Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6, JÚLÍ 1993
fclk í
fréttum
Morgunblaðið/Agnar Sigurvinsson
Við skírnarathöfnina voru fjórir ættliðir í kvenlegg saman komnir
og allar höfðu þær verið skírðar í sama kjólnum. F.v.: Rannveig
Þorgeirsdóttir, Helga Walsh og Helga Þorgerður Agnarsdóttir sem
heldur á dóttur sinni Söruh Osk Schlammes.
SKIRN
Ættar-
hefðí
heiðri höfð
Það má með sanni segja að af-
komendur þeirra Helgu Jónínu
Þorsteinsdóttur og Þorgeirs Magn-
ússonar frá Lambastöðum í Garði
haldi gömlum hefðum gangandi.
Árið 1911 var saumaður skímar-
kjóll fyrir fyrsta bam þeirra, Helgu
Steinunni. Var kjóllinn síðan notað-
ur við skírn þeirra tólf barna sem
Lambastaðahjónunum varð auðið.
Auk þess hafa flestir afkomendur
þeirra borið kjólinn við skím sína í
þau 82 ár sem kjóllinn hefur verið
í ættinni. Nú síðast var hann notað-
ur 6. júní sl. við skírnarathöfn í
Junglinster í Lúxemborg, en þá var
Sarah Ósk, dóttir hjónanna Helgu
Þorgerðar Agnarsdóttur og Fern-
ands Jean Schlammes, skírð. Til
gamans má geta þess, að Sarah
Osk er þriðji ættliður íslendinga af
Lambastaðaætt í Lúxemborg.
Morgunblaðið/Alfons
Þuríður Tryggvadóttir gaf sér
tíma til að brosa tU ljósmyndarans
en hélt síðan áfram að tína rusl
í poka sem hún hafði meðferðis.
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Börn Jóns Sigurjónssonar og Birnu Finnsdóttur gáfu Náttúru-
gripasafninu í Olafsfirði fugla- og eggjasafn í minningu for-
eldra sinna. Þau eru frá vinstri: Helga, Kristín og Siguijón.
GJAFIR
Gáfu fugla-
og eggjasafn
Náttúrugripasafn var opnað í
Ólafsfirði á sjómannadag-
inn, en á safninu eru um 200
gripir, að stærstum hluta upp-
stoppaðir fuglar auk eggjasafns.
Þá er þar einnig að fínna ýmis
villt dýr. Það vora börn Jóns Sig-
uijónssonar frá Móafelli í Fljót-
um og Birnu Finnsdóttur frá
Ytriá, þau Helga, Kristín og Sig-
utjón, sem gáfu fugla- og eggja-
safn sem Jón hafði k'omið upp,
í minningu foreldra sinna. Nátt-
úrugripasafnið í Ólafsfirði er til
húsa á efstu hæð í húsi Spari-
sjóðs Ólafsíjarðar.
SNYRTIMENNSKA
Snyrt á
Snæfellsnesi
Bæjarvinnan er í fullum gangi
hjá starfsmönnum Hellis-
sandsbæjar og leggjast allir á eitt
um að hafa sem snyrtilegast í sinni
heimabyggð. Hellissandur er vin-
sæll áningastaður ferðamanna og
era margar af náttúruperlum Snæ-
fellsness í nágrenni bæjarins. Því
er ekki úr vegi að taka til hend-
inni eins og einn starfsmaður bæj-
arins, Þuríður Tryggvadóttir, gerði
fyrir skemmstu.
Ný
mqndbönd
á næsfu
miindbanda-
leigu
“7---- n Óskarsverðlaunahafinn JOE PESCI leikur
Utgáfudagur| glæpaljósmyndara er leggur líf sitt að veði
fyrir konu sem hann getur ekki fengið.
Mynd um morð, hneyksli og glæpi.
13. júlí
MYNDBOND
Síðumúla 20, sími 679787
Bráðskemmtileg gamanmynd um græðgi,
hégómagirnd, kynlíf, ósiðvendni, lífið... og
dauðann. Frumlegar brellur og grátt gaman.
Djöfullega uppfinningasöm mynd.
Útgáfudagur
í dag