Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 21
B 21 MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 Athugasemd við frétt af verðkönnun Frá Sigurði Kristjánssyni: FIMMTUDAGINN 15. júlí var í útvarpi og sjónvarpi frétt um verð- könnun í nokkrum matvöruverslun- um og nafngreint kaupfélagið í Vestmannaeyjum með hæsta með- alverðið. Þar sem fréttin bar með sér að kaupfélagið í Vestmannaeyj- um stæði ekki vel að verðlagningu á matvöru tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: Kaupfélagið rekur í Vestmanna- eyjum fjórar verslunardeildir, það er byggingavöruverslun, tvær mat- vöruverslanir þar sem önnur er raunar blönduð verslun og einnig söluskála (olíuafgreiðsla, sælgæti og myndbandaleiga). Af heildar- matvörusölu í þessum tveimur verslunum kaupfélagsins er versl- unin á Bárustíg 7 með um 60-70% en verslunin í Goðahrauni 1 er með 30-40%. Verslunin á Bárustíg er bónus-búð en blandaða verslunin er í Goðahrauni og þar er matvöru- verð hærra. Svo vill til að Verkalýðsfélag Vestmannaeyja, Verkakvennafé- lagið Snót og Verslunarmannafélag Vestmannaeyja gerðu verðkönnun í fímm helstu matvörubúðum í Vest- mannaeyjum 21. júní sl. Neytenda- samtökin aðstoðuðu við úrvinnslu á þessari könnun og voru niðurstöður birtar í blöðum í Vestmannaeyjum 1. júlí. Alls reyndust 40 vörur af þeim sem voru í könnuninni, vera til í öllum fimm verslununum. Þessi pakki upp á 40 vörutegundir var ódýrastur í kaupfélagsbúðinni á Bárustíg 7 og munaði 14% á þeirri búð og dýrustu búðinni í fimmta sæti. Hin kaupfélagsbúðin var þarna í fjórða sæti. Þar sem dýrari búð okkar í Vest- mannaeyjum hefur valist sem full- trúi kaupfélagsins í fréttaflutningi 15. júlí vil ég láta þessar upplýs- ingar koma fram. Þá má ennfremur láta það koma hér fram að kaupfé- lagið hefur á undanfömum árum beitt sér fýrir lækkun vöruverðs í Vestmannaeyjum og unnið þar gott starf. Hér er m.a. um að ræða vör- ur sem aldrei em með í verðkönnun- Meira um Frá Pétri Gunnarssyni: Miðvikudaginn 14. júlí birtist í bréfi til blaðsins ádrepa á hjólreiða- mann frá Margréti Sæmundsdóttur, og hefði ekki verið í frásögur fær- andi ef höfundurinn hefði ekki jafn- framt titlað sig fræðslufulltrúa Umferðarráðs. Ég hygg að mér eins og fleiri hjólreiðamönnum hafi hnykkt við þessa fordómafullu og dómhörðu kveðju, svo mjög sem við eigum í vök að veijast. Tilefni bréfsins mun hafa verið að fræðslufulltrúinn mætti hjólandi manni vitlausu megin á Suðurgöt- unni. í því sambandi segir hún m.a. „að hjólreiðamenn virðast margir hveijir ekki skilja að það gilda sömu umferðarreglur á akbrautum fyrir hjólreiðamenn og þá sem aka bíl“. í framhaldi af því mætti spyija Margréti hvort það hendi hana oft þegar hún er úti að aka, að í miðj- um klíðum gufi vegurinn upp og hún þurfi að drösla ökutækinu yfir á einhveija aðra vegarspotta? Eða að göturnar standist ekki á gatna- mótum og hún þurfi að fara alls konar útúrdúra til að komast á framhaldsbraut að nýju? Eða hvort um þar sem ekki eru aðrir með þau merki. Þetta er beinn innflutningur kaupfélagsins og með honum höf- um við gefið fólki tækifæri til þess að versla ódýrara en með því að kaupa þekktar merkjavörur gegn- um innlenda heildsölumilliliði. Við munum þróa verslanir okkar áfram með hagsmuni neytenda að leiðar- ljósi og vonum að þessar upplýs- ingar og ábendingar verði ekki skoðaðar sem nein sérstök gagnrýni á sjálfsagt verðlagseftirlit Neyt- endasamtakanna og annarra. SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Arnesinga. hjólreiðar það sé algengt að göturnar séu . fyrirvaralaust með torfærum, gryfj- um og gjám? Allt er þetta daglegt brauð hjá hjólreiðamönnum, en þá er ótalið öryggið sem stafar af því að þurfa að hafa komið fram á skilningarvit- um bílstjóranna. Munurinn á öku- manni og hjólreiðamanni er nefni- lega sá að á meðan árekstur kostar bílstjórann oftast skrámu á lakk eða beyglu í málm, þá má lítið út af bera hjá hjólreiðamanni að ekki varði stórfelldum líkamlegum meið- um - hann er í bráðri hættu í hvert skipti og hann hjólar út í Reykjavík- urumferðina. A örfáum árum hefur orðið hjóla- bylting. Þau reiðhjól sem nú eru í umferð eru miklu meðfærilegri og hraðskreiðari en forfeður þeirra. Hjólið er orðið fýsilegur kostur fyr- ir hvern sem vill komast leiðar sinn- ar hratt, hávaðalaust og mengun- arfrítt. Enda hefur tala hjólreiða- manna margfaldast á skömmum tíma. Borgaryfirvöld verða að mæta réttmætum þörfum okkar, burtséð frá því að hjólið er hagkvæmur og