Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
Jóhanna G. Olafs
dóttir — Minning
Fædd 29. október 1931
Dáin 27. júní 1993
Elskuleg mágkona mín, Jóhanna
G. Ólafsdóttir, varð bráðkvödd á
heimili sínu hinn 27 júní. Mikill
harmdauði öllum sem þekktu hana
og áttu hana að vini. Sérlega skýr
og skemmtileg, hjartahlý og sífellt
reiðubúin að rétta hjálparhönd þar
sem hennar var þörf. Fyrir tæpum
tveim mánuðum lést eiginmaður
hennar, Jón Norðmann Pálsson. í
tvö ár létti hún manni sínum sjúk-
dómsbyrðina. Bjartsýn, vongóð og
ákveðin í því að lífið gengi sinn
vanagang studdu þau hvort annað
í að lifa eðlilegu og innihaldsríku
lífí allt fram í andlát Jóns, og með
hennar hjálp og umönnun gat hann
dvalið á heimili sínu þar til yfir lauk.
Það áttu margir skjól hjá Hönnu
og Jóni og ekki síst sú sem þetta
ritar. Bæði voru þau sérlega gef-
andi einstaklingar sem ræktuðu
vináttu og tryggð við fjölskyldu og
vini öllum betur. Enda fádæma vin-
mörg og elskuð.
Jóhanna fæddist í Reykjavík 29.
október 1931. Foreldrar hennar
voru Vigdís Sophia Þórðardóttir frá
Neðra-Hóli í Staðarsveit og Ólafur
Sigurðsson frá Bæ í Miðdölum.
Þijú börn þeirra komust upp, þau
Sigurðuy, f. 1920, d. 1962, Gunn-
fríður Ása, f. 1922, og Jóhanna
Gyða. Föður sinn missti Jóhanna
sex ára gömul og ólst hún upp með
móður sinni og systkinum í Reykja-
vík. Hún bjó lengi ein með móður
sinni þar sem hún var langyngst
þeirra systkina og var mjög kært
með þeim mæðgum og annaðist hún
móður sína fallega á hennar efri
árum. Einnig var hún alla tíð mjög
nátengd systur sinni Gunnfríði og
hennar fjölskyldu.
Það var ekki auðveld lífsbarátta
fýrir ekkju að sjá fyrir heimili og
bömum á þeim árum og fóru systk-
inin snemma að vinna fyrir sér.
Eftir gagnfræðapróf 1948 fór Jó-
hanna strax út á vinnumarkaðinn
og vann við verslunarstörf þar til
hún gerðist flugfreyja hjá Flugfé-
lagi Islands 1957. Flugfreyjustarfíð
átti einkar vel við hana. Hún var
óvenju rösk og úrræðagóð, brosmild
og glaðlynd og hafði meðfædda
hæfileika til að hlúa að fólki og
láta því líða vel. Hún var líka félags-
lynd og sjálfsagður þátttakandi í
þeim félagsstörfum sem voru við-
komandi starfi hennar. Hún var
varaformaður Flugfreyjufélagsins
1957-59 og starfaði um árabil með
Svölunum, félagi flugfreyja, og með
Fífunum, félagi eiginkvenna flug-
virkja.
Jóhanna kynntist Jóni Norðmann
Erfidrykkjur
Glæsileg kaííi-
hlaðbord fiiHegir
salirogmjög
góð þjónusta.
Upplýsingar
í síma 2 23 22
FLUGLEIDIR
HÚTEL LOFTLEIBIR
Pálssyni í fluginu, en hann var yfir-
skoðunarmaður hjá Flugfélagi ís-
lands og síðar Flugleiðum. Jón var
elsti sonur Páls Isólfssonar organ-
leikara og tónskálds og fyrri konu
hans Kristínar Norðmann. Þau Jón
voru gefin saman i hjónaband 23.
apríl 1960 og 1966 fæddist einka-
dóttirin, Kristín Norðmann, sem var
sólargeislinn í lífi þeirra. Hún er
hjúkrunarfræðingur og sambýlis-
maður hennar er Óttar Svavarsson,
mætur drengur sem bæði Jóni og
Hönnu þótti afar vænt um og það
veit ég að var gagnkvæmt. Þau
voru samhent og hamingjusöm ijöl-
skylda, jákvæð og skemmtileg. Þar
var alltaf hjartarými fyrir ættingja
og vini, enda létu þau sig varða
heill og velferð annarra í ríkum
mæli.
Jóhanna reyndist börnum Jóns
af fyrra hjónabandi, þeim Ásu og
Óla Hilmari, einstaklega vel, og var
sérstakt vináttusamband milli Ásu
og Guðmundar Hannessonar eigin-
manns hennar og Jóhönnu og Jóns.
Þá sýndi hún barnabörnum Jóns
sérstaka ræktarsemi, ekki síður en
þau væru hennar eigin barnabörn.
