Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 B 15 UTVARP Jónas „ökufantur" kominn úr fríi Mörgum er enn í fersku minni þættirnir um Jónas og fjölskyldu, sem voru í útvarpinu fyrir allmörgum árum. Jónas var ekki beint fyrir- mynd annarra ökumanna og átti eiginkonan, Anna, í mestu basli með að siða hann til og benda honum á yfirvofandi hættu. Nú er Jónas og fjöl- skylda komin til baka úr löngu fríi og munu lands- Morgunblaðið/Hadda Sylvía Jóhannsdóttir er fædd í Færeyjum, lærði matreiðslu í Danmörku en flutti til íslands fyrir tæpum 30 áruin og hefur eldað ofan í íslendinga sem og útlendinga allan þann tima. á okkur Hilmari Jónssyni matreiðslu- meistara að velja matseðilinn. Hilmar kvaðst treysta mér til þess og það fyrsta sem mér datt í hug var smurt brauð og íslenskur bjór, því þetta var aðeins mánuði eftir að bjórinn var leyfður hér á landi. Það er ekki hægt að koma þessum mönnum neitt á óvart. Það eina sem ég gat gert var að hafa matinn «nýj- an og ferskan. Að máltíðinni lokinni stóð einn gestanna upp og sagði að alltaf væri tekið einstaklega vel á móti þeim hér á landi og þeir fengju góðan mat. Þessi hádegisverður hefði þó slegið öll met, því gott smurt brauð fengist ekki alls staðar. Það kom svo í ljós að þessi maður hefði séð um allar veislur Friðriks Dana- konungs og Ingrid, þannig að þetta var mikill heiður fyrir mig." —Hvernig stóð á því að þú fluttist til íslands? „Ég hafði verið sjö ár í Danmörku að læra og vinna, en var trúlofuð færeyskum sjómanni, Páli Gústafs- syni, sem var stýrimaður á íslensku skipi og flutti því hingað 1966. Við giftum okkur og eignuðumst þrjá syni. Páll lést fyrir þremur árum. Ég fékk í fyrstu vinnu á Hótel Loftleiðum, en það var einmitt opnað rétt eftir að ég fluttist hingað. Seinna vann ég á Hótel Esju og þegar Flugleiðir keyptu Esju og fyrir- tækin sameinuðust fór ég aftur að vinna á Hótel Loftleiðum," útskýrir Syl- vía brosandi. Þegar börnin voru ung vann hún um helgar á ýmsum veitingahúsum eins og Sigtúni, Þórskaffi og í Glæsibæ. Svo var það fyrir 13 árum að henni bauðst að taka að sér rekstur veitingastaðarins á Kjarvalsstöðum, sem hún rak í 12 ár eða þar til hún opn- aði Smurbrauðsstofu Sylvíu. „Það hefur gengið alveg rosalega vel hjá mér þrátt fyrir að ég hafl ekkert auglýst nema rétt fyrst. Ég er alltaf með ódýran mat í hádeginu, súpu ásamt einhverju tilboði, sem starfs- fólk í fyrirtækjum hér í kring notfær- ir sér. Fyrir utan að selja smurt brauð er ég með veisluþjónustu fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Það er nóg að gera í því líka." Færeyskur matur í fyrsta sinn Nú er Ólafsvakan framundan og því ætlar Sylvía að bjóða upp_ á fær- éyskan mat 28. og 29. júlí. „Ég verð Madam Blue, 12 lítra kaffikanna. „Ég hef aldrei séð svona stóra könnu," sagði Sylvía. „Við notuðum.hana til að hella upp á kaffi fyrir 200 manns." með brauð með færeysku áleggi eins og skerpikjöti [sem er vindþurrkað, saltað lambakjöt], knetti [fískibollur búnar til úr þorski, mör og lauk], steiktum færeyskum fiskibollum, færeyska rúllupylsu og skinsakjöti [lambakjöt sem er soðið og saltað heitt]. Þetta verka ég allt sjálf," seg- ir Sylvía og bætir við að hún búist við að sjá marga Færeyinga og von- andi einhverja íslendinga sem vilji prófa ekta færeyskan mat. „Þetta hefur aldrei verið gert áður. Helst langar mig til að slá upp færeyskum dansi hér fyrir utan," segir hún kank- vís. Aðstandend- ur þáttanna við upptökur sem fóru fram í Hljóð- rita. F.v. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Um- ferðarráðs, Bessi Bjarna- son sem leik- ur Jónas, Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikur Krillu, Margrét Guð- mundsdóttir sem er í hlut- verki Önnu og Ólafur Örn Haraldsson höfundur. Morgunblaðið/Einar Falur mf n heyra í þeim öðru hvoru á flestum ef ekki öU útvarpsstöðvunum. ðaileikendur eru eins og áður Bessi Bjarna- so *g Margrét Guðmundsdóttir, en þeim til halds og 'austs verður Álfrún Helga Ornólfsdóttir. K^iuiidur nýju sem og gömlu þáttanna er Ólafur Örn Haraldsson „Grænlandsfari", en hann starf- aði í tengslum við Umferðarráð þegar þættirnir urðu upphaflega til. Þrátt fyrir að það kunni að hljóma undarlega hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að þættirnir hafi að þessu sinni verið samdir að hluta til á Grænlandsjökli. Kannski einmitt vegna þess að þar eru engir bílar?! Að sögn Sigurðar Helgasonar hjá Umferðar- ráði er nú þegar búið að taka upp nokkra þætti sem sendir verða út um verslunarmannahelgina, en óvíst er hversu langt fram á haust haldið verður áfram með þá. „Þættirnir hittu vel í mark á sínum tíma," sagði Sigurður. „Fólk man vel eftir þeim og peir höfðu greinilega jákvæð áhrif, því létt grín er gert að landanum og það fellur yfirleitt í góðan jarðveg." i^^y ^^^^P Tvær bestu bækurnar! Bústólpi 7,00% ¦*¦ ............. ........... ¦ .... ... Stjörnubók 6,95% BUSTOLPI HÚSNÆÐISREIKNINGUR Hæsta raunávöxtun húsnæðissparnaðarreikninga kom í hlut BÚSTÓLPA, húsnæðisreiknings Búnaðarbankans, sem skilaði 7,00% raunávöxtun fyrstu 6 mánuði ársins. Hæsta raunávöxtun almennra innlánsreikninga var á STJÖRNUBÓK Búnaðarbankans, 6,95% raunávöxtun fyrstu 6 mánuði ársins. STJÖRNUBÓKIN er verðtryggð með 30 mánaða binditíma en hægt er að losa bundna innstæðu gegn innlausnargjaldi. Ef safnað er í spariáskrift á STJÖRNUBÓK eru allar innborganir lausar á sama tíma. Auk þess eiga eigendur STÖRNUBÓKAR kost á húsnæðisláni frá bankanum, að hámarki 2,5 milljónir króna til allt að 10 ára. STJÖHNUBOH BÚNAÐARBANKANS „ BUNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.