Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 06.07.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 43 Guðríður Hallsteins- dóttir — Minning Fædd 18. ágúst 1925 Dáin 29. júní 1993 Margir þekkja hversu kvíðinn getur verið sársaukanum sárari. Minningin um skurðaðgerð getur því verið jafnmikið tengd því hversu til tókst hvað varðar undirbúning og aðhlynningu. Guðríður eða Gauja sem er tung- unni tamara, var „andlit okkar“ á skurðstofunni í mörg ár. Því háttar þannig á Landakoti að lítið glerhús er fyrir framan skurðstofuganginn, fram hjá þeim stað fara allir, þar er tekið á móti sjúklingum og þeir síðan kvaddir að aðgerð lokinni. Þennan stað átti Gauja. Og starf sitt leysti hún þannig að ekki verður betur gert. Hversu mikill sem erill- inn var, alltaf róleg og yfirveguð, traust og kát. Þolinmæði hennar var án takmarka, virtist á stundum meðtaka mörg skilaboð í einu og ieysa eins og henni einni var lagið. Sjúklingum var hún skilningsrík, virtist skynja hvenær eitthvað var að. Hjartahlýja hennar og góð greind virtist ætíð finna þá lausn sem best var tiltæk. Hún var skemmtilegur vinnufélagi, brosandi og hress, hafði svolítið grófa rödd sem áfram hljómar í huganum sem fallegur hljómur. Vinnudegi hennar lauk eins og vanalega, plön höfðu verið lögð fyrir næsta. En þann morgun vaknaði Gauja ekki í þenn- an heim. Starfsfólk augndeildar og augn- skurðstofu yljar sér við hlýjar minn- ingar um góða konu og þakkar sam- starfið. Blessuð sé minning hennar. Haraldur Slgurðsson. í dag, 6. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mágkona mín, Guðríður Hallsteinsdóttir, en hún var gift bróður mínum Stefáni Jó- hanni Valdimarssyni. Guðríður var dóttir Hallsteins Sigurðssonar og Önnu Kristjáns- dóttur, en þau voru bæði borin og barnfædd á Borgarfirði eystra. Guðríður var ekki hjónabands- barn, fædd, en hún átti þijú hálf- systkini, sammæðra, þau Söru, Heigu og Jóhann Inga, Jóhanns- börn. Eg minnist Önnu, móður Guðríð- ar, sem vakti athygli fyrir skynsemi og glæsileik í hvívetna. Þá man ég líka föðurinn, Hallstein, fyrir hans trúmennsku og góðvild við alla sem honum kynntust. Einhvern veginn held ég, að mannkostir þessa fólks, Guðríðar og foreldra hennar, hafi verið og séu enn, sveitlægir á Borgarfirði eystra. Guðríður ólst upp hjá föður sín- um, fyrst á Eskifirði og síðar á Fáskrúðsfirði, en þau flúttu til Reykjavíkur árið 1936. Hún vann við verslunarstörf frá ungum aldri, allt til þess að hún hóf störf á Landa- kotsspítala fyrir um 20 árum. Á Landakotsspítala gat Guðríður sér einstaklega gott orð, en þar var hún lengst ritari skurðlækna. Við þau störf naut Guðríður sín vel. Þar var hún lífið og sálin í verki. Hún gegndi sínu starfi á Landakotsspítala til síðasta dags. Guð gaf henni það, fyrir alla hennar líkn, að hún þurfti ekki að þjást við vistarskiptin, en hún andaðist í svefni. Hinn 7. nóvember 1954 giftust þau Guðríður og Stefán Jóhann, sem er eftirlitsmaður hjá embætti lög- reglustjórans í Reykjavík. Þau hafa ávallt búið á Langholtsvegi 35. Börn þeirra eru: Sigurlaug, húsfrú að Kírholti í Skagafirði; Hallsteinn, skipstjóri á Nýja-Sjálandi; Guðrún, skrifstofustúlka í Reykjavík og Valdimar, verkamaður í Reykjavik. Öll eru þessi börn Guðríðar og Stef- áns til heiðurs og sóma foreldrum sínum. Við Erla, konan mín, systkini mín og tengdafólk, þökkum Guðríði Hallsteinsdóttur fyrir alla samver- una, fyrir allt það sem hún var okk- ur. Við biðjum guð að styrkja Stefán og fjölskyldu hans í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Guðríðar Hallsteinsdóttur. Hörður Valdimarsson. Fregnin um sviplegt fráfall Guð- ríðar snart djúpt starfsfólk skurð- deildar Landakotsspítala, er við mættum til vinnu í byijun vikunn- ar. Ýmsar hremmingar hafa dunið yfir okkur af hálfu veraldlegra