Þau Jón komu sér upp sumarbústað
á Stokkseyri, þar sem faðir Jóns,
Páll ísólfsson, átti bústað og við
. nokkur systkinin. Það má því segja
að ströndin á Stokkseyri hafi verið
sannkallaður íjölskyldureitur og í
meira en 25 sumur bjuggum við öll
í nábýli og áttum dagleg sam-
skipti. Jóhanna og Jón eignuðust
trygga vini á Stokkseyri eins og
annars staðar og oft var gestkvæmt
hjá þeim. Hanna var óspör á að
taka til hendinni ef eitthvað stóð til
í einhveijum bústaðnum og hún
hélt mikla tryggð og vináttu við
Pál og Sigrúnu í ísólfsskála og létti
undir með Sigrúnu við ýmis tæki-
færi og alltaf flutti hún með sér
gleði og umhyggju. Enda áttu heim-
ilisfastir gestir í ísólfsskála einnig
athvarf hjá Jóni og Hönnu svo sem
Sigurður Sigurðsson smiður og
Pálmar bróðir Páls og sambýliskona
hans Sigurbjörg Björgvinsdóttir
sem nú hefur misst trygga vinkonu.
Jóhanna vann lengi við verslun-
arstörf eftir að hún hætti að fljúga.
Hún vann nokkur ár í Vörumark-
aðnum, en mörg síðustu árin vann
Jóhanna í kjólaversluninni Lótus í
Álftamýri. Hún var frábær starfs-
kraftur og margar ferðir fór hún
með Dúu vinkonu sinni, eiganda
verslunarinnar, til að kaupa inn.
Þaðan munu margir sakna þessarar
viðmótsþýðu glaðlegu konu. Hún
laðaði að sér fólk og sinnti öllum
verkum sínum einkar vel, var skipu-
lögð og vandvirk og afar smekkleg.
Svo var henni gefin sú gáfa að vinna
sér hlutina létt og að því er virtist
fyrirhafnarlítið. Hún gat reitt fram
dýrindis kvöldverð fyrir gesti á
skömmum tíma eftir langan vinnu-
dag, þar var allt skipulagt og undir-
búið fyrirfram.
Bræður mínir þeir Jón og Einar
og konur þeirra Jóhanna og Bessie
hafa alla tíð verið mínir bestu vinir
og styrkasta stoð. Þau Jón og
Hanna voru svo ómissandi að það
er næstum óbærilðgt að þau skuli
bæði vera horfin af þessu tilveru-
stigi á innan við tveim mánuðum.
Þau voru lífsglöð og umhyggjusöm,
ef þau vissu um erfiðleika eða sorg
hjá vinum sínum eða ættingjum þá
voru þau samhent í því að bregðast
við skjótt til að aðstoða og hjálpa.
Þetta reyndi ég oft og hið sama er
að segja um ótal marga aðra. Jó-
hanna var ekki alltaf heilsuhraust,
en síðastliðinn vetur var henni mjög
erfíður og tók hann vafalaust sinn
toll af heilsu hennar.
Við sitjum eftir í sorg, en þung-
bærastur er þó missirinn fyrir Krist-
ínu einkadótturina sem nú hefur
misst báða foreldra sína á stuttum
tíma. En hún er sterk og vel gerð
stúlka og hefur fengið í veganesti
bestu eiginleika foreldra sinna. Við
systkini Jóns og fjölskyldur okkar
vottum okkar dýpstu samúð Gunn-
fríði systur Hönnu og fjölskyldu
hennar og Ásu dóttur Jóns og henn-
ar fjölskyldu og öllum barnabörnum
Jóns sem nú hafa mikið misst, svo
og öllum ættingjum og vinum Jó-
hönnu. Ég bið guð að blessa og
styrkja elsku Kristínu og Óttar.
Jóhanna mágkona mín var mér
alla tíð sem kær systir. Ég kveð
hana með sárum söknuði og þakka
af hjarta samfylgdina.
Hvíli hún í guðs friði.
Þuríður Pálsdóttir.
Okkur langar með örfáum orðum
að minnast elskulegrar vinkonu
okkar, Jóhönnu Gyðu Ólafsdóttur
eða Hönnu, eins og hún var oftast
nefnd á meðal vina.
Við kynntumst Hönnu hjá Flug-
félagi íslands, en hún starfaði þar
sem flugfreyja í nokkur ár frá maí
1957. Þá kynntist hún eiginmanni
sínum, Jóni Norðmann Pálssyni,
sem var yfirskoðunarmaður félags-
ins, en hann lést fyrir aðeins tveim
mánuðum.
