Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JUU 1993
51
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
AALLAR
MYNDIR
Erótísk og ögrandi mynd um taumlausa ást og hvernig hún
snýst upp í stjórniaust hatur og ótryggð. Mynd sem lætur
engan ósnortinn. Djörf og ógnvekjandi.
Sýnd f A-sal kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuð börnum.
VILLT AST
STAÐGENGILLINN
Hún átti að verða ritar-
inn hans tfmabundið —
en hún lagði líf hans
i rúst.
TIMOTHY HUTTON
(Ordinary People)
og LARA FLYNN BOYLE
(Wayne’s World) í sálfræðiþrill-
er sem enginn má missa af!
Sýnd í B-sal
kl. 5,7, 9 og 11.
Bönnuð innan 14ára
FEILSPOR
ONE FALSE MOVE
★ ★★★ EMPIRE
* * * MBL. * * ★ Vi DV
Einstök sakamálamynd,
sem hvarvetna hefur fengið
dúnduraðsókn.
Sýnd í C-sal
kl. 5,7,9 og 11
Bönnuð innan 16 ára.
Spilaséría með þekktum stj órnmálamönnum
Davíð jóker og Jó-
hanna hjartadrottning
Morgunblaðið/Bjami
Þekktir stjórnmálamenn
ÞEKKJA má heimsfræga stjórnmálamenn á spilunum
en einu Norðurlandabúarnir eru Gro Harlem Brundt-
land, forsætisráðherra Noregs, Jóhanna og Davíð.
DAVÍÐ Oddsson er jóker
og Jóhanna Sigurðardótt-
ir hjartadrottning í nýjust
útgáfu Altenburger und
Stralsunder spilaverk-
smiðjunnar af spilaséríu
með myndum af þekktum
sljórnmálamönnum. Spil-
in hafa verið gefin út í
fjölda ára og eru mynd-
skreytingarnar endurnýj-
aðar með reglulegu miíli-
bili.
Haukur Bachmann, sem
flutt hefur inn spil frá
Altenburger und Stralsund-
ur í hátt í tuttugu ár, segist
hafa fundið fyrir áhuga frá
fulltrúa fyrirtækisins á að
fá íslenska stjórnmálamenn
á spilin þegar hann hafi hitt
hann á leikfangasýningu í
París síðastliðinn vetur.
Hafi hann haft sérstakan
áhuga á að fá konu á spilin
og hafi Haukur því sent
fyrirtækinu mynd af Jó-
hönnu Sigurðardóttur enda
væri hún eina konan í ríkis-
stjórninni. Honum hefði síð-
an þótt við hæfi að senda
mynd af Davíð Oddssyni
forsætisráðherra.
“Jóker er snjall“
Eftir að hafa sent mynd-
irnar út fékk Haukur engin
viðbrögð frá umboðsaðilum
spilanna fyrr en honum var
sent sýnishorn af utfærslu
myndanna og seinna sýnis-
horn af spilinu og kom þá
í ljós að Jóhanna hafði verið
gerð að hjartadrottningu og
Davíð að jóker. “Jókerinn
er snjall. Hann gildir fyrir
allt,“ sagði Haukur í þessu
sambandi en hann sagðist
hvorki vita hvernig farið
væri að því að velja stjórn-
málamenn á spilin né hvern-
ig þeim væri valið hlutverk.
Aðeins er um 18 mynd-
skreytingar að ræða, mann-
spil og jókera, og eru mynd-
irnar endurnýjaðar með
regulegu millibili og þá
gjarnan tekið mið af því
hvaða stjórnmálamenn eru
mest áberandi á hveijum
tíma. Útfærsla myndanna
er líka mismunandi eftir
árum, t.d. hvort aðeins er
andlitsmynd eða allur
líkaminn, en fyrir neðan
stendur nafn þess sem á
myndinni er en hvorki titill
né þjóðland. Meðal þekktra
stjórnmálamanna sem hafa
prýtt spilin eru Ronald Re-
agan, fyrrum forseti Banda-
ríkjanna, Margaret Thatc-
her, fyrrum forsætisráð-
herra Bretlands,og Michael
Gorbasjov, fyrrum leiðtogi
Sovétríkjanna.
SIMI: 19000
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
„LOADED WEAPON 1“
FÓR BEINT Á TOPPINN
í BANDARÍKJUNUM!
