Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 55 Ný lands- númer til Eystrasalts- ríkjanna SAMIÐ hefur verið um notkun nýrra landsnúmera þegar hringt er til Eystrasaltsríkjanna og Moldavíu. Nýju númerin eru sem hér segir: Til Eistlands 372, Lett- lands 371, Litháen 370 og Moldavíu 373. Gamla landsnúmerið, sem var 7, verður áfram í notkun en símnot- endur geta vænst betri og öruggari þjónustu með því að hringja í hin nýju landsnúmer þessara landa. ----» ♦ 4--- Matargjafir HareKrishna aflagðar HARE Krishna hreyfingin hefur hætt almennum matargjöfum á íslandi, að því er fram kemur í fréttatílkynningu frá hreyfing- unni. Ástæðan er að hreyfingin treystir sér ekki til þess að fara að þeim reglum um matardreif- ingu, sem heilbrigðisyfirvöld krefjast hérlendis um pökkun matvæla og dreifingu innanhúss. Hare Krishna hreyfingin segir í. tilkynningu, að hún virði þær regl- ur, sem yfirvöld setji, en lýsir jafn- framt yfír hryggð vegna þess fólks, sem hreyfíngin telur að hafí þörf fyrir matargjafímar. Jafnframt segjast talsmenn hennar bjartsýnir og leita nú að félagasamtökum til samstarfs í þeirri von að þeir geti hafið matargjafír að nýju. Morgunblaðið/Bj arni Ætli það takist? ÞESSI piltur ætlaði sér augljóslega sigur í hjólreiðakeppni sem Eimskip efndi tíl í tílefni hafnardagsins. Sundahöfn kynnt fyrir almenningi 15-20 þús. gest- ir á hafnardegi Sundahöfn iðaði af lífi á hafnardeginum sem haldinn var í þriðja sinn síðastliðinn laugardag. Hannes Valdimarsson hafnarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að dagurinn hafi heppnast einkar vel og áætlar að gestír hafnarinnar hafi verið á milli 15 og 20 þúsund. Hann skýrði ennfremur frá því að annar hafnardagur verði haldinn þann 24. júlí næstkomandi og þá að verði starfsemi gömlu hafnarinnar kynnt. „Að öllum líkindum fór í Sundahöfn fram stærsta útihátíð síðustu helgar," sagði Hannes. Hann skýrði frá því að glöggir menn telji að á milli fimmtán og tuttugu þúsund gestir hafí lagt leið sína í Sundahöfn. Hannes telur að markmiði dagsins hafí verið náð en gestir gátu kynnt sér hafnarsvæðið og athafnasvæði fyrirtækja í Sundahöfn sem venjulega eru lokuð almenningi. Sem dæmi um vinsælar uppákomur nefnir hann að færri hafí komist en vildu í ferð með varðskipinu Ægi. Einn- ig hafí tæplega þúsund manns farið yfír í Viðey í boði Reykja- víkurhafnar og allt athafnasvseði fyrirtækja var að sögn Hannesar krökkt af fólki. Þá sagði hann að nýlenduvörumarkaður hafí verið sérstaklega vinsæll.- Að sögn Hannesar er kynn- Á hestum við höfnina HESTAFERÐIR voru skipu- lagðar um hafnarsvæðið sem minntí fólk á hvernig tekið hafi verið á mótí sæförum á fyrri öldum. ingarstarfí Rey kj avfkurhafnar’ hvergi nærri lokið. Næsti hafnar- dagur og sá fjórði í röðinni verð- ur haldinn í gömlu höfninni þann 24. júlí næstkomandi. Hann seg- ir að þá verði meðal annars sett upp markaðstorg fyrir sjávaraf- urðir á Miðbakka og að sjávar- réttaveitingastaðir verði starf- ræktir á hafnarbakkanum. Saga flutninga kynnt Að sögn Kristjáns Jóhanns- sonar kynningarstjóra hjá Eim- skipafélaginu lagði félagið á það áherslu á sýningarsvæði sínu að fræða gesti um sögu flutninga- starfsemi á íslandi. Hann segir að reynt hafí