umhverfisbætandi kostur, þá er það skýlaus réttur okkar að njóta um- ferðaröryggis. Þegar til lengdar er litið dugir ekkert minna en aðskiln- aður á umferð hjóla og bíla. En þess sér varla stað hjá yfir- völdum borgarinnar. Okkur er boðið upp á akstursskilyrði sem oft á tíð- um hljóta að heilsa upp á lagabók- stafi um „líkamsmeiðingar af gá- leysi“. Það hljómar því ankannalega og kemur úr hörðustu átt þegar fræðslufulltrúi kýs að senda okkur tóninn með sleggjudómum. PÉTUR GUNNARSSON, Blönduhlíð 7, Reykjavík. Pennavinir Frá Guyana í Suður-Ameríku skrifar 21 árs stúlka með áhuga á tónlist, dansi, ferðalögum, frímerkj- umþ.fl.: Michelle Noord, 21 North Street, Lacytown, Georgetown, Guyana. South-America. Frá Ghana skrifar 25 ára kona með áhuga á tónlist, bókalestri og íþróttum: Esther Ruth Simpson, P.O. Box 1135, Cape Coast, Ghana. Grískur 27 ára karlmaður með áhuga á ferðalögum, safnar póst- kortum og frímerkjum, vill skrifast á við konur: Dimitris Tsitsiras, Hristostomou Smirnis 1-3, GR-17671 Athens, Greece. Itölsk 26 ára stúlka sem getur ekki um áhugamál: Antonella Campanile, Via Amendola 14, 40121 Bologna, Italy. Sautján ára Ghanapiltur með áhuga á tónlist og bréfaskriftum: Isaac Anamoah, Mfantsipim School, P.O. Box 101, Cape Coast, Ghana. VELVAKANDI ELSKULEGIR VERSLUNAREIG- ENDUR BARBARA Helgason hringdi og vildi þakka fýrir alúðlega og ein- staka afgreiðslu og framkomu eigenda verslunarinnar Partý við Snorrabraut og Laugaveg. Þár er lögð áherzla á góða þjónustu, fötum jafnvel breytt ef þörf kref- ur og hægt að fá sérsaumað eft- ir máli. TAPAÐ/FUNDIÐ Slæða tapaðist LJÓSBLEIK slæða tapaðist sl. sunnudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 33164. Gleraugu í óskilum hjá Sókn GRÁ lesgleraugu í rauðu og brúnu hulstri voru skilin eftir á skrifstofu Sóknar, Skipholti 50a, fyrir röskum mánuði. Eigandi má hafa samband við skrifstof- una í síma 681150. Jakki og peysa týndust í Miðgarði DÖKKBLÁR jakki með köflóttu fóðri og svört peysa töpuðust í Miðgarði, Varmahlíð, sl. laugar- dag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 91-666848. Tveir jakkar töpuðust TVEIR jakkar, annar svartur en hinn bleikur, töpuðust í Langa- dal, Húnavatnssýslu, þriðjudag- inn 13. júlí sl. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 96-61863. Bakpoki týndist RAUÐUR og svartur bakpoki sem í var fatnaður og gleraúgu tapaðist í Þjórsárdal fyrstu helg- ina í júlí. Gleraugnanna, sem voru í brúnu hulstri, er sérstak- lega saknað og þau eru engum til gagns nema eigandanum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 77422. Sjal týndist í Leifsstöð VÍNRAUTT, stórt ullarsjal, mjög fínlegt, tapaðist í Leifsstöð 3. júní sl. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 683836 eða 691324. Sundbolur í poka tapaðist PLASTPOKI með sundbol og fleiru tapaðist 9. júlí á leið eig- anda frá Sundhöllinni í Reykjavík um Barónsstíg, Laugaveg að Hlemmi. Finnandi vinsamlegast hafið samband við Hildi í símá 18905. Slæða tapaðist SLÆÐA í brúnum litum merkt Mikaelangelo tapaðist nærri Garðaskóla í Garðabæ. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Sigurlaugu í síma 656447. GÆLUDÝR Týndur páfagaukur PARKINS-páfagaukur, blár og hvítur, hvarf frá Austurbrún 24 um hádegisbil miðvikudaginn var. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 32998. Stjarna er týnd BRÚNBRÖNDOTT læða, sem ber nafnið Stjarna, týndist þar sem hún var í pössun á Hrísrima 7 í Grafarvogi. Finnanda er heit- ið fundarlaunum og er beðinn að hafa samband við Kjartan í síma 23824. Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastofu í Hraunbergi 4, 2. hæð (fyrir ofan apótekið) Tímapantanir aiia virka daga frá ki. 9-17. Sími 870100 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson tarwlæknir ÚTSALA - ÚTSALA Útsalan hefst á morgun Verslunin Glugginn, Laugavegi 40. Hús til sölu á Dalvík 120 m2 hús með bílskúr. Ca. 50% áhvílandi hagstæð lán. Upplýsingar í síma 96-61336. TIL SOLU Ford Econoline 150 árg. 88 Sérlega vel útbúinn bíll með fallegri og vandaðri innréttingu. Vél 4,9I bensín, bein innspýting. Verð kr. 2.950 þús. Upplýsingar í símum 674437 og 73879. Upplifðu töfi Parísarferðir Heim samvinnu við stærstu Vika í París: F1 m. Flug og Við fargjald b Fullorðnir .671 nsar 1 sumar á einstökuin kjörum í rifstofur Frakklands. el frá kr. 34.281 . 25.946 Vikulegar brottfarir frá 7. júlí til 18. ágúst fallatrygging. kr. 1.895. Takmarkað sætamagn HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.