Hanna var einstaklega vinholl
enda sagði hún oft: „Góðir vinir er
það dýrmætasta, sem maður á.“
En það er ekki nóg að eiga góða
vini, maður verður líka að rækta
vináttuna og það kunni hún svo
sannarlega. Alltaf var hún boðin
og búin að rétta hjálparhönd ef ein-
hver þurfti á hjálp eða uppörvun
að halda. Við sögðu oft, að það sem
við töluðum um að gera fram-
kvæmdi Hanna.
Hanna er nú horfin sjónum okk-
ar, en minningin um góða vinkonu
lifir. Við sendum Kristínu dóttur
hennar og Óttari tengdasyni inni-
legar samúðarkveðjur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Brynhildur, Kolbrún
og Rúna Bína.
Tíminn er eins og vatnið,
vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Þessar ljóðlínur Steins Steinars
koma upp í hugann er við kveðjum
Jóhönnu Gyðu Ölafsdóttur. Við leit-
um skýringa á því hvers vegna
Hanna er kölluð burt frá okkur.
Kölluð burt svo skyndilega og fyrir-
varalaust. Kölluð burt aðeins tæp-
um tveimur mánuðum eftir fráfall
eiginmanns síns, Jóns Pálssonar.
En vegir guðs eru órannsakanlegir
og skýring okkur ekki gefin. Eftir
situr söknuðurinn um kæra ástvini
eins og kalt og djúpt tómarúm í
vitund okkar.
Jóhanna Gyða Ólafsdóttir var
fædd í Reykjavík 29. október 1931.
Hún var dóttir hjónanna Vigdísar
Þórðardóttur óg Ölafs Sigurðsson-
ar. Jóhanna giftist Jóni Pálssyni,
yfirmanni skoðunardeildar Flug-
leiða, en Jón lést á heimili sínu 4.
maí síðastliðinn eftir erfið veikindi.
Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu
Norðmann. Börn Jóns af fyrra
hjónabandi eru þau Ása og Óli
Hilmar.
Hanna var um langt árabil flug-
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
PERUN sími 620200
freyja hjá Flugfélagi íslands. Hún
var í glæsilegum hópi frumheijanna
sem gerðu flugfreyjustarfið að
spennandi ævintýraheimi þegar
ferðir til útlanda voru stórviðburð-
ur. Eftir að flugfreyjustörfum lauk
tók Hanna virkan þátt í starfi Sval-
anna, félagi fyrrum og núverandi
flugfreyja.
Hanna var einstaklega hlý mann-
eskja og lífsglöð. Eftir að Hanna
og Jón fluttu í grennd við okkur á
Seltjarnarnesið áttu drengirnir okk-
ar oft athvarf hjá ömmu og afa á
Melabrautinni. Þá eru ótalin skiptin
þegar amma og afi komu að passa
ef við skruppum af bæ. Hanna var
víðlesin og skarpgreind og því unun
að vera samvistum við hana, ræða
góða bók eða listviðburð.
Veikindi og lát Jóns Pálssonar
tengdaföður míns voru mikið álag
á Hönnu. Hún stóð það af sér með
slíkum styrk og virðingu að við sem
nálægt stóðum fengum stuðning
af þeim krafti sem frá henni
streymdi. En Hanna lét ekki deigan
síga. Hún byijaði aftur að vinna
og hitta ættingja og vini. Því kom
það sem þruma úr heiðskíru lofti
er hún varð bráðkvödd.
Skýring er okkur ekki gefin. En
við vitum að tíminn græðir dýpstu
sár, breytir söknuði okkar í ljúfa
minningu. Minninguna um Hönnu
og Jón, hjónin sem fylgdust að í
gegnum lífið og hurfu á vit annars
heims og betri á einni stuttri sumar-
stund. Ein fegursta peria lista-
skáldsins góða Jónasar Hallgríms-
sonar veitir okkur sem eftir lifum
hUggun og fróun.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Guðmundur Hannesson.
Jóhanna G. Ólafsdóttir varð
bráðkvödd á heimili sínu 27. júní
1993. Kom andlát hennar okkur
Lóu svo gjörsamlega á óvart, að
við sátum lengi máttvana.
Hanna vinkona eins og hún var
ávallt kölluð okkar á milli og Lóa
eiginkona mín voru skólasystur og
miklar vinkonur í hálfa öld. Þess
vegna er ennþá erfíðara að sætta
sig við fráfall hennar. Hanna var
sú fyrsta af vinkonunum sem Lóa
kynnti mig fyrir. Frá því augnabliki
varð vináttan gagnkvæm milli okk-
ar.
