Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 B 3 Þegar heim var komið lét hann útbúa nafnspjald með íslandskorti á. Hann eignaðist vini hér og skrif- aðist á við nokkra þeirra, meðal annarra Ólaf Steph- ensen amtmann, síðar stiftamtmann. „Banks safnaði tölu- verðu af íslenskum handritum og afrit- um, 120 bókum og 40 handritum. Þá keypti hann tvo ís- lenska hunda sem hann nefndi Heklu og Geysi, kvenbúning, amboð og íslenskt hljóðfæri, sem ég tel að hafi verið langspil. Ekki er ljóst "hvað af öllum þess- um munum varð, því Banks eignað- ist engin skilgetin börn og að hon- um látnum erfðu fjarskyldir ætt- ingjar eignir hans. Skjölin voru sett á uppboð og dreifðust um allar jarð- ir. Dagbókin úr íslandsferðinni skiptist í þrjá hluta, fyrsti hlutinn er í Kanada, annar er enn týndur og sá þriðji í Kent. Jakob Benedikts- son hefur þýtt fyrsta hlutann og birtist það dagbókarbrot í Skírni árið 1950." Allt á bók Nú er búið að safna saman afrit- um af öllum þeim bréfum og skjöl- um Banks sem komið hafa í leitirn- ar, um 20.000 talsins, og verða þau gefin út á vegum Breska vísindafé- lagsins og Breska náttúrugripa- safnsins. 011 skjölin er varða Island verða gefin út í einu bindi sem Anna Agnarsdóttir ritstýrir. Hún hefur unnið að verkinu frá árinu 1991 og segir að nú hilli undir að því ljúki, vonandi á næstu tveimur árum. Skjölin um ísland voru dreifð um allan heim, m.a. Ástralíu og Banda- ríkin. Skýrslur og bréf eru á þriðja hundrað talsins. Meðal þeirra eru ýmis bréf breskra ráðherra um ís- landsmál, skjöl um verslun frá stríðsárunum 1807-1814 og ekki síst merkileg skjöl um byltingu Jör- undar hundadagakonungs meðal annars fyrsta bréfið sem Jörundur skrifaði Banks árið 1806 en þeir höfðu upphaflega kynnst vegna sameiginlegs áhuga á Suðurhafs- eyjum. Þá verður dagbók aðstoðarmanns Banks einnig með í^ritinu en hún hefur aldrei verið gefin út. Anna vinnur úr öllum þessum heimildum að frátöldum náttúrulýsingum So- landers, sem sérfræðingar á breska náttúrugripasafninu taka að sér. „Þetta er mikil vinna, sérstaklega að lesa rithönd Banks sjálfs en eft- ir að hann varð gigtveikur, varð rithönd hans illlæsileg. Mörg bréf- anna eru sem betur fer skrifuð af riturum hans," segir Anna. „Hins vegar má ekki gleyma brautryðj- endaverkum Halldórs Hermanns- sonar og Helga P. Briem í þessum fræðum á fyrri hluta þessarar aldar en þau hafa orðið til þess að létta mér starfið. Það er vissulega mikill heiður að vera beðinn um að vinna að þessari útgáfu en Anna segir ekki síður um heppni að ræða. „Eg var að vinna að doktorsritgerð minni um samskipti íslend- ^nga og Breta þegar ég kynntist Harold Carter en hann veit manna mest um Banks, hefur íslendingur í augum útlend- ings MYNDIRúr leiðangri Banks eru merkar heimildir um 18. öldina. Þessa mynd málaði John Frederick Mill- eraf Þórunni, dóttur Ólafs Stephensen amtmanns, átta ára gam- alli. Hekluferð Banks. m.a. ritað ævisögu hans. Carter hleypti mér í skjöl sem íslendingar vissu ekki af." Anna lauk BA-gráðu og doktors- prófi frá Bretlandi og þangað held- ur hún í lok mánaðarins til að vinna að útgáfu skjalanna. Hún var einn- ig á ferð þar í vor, er hún hélt fyrir- lestur í Breska vísindafélaginu um íslandsför Banks. Félagið er hið elsta sinnar tegundar í heiminum og nýtur mikillar virðingar. íslandsvinurinn „Það eru engar ýkjur að segja Sir Joseph Banks íslandsvin. Hann hafði meðal annars áhuga á að koma íslenska fræðimanninum Grími Thorkelin í stól safnstjóra British Museum. Þá varð Banks síðar meir ákafur fylgismaður þess að Bretar legðu ísland undir sig. Eftir móðuharðindin var lagt á ráð- in um það að innlima ísland og láta Dani fá eyju í Karíbahafi í skiptum. Leitað var álits Banks, sem mælti með innlimun. Sama var uppi á Of latir tilaö ganga ÞANNIG kpmu íslend- ingar Sir Joseph Banks ffyrir sjónir ário 1773: l«íta vel út en ekki fríðir sýnum, varla jafnhávaxnir og við, frekar ljósir yfirlitum, hræðslugjarnir, þekkja ekki hernað, ekki undir- hyggjusamir í viðskiptum, mjög heiðarlegir, geysilega kurteisir, hneigðir til iðjuleys- is, forvitnir, áhugasamir um sögu, gestrisnir, þokkalegir í