Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 Á mmmtt Vlí AIENA) ~~j VINNL/ il'iilV.úYl'-'fiViMi-anVV,-,-••;-• Ást er ... Töfrabragð. TM Reg. U.S Pat Ott—all righta reeerved * 1993 Los Angolos Tlmos Syndlcate Undarlegt! þú hefur veitt ÁNAMAÐK. Fínt hjá þér! Hvað skulda ég þér? HOGNI HREKKVISI „ FLÖTTA/VtANMlNU/Vl EÍZ L^ST S&M FEíTUM,8ÚieALEöUM,SPeLLVIRKT/\ ME& FLÖSU-. BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100-Símbréf 691329 Hverjum vilt þú tilheyra? Frá Konráð Friðfínnssyni: Guð skapaði allt sem lífsandann dregur á jörðinni. Og maðurinn er æðsta sköpun Guðs. Guð eftir- lét manninum fullan yfirráðarétt yfir öllum skepnum jarðarinnar. Einnig þráði Guð að fá manninn aftur til sín, er jarðvist hans lýk- ur. Til þess að það sé mögulegt fyrir manninn, að komast til Guðs, þá sendi hann son sinn til fólks- ins. Að allir þeir sem trúa á Jesús Krist frelsist 9g öðlist eilíft líf. En Guð gaf manninum frjálsan huga. Fólk ræður sjálft hverjum það þjónar, Guði, eða einhverju öðru afli. En hvað bíður þeirra manna er vilja ekki þjóna Guði? Þeirra er kjósa fremur að ganga á eigin vegum, samkvæmt eigin girndum, hrasandi og dettandi um hverja þá ójöfnu er á vegi þeirra verður? Þeirra er segja sem svo: „Hvar er hann, þessi Drottinn sem boðaður er í kirkjum landisins?" er horfa til hægri og vinstri, yppta öxlum, hrista höfuðið og mæla hneykslað- ir: „Rugl" og halda sína leið. Rammvilltir. Já, hvað bíður þess- ara blessaðra mann sem þannig er ástatt um, við líkamsdauðann? Ekkert nema myrkur og kvalræði. Eins og Kristur segir: „Þar verður grátur og gnístran tanna." En vita skaltu eitt, maður, hver sem þú ert, og hvaða stöðu í þjóðfélaginu þú annars gegnir, og hve mikla peninga sem þú átt, að þetta líf, er þú lifir nú, er eina tækifæri þitt til að játast Kristi, Drottni vorum, og þiggja af honum eilífa lífið, ókeypis, sem þú varst kallaður til. Þitt er valið. En: „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en fyrir- gjöra sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?" (mark: 8,36-37) Og mundu að Drottinn er þolinmóður og mjög miskunnsamur og vill ekki að neinn þegn glatist heldur að allir menn komist undan valdi syndarinnar, sem að lokum leiðir til dauða. Og Kristi einum er gef- ið þetta vald, að losa menn frá synd. Breyttu því á þann hátt og muntu þá taka út verðskulduð laun, við endi daganna, er Guð dæmir heiminn. Og hjá Drottni er ekki manngreinarálit. Þeir sem gott hafa gert, munu ganga inn til lífsins, en þeir sem illt hafa aðhafst, til eilífrar smánar. Og það að gera hið góða er að framkvæma vilja Krists. Að halda einhverju öðru fram sem jafngildu sjónar- miði, er bæði óbiblíulegt og frá- leitt á rökum reist. Að endingu langar mig til að vitna í orð herra Sigurbjarnar Ein- arssonar biskups, þá er þeirri spurningu var varpað til hans, hvort líf væri eftir dauðann? En svar biskupsins var eitthvað á þessa leið: „Spurningin er ekki hvort, heldur hvgr það er sem tek- ur við manni." Hugleiðum þetta svar því það er sannleikanum sam- kvæmt. