Morgunblaðið - 06.07.1993, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) (HR
Félagslífið er ekki upp á
marga fiska í dag. Aðrir
leita til þín með vandamál
sín en veita þér enga upp-
örvun.
Naut
(20. aprfl - 20. maí) <ri%
Einhverjar tafír verða í
vinnunni í dag og verkefni
reynist torleyst. Þú færð góð
ráð sem leia til árangurs
með tímanum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júnf)
Þig skortir ef til vill þá sér-
þekkingu sem þarf til að
leysa vanda ættingja. Ein-
hver seinkun getur orðið á
greiðslu sem þú bíður eftir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) H§8
Þú þarft ef til vill að beita
brögðum til að koma hags-
munamáli á framfæri. Vinur
veitir þér góðan stuðning
og gefur góð ráð.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þér gefst vart tími til að
sinna eigin málum í dag.
Aðrir eiga við vandamál að
stríða og þarfnast aðstoðar
þinnar.
Meyja
(23. ágúst - 22. septcmber)
Annríki í vinnunni kemur i
veg fyrir að þú getir þegið
heimboð en hindrar þig ekki
í að skemmta þér með sam-
starfsfólkinu.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Láttu ekki heimilisvandamá!
trufla þig í vinnunni í dag.
Upplagt væri að bregða sér
út með vinum og vanda-
mönnum í kvöld.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember) ®Kj0
Þú verður að ljúka verkefni
heima áður en þú getur
brugðið þér í smá ferðalag.
En tækifærið gefst fyrr en
varir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Þú þarft ekki lengur að hafa
áhyggjur af fjármáiunum
þegar þú færð gott tækifæri
til tekjuaukningar síðdegis
í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) &
Þú þarft að sýna góða dóm-
greind í viðskiptum og hafa
hagsýni að leiðarljósi. Vinur
kemur þér á óvart í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þú leggur of hart að þér í
vinnunni. Reyndu að slappa
af og þú finnur réttu lausn-
ina. Vinur leitar ráða hjá
þér.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Ýmsum spumingum er
ósvarað í ástamálum og
svörin fást ekki í dag. Sýndu
þolinmæði, því brátt verður
ljóst hver staðan er.
Stj'órnuspána á aó lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vtsindalegra staöreynda.
DYRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
LJOSKA
V/L-rO
FAKA ÚT /H£P J -
’ fíastto Fynue.
UArrtffoesAteuUN P/UAI
tre TU-BÚ/MM, BtSFAH
/ 1//Í.TU &F&K4 SutD VCLa
(//£> faka úrátuo easLtef
1 R.F STAtl RANT N iru rl'c. 1 :::: Z? 11 1 rcnuiiVMiMU 1 li ^■■11 i 1
SMAFOLK
YOU KN0U) U)MAT I TMINK,
CHUCK? I THINK YOU
6ET BETTEK 6RAPE5
IF YOU'RE CUTE.;
I LL BET MY TEACMER
UUOULD MAVE GIVEN ME
ALL “A'5"IF I LOOKEP
LIKE THI5..
Veistu hvað ég held, Kalli? Ég Ég skal veðja að kennarinn minn Mér fannst þú ágæt hinseg- Úff, hvað þetta meiðir
held að maður fái betri einkunnir hefði gefið mér eintóm „A“ ef ég in ... Þakka þér fyrir, mann í augunum.
ef maður er sætur. hefði litið svona út. Kalli.
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
í annarri umferð Evrópumóts-
ins í Menton urðu flestir suður-
spilaramir sagnhafar í 4 hjörtum
í spilinu hér að neðan. Samning-
urinn vannst yfírleitt, en enginn
þurfti að hafa jafn mikið fyrir
slögunum 10 og Skotinn Bamet
Shenkin. Það var í leik Breta
og ítala.
Norður gefur; enginn á hættu.
Vestur Norður ♦ DG73 V Á624 ♦ G ♦ KD106 Austur
♦ K102 ♦ 854
¥G85 II ♦ D
♦ 1062 ♦ ÁK987
♦ G987 Suður ♦ Á543
♦ Á96 ▼ K10973
♦ K543 + 2
Opinn salur.
Vestur Norður Austur Suður
Lauria Steel Versace Shenkin
1 lauf 1 tígull 1 hjarta
Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar
Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Lokaður salur
Vestur Norður Austur Suður
Armstr. Burgay Kirby DeFalce
1 hjarta Dobl 4 hjörtu
Pass Pass Pass
I lokaða salnum kom Kirby
út með tígulkóng og skipti síðan
yfir í spaðaáttu. Armstrong fékk
slaginn í kónginn og spilaði litn-
um áfram. Burgay tók ÁK í
hjarta, spilaði spaða tvisvar og
henti laufí. Trompsvínaði síðan
laufás. Tíu slagir.
Vörnin fór eins af stað í opna
salnum. Lauria spilaði út tígli
og Versace sendi spaða til baka
yfír á kóng vesturs. En nú fann
Lauria bestu vörnina þegar hann
spilaði tígli og stytti blindan í
trompinu. Shenkin trompaði og
spilaði hjarta á kónginn. Með
laufásinn úti gengur bersýnilega
ekki að svína fyrir hjartagosa,
svo sagnhafí sýnist neyddur til
að leggja niður hjartaásinn í
þeirri von að austur hafi byijað
með DG-tvíspil. En Shenkin
fann aðra og betri leið. Hann
spilaði strax spaða og henti
laufi. Vestur trompaði og spilaði
tígli, en nú hafði Shenkin tempó
til að trompsvína fyrir laufkóng
og henda síðan síðasta tíglinum
niður í laufdrottningu.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á sterku móti í Rostov við Don
í vor kom þessi staða upp í viður-
eign tvítuga rússneska stórmeist-
arans Sergejs Tivjakovs (2.635),
sem hafði hvítt og átti leik, og
þess gamalreynda Vladímírs
Túkmakovs (2.605), Úkraínu.
36. Rxf7! - Kxf7, 37. De6+ -
Kf8, 38. Hhl og Túkmakov gafst
upp því hann á ekki viðunandi
svar við máthótuninni á h8. Tivj-
akov sigraði á mótinu og siglir
hraðbyri upp stigalistann, er kom-
inn í 16. sætið á lista FIDE. Úr-
slit í lokaða flokknum í Rostov:
1. Tivjakov, Rússl., 7Vi v. af 11
mögulegum, 2.-3. Epishin, Israel,
og Psakhis, ísrael, 7 v. 4.-5.
Dolmatov, Rússl., og Smirin, ísra-
el, 6'ó v. 6.-8. Vaganjan, Armen-
íu, Rasúvajev og Túkmakov,
Rússl., 5‘/2 v. o.s.frv. Opinn flokk-
ur: 1. Savtsjenko, Úkraínu, 7 v.
af 9, 2.-5. Dréjev, Jonov, Kras-
enkov og Tsesjkovskí, Rússlandi,
6'A v.