Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 B 7 um gluggann. Víða í Evrópu og Mið- og Suður- Ameríku hafa fundist gataðar hauskúpur og ófá- ar bera því vitni að sjúklingurinn hafi lifað aðgerðina af og nokkur ár í viðbót. A beinbrúnunum um- hverfís opið sést hvort sjúklingn- um varð lengra lífs auðið eður ei. Þessi lækningamáti mun ennþá við lýði í afskekktum svæðum í Asíu og Afríku. Þegar menn komu sér upp tíma- tali og bjuggu til letur sem var þrykkt í leir eða klappað í stein vænkaðist hagur allrar sagnfræði. Babýloníumenn voru snemma á ferðinni með skráðar heimildir eða fyrir 4-5000 árum. Um 30 þúsund leturtöflur frá þessum tímum hafa komið í leitirnar og fjalla átta hundruð um lækningar. Þeirra á meðal er einn lyfseðill, sá fyrsti sem sögur fara af. - Gríski sagna- ritarinn Heródótos á 5. öld fyrir Krist segir að íbúar Babýlonar hafi flestir verið áhugasamir um lækningar og því hafi sjúklingar legið á strætum úti svo að vegfar- endur gætu látið álit sitt í ljós og gefið góð ráð. Hér mun við hæfi að minnast að lokum á egypska lækninn Im- hotep en hann er fyrstur í röð þeirra lækna sem eiga höfn sín á spjöldum sögunnar; hvað forverar hans hétu veit nú enginn. Imhotep var uppi fyrir tæpum fimm þúsund árum, stórvesír kóngsins í Memfis og þúsundþjalasmiður. Hann orti ljóð, hannaði pýramída, spáði í stjörnur og læknaði. Og enn átti hann eftir að hækka.í tign eftir dauða sinn eins og kollega hans Asklepíos hinn gríski. Þeir voru báðir teknir í guðatölu enda var þeim iðulega ruglað saman fram eftir öldum og tilbeðnir sem hinn eini sanni guð heilbrigðinnar og verndari kvellisjúkra jarðarbúa. VfSOan/í skógi eða á sléttuf Búsetafyrstu mannveranna FYRSTA vitneskjan um uppréttan gang mannlíkra vera er frá því fyrir 3,5 milljón árum. Annað um líkamlega uppbyggingu og lifimáta þessara tvífætlna er að mestu óljóst. Lengst af hafa mannvísindamenn gert ráð fyrir því að fulltrúar þessa mannlíka flokks hafi helst búið á flatlendi grassléttna og annars lágvaxins gróðurs. Nýlegar rannsóknir benda frekar til þess að þessir fornu forverar okkar hafi eytt miklum tíma í skóglendi og jafnvel uppi ítrjám. Vísindamenn frá Witwatersr- and Háskólanum í Suður- Afríku vinna nú að úrvinnslu gagna sem þeir hafa safnað í Makapan dalnum, norðvestur af hbhmm borginni Potgiet- ersrus. Sú mynd sem þeir hafa dregið upp af landafræði og gróðurfari svæð- isins er all frá- brugðin því sem hingað til hefur verið talið. Þeir telja að svæðið hafi verið úrkomu- ríkt og þakið grænum gróðri og skógum. Makapan dalurinn var að öllum líkindum gróðursælli og áhrifa þurra árstíða gætti ekki í sama mæli og nú þekkist. Þarna þrifust því þéttir runnar og annar hitabeltisgróður. Þær þurrlendis- sléttur sem einkenna svæðið í dag voru þá ekki fyrir hendi. Á þessu svæði bjuggu létt- byggðar mannlíkar verur sem telj- eftir Sverri Ólafsson ast til stofnsins Australopithecine africanus. Steinrunnar leifar rúm- lega tíu einstaklinga hafa fundist á svæðinu, aðallega í hellum við Makapan dalinn. Fleiri menjar af verum sama stofns hafa fundist annars staðar í Transvaal fylkinu í Suður-Afríku. Erfitt er að tíma- setja leifamar nákvæmlega, en talið er að þær séu u.þ.b. þriggja milljón ára gamlar. Samanburðarrannsóknir sýna að verunar úr Makapan dalnum eru svipaðar öðrum stofni er nefn- ist Ausralopithecus afarensis. Þekktasti fulltrúi hans er Lucy, en svo nefnast leifar ungra kven- veru sem taldar eru vera u.þ.b. 3,1 milljón ára gamlar. Menjar þessa fólks hafa fundist á mörg- um stöðum í Austur-Afríku, aðal- lega í Tansaníu. Rannsóknir á síð- astliðnum árum benda til þess að gróðurfar Austur-Afríku hafi ver- ið ríkt af skógum og runnagróðri á þeim tímum sem Lucy og félag- ar bjuggu á svæðinu. Þetta styður 3,6 mihjón ára gömul spor fornra mann vera. þá tilgátu að ábúðarsvæði Ausra- lopithecus flokksins hafi verið skóglendi, frekar en þurrar slétt- ur. Jafnvel þó elstu beinar sannan- ir fyrir tilvist Ausralopithecus af- arensis séu ekki nema um 3 millj- ónir ára eru óbeinar sannanir enn eldri. Elstu fótspor eftir uppréttar lífverur, sem fundist hafa í hörðn- uðum öskulögum, hafa verið ald- ursgreind sem a.m.k. 3,6 milljón ára gömul. Auk nokkurs aldursmunar er margt ólíkt með þeim menjum sem fundist hafa í Austur- og Suður-Afríku. Það sem er mest einkennandi fyrir leifarnar í Suð- ur-Afríku er að þær hafa fundist í hellum. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem engin önnur vitneskja bendir til þess að þessar verur hafi dvalist langdvölum neðanjarðar. Trúlegra er að þær hafi orðið hí- önum og öðrum stórum kattartegundum að bráð, sem hafa dregið bráð sína inn í hella og aðra afkima. Nákvæm- ar athuganir á beinun- um benda til þess að þetta sé rétt. Híönur veiða helst í lágvöxnum og grisjótt- um runnum og á gras- lendi. Líklegt er því að forverar okkar af Australopithecus ætt hafi ekki eytt miklum tíma á þessum hættu- svæðum. Trúlegra er að þeir hafi frekar kosið skóga og þétta runna sem nóg var af á svæð- inu á þeim tímum sem um er að ræða. Ólíklegt er að þessar fornu verur hafi verið meginfæða stórra katt- artegunda, jafnvel þótt ferðir út á flatlendið hafi ekki verið hættu- lausar. „Skógarhugmyndin" hefur fengið frekari stuðning frá þýsk- um vísindamönnum sem hafa fært góð rök fyrir því að líkams- bygging forvera okkar, eins og reyndar margra apategunda, ísé betur til þess fallin að lifa í trjám og skóglendi en á flatlendi. Spor- in gömlu sem forfeður okkar skildu eftir sig í Laetoli, í Tansa- níu segja sína sögu, sem hefur verið vísindamönnum mjög gagn- leg. Þau segja okkur hins vegar lítið um það umhverfi sem þessum forvitnilegum verum leið best í. EinHvers staðar las ég að móðir væri sú kona sem segist ekki vera svöng þegar lítill matur er til og vill heldur standa en sitja þegar fá sæti eru við borðið. En heldur ekki þær konur sleppa við tog- streituna. Þeim kann að fínnast jarðvistin harla daufleg þegar börnin þurfa ekki lengur á tryggð hennar að halda og láta jafnvel á sér skilja að hún sé þeim fjötur um fót. Hvernig á konan þá að snúa sér í þessum flóknu kringumstæð- um. Hún er ábyrg fyrir karlaveld- inu og vellíðan sinna nánustu og á að sjá um að skammta hverjum sitt og í þeim mæli að ekki verið árekstrar. Setjum svo að þetta takist, er þá allt eins og vera ber? Nei, svo einfalt er það ekki. Það sem oft vantar er að konur haldi tryggð við sjálfa sig. Það vill gleymast að kenna þeim það. í æsku læra þær ýmsar aðrar dyggðir en tryggðina, svo sem hreinskilni og drengskap, seinna, þegar þær vaxa upp eignast þær drauma og markmið. Það er hverri konu brýn nauðsyn að halda tryggð við þessa þætti í vitund sinni, það leiðir til ills fyrir fólk að ganga gegn sannfæringu sinni, sem þýðir að ganga gegn hug- myndum sem það hefur tekið tryggð við. Við konur þurfum að koma okkur í þá. andlegu stöðu að geta séð skóginn fyrir trjánum. Aðeins þannig höfum við yfirsýn yfir það sem gera þarf, aðeins þannig erum við hæfar til þess að dreifa út tryggðarpöntum, án þess að rýja okkur sjálfar andlega inn að skinni. Við þurfum að reyna að kenna dætrum okkar að skil- greina með sjálfum sér hvað þær hafa tekið tryggð við, raða því í forgangsröð eftir því sem hverri og einni er hentast og síðast en ekki síst að halda tryggð við sína eigin hugmyndir og drauma. Chevrolet Corsica Luxury 93 ¦ Á kr. 1.869.000.- á götuna með ryðvörn og skráningu. Aukalega í Luxury: • Álfelgur. • Vindskeio. • MótaÖar aurhlífar. • Breio dekk með hvítum stöfum. Chevrolet á gamla genginu Staðalbúnaður í Corsica er hreint ótrúlegur: ABS bremsur, sjálfskipting, útvarp/segulband, öryggisloftpúði í stýri, samlæstar hurðir, rafdrifnar rúour og m.fl. Alger nýjung í lánamálum á íslandi. Vio lánum 3/4 af andvirði bílsins í 36 mánuði. Standi illa á hjá þér á tímabilinu er hægt ao hliðra greiðslum allt ao sex sinnum og færa þær aftast. Þú greiðir þá bara vexti. Þannig getur lánið orðið til 40 mánaoa. Til ao auovelda þér bílakaupin enn frekar, tökum við vel með farna notaða bíla uppí. Bílheimar h#. FOSSHÁLSI 1. SÍMI 63 4000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.