verið að leiða í ljós hinar umfangsmiklu breytingar sem orðið hafa á flutningastarf- semi á þessari öld. Brugðið hafí verið upp mynd af gamla tíman- um og stillt upp á móti hinum nýja. Kristján segir þessa við- leitni hafa tekist vel og að góð þátttaka hafi verið í spurninga- leik byggðum á sögu flutning- anna. Að mati Kristjáns heim- sóttu tæplega tíu þúsund manns athafnasvæði Eimskips. Viðamikið greinasafn ARI Gíslason við skjalastabbann sem hann færði Héraðsskjalasafninu. Gjöf til Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar 27.000 afmælis- og minnmgargreinar BorgarnesL NÝLEGA var Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar færð höfðingleg gjöf. Um er að ræða mjög stórt safn greina um einstaklinga sem Ari Gísla- son hefur tekið saman. í þessu safni eru greinar um 27-28 þúsund einstaklinga, einkum minningar- og afmælisgreinar. Safninu er raðað í stafrófsröð og fylgir 420 blaðsíðna nafnaskrá. Sá sem færði safninu þessa gjöf heitir Ari Gíslason. Hann er Borgfírð- ingum að góðu kunnur. Hann er fæddur að Syðstu-Fossum, þar sem hann ólst upp fyrstu árin. Hann stundaði kennslustörf lengi vel en kunnastur er hann þó vafalaust fyrir fræðistörf sín, en hann hefur unnið mjög mikið hin síðari ár við ættfræði- ritun, meðal annars skrifað mikið í Borgfirskar æviskrár. Einnig hefur hann sjálfur gefíð út niðjatöl. Ari hóf að safna þessu efni á fimmta áratugnum í tengslum við ættfræðiritun. í fyrstu beindi hann söfnuninni einkum að Borgfirðingum en mjög fljótlega fór hann að safna öllu sem hann náði til af þessu efni. Ari fyrsti starfsmaður safnsins Að sögn Guðmundar Guðmarsson- ar safnvarðar á Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Ara mikið gott að þakka. Hann var fyrsti starfsmaður safnsins og hóf söfnun skjala árið 1961. Þó svo að Ari hafi ekki starfað fyrir Héraðsskjalasafnið nú í nokkur ár hefur hann fært því margvísleg gögn á hverju ári úr ýmsum áttum. Að sögn Guðmundar Guðmarsson- ar er þessi gjöf stærsta einstaklings- safn sem safninu hefur nokkru sinni borist og á eftir að koma oft að gagni þeim mörgu sem sinna ætt- fræðiathugunum. Sagði Guðmundur að stjóm og starfsfólk safnsins færði Ara bestu þakkir fyrir höfðingsskap- inn sem hann sýndi safninu nú eins og ætíð áður. - TKÞ. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUIMNAR í REYKJAVÍK: Þrátt fyrir tíðindalitla helgi eru tæplega 500 færslur í dagbók- inni. Eins og um helgar ber mest á ölvunartengdum málum og málum tengdum umferðinni. Þannig þurfti lögreglan að hafa afskipti af 73 ölvuðum einstakl- ingum er ekki kunnu fótum sínum forráð, auk þeirra ölvuðu ein- staklinga er komu við sögu í 4 líkamsmeiðingamálum, 7 skemmdarverkum, 4 rúðubrotum, 13 ölvunarakstursmálum, 14 há- vaða- og ónæðismálum, 5 heimil- isófriðarmálum, 5 ágreiningsmál- um, 5 slysum, 1 umferðarslysi, 15 innbrotum og 5 þjófnuðum. Ekki voru allir þeir, sem komu við sögu í þessum málum undir áhrifum áfengis, en í flestum til- vikum reyndist þó svo. Af því má sjá að stór hluti af starfi lög- reglunnar er að fást við ölvað og í flestum tilvikum fullorðið fólk sem annaðhvort kann ekki eða á ekki að umgangast áfengi. Þetta er fólkið, sem á að vera fyrir- mynd þeirra yngri og þeim