Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 23
b MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 B 23 .... •• s Töluverður fjöldi safnaðist til að fylgjast með göngu leikara Leikfélags Reykjavík- ur. í miðið standa Mar- grét Magnúsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Sigríður Hagalín en Jón Júlíusson til hliðar. Steindór Hjörleifsson ber yfirskrift Heiðurskonurnar Emelía Jónasdóttir göngu leikaranna, „Byggjum leikhús. ogÞóraBorg. SÍMTALIÐ ER VJÐ HELGUÍVARSDÓTTUR’KATTAVIN KISUR í PÖSSUM 675563 Halló. - Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu, gæti ég fengið að tala við Helgu Ivarsdóttur? Þetta er hún. - Jú komdu sæl, geturðu það verið að þú lofir litlum kisum að vera hjá þér ef eigendur þurfa að skreppa frá? Já ég passa fyrir fólk ef það fer í burtu. - Ertu sjálf með ketti? Ég er með tvær síamslæður. - Mikil kattakona? Já ég er mikil kattakona. - Ég hef verið að velta því fyrir mér hversu mörg heimili á Íslandi séu með ketti? Ég hef nú gert það líka og ég gæti giskað á að það væri þriðja eða fjórða hvert heimili. - Því gæti ég trúað, ég er umset- in köttum úr hverfinu, þeir þykj- ast víst vera að heimsækja mig. Já svo koma þeir voða mikið í heimsókn! - En varst það ekki þú sem hirt- ir kettlinga upp úr öskutunnu? Nei, ekki upp úr öskutunnu. Þannig var að það var læða í Garðabænum sem gaut í gám. Gámurinn var síðan tekinn og vesalings læðan yfirgaf hann í hræðslu sinni en kettlingarnir urðu eftir, nókkra daga gamlir. Þeir voru nú vel haldnir og saddir að því er virtist. Nú svo hringdi kunningjakona mín í mig og sagði mér að hún væri með þessa kettl- inga, en læðan hennar var með það stóra kettl- inga að hún gat ekki sinnt þeim svona litlum. Hún bað mig því um að taka þá. Það bólgnar alltaf hjartað þegar svona stendur á og af því að Gígja var með kettinga tók ég þá að mér. - Hver er Gígja? Gígja er önnur læðan mín. Hún var í sólarhring að taka við þeim. Ég setti kettlingana á hana, hún hvæsti á þá og fannst vond lykt af þeim en eftir sólarhring fór hún ofan í kassann til þeirra. Ég beitti nú reyndar smátækni við þetta. En svo kom þriðji kettlingurinsjn og Gígja mín tók hann líka. - En eru einhverjir í pössun hjá þér núna? Já þeir eru nokkrir, svo fæ ég einn í dag. - Hvernig taka heimiliskettirnir nýju gestunum? Þær eru alveg farnar að sætta sig við þá. Eðlilega eru þær heima- ríkar en ég er alveg undrandi hvað þær eru yndislegar við þá. Þær eru nú ekki í sama herbergi en fara stundum inn til þeirra. - En gestirnir, eru þeir ekki feimnir og undirleitir þegar þeir koma? Jú þeir eru það, og sumir sætta sig alls ekki við þetta. Ég höt verið með tvo sem voru mjög erf- iðir. Annar gat alls ekki sætt sig við að fara ekki út úr herberginu. Hann kom sér fyrir upp á skáp og fékk að vera þar. - Þeir fara ekkert út? Nei þá myndu þeir týnast um leið, þeir eru alltaf á leiðinni heim. - En þeim líður bara vel hjá þér? Ég reyni ag, Sjra mitt besta. g dekra kannski dálítið við þá, en ég vil að þeim líði vel. - Jæja en ég bið að heilsa þeim og þakka þér fyrir spjallið. FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍÐ „Reimleikarnir“ á Saurum Hvað er að gerast á Saurum? segir í fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins föstudaginn 20. mars 1964. Borð færast úr stað, stóll, bollar og diskar brotna. Það var aðfara- nótt miðvikudags sem þeir atburðir tóku að gerast á bænum Saurum á Kálfshamarsvík á Skaga sem um tíma reyndist erfitt að skýra. Engar jarðhræringar fylgdu þessum fyrirbærum og og vissir hlutir hreyfðust með skruðningum þótt aðrir hlutir högguðust ekki. Fréttarit- ari Morgunblaðsins á Skagaströnd, Þórður Jónsson, varð ásamt öðrum manni vitni að því að stofuborðið fluttist frá vegg og út á mitt gólf. Ekkert annað hreyfðist að sögn fréttaritara. Þá hafði leirtau tvívegis þeyst fram af eldhúsborðinu og brotnað mélinu smærra á gólfinu og þungt stofuborð nokkrum sinnum flutt sig um set. „Það er eins og það vilji hvorki vera við þil né útvegg. Það hefur hreyfst einu sinni í dag,“ segir húsmóðirin í samtali við frétta- mann Morgunblaðsins 21. mars. 1964. „Eruð þið ekki hrædd við þetta,“ spurði fréttaritari hús- móðurina ennfremur. „Jú, mað- ur er óttalega lélegur við þetta, einkum kvenfólkið. Það er ósköp óviðkunnanlegt. Ég er nú 'farin að hallast að því að þetta séu jarðhræringar. Það hlýtur að vera. Maður verður að minnsta kosti að trúa því.“ í lok viðtals- ins er vitnað í samtal við Þór- berg Þórðarson rithöfund. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi sem aðalreimleika- fræðingur landsins að atburðirn- ir á Saurum væru reimleikar, ekkert annað. Hann skoraði á náttúrufræðinga að hrista af sér slyðruorðið, taka höndum saman og athuga þessi fyrirbæri, án ótta við spott og spé. Ættu þeir að skoða þau af nýjum sjónar- hóli í samvinnu við góðan reim- leikafræðing. Daginn eftir hafði skápurinn í eldhúsinu á Saurum enn henst langt fram á gólf og nú farið á hvolf. Um há- ^ degið sama dag ^ þegar húsráð- endur voru að borða hentist matarborðið frá vegg og fram á gólf. Hjónin sem sátu við borðið gripu um leirtauið til þess að forða því frá að brotna, enda var þá megnið af leirtaui heim- ilisins brotið. Að sögn frétta- ritara sagðist heimilisfólkið á Saurum orðið langþreytt á þessum gaura- gangi og vonast til þess að þessu færi að Ijúka. Nóttina áður höfðu gist á Saurum ýmsir aðkomu- menn sem þar voru til þess að fylgjast með þessum dularfullu atburðum. Meðal aðkomumanna voru Hafsteinn Bjömsson miðill og Lára Ágústsdóttir miðill. Hún taldi sig sjá löngu liðna sjómenn • en erfiðlega gekk henni að ná sambandi við þá. Hinn 2. júní sama ár kom frétt um að engra hræringa hefði orðið vart á Saurum í hálfan annan mánuð. Seinna var það mál manna að þessar hræringar á Saurum hefðu orðið af mannavöldum. - I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.