stjómvalda en að almættið ætti við okkur erindi sem þetta kom öllum á óvart. Hún kom til starfa á skurðdeild Landakotsspítala fyrir einum tólf árum og var í upphafi ætlað að sinna símaþjónustu fyrir deildina, sem áður hafði verið unnin í ígripum af hveijum þeim er af hendingu stóð næst símanum. Starfinu voru því óljós takmörk sett, en áður en varði var litla símaborðið hennar við inn- gang deildarinnar orðið, stjómstöð og burðarás skipulags allrar starf- semi hennar. I starfi sínu leysti hún Gauja hvers manns vanda skjótt og vel og taldi aldrei eftir sér snúning ef ein- hvers þurfti við, og gilti þá einu hvort það var strangt tekið innan hennar verkahrings. Enginn stóð henni á sporði, þegar ráða þurfti í óljós skilaboð frá sjúkl- ingum eða læknum, og allt komst þetta til skila og var fylgt eftir án minnstu hnökra í samskiptum við annað starfsfólk. Síðustu árin gekk hún ekki að öllu leyti heil til skógar, þó ekki yrði þess vart í störfum hennar né dagfari. Hún barðist hetjulega við þann sjúkdóm, er engu eirir, hélt sinni reisn og breytti í engu sínum lífsstíl og benti á þá óhrekjanlegu staðreynd „að úr einhveiju yrði svo sem hver að deyja“. Heils hugar samfögnuðum við henni er hún fyrir nokkmm misser- um náði langþráðu marki og ferðað- ist yfir hálfa jarðarkringlu til að njóta samvista við son sinn og fjöl- skyldu á Nýja Sjálandi, enda vermdi hún sig við minningamar, vandlega greyptar í myndir, er hún tók sjálf. Mánudaginn, hinn síðasta, er hún var með okkur, gekk að störfum með þeirri elju og árvekni er henni var lagin, um morguninn var hún öll. Þrátt fyrir allt naut hún þeirra forréttinda að ljúka æfi sinni á þann hátt er við óskum okkur öll. Við sviplegt fráfall Guðríðar er vandfyllt skarð rofið í raðir starfs- fólks Landakotsspítala. Við vottum eiginmanni og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Samstarfsfólk á skurðgangi Landakotsspítala. Húsavík, 29. júnf. Norðlenskur sumarmorgunn, Kinnafjöllin djúpblá og magnþrungin speglast í Skjálf- andaflóanum, klukkan er sex að morgni og í eirðarleysi mínu gríp ég löngu lesið blað og rekst á þessa vísu: Kannað hef ég kalt og heitt kátur meðal gesta. Nú er bara eftir eitt - ævintýrið mesta. K.Ó. í hrifningu yfir æðmleysi og eft- irvæntingu i boðskap vísunnar ákveð ég að læra hana mér til styrktar á erfiðum stundum. — Margt hefur dunið á mínum gamla vinnustað, Landakotsspítala, undanfarin ár og jafnan hafa dygg- ir þjónar tekið hveiju áfallinu á fætur öðru með þolinmæði. Ekki er hægt að standa í stað en minningar um glæsilegan spítala, góðan starfs- anda og umfram allt góða vini gleymast aldrei — og þar var Gauja „kátust meðal gesta“ — alltaf bros- andi, alltaf jákvæð, alltaf vinur. Sólin skín á Húsavík þennan júní- dag uns mér berst fréttin um frá- fall Gauju, það dimmir yfir, enn eitt áfallið fyrir Landakot, á þessu aldr- ei að linna, hvernig verður hægt að vinna á skurðstofu Landakots án Gauju, hún sem var alfa + omega alls. Beygð yfír að hafa misst vinkonu og samferðakonu til margra ára hugga ég mig við að hún er nú komin í veiðilöndin eilífu — ævintýr- ið mikla. Þórunn Hreggviðsdóttir Kveðja frá Landakoti Það hefur áður verið sagt að spít- ali sé ekki eingöngu hús, deild eða gangur, heldur fyrst og fremst fólk. Það hvort spítali er góður og þjón- ustan við sjúklinga er viðunandi byggist fyrst og fremst á því hvers konar fólk ræðst þar til starfa. Landakotsspítali hefur löngum átt því láni að fagna að þangað hefur ráðist gott starfsfólk og af því hefur orðspor spítalans ráðist. Fyrir all- mörgum árum varð forráðamönnum spítalans ljóst að ýmsar breytingar væru framundan í spítalarekstri. Var einkum um þá þróun að ræða að með því að skapa ákveðna að- stöðu væri möguleiki að sinna mörg- um sjúklingum spítalans án