gott fordæmi. En meðan svo er ekki munu aðrir sjá illa drukkið og áfengisdautt ungt fólk á götum úti og jafnvel á víðavangi eins og sjá mátti á útivistarstöðum um helgina. Á einum staðnum þar sem var um „skipulagða" útihátíð að ræða er m.a. haft eft- ir lögreglumönnum sem komu þar að að ölvaðir unglingar hafi ráfað þar um, skriðið eða lágu víndauð- ir vítt og breitt um svæðið. Stjórn hátíðarinnar var í höndum full- orðinna. Þetta er kannski eðlilegt því þetta hefur „alltaf verið svona“. Afskipti voru höfð af tveimur ölvuðum mönnum, hvorum á sín- um staðnum, þar sem þeir voru að kasta af sér vatni á gang- stétt. í báðum tilvikum þurfti að handtaka mennina vegna ölvun- ar. Þeir voru færðir fyrir fulltrúa að morgni og var gert að greiða 5.000 kr. í sekt fyrir athæfið. Þá þótti ástæða til þess að sekta ungan ölvaðan mann um 15.000 kr. fyrir að ganga að lögreglu- manni í miðborginni aðfaranótt laugardags og slá einkennishúf- una af honum. Um miðjan dag á föstudag var lögregla kölluð til áfengisútsölu vegna manns sem þar var að versla út á falsaða ávísun. Var maðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð ásamt varningi sem hann hafði meðferðis. Talið var að maðurinn hefði fengið varninginn gegn afhendingu ávís- ana úr stolnu ávísanahefti. Hann var fluttur til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í hús við Birki- mel. Þar hafði verið stolið umtals- verðu magni af matvælum. Við eftirgrennslan kom í ljós að þar hafði verið á ferðinni maður er reyndist hafa heilmikið góss heima hjá sér. Hann var vistaður í fangageymslu. Kæra eða áminna þurfti 71 ökumann fyrir umferðarlagabrot. Tilkynnt var um 19 árekstra, en telja má líklegt að u.þ.b. 50 slík- ir hafi orðið á starfssvæðinu um helgina og að í þeim hafi 100 ökutæki skemmst meira og minna. Dagana 14.-21. júlí mun lögreglan á Suðvesturlandi í sam- starfí við Landhelgisgæsluna og tryggingafélögin gangast fyrir umferðarátaki á svæðinu. Þá mun athyglinni verða sérstaklega beint að ökuhraðanum og fra- múrakstri ökumanna. Mega öku- menn búast við snörpum við- brögðum lögreglu á þessu svæði ef út af reglum verður brugðið. Gallerí í Nesjum NÝVERIÐ var opnað gallerí í Hraunhól 7 í Nesjum Horna- firði. Þar eru fjölmargir listmunir til sölu af mörgum stærðum og o-prA. um, unnir af 13 listamönnum víðs vegar af landinu. Auk þess eru á boðstólum minjagripir, sem gerðir eru af fólki úr Austur-Skaftafells- sýslu. Galleríið er opið sex daga vik- unnar en eigendur eru Helga Er- lendsdóttir listakona og Ásmundur Gíslason. Á sama stað er einnig rekið gistiheimili. 26. Idkvika, 3.-4. júU 1993 | Nr. Leikur: Rðóin: 1. Brage - Degerfora - X - 2. IFK Gðteb. - Helsingborg 1 - - 3. Öster - Örgryte - X - 4. Elfsborg - HSsslehobn - - 2 S. GAIS - UddevaDa - - 2 6. Jonsered - Skðvde 1 - - 7. Kalmar FF - Forward 1 - - 8. Lund - Landákrona - - 2 9. Myresjð - Giuuiilse 1 - - 10. Oddevold - MjlUby 1 - - 11. TreUeborg - Lyngby 1 - - 12. Mabnð - Videoton - X - 13. HScken - Maccabi Tel Avi 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 77 milljón krónur 13 réttir: 1.219.680 | 12 réttir: 20.050 llrtttir: f 1.160 lOrettir: 260 | kr. kr. kr.'1 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.