Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 56
MORCVNBLAÐID. KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100. SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Skipaskoðun Vest- mannaeyjaflotans Heimamenn vilja banna samkomur ungmenna í Þjórsárdal Sparnaður ~oghagræð- ing hlýst af útboði ÚTVEGSMENN í Vest- mannaeyjum hafa í samein- ingu boðið út lögboðna skoð- un á skipum sínum og svo- kallaða bt-mælingu. Hilmar Rósmundsson, formaður Út- vegsbændafélags Vest- __mannaeyja, segir að skoðun og mæling um þrjátíu skipa hafi verið boðin út í hvoru útboði og hafi þau skilað útvegsmönnum umtalsverð- um sparnaði og hagræðingu. Bt-mæling svokölluð er brúttó- tonnamæling, sem þarf að gera á öllum íslenzkum skipum fyrir árslok til þess að þau uppfylli alþjóðlega staðla. Hilmar segir að Utvegs- bændafélagið hafí boðið út bt-mæl- , jjigu 28 skipa og fengið fímm til- ^obð. Lægsta boðinu, frá Skipahönn- un í Garðabæ, hafí verið tekið. Samkvæmt lögum, sem gengu í gildi í ársbyijun, verða fískiskip yfír 10 tonn að stærð að gangast undir skoðun annan hvem mánuð. Skoðunarstofur, fyrirtæki í eigu einkaaðila, sem hafa hlotið löggild- ingu Fiskistofu, annast eftirlit í skipunum og er sérhverri útgerð skylt að hafa samning við slíka stofu. Útvegsbændur í Eyjum buðu út skoðun á um 35 skipum, að sögn Hilmars, og átti Skoðunarstöð Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna lægsta boðið. Munum hafa augun opin fyrir m sparnaðarleiðum Hilmar vildi í samtali við Morg- unblaðið ekki gefa upp hver upphæð lægstu boða hefði verið, en sagði að útboð á svo stórum pakka hefði skilað umtalsverðum spamaði. „Það veitir víst ekki af á þessum tímum að spara og við munum hafa augun opin fyrir fleiri sparnaðarmöguleik- um,“ sagði hann. í Útvegsbændafé- lagi Vestmannaeyja eru eigendur allra fískiskipa, sem em yfír 12 tonn að stærð, en það em alls um fímmtíu skip. Ófc Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Fögur aðkoma í Hallslaut MÓTSSVÆÐIÐ var einn ruslaflekkur eftir tónleikana og mikið verk að hreinsa svæðið. Sumir mótsgestir höfðu ekki hirt um að taka með eigur sínar, svo sem fatnað og viðlegubúnað, og dæmi var um að fólk kveikti í tjöldum sínum áður en það lagði af stað heim. Samkomusvæðið rusla- flekkur eftír tónleikana Selfossi. GESTIR og skipuleggjendur tónleikanna í Þjórsárdal um helgina fá bága einkunn fyrir umgengni. Tónleikasvæðið í Hallslaut var einn ruslaflekkur eftir samkomuna. Gras á svæðinu var talsvert troðið þar sem mann- fjöldinn var mestur og víða voru brunablett- ir. „Ég sé ekki neinn tilgang í þessu sam- komuhaldi og þykir ótrúlegt ef framhald verður á þessu,“ sagði Steinþór Ingvarsson oddviti Gnúpveijahrepps. „Manni fannst vera meira vit í þessum sam- komum þegar ungmennafélögin stóðu að þeim sér til fjáröflunar. Þau stóðu mun betur að allri framkvæmd. Nú er þetta til hreinnar skammar og alls ekki sveitinni til framdráttar og slæm auglýsing fyrir Þjórsárdalinn. Hallslautin er skemmtilegur staður að dvelja á og ég er hrædd- ur um að erfitt verði að hreinsa þetta alveg upp. Ég trúi ekki að svona lagað verði leyft aftur og tel að sveitarstjórnin muni beita sér gegn því,“ sagði Steinþór Ingvarsson oddviti. Mikii ölvun var á samkomusvæðinu um helg- ina en ekki þó neinar óspektir þannig að til vandræða