Mynd, þar sem „Lethal Weap-
on“, „Basic Instinct", „Silence
of the Lambs" og „Waynes
World“ eru teknar og hakkað-
ar í spað í ýktu gríni.
„NAKED GUN“-MYNDIRNAR
OG HOT SHOTS VORU EKK-
ERT MIÐAÐ VIÐ ÞESSA!
Aðalhlutverk: Emilio Estevez,
Samuel L. iackson, Kathy Ire-
land, Whoopie Goldberg, Tim
Curry og F. Murray Abraham.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
SIÐLEYSI
★ ★ ★ V, MBL.
★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn
Aðalhlutverk: Jeremy Irons
og Juliette Binoche.
Sýndkl. 5,7,9 og 11.
Síðustu sýningar. B.i. 12 ára.
ENGLASETRIÐ
★ ★★ Mbl.
Síðustu sýningar
Sýnd kl. 11.00.
LOFTSKEYTA-
MAÐURINN
Meiriháttar gamanmynd
eftir sögu Knuts Hams-
ung. Kosin vinsœlasta
myndin á Norrænu kvik-
myndahátíðinni '93
í Reykjavík.
★ ★ ★GE-DV ★★★Mbl.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Síðustu sýningar.
GOÐSOGN-
SpennaHH hrollvekja af bestu gerð.
Mynð sem fór beint á toppinn
í Englandi.
Sýnd kl. 5,7, 9og 11.
Stranglega bönnuð
innan 16 ára.
FERÐIN TIL LAS VEGAS
★ ★★ MBL.
Frábær gamanmynd
með Nicolas Cage.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Munið þriðjudagstilboð Regnbogans og Indverska veitingahússins.
Áhöfnin á Eldingu
HNATTFARINN Hafsteinn Jóhannsson og sjö af átta piltum í áhöfninni. Myndin er
tekin er þeir fóru frá Fort William í Skotlandi áleiðis til íslands.
Hafsteinn á Eldingu kem-
ur til Innri-Narðvíkur
HNATTFARINN Haf-
steinn Jóhannsson frá
Akranesi kemur væntan-
lega til Innri-Njarðvíkur í
dag á seglskútunni Eld-
ingu. Hann hefur siglt
skútunni umhverfis hnött-
inn á átta mánuðum, einn
síns liðs og án viðkomu. í
áhöfn eru auk Hafsteins
átta norskir 15 ára ung-
lingar og hefur siglingin
frá Skotlandi gengið að
óskum.
Hafsteinn hafði þó vakað
nær sleitulaust á þriðja sólar-
hring og brá því út af áætlun
og tók land í Vestmannaeyj-
um á sunnudag til að hvíl-
ast. Skútan verður til sýnis
í höfninni á Akranesi nk.
miðvikudag fyrir þá sem
áhuga hafa á að skoða hana.
Héraðsdómur rannsakar mistök
Náðu ekki sambandi við skipið I þrjár klst. eftir neyðarkall
LANDHELGISGÆSLAN
hefur farið fram á það að
mistök, sem urðu er lækk-
að var í talstöð um borð í
fiskibátnum Guðnýju ÍS,
verði rannsökuð fyrir sjó-
rétti og hefur málið verið
sent héraðsdómi á ísafirði
til afgreiðslu. Helgi Hall-
varðsson skipherra sagði í
samtali við Morgunblaðið
að ekki væri verið að leita
að sökudólgi í málinu en
- kanna yrði til hlítar hvern-
tg mistök sem þessi hefðu
orðið.
Að sögn Helga Hallvarðs-
sonar náðist ekki samband
við Guðnýju ÍS í þjá klukku-
tíma sl. fimmtudagskvöld
vegna þess að lækkað hafði
verið í talstöð um borð.
Hjálparbeiðni hafði borist frá
bátnum síðdegis vegna veik-
inda skipstjóra og lagði
björgunarskipið Daníel Sig-
mundsson af stað frá ísafirði
með lækni. Þyrla landhelgis-
gæslunnar fór einnig með
lækni áleiðis til skipsins, sem
var statt norður af Vestfjör-
um, en varð frá að hverfa
vegna bilunar. Daníel Sig-
mundsson beið eftir Guðnýju
ÍS á Aðalvík og fór læknirinn
milli skipa ásamt aðstoðar-
manni. Guðný ÍS kom með
sjúklinginn til Bolungavíkur
um nóttina og var skipstjór-
inn fluttur á Sjúkrahúsið á
ísafirði.