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, r Þórhólsgötu la, Neskaupstað. HEILRÆÐI í BÁTSFERÐ! Björgunarvesti fyrir alla bátsverja. Klæðist hlýjum fatnaði og góðum hlífðarfötum í áberandi lit. Ofhlaðið ekki bátinn og jafnið þunganum rétt. Hreyfið ykkur sem minnst og sýnið sérstaka varúð er skipta þarf um sæti. KOMUM HEIL HEIM Víkverji skrifar Víkverji sá í Staksteinum tilvitn- un í mannfjöldaspá, þess efn- is, að íslendingum á vinnualdri muni fjölga um 12.000 næstu sjö árin. Þegar þessari tölu er bætt við fjöida atvinnulausra í dag, fæst sú niðurstaða, að allt að 20.000 ný störf nettó þurfi að bætast við á vinnumarkaði næstu sjö árin til þess að við búum við fulla atvinnu um aldamótin. Eru nokkrar líkur á því að tak- ast megi að fjölga ársverkum hér á landi um 20.000 á sjö árum? Hvernig má það gerast? Hraðvirkasta leiðin til að fjölga störfum í landinu, til lengri tíma litið, er að takmarka svo sókn- ina í þorskstofninn, að hann nái að skila 300-400 þúsund tonnum á ári í þjóðarbúið.um aldamótin! I annan stað mun Evrópska efna- hagssvæðið auðvelda okkur að koma sjávarvörum í hærra verð, meðal annars með frekari full- vinnslu fiskmetis. Það auðveldar okkur og markaðssetningu ýmis konar annarrar framleiðslu, hugvits og þekkingar. Líkleg efnahagsuppsveifla í um- heiminum, áður en langur tími líð- ur, kann og að opna nýja möguleika á að breyta fallvötnum landsins í störf, lífskjör og verðmæti með orkufrekum iðnaði eða, útflutningi raforku um sæstreng. En það er framtíðarmússík. Ekki má heldur gleyma því að hvert starf í frumframleiðslu, það er í gjaldeyrisskapandi og gjaldeyr- issparandi störfum, skapar fjár- hagslegar forsendur fyrir þrjú til fimm önnur störf í stoð- eða þjón- ustugreinum. Það er því ekki öll nótt úti, að dómi Víkverja, ekki enn sem komið er að minnsta kosti, þótt harðnað hafi illa á afkomudal landsmanna síðustu fímm, sex árin. Okkur verð- ur hins vegar að lærast að spila rétt úr þeim kortum sem við höfum á hendinni. x Samdrátturinn í þjóðarbúskapn- um hefur sagt til sín í landbún- aði (minni eftirspurn búvöru) og sjávarútvegi (aflatakmarkanir). Víkverji sér í fréttabréfi Félags ís- lenzkra iðnrekenda, Á döfínni, að samdrátturinn kemur einnig fram í almennum iðnaði. Þó er aðeins „eggjahljóð" í málgagninu. Það seg- ir: „Reiknað á föstu verðlagi er sam- dráttur í almennum iðnaði um 6,9% milli áranna 1991 og 1992 (6,2% með stóriðju). Starfsmönnum í al- mennum iðnaði fækkaði um 7,3% milli áranna. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs er áæltað að veltan drag- izt saman um 12,5% miðað við sama tímabil á síðasta ári (13,7% með stóriðju). Gert er ráð fyrir að fækka starfsmönnum um 7,5% í almennum iðnaði. Mestur verður samdrátturinn í húsgagna- og trjávöruiðnaði en vefja-, fata- og skinnaiðnaður sýnir aukningu, bæði í veltu og starfs- mannafjölda. Nokkurrar bjartsýni gætir meðal iðnrekenda um fram- vinduna á öðrum ársfjórðungi þessa árs..." Vonandi veit þessi takmarkaða bjartsýni á gott; ekki er vanþörf á að eitthvað breytizt til betri vegar á vinnumarkaðinum þar sem þús- undir hafa ekki verk að vinna. x Sveiflur í íslenzkum þjóðarbú- skap eru ekki nýjar af nál. Þær eru nánast náttúrulögmál. Okkur mörlöndum gengur hins vegar illa, vægt orðað, að draga rétta lærdóma af sveiflunum, það er að safna í hlöður í góðærum til að mæta mögr- um árum. Trúlega hefur ekkert seinni tíma fyrirbrigði fallið betur að íslenzku kæruleysi en krítarkortið (eyðum í dag, grátum á morgun). Sennilega færi vel á því fjarlægja þorskinn úr hinu forna íslenzka skjaldar- merki en setja krítarkortið í stað- inn. Það mætti og að ósekju prýða forsíður fjárlaga og ríkisreiknings!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.