Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 4- Í stad túristahópa spígspora I lokkar mörgæsa um hóla og hæóir •~: ERU MÖRGÆ C ®enni Wellsandt fór ásamt vini sínum Max Schmid í ferð til eyjarinnar Keguelen við Suðurskautslandið til að safna efni í myndverk sem hann mun m.a. sýna í Galleríi 1 1 í þessari viku. Hinum megin ó hnettinum ó Island óþekkta franska tvíburasystur. Sú heitir Kerguelen og er líka vogskorin hólend eyja með jöklum og jafnvel hverasvæðum. Reyndar er hún fáeinum jarðsögu- legum andartökum eldri en systirin í Atlantshafi, eða 20 milljónum ára. Af þeim sökum er hún ofur- lítið veðurbitnari, en gróðurfar, birta, veðurfar og fuglalíf er afar sambærilegt. Þar skiptast ó langir djúpir firðir, brattar fjallshlíðar, dalir, fossar, jökul- ór, lón. Kerguelen er með öllu óbyggð eyja, u.þ.b. ó stærð við Vatnajökul, umgirt ótal smærri eyjum. En í stað túristahópa spígspora flokkar mörgæsa um hóla og hæðir, ekki einungis við ströndina heldur jafnvel lengra inn i landi, allt upp í nokkur hundruð metra hæð, og einmitt þetta er sérkenni Kerguelen-eyjar — mörgæsir á gangi um græna dali. Reyndar eru þessir dalir ekki lengur grænir af grasi og Kerguelen-káli því hvort tveggja ó sér nóttúrulegan óvin sem að vísu er ekki sauðkindin heldur kanínan sem nú lifir þarna villt en var flutt til eyjarinnar af hungruðum norskum hvalveiði- mönnum í byrjun aldarinnar. Hins vegar stafar græni liturinn bæði af dýjamosa og plöntunni asc- +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.