Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 Morgunblaðið/Kristinn Sagnfræðingurinn Dr. Anna Agnarsdóttir er manna fróðust um íslandsvininn Joseph Banks. Islands- viinirinn eftir Urði Gunnorsdóttur Hugtakiö íslandsvinur gæti hofa verið búið til um hann en engu að síður kveikir nafn Sir Joseph Banks ekki á perunni hjá mörgum íslend- ingum. Hann hreifst af landi og þjóð ó ferð sinni um ísland ó síðari Wuta 18. aldar og var alla tíð afar velviljaður Islendingum. Þrótt fyrir að íslendingar viti lítil deili ó Banks er svo ekki farið um Breta en þar í landi er Banks talinn til merkustu vísindamanna síns tíma. í Bret- landi stendur til að gefa út bréf hans, skýrslur og dagbækur og hefur dr. Anna Agnarsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Islands verið fengin til að ritstýra því bindi sem lýtur að íslandi. Sir Joseph Banks var fæddur í Lundúnum í febrúar 1743, með silfurskeið í munni. Banks nam við Eton og Oxford en lauk aldrei prófi. Það kom þó ckki í veg fyrir að hann yrði einn af virtustu nátt- úruvísindamönnum síns tíma og forseti Breska vfsindafélagsins, The Royal Society, í fjörutíu ár. Það eru hins vegar skrif Banks um land og þjóð sem hafa haft mesta þýðingu fyrir íslendinga en þar er að finna ómetanlegar upplýsingar fyrir ís- lenska sagnfræðinga. Banks sigldi hingað þegar hann var aðeins 29 ára. Hann hafði farið í könnunarleiðangur til Labrador og Nýfundnalands og var þegar orðinn þekktur í Bretlandi eftir frægðarför hans og James Cook á HMS Endeavour 1768-1771 um Suðurhöf. Banks stjórnaði leiðangr- inum og hafði fjölda fræðimanna á sínum snærum. Hann kostaði rann- sóknirnar sjálfur enda vellauðugur. Banks og Cook hugðu á aðra ferð um Suðurhöf árið 1772 og ætlaði Banks að taka um 20 vísindamenn með sér. Ekki reyndist nægilegt pláss á skipinu og var Banks skipað að fækka mönnunum. Hann fyrtist við, hætti við að fara með Cook og leigði skip á eigin kostnað. Banks ákvað að finna sér annan áfanga- stað og varð ísland fyrir valinu. En hvers vegna? Anna Agnarsdóttir sagnfræðing- ur telur ýmsar ástæður fyrir því að ísland varð fyrir valinu. „Liðið var á sumarið og hafði Banks því lítinn tíma til stefnu. Hann gat ekki farið langt. ísland var lítt kannað, og taldi Banks engan „al- mennilegan" náttúrufræðing hafa rannsakað landið. Á þessum tíma ríkti almennur áhugi á eldfjöllum og freistaði Hekla hans. Þá var þekktur sænskur grasafræðingur, Daniel Solander, í hópi Banks og hann hefur líklega haft áhuga á því að koma hingað til lands," seg- ir Anna en doktorsritgerð hennar fjallar um samskipti Breta og Is- lendinga á tímum Napóleonsstyrj- aldarinnar og þar kemur nafn Jos- eph Banks hvað eftir annað fyrir. Skelfing í Hafnarfjarðarhöfn „Áður en Banks lagði upp í ís- landsferð sína, reyndi hann að verða sér úti um upplýsingar um landið. Þær voru af skornum skammti enda ekki vitað til þess að neinir íslend- ingar hafi verið í Lundúnum á þess- um tíma. Banks lagði upp í för sína 12. júlí og fór sér í engu óðslega enda hafði hann enga hugmynd um hversu stutt íslensk sumur eru. Sigldi hann hægt með vesturströnd Englands og rannsakaði það sem fyrir augu bar. Skip hans kom til Hafnarfjarðar 28. ágúst 1772 og vakti koma þess mikla skelfingu meðal Hafnfírð- inga. Svo langt var liðið á sumar að kaupskipin höfðu þegar siglt til Danmerkur og ekki var von á fleiri skipum það árið. Töldu Hafnfirðing- ar sem voru á veiðum skammt und- an landi því áð Tyrkir væru komnir aftur og reru undan í ofboði. Menn „Hrif nastur var Banks af Geysi, en þar gerdo leióang- ursmenn margvis- legar visindalegar athuganir er hann gaus, auk þess sem þeir sudu silung, lamb og rjúpu i hvernum. Sögóu þeir hana hafa bragdast f rábær- lega. Banks mselti meó þvi aó island yrdí Ínnlimad. Sagdist hann ekki aéeins bera hag breska héimsveldis- ins fyrir briósti, held- ur lægju mannúoara- stæóur aé baki. Danir f æru illa mee íslendinga. Þad merkti hann af þvi hve litio islend- ingar brostu. Þeir sem hef öu áöur fyrr verió svo miklir garpar, ff undið Ameriku á undan Kristófer Kólum- busi, vœru nú orönir undirokaðir og ve- sælir." Banks settu út lítinn bát og reru fram á sjómennina. Þeim var boðið um borð, þar sem þeim var gefið brandí. Illa gekk að sannfæra þá um að leiðangursmenn væru sann- lega kristnir, en þegar það tókst, féllst einn sjómannanna á að lóðsá þá,í land." í dagbók Banks má lesa bráð- skemmtilegar lýsingar á fyrstu kynnum hans af íslendingum. Sjó- mennina sagði hann afar óhreina og svo illa lyktandi að ekki væri hægt að koma nálægt þeim. Þá voru þeir lúsugir, svo mjög, að Banks gat