Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 —rf- Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Hæfi nefndarmanna í opinberum nefndum Umboðsmaður Alþingis telur að meirihluti samkeppnis- ráðs, eða þrír ráðsmenn, séu van- hæfir til setu í ráðinu samkvæmt samkeppnislögum. Þar eru gerðar þær almennu hæfiskröfur til ráðs- manna að þeir hafi sérþekkingu á samkeppnis- og viðskiptamálum og séu óháðir fyrirtækjum eða samtökum, sem lögin taki til. Umboðsmaður álítur fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins, formann Rafiðnaðar- sambandsins og starfandi lögmann vanhæfa til setu í ráðinu með vísan til síðara skilyrðisins; þau séu öll í eða geti verið í of nánum tengsl- um við fyrirtæki eða samtök, sem lögin nái til. Umboðsmaður telur því væntanlega hættu á að hags- munaárekstur komi upp, er sam- keppnisráð þarf að grípa til að- gerða gegn fyrirtækjum, sem hamla gegn samkeppni eða beita óréttmætum viðskiptaháttum. Eflaust má deila um túlkun umboðsmanns á lögunum, einkum varðandi síðastnefnda ráðsmann- inn, sem hann telur vanhæfan. Hitt er annað mál, að hæfisreglna hefur ekki verið gætt sem skyldi í stjómsýslu á íslandi. Umboðsmaður vísar í áliti sínu til þeirrar „ólögfestu grundvallar- reglu um almennt hæfí í opinberri stjómsýslu, „að fýrirfram beri að girða fyrir það að borgaramir hafi réttmæta ástæðu til að efast um að mál þeirra hljóti lögmæta og hlutlæga meðferð á öllum úrskurð- arstigum", sbr. dóm Hæstaréttar frá 19. marz 1993.“ Með hæsta- réttardóminum, sem umboðsmaður vísar þarna til, var deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu dæmdur vanhæfur til að sitja í lyfjaverðlagsnefnd. For- sendur dómsins vom þær að það gæti fallið undir starfssvið deildar- stjórans að hafa afskipti af með- ferð mála, sem kæmu til ráðuneyt- isins frá lyfjaverðlagsnefnd og að undirbúa úrskurð ráðherra, en ráð- herra ber að úrskurða, komi upp ágreiningur í nefndinni. Eins og umboðsmaður tekur fram í áliti sínu hefur hin almenna hæfisregla stjórnsýsluréttarins verið óskráð, en hún verður hins vegar lögfest, ásamt fleiri reglum um opinbera stjórnsýslu, með gild- istöku nýrra stjórnsýslulaga um næstu áramót. Lögin ná meðal annars til stjómsýslunefnda, sem taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Samkvæmt lögunum telst nefndarmaður meðal annars van- hæfur, sé hann aðili máls, fyrir- svarsmaður eða umboðsmaður að- ila, skyldur aðila máls, eða tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni málsaðila, eða ef málið varðar hann sjálfan verulega, venzlamenn hans eða stofnun eða fyrirtæki, sem hann er í forsvari fyrir. Það hefur lengi legið fyrir að þessum óskráðu — og brátt lög- festu — hæfisreglum hefur ekki verið fylgt til hlítar í stjórnkerfinu. Skipan ýmissa nefnda og ráða á vegum hins opinbera, sem kveða upp úrskurði eða taka ákvarðanir, sem geta haft mjög mikil áhrif á i hagsmuni einstaklinga og fyrir- ' tækja, hefur verið gagnrýnd. Þannig hafa margir orðið til að setja út á það að starfsmenn flug- félaga sitji í Flugráði, og er ástæða til að taka undir það. En nýlegt dæmi vekur líka upp spurningar um það, hvort fulltrúum í Flugráði með pólitískan en ekki faglegan bakgrunn er treystandi til þess að taka faglega afstöðu til mála, sem varða öryggi í rekstri flugfélaga. I nýlegri skýrslu gagnrýndi Ríkis- endurskoðun setu kvikmyndagerð- armanna í stjórn Kvikmyndasjóðs og starfsmanna sjónvarpsstöðva í stjóm Menningarsjóðs