framkomu, truræknir, fremja sjaldan glæpi, meta hjúskap mikils, frekar hrein- lífir eða kaldlyndir, skortir fjörugar gáfur, drykkfelld- ir einkum karlmenn, taka í nefið og í vörina, of latir til að ganga, fara stuttar vegalengdir á hestbaki. Karlmenn kurteisir við konur sínar, konurn- ar vinna erfiðisvinnu, menn veiða fisk, kon- urnar flytja hann heim og verka hann o.s.frv., hvorki skarpir né fjör- ugir. teningnum í stríði Dana og Breta árið 1801. Árið 1807 leituðu íslend- ingar til Banks en þá höfðu Danir gengið í lið með Napóleon og áttu í stríði við Breta sem stöðvuðu nær alla flutninga til íslands, hertóku íslandsförin og fluttu til Bretlands. Meðal farþega var Magnús Steph- ensen, sonur Ólafs Stephensen, og honum datt í hug að leita til Banks. Hann brá skjótt við og talaði máli íslendinga við ráðherra háns há- tignar. Fyrir milligöngu Banks voru öll kaupskipin látin laus sumarið 1808. Var það Banks að þakka að ísland fór ekki verr út úr Napó- leonsstyrjöldinni en raun bar vitni. Var hann óþreytandi að aðstoða íslendinga og lánaði þeim jafnvel peninga úr eigin vasa. Má eiginlega segja að hann hafi gerst sjálfskipað- ur verndari íslands. Banks mælti, eins og áður, með því að ísland yrði innlimað. Sagðist hann ekki aðeins bera hag breska heimsveldisins fyrir brjósti, heldur lægju mannúðarástæður að baki. Danir færu illa með íslendinga. Það merkti hann af því hve lítið íslend- ingar brostu. Þeir sem hefðu áður fyrr verið svo miklir garpar, fundið Ameríku á undan Kristófer Kólum- busi, væru nú orðnir undirokaðir og vesælir." Ekki hliðhollur valdaráni Nafn Banks hefur verið tengt valdaráni breska sápukaupmanns- ins Samuel Phelps og túlks hans hans, Jörundar hundadagakonungs árið 1809. Anna telur hins vegar fullsannað að Banks hafi alls ekki tengst uppreisninni neitt, þótt því sé ekki að neita að hann hafi vissu- lega rætt um innlimun íslands við Jörund og Phelps áður en þeir lögðu upp í íslandsför sína. „Eg tel að byltingin hafi verið óundirbúin, neyðarúrræði Phelps þar sem Bret- ar fengu ekki leyfi danska stiftamt- mannsins til að versla hér. Phelps og Jörundur töldu að Bretar myndu fagna tiltækinu en það var öðru nær, ekki síst vegna þess að þeir félagar lýstu yfir fullu sjálfstæði íslands. Þegar Banks frétti af bylt- ingunni varð hann æfur." Anna segir ástæðu þess að ekki var orðið við tilmælum Banks, verá" þá að þess þurfti ekki. „Bretar gátu gert hér það sem þeir vildu og inn- limun íslands í Bretaveldi einungis haft aukinn kostnað í för með sér. Ég held að við megum þakka fyrir að svo fór. Hefði verið farið eftir óskum Banks væri margt líklega öðruvísi en raunin varð á, samanber þróunina á Orkneyjum og Hjalt- landi, sem urðu hluti af skoska konungsríkinu á 15. öld og síðar því breska. Þar er nú eingöngu töluð enska þó að norræn mállýska hafi varðveist fram eftir öldum á Hjalt- landi. Ekki er víst að breska heims- veldið hefði sleppt eins fljótt af okkur hendinni og Danir gerðu. Og þorskastríðin hefðu þá ekki átt sér sta- ð, held- ur mokuðu Bretar enn ¦ upp fiski á ís- landsmiðum." 3.000 pennavinir Banks kom hingað ungur maður. íslandsferðin var hins vegar ein af síðustu ferðum hans, því hann veiktist- snemma af gigt. „Vera má að veikindin hafí orðið til þess að Banks hafi horft með söknuði til þess tíma er hann var ungur og hraustur náttúruvísinda- maður í hrjóstrugu og lítt könnuðu landi og_ þannig ýtt undir hrifningu hans á íslandi," segir Anna. „Ekki áttu íslendingar þó hug Banks allan, því hann stóð í bréfasambandL. við um 3.000 manns um allan heim og var mikill áhrifamaður í heimalandi sínu. Eru skrif Banks og þeirra, sem hann átti í bréfaskriftum við, merkilegar heimildir um menningu, stjórnmál og efnahagsmál, að ógleymdum vís- indum þessa tíma." Við breytum peningunum þínum í peningana þeirra Þú færð ferdagjaldeyrinn hjá Sparisjóði vélstjóra. Gjaldeyrisþjónusta Sparisjóðs vélstjóra: ferða- gjaldeyrir (reiðufé, ferðatékkar), gjaldeyrisreikn- ingar, greiðslumiðlun, innheimta, ábyrgðir og greiðslutryggingar vegna inn- og útflutnings o.fl. tt SPARISJÖÐURVELSTJORA ¦ávöxtun • ráðgjöf '• þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.