Morgunblaðið - 06.07.1993, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
53
Er ekki rétt
að rukka þá?
Frá Birni Þ. Guðmundssyni:
VIÐ íslendingar stærum okkur
gjaman af því að við séum bók-
menntaþjóð. Að vísu segja t.d.
Finnar mér að útlán á almennings-
bókasöfnum þar séu helmingi fleiri
en hér. Það haggar því ekki að við
eigum a.m.k. að stefna að því að
vera vel læs og ganga á undan í
áróðri fyrir gildi bókmennta í bijál-
uðum heimi.
A tyllidögum skreytum við mál
okkar í ræðu og riti með tilvísunum
í bókmenntir — nema hvað. Þannig
notum við þær m.a. til að tjá það
sem við treystum okkur ekki sjálf
til að orða svo vel sé.
Þann 1. júlí var lagður virðis-
aukaskattur á íslenskar bækur.
Slíkur skattur er rétt eins og lagt
væri raddgjald á ítalska tenóra.
Skiptir engu máli í mínum huga
þótt hægt sé að benda á aðrar þjóð-
ir sem skattleggi bækur. Við eigum
einfaldlega að vera til fyrirmyndar
á þessu sviði.
Meðan milljörðum er skotið und-
an skatti ár hvert höfum við ekki
siðferðilegan rétt til að láta bókinni
blæða fyrir framferði slíkra samfé-
lagssvikara. Þess vegna veit ég að
ærlegir íslendingar myndu fyrir-
gefa Davíð Oddssyni margt ef hann
kæmi í kvöldfréttir ótilkvaddur og
segði:
„Góðir íslendingar. Þrátt fyrir
kreppu, sem ég bið þjóðina um
stuðning til að vinna bug á, Iýsi ég
því yfír sem gamall unnandi bók-
mennta og lista að samráðherrar
mínir hafa fallist á að fella niður
virðisaukaskatt af bókum frá og
með deginum í dag að telja. Eða
eins og þar stendur: Bókvitið verður
ekki í askana látið.“
Og þjóðin myndi hrópa ferfalt
húrra og taka ofan 'fyrir Davíð.
Ella hugsar hún þeim kannski
þegjandi þörfina og kemur fram
með kröfur um að höfundar eða
rétthafar þeirra rukki ráðamenn
fyrir að vitna í ritverk þeirra þegar
þeir vilja segja eitthvað viturlegt.
Það gæti orðið dágóður skildingur
og kannski yrði Davíð látinn vita
hvar hann keypti ölið.
BJÖRN Þ. GUÐMUNDSSON,
prófessor við lagadeild Háskóla
Islands.
Pennavinir
Frá Ghana skrifar 26 ára kona
með margvísleg áhugamál:
Mary Gimah,
P.O. Box 997,
Cape Coast,
Ghana.
Fimmtán ára japönsk stúlka með
áhuga á hvers kyns tónlist:
Ikuko Ueda,
1-35 Hiranoya 1 chome,
Daito-shi,
Osaka 574,
Japan.
LEIÐRÉTTING
Tenórinn
MISTÖK urðu í tölvuvinnslu við-
tals við Ólaf Árna Bjarnason tenór-
söngvara sem birt var í sunnudags-
blaði Morgunblaðins. Tvær línur
lentu öllum að óvörum neðst á
blaðsíðu B 11, í miðri setningu um
spilamennsku Ólafs á böllum hér
áður. Þær áttu hins vegar að vera
neðst í öðrum dálki á þessari síðu.
Þar átti að standa um söngvarann:
Hann vill forðast að festa sig, hvort
heldur í Wagner eða einhveijum
einum karakter. „Ég varast líka þá
freistingu að svara hveiju kalli sem
kemur þegar skyndilega vantar
söngvara í eitt af óperuhúsunum
áttatíu sem Þýskaland geymir.
Gestasöngvari getur bjargað heilli
sýningu og fær laun í samræmi við
það. En þegar menn fara af stað
og syngja sæmileg hlutverk út um
allt verða þeir útbrunnir fyrr en
varir. Ég vil heldur bíða eftir stóru
tækifærunum og vinna mig upp að
þeim. Mig langar að gleðja fólk
með söngnum og stefni hátt. Stund-
um veit ég ekkert nema að ég vil
allt.“
UPPLÝSINGAR: SIMSVARI91 -681511 lukkul!na991002
HEILRÆÐI
ÞEGAR HJÓLAÐ ER MEÐ BARN
ER MIKILVÆGT
AÐ HAFA HLÍF FYRJR TEINUM
SVO BARNIÐ GETI EKKI STUNGIÐ
FÓTUM Á MILLI ÞEIRRA.
SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Sjálfsrækt
5 vikna námskeið, sem fjallar um áhrif uppeldis, ást og
samskipti, líkamsrækt, mataræði, hugsun, markmiðasetn-
ingu, öndun, innsæi, hugleiðslu og lögmál velgengni. ftarleg
námsgögn, fyrirlestrar, æfingar og einkatími.
Tími: 10. júlí - 11. ágúst, laugardaga frá kl. 9-11 og mið-
vikudaga frá kl. 20-22.
Leiðbeinandi: Gunnlaugur Guðmundsson, stjömuspekingur.
Stjörnuspekistöðin,
Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 10377.
Vandaður veiðifatnaður
eykuránægjuna.
Full búð af nýjum,
glæsilegum vörum.
eiðiv<
Góð byrjun n veiðitúr!
Mörkinni 6, v/Suðurlandsbraut, sími: 687090
Það er engin gengisfelling hjá okkur, og ekki nóg
með það, heldur bjóðum við 20% afslátt aföllum
jAZZ „ VOLTAGE" fjallahjólum
J ÚLÍTILBOÐ
JAZZ VOLTAGE:
VERÐAÐUR 26.842
VERÐ NÚ: 21.474
Á JAZZ/TREK
FJALLAHJÓLUM
JAZZ„ VOLTAGE" 26", svört eða rauðgul/dökkfjólublá (tvílit) í fímm
stellstærðum. Kromolý/stál-stell með ævilangri ábyrgð.
Gírar (18 gíra), átaksbremsur og sveifarsett (krankur) frá Shimano og
Weinmann álfelgur með grófum dekkjum. Líka 24" stráka og
26" kvenhjól, eins og að ofan en í tveim stellstærðum.
Opið laugardaga frá kl. 10 til 14
SKIIFUNNI11, REIÐHJÓLAVERSWN OG HJÓLABRETTAVERSLUN SÍMI679890, VERKST&DI SÍMI679891
VERSLIÐ I/ID FAGMANNINN - ÞAÐ MARGBORGAR SIG!