útvarps- stöðva. Skipan lyfjaverðlagsnefnd- ar hefur jafnframt verið gagnrýnd, eins og áður er vikið að. Fyrir skömmu sendu fimm lögfræðingar dómsmálaráðherra bréf og gagn- rýndu skipan tveggja lækna í ör- ðrkunefnd, sem úrskurðar um rétt manna til örorkubóta, vegna tengsla læknanna við tryggingafé- lög. Stundum er því haldið fram að vegna smæðar hins íslenzka sam- félags sé óhjákvæmilegt að sér- fróðir menn séu skipaðir í opinber- ar nefndir og ráð þrátt fyrir að þeir kunni að tengjast þeim aðilum eða málum, sem fjallað er um. Þessi rök eiga varla við. í borgar- samfélögum erlendis, sem eru álíka fjölmenn og ísland, er hæfisreglna til að mynda gætt. Staðreyndin er sú að hér á landi hafa menn oft verið skipaðir í nefndir og ráð vegna áhuga eða þekkingar á við- komandi málefni, en litið hefur verið framhjá því hvort um hags- munaárekstur gæti verið að ræða. Þetta er einn angi af því agaleysi og skorti á reglufestu, sem ríkt hefur, jafnt í stjórnkerfinu sem annars staðar í þjóðfélagi okkar. Það þýðir þess vegna ekki að vísa til þess að „svona hafi þetta alltaf verið“, eins og sumir stjórnmála- og embættismenn svara gagnrýni á setu hagsmunaaðila í nefndum og ráðum. Nýir tímar eru að renna upp hvað þetta varðar, eins og setning hinna nýju stjórnsýslulaga sýnir til dæmis. Nefndarmenn í opinberum nefndum geta talizt vanhæfir, þótt þeir hafi gegnt störfum sínum af stakri prýði. Með ályktun um van- hæfí er ekki verið að kasta rýrð á störf viðkomandi. Það eitt skiptir máli að girða fyrir að „borgararnir hafi réttmæta ástæðu til að efast um að mál þeirra hljóti lögmæta og hlutlæga meðferð á öllum úr- skurðarstigum" vegna stöðu eða hagsmunatengsla nefndarmanna. Mikilvægt er að um leið og nýju stjómsýslulögin taka gildi, sé þess gætt að ákvæði þeirra séu virt í reynd í opinberri stjómsýslu. Það er þess vegna ástæða til þess að stjórnvöld geri rækilega úttekt á almennu hæfi nefndarmanna í op- inberum nefndum og ráðum, í því skyni taka af allan vafa og tryggja réttaröryggi borgaranna. Ungir eistneskir ráðamenn óttast ásælni Rússs Hvernig má tryggja stæði óháð vindum í 1 EFTIR STEINGRIM SIGURGEIRSSON TVEIMUR árum eftir að Eistlendingar sögðu sig úr lögum við Sovét- ríkin og lýstu yfir sjálfstæði hvílir skuggi hins volduga nágranna í austri enn líkt og mara yfir ríkinu. Þriðjungur íbúa Eistlands er af rússneskum uppruna (að því er talið er - engar nákvæmar upplýs- ingar eru fyrir hendi) og fluttust flestir þeirra til landsins eftir að það var innlimað í Sovétríkin árið 1940. í höfuðborginni Tallinn telja Rússar um helming íbúa og í borgunum Narva og Sillamae í norðaust- urhluta landsins allt að 90%. Þúsundir rússneskra hermanna dveljast enn í Eistlandi í trássi við vilja eistnesku stjórnarinnar auk þúsunda liðsforingja á „ellilaunum", sem Eistlendingar telja ekki síður stafa ógn af en sjálfum heraflanum. Það búa tvær þjóðir í landinu í orðs- ins fyllstu merkingu. Þegar Eistlendingar eru spurðir um hvernig samskiptum þeirra við rússneska minnihlutanna sé háttað svara þeir að þau séu í sjálfu sér vinsamleg. Það sé enginn togstreita í gangi milli eistnesks og rússnesks almennings. Vandamálið sé hins vegar að daglegt samneyti er nánast ekkert. Fyrr á þessu ári setti eistneska þingið lög um ríkisborgararétt sem vöktu mjög hörð viðbrögð í Rúss- landi. Samkvæmt lögunum öðlast þeir sjálfkrafa eistneskan ríkisborg- ararétt sem eiga eistneska foreldra. Aðrir verða að