Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 f DRAUMALAND... GUÐRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR FRAMKVÆMDASTJÓRA ÍSLENSKU ÓPERUNNAR ER Toscana „Ég væri ekki sjálfri mér samkvæm ef ég veldi mér eitthvert annað land en Toscanahérað á ítalíu sem mitt draumaland," segir Guðríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Islensku Xóperunnar. „Sedrusviðurinn í toskönsku hæðunum, sér- staklega til sveita, og öll gömlu húsin sem falla svo einstaklega vel inn í lands- lagið heilla mig mjög. Mig dreymir um að komast til Toscana eftir tvö til þrjú ár og finna mér þar lítið þorp til þess að búa í um skeið." Toscanahérað er tæpir 23 þús- und ferkílómetrar að stærð og liggur að Lígúríuhafi að vest- an. Þar er stundaður mikill iðnað- : ur en hérlendis er þetta svæði lík- lega þekktast fyrir mikla vínrækt, einkum í Chiantifjollum. Toscana er hæðótt land en við ströndina og meðfram fljótum eru frjósamar sléttur. í Toscana voru heimkynni Etrúskanna sem voru hámenning- arþjóð fram á fimmtu öld fyrir Krist þegar Grikkir og Rómverjar fóru að vinna af þeim lönd og borgjr. „Ég kom fyrst til Flórens sem er stærsta borgin í Toscana árið ~1967 og hreifst þá strax mjög af borginni," segir Guðríður. „Tutt- ugu og einu ári síðar átti ég þess kost að dveljast þar í þrjá mán- uði. Þá kynntist ég svolítið þessu lifandi, skemmtilega og heita mannlífi sem einkennir þessar slóðir, mannlífi sem er svo geró- líkt því sem við erum vön. Það er ekkert auðvelt fyrir stressaðan Guðríður Jóhannesdóttir íslending að falla inn í daglega lífið hjá íbúunum þarna. Okkur kemur það spánskt fyrir sjónir þegar afgreiðslufólkið í bankanum spjallar í mestu rólegheitum við kúnnann um daginn og veginn og lætur það ekki hafa nein áhrif á sig þó að það sé komin löng bið- röð. En þetta er lærdómsríkt fyrir okkur. Lífið heldur áfram þó að allir hlutir gerist ekki í hvínandi hvelli." Guðríður segir að eitt af því sem veki athygli sína í Toscana sé sú mikla væntumþykja og virðing fyrir gömlum minjum og menn- ingu sem íbúunum virðist í blóð borin. „Þarna heldur fólk í heiðri gömlu handbragði til þess að geta haldið við öllum sínum gömlu minjum og varðveitfþær. Þetta Etrúría, land Etrúsk- antia, var þar sem nú er Toscana. Þetta land og menning þess er draumaland Guðríðar. Etrúskarnir lutu í lægra haldi fyrir Rómverjum og Grikkjum sem gengu af menningu þéirra dauðri. Minjar um forna frægð þeirra er þó enn að finna í Toscana. Þessi mynd sýnir etrúsk hjón og er af loki á grafkeri frá 2. öld fyrir Krist. er ekki áhlaupaverk því að margra alda saga mætir manni við hvert fótmál." Guðríður segir að Flórens sé enn eftirlætisborgin sín í Toscana. „Ég held ég fái mig seint fullsadda af því að skoða þá borg og öll lista- verkin frá endurreisnartímanum. Á einni af hæðunum norðaustan við Flórens er Fiesole, lítil borg sem Etrúskarnir stofnuðu á sínum tíma. Þangað er ógleymanlegt að koma, bæði til þess að njóta útsýn- isins yfir Flórens og eins til þess að komast í örlitla snertingu við eldforna menningu Etrúskanna. Minningu þeirra er þó enn betur haldið á lofti í Volterra þar sem er að finna einstakt safn um sögu þeirra og menningu." ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Leikhúsgöngur „Byggjum leikhús" var yfirskrift á göngum sem leikarar í Leikfélagi Reykjavíkur fóru í á sjöunda og áttunda áratugnum til að safna fé fyrir byggingu nýs leikhúss. Mynd- irnar að þessu sinni eru ör einni slíkri göngu, snemma á áttunda ára- tugnum. Einu sinni á ári dubbuðu leikarar sig upp í alls kyns búninga og gengu frá Iðnó og í Austurbæjarbíó en þar voru fjáröflunarsýning- ar; miðnætursýningar í mörg ár um helgar. Leikararnir Steindór Hjörleifsson og Margrét Ólafsdóttir töldu að myndinar væru úr göngu fyrír sýninguna „Þegar amma var ung", sem var samsafn atriða úr gömlum revíum. Göngurn- ar vöktu að vonum mikla athygli borgarbúa fyrstu árin enda sungu leikararnir á leið sinni úr miðbænum í Austurbæjarbíó. Voru borgarbúar þakklátir fyrir þessa tilbreytingu enda þekktust götuleik- hús ekki hér á þessum tíma. Og leikararnir höfðu erindi sem erfiði, Leikfélag