Snældu-
Blesi 985, Árgerði. M.: Von 5500,
Akureyri, eigandi Bjarni Jónsson, b.:
7,95, h.: 8,30, a.: 8,13.