sækja um ríkisborg- ararétt og eru þau skilyrði sett að viðkomandi hafí iágmarkskunnáttu í eistnesku og hafi dvalið í Eistlandi í tvö ár áður en sótt er um ríkisborg- ararétt auk eins árs til viðbótar, á meðan umsóknin er til meðferðar. Umdeild lög Rússnesk stjórnvöld brugðust hin verstu við og sakaði Borís Jeltsín Rússlandsforseti eistnesku stjórnina um „aðskilnaðarstefnu" og gaf í skyn að Rússar myndu grípa til hernaðaraðgerða til að vernda rétt- indi rússneska minnihlutans. Eftir að RÖSE og aðrar alþjóðastofnanir létu málið til sín taka milduðu Eist- lendingar útlendingalögin þannig að umsækjendum var gert auðveldara að áfrýja niðurstöðunni. Eistneska stjórnin stendur hins vegar við stefnu sína og telur málið í raun snúast um hvort Eistlending- um muni takast að lifa af sem sjálf- stæð þjóð með eigin menningu í framtíðinni. í Rússlandi eru uppi háværar kröfur um að innlima Eyst- rasaltsríkin að nýju og óttast Eist- lendingar að sú verði raunin, nái harðlínuöflin yfirráðum í Moskvu. Eistneska stjórnin, sem að mestu er skipuð ungum, tiltölulega óreynd- um stjórnmálamönnum, á því ótrú- Iega vandasamt verkefni fyrir hönd- um. Hún þarf ekki einungis að reisa efnahag landsins úr rústum heldur verður hún einnig að reyna að finna framtíðarlausn á „rússneska vand- anum“, hvernig aðlaga megi rússn- eska minnihlutann að eistnesku samfélagi á friðsamlegan hátt og finna leið til að tryggja öryggi og sjálfstæði Eistlands óháð því hvernig vindar blása í Kreml. „Ég er forsætisráðherrann! Mart Laar, sem varð forsætisráð- herra Eistlands í lok síðasta árs, er einungis 32 ára gamall og því yngsti forsætisráðherra Evrópu. Þessi lág- vaxni, skeggjaði fyrrum skjalafræð- ingur viðurkennir líka fúslega að hann er ekki mjög forsætisráðherra- legur í útliti. „Ég er það samt. Ég er forsætisráðherrann," segir hann hlæjandi og bendir á sjálfan sig. En þrátt fyrir að hann beri það kannski ekki utan á sér við fyrstu sýn að hann sé forsætisráðherra er Laar fljótur að afla sér virðingar er hann byijar að tala. Líkt og svo margir aðrir ungir eistneskir stjórnmála- menn geislar hann af gáfum, öryggi og kannski ekki síst hrífandi eld- móði er hann talar um framtíð Eist- lands. „Það bendir flest til þess að Rúss- ar hafi ekki hug á að draga herafla sinn til baka sem veldur mikilli óvissu um pólitískan stöðugleika í Eistlandi í framtíðinni. Þar með verðum við af erlendum fjárfesting- um. Að auki leiðir vera þeirra hér til aukinnar glæpatíðni og veldur aukinni hættu á umhverfisslysum. Rússar starfrækja til að mynda enn tvo kjarnakljúfa í landinu og ef eitt- hvað fer úrskeiðis þar er Eystrasalt- ið glatað,“ segir Laar. Hann leggur mikla áherslu á mik- ilvægi þess að umheimurinn geri sér grein fyrir hvernig Rússar komi fram við nágrannaþjóð sína. „Lýð- ræðisríkin ættu að sameinast um að biðja Rússa um að draga sig til baka og styðja þá rússnesku lýðræð- issinna sem eru því hlynntir." Laar viðurkennir að Eistlendingar hafi átt undir högg að sækja í um- ræðunni á alþjóðavettvangi vegna nýju útlendingalaganna en segir að menn verði líka að líta á hver sé í raun tilgangur þeirra. „Það eru til nokkur ríki í heiminum sem veita öllum sem búa í landinu ríkisborg- ararétt. Við erum ekki eitt þeirra. Hins vegar eru Eistlendingar reiðu- búnir að reyna að aðlaga rússneska minnihlutann að eistnesku samfé- lagi. Það hafa komið hingað á þriðja tug sendinefnda frá alþjóðastofnun- um til að kanna málið og