Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 12
12 B B 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 ' ... . ^Ssssr.:,ríaí2f^ ■ u enni Wellsandt fór ósamt vini sínum Max Schmid í feró til eyjarinnar Keguelen við Suóurskautslandið til að safna efni í myndverk sem hann mun m.a. sýna í Galleríi I 1 í þessari viku. Hinum megin ó hnettinum á Island óþekkta franska tvíburasystur. Sú heitir Kerguelen og er líka vogskorin hólend eyja með jöklum og jafnvel hverasvæðum. Reyndar er hún fóeinum jarðsögu- legum andartökum eldri en systirin í Atlantshafi, eða 20 milljónum óra. Af þeim sökum er hún ofur- lítið veðurbitnari, en gróðurfar, birta, veðurfar og fuglalíf er afar sambærilegt. Þar skiptast ó langir djúpir firðir, brattar fjallshlíðar, dalir, fossar, jökul- ór, lón. Kerguelen er með öllu óbyggð eyja, u.þ.b. ó stærð við Vatnajökul, umgirt ótal smærri eyjum. En í stað túristahópa spígspora flokkar mörgæsa um hóla og hæðir, ekki einungis við ströndina heldur jafnvel lengra inn i landi, allt upp í nokkur hundruð metra hæð, og einmitt þetta er sérkenni Kerguelen-eyjar — mörgæsir ó gangi um græna dali. Reyndar eru þessir dalir ekki lengur grænir af grasi og Kerguelen-kóli því hvort tveggja ó sér nóttúrulegan óvin sem að vísu er ekki sauðkindin heldur kanínan sem nú lifir þarna villt en var flutt til eyjarinnar af hungruðum norskum hvalveiði- mönnum í byrjun aldarinnar. Hins vegar stafar græni liturinn bæði af dýjamosa og plöntunni asc- ena sem bragðast kanínum illa. Þótt kanínan sé „innflytjandi“ ó Kerguelen, lifir hún í sótt og sam- lyndi við mörgæsirnar og stærsta fugl heims — risaalbatrossinn. Á jörðu niðri eru aðrir risar, allt upp í sex tonna ferlíki, öllu ófimari en albatross- inn, enda flatmaga þeir helst ó ströndinni. Þetta eru sæfílar. Hingað koma þeir utan af víðóttum hafsins til að auka kyn sitt. Þeim óttatíu Frökkum sem búa ó Kerguelen órið um kring væri slíkt ef til vill ekki ó móti skapi, en só galli er ó gjöf Njarð- ar að konur eru „bannaðar” ó þessum slóðum. En kannski geta þeir einbeitt sér því betur að vísinda- störfum sínu. Heimsóknir ó Kerguelen eru afar fót- íðar enda eyjan hreint ekki í alfaraleið. Sigling þangað fró næsta byggða bóli tekur eina viku. Flugvöllur er enginn enda ekki óalgengt að vind- hraðinn fari í 290 km/klst. Þar að auki er eyjan lokuð almenningi. Til að komast þangað þarf að sækja um sérstakt leyfi til franskra yfirvalda, því hólendi eyjarinnar er hættulegt yfirferðar og veð- ur mjög vólynd. Éftir langa göngu um hrjóstrugt hólendi Kerguelen var gott að fó sér heitt hverabað undir jökli eins og ó Islandi. Eini munurinn var að baðfélagarnir voru mörgæsir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.