ekki annað en dáðst að. Ástandið var betra í landi, fólk hreinlegra og snyrtilegra. „Banks hélt þegar til stiftamt- manns á Bessastöðum sem var norskur, Lauritz Thodal að nafni. Þá hitti Banks amtmanninn, Ólaf Stephensen og var vel tekið á móti honum enda ekki á hverjum degi sem slíkir fyrirmenn komu til lands- ins. Banks kom ekki einsamall til ís- lands. Auk Solanders hins sænska voru í hópnum um tuttugu lista- menn, vísindamenn og aðstoðar- menn, þeirra á meðal sænskur klerkur að nafni Uno von Troil, áhugamaður um íslenska tungu sem kom beina leið frá París þar sem hann hafði hitt nokkra leiðtoga upplýsingastefnunnar, Rousseau og Diderot. Þá hafði Banks með sér franskan kokk, hornaflokk og þjón frá Jövu. Bresku leiðangursmennirnir komu sér fyrir í kaupmannshúsun- um í Hafnarfírði og fóru þaðan í stuttar ferðir um Reykjanes sem þeir heilluðust af. Þá skoðuðu þeir hverina^ í Reykjavík og fóru út í Viðey. Á kvöldin voru haldnar dýrð- legar veislur, og voru það ýmist Banks eða gestgjafar hans sem þær héldu. Höfðu menn aldrei vitað aðr- ar eins krásir og franskur kokkur Banks bar fram við jjndirleik hornaflokks- Heillaðuraflslandi SVO hrifinn var Banks af íslandi að þegar heim var komið lét hann útbúa nafnspjald með ís- landskorti á. ins. í veislum íslendinga var Banks borinn íslenskur matur og féll hon- um hann ágætlega nema hákarl, sem Bjarni Pálsson landlæknir bauð upp á. Gátu leiðangursmenn ekki haldið honum niðri." Kjúpa soðin í Geysi Um miðjan september hélt hóp- urinn í stutta ferð að Heklu. Komið var við á Þingyöllum, Laugarvatni, í Skálholti og við Geysi. „Á Þingvöll- um tók presturinn þar á móti leið- angursmönnum og þrátt fyrir að hann væri nokkuð ölvaður, gekk hann um með gestina og upplýsti þá meðal annars um hvernig konum hefði verið drekkt í Drekkingarhyl. Sex manns voru í Heklu-leið- angri Banks ásamt tveimur leið- sögumönnum og var það án efa fyrsti erlendi rannsóknarleiðangur- inn sem fór um landið, að Dönum frátöldum. Hópurinn kleif Heklu og taldi Banks sig ávallt vera fyrstan manna til þess. Það var þó fjarri lagi, meðal annars hafði Bjarni Pálsson klifíð Heklu tvívegis, í ann- að skiptið tuttugu árum áður." Anna segir leiðangursmenn hafa verið all ánægða með ferðina alla, en þeir kvörtuðu þó undan kulda, yfír því að ekki skyldi vera eldgos í Heklu, og að nær engar plöntur væru í blóma, þó komið væri fram í september. Hrifnastur var Banks af Geysi, en þar gerðu leiðangurs- menn margvíslegar vísindalegar athuganir er hann gaus, auk þess sem þeir suðu silung lamb og rjúpu í hvernum. Sögðu þeir hana hafa bragðast frábærlega. Dagbækurnar ómetanleg heimild Leiðangurinn hélt af landi brott 8. október. Rannsóknir Banks og félaga voru aðallega á sviði grasa- fræði, jarðfræði og dýrafræði en niðurstöður Islandsferðarinnar reyndust ekki eins merkar og vonir stóðu til. Mjög lítið hefur birst á prenti en nú, rúmum tveimur öldum síðar, stendur til að bæta úr því. „Ýmsar ástæður lágu til þess að íítið birtist. Ekki síst það að Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson urðu fyrri til með Ferðabók sína, sem kom út síðar sama ár. Ég tel að Banks hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með að vera ekki fyrst- ur náttúrufræðinga, til að kanna landið. Þá lést grasafræðingur- inn Solander áður en hann náði að vinna úr rannsóknum sínum. Hins vegar kom út ágæt bók eftir einn Ieiðangursmanna, sænska klerkinn Uno von Tro- il, Bréf frá íslandi. Hún kom út árið 1777 og náði mikill útbreiðslu. Bókin var þýdd á fjölmörg tungumál, meðal annars íslenskaði dr. Har- aldur Sigurðsson hana og fylgir þýðingunni vandað- ur inngangur um íslands- for Banks eftir dr. Harald. Það sem nú telst merk- ast eru myndir lista- mannanna sem voru í för með Banks og dagbækur hans, en hvorutveggja __ eru ómetanlegar heimildir um Island á ofanverðri 18. öld. Hafa þær að geyma upplýs- ingar um húsakost, klæðnað, hrein- læti, matarvenjur osfrv. og hafa þær reynst sagnfræðingum góð heimild. Sé gripið niður í athuga- semdir Banks ber ýmislegt forvitni- legt fyrir sjónir. Honum fannst ís- lenskur kirkjusöngur ófagur, ís- lendingar drykkfelldir og íslenski kvenbúningurinn óklæðilegur, sér í lagi höfuðfatið. Hins vegar taldí hann íslendinga kurteisa og gest- risna." HeiUaður af landinu Anna segir óhætt að fullyrða að Banks hafí heillast af landi og þjóð. iSÉfi"" Aðsetur Banks BANKS og menn hans komu sér fyrir í dönsku pakkhúsun- um í Hafnarfirði. Myndina mál- aði einn af listamönnum leiðV ' angursins, John Cleveiey Jr. <2>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.