Jón N. Pálsson eiginmaður henn-
ar, sem- andaðist fyrir tæpum tveim
mánuðum, var æskuvinur minn. Er
þar skammt á milli stórra högga í
vinahópinn. Hanna var öllum góð-
um kostum búin. Hún var ávallt
reiðubúin að rétta hveijum sem var
hjálparhönd þegar á þurfti að halda,
ekki einungis meðal fjölskyldu og
vina heldur einnig meðal ótal
margra, sem henni var kunnugt um,
að ættu við veikindi eða erfiðleika
að stríða. Sem dæmi um hug henn-
ar gleymi ég aldrei, að þegar
tengdafaðir minn andaðist haustið
1960 og við bjuggum í París, fékk
Hanna, sem þá var flugfreyja hjá
Flugfélagi íslands, því til leiðar
komið að vera um borð í fluginu
frá London með því að skipta um
flug við aðra flugfreyju til þess að
geta persónulega aðstoðað okkur á
leiðinni heim með börnin þijú, það
yngsta var þá þriggja vikna. Það
var Sigurður Baldvin, sem lengi
kallaði hana Hönnu ömmu frá því
að hann fór að tala.
Hanna var sannur vinur okkar,
ósérhlífin og dugleg. Auk þess var
hún alltaf reiðubúin að ræða vanda-
málin og hið daglega líf frá eigin
bijósti með það fyrir augum að
gera tilveruna betri og verða að liði.
Svona mætti lengi telja, en ég verð
að minnast á Jón N. Pálsson eigin-
mann hennar, svo samhent sem þau
voru í einu og öllu. Hanna hjúkraði
Jóni í veikindum hans og veitti hon-
um alla þá umönnun sem í hennar
valdi stóð. Var aðdáunarvert að
horfa upp á dugnað hennar og styrk
á þeim erfiðu stundum. Er það enn
eitt dæmi um hugarfar Hönnu og
ást á þeim sem hún unni.
Nú ríkir mikill söknuður og tóm-
leiki meðal kunningja og vina Jóns
og Hönnu. Skarð þeirra verður ekki
fyllt. Við Lóa hugsum sérstaklega
til Kristínar einkadóttur þeirra, sem
hefur misst mest, manns hennar
og fjölskyldu allrar.
Við biðjum Guð að styrkja þau
öll. Hanna og Nonni munu ávallt
lifa í hugum okkar og hjörtum.
Blessuð sé minning þeirra.
Níels P. Sigurðsson.
Jóhanna G. Ólafsdóttir, eða
Hanna mamma eins og ég kallaði
hana á yngri árum, varð bráðkvödd
á heimili sínu 27. júní síðastliðinn,
aðeins sjö vikum eftir andlát Jóns
N. Pálssonar eiginmanns hennar.
Það var stutt stórra högga á milli.
Nú liggja leiðir þeirra saman á ný.
Sameinuð leggja þau upp í hinstu
ferð og ég bið þeim blessunar á
ókunnum slóðum.
Hanna reyndist mér sannur vinur
alla tíð. Hún fylgdist af áhuga með
lífshlaupi mínu frá bernsku minni
og þegar á reyndi var hjálparhönd
hennar ávallt skammt undan.
Hanna var dugleg kona í hvívetna.
Hún var líka raunsæ og lífsglöð og
hafði einstakt lag á að sjá björtu
hliðar tilverunnar. Samverustund-
irnar okkar voru skemmtilegar.
Þótt þeim hafi fækkað síðustu árin
var mér ávallt Ijúft að heimsækja
þau hjónin eða ræða við þau í síma.
Umhyggja þeirra í garð sonar míns
verður mér alltaf eftirminnileg.
Hanna var hógvær og fórnfús. Eg
mun sakna hennar.
Á kveðjustund leita minningar á
og er mér efst í huga þakklæti fyr-
ir ótakmarkaða vináttu og trygg-
lyndi Hönnu í áranna rás. Oneitan-
lega bera margir hryggan hug við
brottför hennar. Þyngstur er harm-
ur Kristínar, einkadóttur þeirra
hjóna, sem misst hefur báða for-
eldra sína á skömmum tíma. Ég
bið guð að styrkja hana og aðstand-
endur í sorginni.
Blessuð sé minning Hönnu og
Nonna.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Sigurður Baldvin.
Það var rétt að ég væri orðin
sátt við að hann Jón væri látinn.
Pabbi minnar fyrstu og bestu vin-
konu sem ég fyrir þroskaleysi missti
samband við í svo allt of mörg ár.
Manni verður tregt um tungu og
minningamar streyma fram í hug-
ann svo ljóslifandi þrátt fyrir að
spanna tuttugu ára tímabil. Við
andlátsfregn þess sem manni er
kær verður það ljóst hversu spar
maður er í daglegu lífi á öll þau
fallegu orð sem mann langar til og
ætti að segja en gerir ekki.
Allt í einu er það orðið of seint.
Það var svo margt sem ég hefði
átt að segja við hann Jón. Til að
bæta fyrir hafði ég hlakkað til að
eiga rólegar stundir með henni
Hönnu. Eg ætlaði að segja svo
margt. En þá er hún tekin frá okk-