allar hafa þær komist að þeirri niðurstöðu að útlendingalögin séu í raun fremur frjálslynd borið saman við sambæri- leg lög í öðrum ríkjum. Þriðji hver íbúi Eistlands er Rússi og vandamál- ið er hvernig þeir eiga að aðlagast þjóðfélagi okkar. Þeir virðast ekki hafa mikinn áhuga á stjórnmálum og flestir þeirra skráðu sig til dæm- is ekki á kjörskrá í síðustu sveitar- stjórnakosningum. Þeir telja sig ekki eiga heirna hér og taka því ekki þátt í því sem við erum að reyna að byggja upp. Ýmis tákn eru þó á lofti um að þetta sé að breytast“ Það auðveldar heldur ekki að finna lausn á deilu Eistlendinga og Rússa að efnahagsástandið er hvergi verra en í Rússaborginni Narva. Þar er atvinnuleysi í kringum 60% og einungis 2,5% allra nýrra fyrirtækja, sem heíja rekstur í Eistlandi, eru stofnuð á því svæði. Kommúnistar fara með völd í borginni og þau er- lendu fyrirtæki, sem íjárfesta í Eist- landi, hafa forðast hana sem heitan eldinn. Eftir að útlendingalögin voru sett efndu stjórnvöld í Narva og Sillamae til atkvæðagreiðslu meðal íbúa um hvort þeir vildu sjálfstæði frá Eist- landi og voru 97% þeirra sem kusu í Narva því hlynntir en 98,5% í Sill- amae. Kosningaþátttaka var hins vegar einungis 54% og hafa eistnesk stjórnvöld lýst því yfir að atkvæða- greiðslan hafi verið ólögleg og að brögð hafi verið í tafli. Vilja endurreisa heimsveldið „Alls staðar í Sovétríkjunum fyrr- verandi eru gömlu kommúnistarnir komnir á kreik á ný og almenningur í Rússlandi vill endurreisa heims- veldið,“ segir Laar. „Vesturlönd verða að bregðast rétt við þessu. Harmleikinn í fyrrum Júgóslavíu má rekja til þess að Vesturlönd töldu líklegast til árangurs að styðja gamla miðstjórnarvaldið. Ef Vestur- Iönd átta sig á því að málið snýst ekki bara um Rússland er hugsan- lega hægt að koma í veg fyrir að það sama gerist hér. Eina friðvæn- lega lausnin sem við sjáum er að gamla heimsveldinu verði leyft að leysast upp.“ Þótt Laar sé ungur er Jiiri Luik, sem verið hefur í forsæti samninga- nefndar Eistlendinga í viðræðunum Talsmenn olíufélaganna um gagnrýni Landssambands ísle Misvísandi og röng nn á staðreyndum n TALSMENN olíufélaganna segja að gagnrýni Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ á þau fyrir of hátt olíuverð, að þau velti vanda sínum yfir á útgerðina og að þau hafi samráð sín í millum sé misvísandi og röng túlkun á staðreyndum. Geir Magnússon forsljóri Olíufélagsins segir að verðin sem Krislján leggi til grundvallar útreikningum sínum séu ekki rétt og þar að auki megi nefna að í Noregi til dæmis stað- greiði útgerðin olíuna en hér fáist að meðaltali 45 daga greiðslufrest- ur á henni. Kristinn Björnsson forsljóri Skeljungs segir að verðmunur á skipagasolíu hér og í Noregi sé 16% en ekki 60% eins og Kristján heldur fram. f frétt Morgunblaðsins í gærdag sonar að sökum hins háa olíuverðs kom fram í máli Kristjáns Ragnars- sé LÍÚ að íhuga innflutning á olíu og beina sölu til skipa. Hann tekur dæmi um að olíuverð til skipa sé allt að 60% hærra hér en til dæmis í Noregi eða 10,73 kr. ytra á móti 16,40 kr. hér heima. Sveinn Hjörtur Hjartarsson hagfræðingur LÍÚ segir að miðað við að heildarnotkun flot- ans sé um 210 milljónir lítra sé hann að borga um 1.200 milljónum króna meira fyrir olíuna hér heima en ef hún væri keypt í Noregi. Syeinn seg- ir að þess beri þó að geta að olíufélög- in selji svokallaða skipaolíu sem mik- 'T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.