Reykjavíkur flutti í Borg- arleikhúsið árið 1989. Helga Þ. Stephensen og Guðrún Ásmundsdóttir í gervi Grænlendinga. ÉG HEITI... GUÐBJÖRG GLÓÐ LOGADÓTTIR Guðbjörg Glóð átti uppruna- lega að heita Glóð Logadóttir. Hún segir að móður.sína hafi skort þor til þeirrar skírnar og því varð úr að Guðbjargarnafn- inu var bætt framan yið. Þegar stúlkan var að vaxa úr grasi var hún betur kunn sem Guð- björg en Glóð. Nú er það hins vegar að breytast. í dag segist hún nota nafnið meira en áður og hún undirritar ávísanir og greiðslukortakvittanir sínar: „G. Glóð Logadóttir". Að sögn Glóðar er hugmyndin að nafninu komin frá Loga, föður hennar, og segist hún vera skírð í höfuðið á honum. Það verð- ur að teljast frekar ólíklegt að Glóð verði ruglað saman við nöfnu sína því samkvæmt þjóðskrá árið 1989 bar hún ein nafnið íslenskra kvenna. Foreldrar hennar, þau Bjargey og Logi, hafa greinilega gætt þess að gefa börnum sínum fágæt og sérstök nöfn því systk- ini Glóðar heita Steinbjörn og Ljósbrá. Glóð er ákaflega myndrænt nafn. Enda liggur þar að baki nafnorðið glóð í merkingunni „eldur, glóandi eldsneyti". Að baki Loga liggur á sama hátt nafnorðið logi sem merkir „eldur, eldtunga". Því má segja að það sé aðeins stigs- en ekki eðlismun- ur á Glóð og Loga. Þegar Glóð Logadóttir er spurð hvort fólk geri sér ekki stundum leik úr Morgunbíaðið/Einar Falur Guðbjörg Glóð Logadóttir, sem starfar á veitingahúsinu Við Tjörnina, hefur ákaflega hlý- legt nafn. nafninu þá getur hún ekki neitað því. „Það er þá helst hitinn í því sem vekur áhuga," segir hún. Glóð segist oft þurfa að kynna sig tvisvar og er stundum spurð í efasemdartón: „Og ert þú Loga- dóttir." Hún kveðst þó aldrei hafa þurft að sýna persónuskilríki til þess að sannfæra viðmælendur sína! ÞANNIG... FORÐASTREBBIVATNSBAD Húfiigeröin fórfyrir lítið Rebbi er brögðóttur... ÞAÐ HEFUR löngum verið haft fyrir satt, að refurinn sé býsna slyngur og ekki sé óalgengt að skyttur megi láta í minni pokann þegar brögðóttur skolli er annars vegar. Refurinn er fjölhæf- ur veiðikappi og ef nauðsyn rekur hann til, þá kann hann einnig að taka sundtökin. Einhvern veginn hefur það þó verið álitið að þrátt fyrir þetta sé hann lítt fyrir vatns- bað gefinn og forðist það fremur en hitt. Hann getur þó sparað sér annars nauð- synlegt bað — þannig gerir hann það: Sönn saga segir frá bónda ein- um sem nytjaði nokkrar smá- eyjar vestur á Mýrum. Þar var dúntekja, selveiði og grásleppu- veiði svo eitthvað sé nefnt. Eitt- hvað gat hann veitt af sjóbirtingi og laxi að auki. Dag einn reri hann við annan mann út í aðaleyj- una og gengu þeir félagar verka sinna. Fóru í það nokkrir klukku- tímar og héldu þeir síðan við svo búið til báts síns á ný. Sá þá bóndi að mjög ljós tófa lá dauð í flæðar- málinu örskammt frá bátnum. Þótti honum með ólíkindum að hann hefði ekki séð dýrið liggja í svörtu fjörugrjótinu er þeir lentu. Þótti honum raunar einnig með ólíkindum að finna tófu úti í eyju, en hann hafði aldrei vitað ref í eyjum sínum fyrr þó hann vissi dæmi þess að refír hefðu synt út í eyjar nágranna sinna. Bóndi fór nú að velta dýrinu við í fjörugrjótinu og leist þannig á að vel mætti nýta feldinn, sem var ljós og mjög fallegur. Dýrið var auk þess sýnilega nýdautt og því upplagt að nota feldinn. Tók hann dýrið og setti í bátinn og reri til Iands, en það var tveggja stunda róður. Allan tímann var dýrið hreyfingarlaust við fætur þeirra félaga. Þeir félagarnir tóku nú land og fóru að bera pinkla frá bátnum. Loks var ekkert eftir í bátnum utan hinn dauði refur og hafði bóndi einmitt verið að ákveða það með sér á leið til lands, að láta sníða húfu úr feldinum. Leist hon- um svo á að þar myndi hann eign- ast góða vetrarflík. Hann fór í bátinn, laut yfir refinn til að lyfta honum úr bátnum, en varð þá vægast sagt illa brugðið, því ref- urinn rauk allt í einu á fætur, tók til fótana og hljóp upp fjörukamb- inn. Bóndi horfði forviða á eftir dýrinu og sást síðast til þess stefna til fjalla. Þótti bónda sýnt, að refurinn hefði þarna snapað sér far með því að sýnast dauður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.