Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 B 5 var 6 ára. Og börnin þeirra tvö kalla Tony afa og konu hans Ther- esu ömmu. Enda segir Tony að dvöl við Lángá sé eins og dvöl í faðmi fjölskyldu sinriar. „Theresa er samstiga mér, hún tekur þetta fram yfir að fara til Parísar eða Lundúna." Theresa kinkar kolli og lætur þess getið, að vissar þúfur víða með ánni tilheyri sér! Puerto Rico Talið hlýtur að berast að því hvað Tony er að gera í Puerto Rico og hvernig það sé til komið að hann sé ræðismaður íslands þar í landi. „Ég giftist stúlku frá Puerto Rico. Móðir mín var einnig þaðan. Það var því ekkert fjarstæðukennt að flytjast þangað. Þar fór ég að vinna í textílverksmiðju þar sem ég vann mig upp og keypti loks hér á árum áður. Nú á ég verksmiðjuna og bæði sel heima fyrir og flyt út. Að ég sé ræðismaður íslands í landinu á sér þann aðdraganda, að einhvérju sinni vorum við að ræða saman Emil Guðmundsson og ég og þá barst í tal að það gæti kom- ið sér vel að ísland ætti sér tengilið í Puerto Rico. Mann til að liðka fyrir hugsanlegum viðskiptum og til að aðstoða með þau tengsl sem hugsanlega gætu komið til. Hann sagðist myndu ræða þetta við ein- hverja embættismenn og gerði það. Þetta gerðist ekki á augabragði, en fyrir 10 til 12 árum var ég skipað- ur ræðismaður, ihér til mikillar gleði, því það er mér mikill heiður að vera fulltrúi svo fallegs fólks í svo fallegu landi." En hvaða skyldur hvíla á herðum ræðismanns í svo fjarlægu landi? Tony viðurkennir að það sé svo sem ekki ýkja mikið að gera, en þó sé það eitt og annað. Ræðismenn ýmissa landa hittast þó reglulega og reynir þá hver og einn að „selja sitt land". Erfitt sé hins vegar að metá hvað komi út úr slíku. „Hins vegar hef ég sem ræðismaður hald- ið fjölda fyrirlestra með mynd- bandasýningum um ísland, land og- þjóð, ekki síst í skólum. Það er tölu- verð eftirspurn eftir slíku, Norður- löndin þykja öll forvitnileg í Puerto Rico. Þá bý ég yfir ýmsum bækling- um um ísland og dreifí þeim eftir fyrirspurnum. Þá má geta þess, að ég annast um íslenska skiptinema og í fyrra bauð ég þeim öllum til veislu. Þetta voru allt stúlkur og ég tók af þeim mynd sem birtist reyndar síðar í Morgunblaðinu." Lyftan Þegar hér er komið sögu fer Tony að tygja sig til veiða. Langáin hans hefur verið mislynd í sumar þó hann hafi átt sína góðu daga. Hann segir að Langá hafi „oft hag- að sér svona" á tuttugu árum. Við fljótum með upp með á og Tony veitir okkur aðgang að hugrenning- um sínum. Hann segir okkur að hann hafi séð einhver hundruð laxa ganga í gegn um Breiðuna og Strengina fyrir neðan Skuggafoss. Hann hafi ekki séð þá laxa hopa til baka og segist raunar aldrei hafa séð slíkt. „En hvar eru þeir? Af hverju er svona lítið af fiski fyr- ir ofan stiga? Jóhannes sagði mér að áin gæti víða geymt laxinn svo lítið bæri á, en best gæti ég trúað því að þetta væru bara nokkrir fisk- ar sem Jóhannes er búinn að þjálfa upp til þess að plata veiðimenn!" Þessu fer að ljúka, en áður stöðv- ar Tony jeppann og við horfum öll skellihlægjandi á Svisslendinginn Vasco sem kemst ekki úr sporunum fyrir kríu sem stingur sér ákaft ofan á hausinn á honum. Vasco þessi er svo reiður að hann gleymir stund og stað og reynir að lemja til kríunnar með stönginni. Auðvit- að gengur það ekki, en Tony og Runólfur rifja þá upp er einn Spán- verjinn setti í kríu í bakkastinu. Hafði krían fluguna með sér. Skammt frá jeppanum trítlar ný- klakinn kríuungi, nýr einstaklingur sem kallar kannski Tony afa síðar. meir. ARNAÐ HEILLA Ijósmyndastofa Þóris. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 5. júní sl. í Hóla- neskirkju, Skagaströnd, af sr. Stínu Gísladóttur Þórhildur Björg Jakobs- dóttir og Óli Sigurjón Pétursson. Heimili þeirra er að Fellabraut 5, Skagaströnd. Ljósmyndarinn Jóhannes Long. HJÖNABAND. Gefín voru saman í hjónaband þann 26. júní sl. í Bú- staðakirkju af sr. Jónu Kristíhu Þorvaldsdóttur Hulda Jónsdóttir og Birgir Friðjónsson. Heimili þeirra er að Miðvangi 2, Hafnarfirði. Ljósmyndarinn Jóhannes Long. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 3. júlí sl. í Víði- staðakirkju af sr. Auði Eir Vil- hjálmsdóttur Hrund Sigurðardóttir og Ólafur H. Kristjánsson. Heimili þeirra er að Erluhrauni 2, Hafnar- firði. Ljósmyndarinn Jóhannes Long. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 3. júlí sl. í Lága- fellskirkju af sr. Pálma Matthías- syni Birna Gísladóttir og Björn Ragnarsson. Heimili þeirra er í Gullengi 17, Reykjavík. Ljósmyndarinn Jóhannes Long. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 19. júní sl. í Kópa- vogskirkju af föður brúðarinnar, sr. Sigfinni Þorleifssyni, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir og Böðvar Þórisson. Heimili þeirra er að Hlíðarvegi 14, Kópavogi. Ljósm. Rut. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 30. maí sl. Hjá Veginum, kristnu samfélagi, af sr. Birni Inga Stefánssyni Fanný Krist- ín Tryggvadóttir og Hans Hafsteinn Þorvaldsson. Heimili þeirra er í Köldukinn 2, Hafnarfirði. Ljósm./ Bragi Þór Jósefsson. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 3. júlí sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Karli Sigurbjörns- syni Eva Hallbeck og James D. Horton. heimili brúðhjónanna verð- ur í Las Vegas í Bandaríkjunum. Ljósmyndarinn Lára Long. 'HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 10. julí sl. í Ey- vindarhólakirkju af sr. Halldóri Gunnarssyni Rósa Vigfúsdóttir og Kjartan Long. Heimili þeirra er í Ljósheimum 20, Reykjavík. VIÐ HOFUM SELT BILA FRA UPPHAFI fbftfx VIDMIKLATORG - SÍMAR 15014- 17171 Hippamussur Sprengitilboð Gerið verðsamanburð. Verðfrákr. 2.900,-. ÚTSÖLUMARKAÐURINN, FAXAFENL Fyrir verslunarmannahelgina Hippamussur ...nú er rétti tíminn til að undirbúa farsælt nám í vetur með því að skrá sig á sumarnámskeið í hraðlestri sem hefst þriðjudaginn 27. júlí og námstækninámskeið hefst 23. ágúst. Nú bjóðum við námsmönnum þessi vinsælu námskeið í „pakka" á sérlega hagstæðu verði. Eftir að hafa sótt þessi tvö námskeið verður námið leikur einn miðað við það sem áður var. Skráning alla daga í síma 641091. H R AÐ LESTR ARSKO Ll N N ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! "I 1978-1993 f Frábært verð - frá kr. 2.900,-. KODA, Keflavík, sími 92-14440. NÍNA, Akranesi, sími 93-12244. Sendum í póstkröfu um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.