innlagn- ar. Til þess að þetta gæti orðið þurfti að breyta ýmissi aðstöðu og nauð- synlegt var að ráða starfsmann sem hefði það hlutverk að vera tengiliður milli starfsfólks skurðstofu annars vegar og sjúklinganna hins vegar. Okkur varð strax ljóst að þetta starf var mjög mikilvægt ef þessi starf- semi ætti að ganga snurðulaust. Nokkru áður hafði Guðríður Hall- steinsdóttir eða Gauja eins og hún var jafnan kölluð hafíð störf á spít- alanum. Hún var fengin til þess að taka þetta mikilvæga starf að sér. Fljótlega kom í ljós að Gauja var rétt kona á réttum stað. Hún ávann sér traust allra sem í hlut áttu jafnt starfsfólks sem sjúklinga. Hún varð strax meðlimur í skurðstofufjöl- skyldunni á spítalanum og ekki sá þýðingarminnsti. Það var alveg sama hvað Gauja var beðin um, öll sín störf leysti hún af hendi með einstakri samviskusemi og þvílíku jafnaðargeði að með ólíkindum var. Það var eins og hún hefði lag á að umgangast fólk með þeim hætti að allir báru virðingu fyrir henni og tóku fullt tillit til óska hennar. Það er því ljóst að Landakot hef- ur hér misst einn sinn besta starfs- mann. Starfsfólkið á skurðstofunni hefur einnig misst fágætan vin og félaga. Við sendum fjölskyldu henn- ar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Olafur Orn Arnarson. + Ástkær eiginmaður minn, KRISTBJÖRN GÍSLASON, Hornbrekku, Ólafsfirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. júlí. Birna Björnsdóttir og dætur. Móðir okkar, ANNA S. ÁRNADÓTTIR WAGLE, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 2.' þ.m. Herdís Hinriksdóttir, Elísabet Hinriksdóttir. + Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, EMELÍA BENEDIKTSDÓTTIR, lést að morgni 5. júlí, á dvalarheimilinu Seljahlíð. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, GRETHE BREIÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON, Strandboulevarden 151, Kaupmannahöfn, lést í St. Elisabeth sjúkrahúsinu, Amager, þann 1. júlí. Sigurður Breiðfjörð Guðmundsson, Lauritz Sigurðsson, Margreth Sigurðsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR JÓNSSON, Ásfelli, Innri-Akraneshreppi, lést í Sjúkrahúsi Akraness þann 3. júlí. Óli Hjálmarsson, Ása Ásgrímsdóttir, Sigurður Hjálmarsson, Bjarnfríður Haraldsdóttir, J.ón Hjálmarsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ágúst Hjálmarsson, Hanna Jóhannsdóttir, Elfn Kolbeinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR HALLSTEINSDÓTTIR, Langholtsvegi 35, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju i dag, þriðjudaginn 6. júlí, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á Ifknarstofnanir. Stefán Valdimarsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Steinþór Tryggvason, Hallsteinn Stefánsson, Virginia Stocker, Guðrún Stefánsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Valdimar Stefánsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VIKTORÍA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Björk, Sandvíkurhreppi, sem lést þann 26. júní, verður jarðsungin frá Selfosskirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 13.30. Jón Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Sigrfður Jónsdóttir, Ólaffa Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Gréta Jónsdóttir, Erlendur Daníelsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Jóhann V. Helgason, Sigurður Jónsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR FINNSDÓTTIR frá Skriðuselí, Þorfinnsgötu 12, sem lést í Landspítalanum þann 30. júní, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 7. júlí kl. 10.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag nýrnasjúkra eða Landspítalann. Halldór Garðarsson, Hulda Halldórsdóttir, Stefán Ásgrímsson, Garðar Halldórsson, Adda G. Sigurjónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.