Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 13
+ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 B 13 i SIR.AISLANDI? ena sem bragðast kanínum illa. Þótt kanínan sé „innflytjandi" á Kerguelen, lifir hún í sátt og sam- lyndi vió mörgæsirnar og stærsta fugl heims — risaalbatrossinn. A jörðu niðri eru aðrir risar, allt upp í sex tonna ferlíki, öllu ófimari en albatross- inn, enda flatmaga þeir helst á ströndinni. Þetta eru sæfílar. Hingað koma þeir utan af víðáttum hafsins til að auka kyn sitt. Þeim áttatíu Frökkum sem búa á Kerguelen árið um kring væri slíkt ef til vill ekki ó móti skapi, en só galli er ó gjöf Njarð- ar að konur eru „bannaðar" á þessum slóðum. En kannski geta þeir einbeitt sér því betur að vísinda- störfum sínu. Heimsóknir á Kerguelen eru afar fát- íðar enda eyjan hreint ekki í alfaraleið. Sigling þangað frá næsta byggða bóli tekur eina viku. Flugvöllur er enginn enda ekki óalgengt að vind- hraðinn fari í 290 km/klst. Þar að auki er eyjan lokuð almenningi. Til að komast þangað þarf að sækja um sérstakt leyfi til franskra yfirvalda, því hólendi eyjarinnar er hættulegt yfirferðar og veð- ur mjög vólynd. Éftir langa göngu um hrjóstrugt hólendi Kerguelen var gott að fá sér heitt hverabað undir jökli eins og á íslandi. Eini munurinn var að baðfélagarnir voru mörgæsir. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.