horfði. Eitt alvarlegt umferðarslys varð á svæðinu þegar piltur á átjánda ári varð undir rútu og liggur hann lífshættulega slasaður á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Hreinlætismál voru í ólestri Björgunarsveitarmenn í Gnúpveijahreppi sáu um hreinsun svæðisins og hófst hún strax á sunnudag. Þá var helmingur þess hreinsaður en mikið verk er að hreinsa svæðið. Greinilegt er að samkomugestir hafa ekki haft snyrtimennsku né góða umgengni í huga í þessari heimsókn í Þjórsárdalinn og skipuleggjendur samkomunnar ekki gert sér fulla grein fyrir mögulegum um- gengnisháttum gestanna. Hreinlætismálin voru í algerum ólestri, salerni meira og minna stífluð og ruslahreinsun áfátt á meðan á samkomunni stóð. Sumir gestanna skildu viðlegubúnað sinn eftir en sjá mátti hann samanvöðlaðan á svæð- inu eða brunninn. sig. Jóns. Sjá bls. 20: „Alvarlegt slys í Þjórsárdal Hálendið opnað óvenju seint fyrir umferð í sumar Stefnir í mikil vandræði hjá ferðaskrifstofumim HÁLENDISVEGIR verða að jafnaði opnað- ir viku til tíu dögum. seinna í sumár en í venjulegu árferði. Áhrifin eru þau að ferðaskrifstofur, sem selja ferðir um há- lendið, geta ekki alltaf staðið við fyrirheit sín. Ferðaskrifstofurnar telja að mikil vandræði skapist, dragist opnun vega um marga daga. „Þetta ruglar allri áætlun og kemur sér mjög illa,“ sagði Halldór Bjama- son, hjá Safaríferðum hf. Halldór sagði að svona sein opnun yrði til þess að ferðaskrifstofur erlendis ráðlegðu við- skiptavinum sínum að kaupa ferðir yfir há- annatímann og ferðamannaiðnaðurinn á ís- landi mætti varla við því að ferðamannatíma- bilið þrengdist meir en orðið er. „Maður hefur auðvitað orðið fyrir skaða því að síðasta helg- in í júní er farin að vera ansi slöpp út af þessu og fyrsta helgin í júlí líka,“ sagði Halldór. Hann sagði líklegt að Safaríferðir hf. töpuðu um 50 til 100 þúsund krónum á hverri fjalla- ferð. „Enn sem komið er erum við ekki búin að líða mikið fyrir þetta,“ sagði Linda Hængs hjá Ferðamiðstöð Austurlands um seinkunina. Linda sagði að ef vegimir opnuðust ekki eftir viku til tíu daga þá færi málið að vandast. Reynt að moka Magnús Hjartarson hjá Vegaeftirlitinu sagði að búast mætti við því að seinkunin yrði allt að tíu dagar miðað við venjulegt ár- ferði. „Það er ekki búið að opna Sprengisand en það er vonast til að hann opnist núna seinna í vikunni. Kjalvegur er opinn og opnaðist á svipuðum tíma og venjulega en annað hefur dregist," sagði Magnús. Hann sagði að ekki væri kominn opnunartími á Fjailabaksleiðirnar en þær yrðu opnaðar viku til tíu dögum seinna en venjulega. Stígamót í Þjórsárdal 5 nauðgan- ir en engin þeirra kærð TVÆR konur frá Stígamótum voru til staðar á útihátíðinni í Þjórsár- dal og að sögn annarrar þeirra, Heiðveigar Ragnarsdóttur, höfðu þær afskipti af fimm málum sem flokkast sem beinar nauðganir. Hinsvegar var engin kæra lögð fram vegna þessara nauðgana. Stúlkumar voru á aldrinum 14 til 19 ára. Heiðveig segir að engin þeirra hafí viljað kæra verknaðinn þar sem góðir vinir eða kunningjar áttu hlut að máli auk þess sem ölvun spilaði inn í dæmið. „Við vitum ekki til þess að nein þeirra hafí kært nauðgun." Að sögn Heiðveigar hafa Stígamót sent konur á útihátíðir til eftirlits og ráðgjafar undanfarin tvö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.