Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
Leikhópurinn Augnablik
Júlía og Mánafólkið
Islenskt barna- og fjölskylduleikrit
LEIKHOPURINN Augnablik
frumsýnir 5. september, nýtt ís-
lenskt barna- og fjölskylduleikrit
sem heitir Júlía og Mánafólkið.
Leikritið er samið sérstaklega
fyrir Augnablik af Karli Aspe-
lund og Friðriki Erlingssyni.
Leikhópurinn Augnablik vakti
athygli á síðasta ári með uppsetn-
ingu sinni á sögunni um Dimma-
limm og var m.a. boðið með þá
sýningu á samnorræna barna- og
unglingaleiklistarhátíð í Kristian-
sand í Noregi í júní sl. og hlaut Iof
áhorfenda og gagnrýnenda.
Júlía og Mánafólkið segir frá
stúlkunni Júlíu sem vakin er upp
eina tunglskinsbjarta nótt af undar-
Myndlista- og handíðaskóli Islands
Flytur í hús Listaháskóla
MYNDLISTA- og handíðaskóli
Islands hefur flutt hluta starf-
semi sinnar í nýtt húsnæði lista-
skólanna í Laugarnesi. Skólinn
var því í fyrsta sinn settur i nýju
húsnæði væntanlegs Listahá-
skóla í gær, miðvikudaginn 1.
september, með ávarpi mennta-
málaráðherra, Ólafs G. Einars-
sonar.
Myndlista- og handíðaskóli ís-
lands var stofnaður árið 1939, en
hefur verið starfræktur í Skipholti
1 frá árinu 1956. Um helmingur
nemenda skólans, um 100 manns,
verður í nýja húsnæðinu skólaárið
sem nú fer í hönd. Þetta fólk er í
þrem deildum; skúlptúr, málun og
fjöltæknideild. Ekki hefur verið
ákveðið hvernig húsnæðinu verður
skipt niður í framtíðinni og er því
flutt inn nú til bráðabirgða.
Keramikdeild, textíldeild, grafík og
grafísk hönnun verða auk skrifstofu
skólans áfram í Skipholti.
legri veru sem segist heita Andvari
og vera einn af Mánafólkinu. Hann
biður hana að fara í langan leiðang-
ur og finna brotin af Mánaflautunni
sem höfuðskepnurnar, Loft, Vatn,
Eldur og Jörð, hafa brotið í fjóra
hluta. Mánaflautan er merkisgripur
því með því að leika Mánalagið á
flautuna getur Mánafólkið hreinsað
hjörtu mannanna og fyllt þau gleði
og kærleika. Nú er illa komið fyrir
Mánafólkinu því það er allt lagst í
eilífan dvala nema þessi eini. Og
Júlía hefur stuttan tíma, aðeins eitt
tungl, til þess að endurheimta brot-
in af flautunni svo Mánafólkið geti
látið Mánalagið hljóma aftur í ver-
öldinni.
Augnablik eru þær Ásta Arnar-
dóttir, Harpa Arnardóttir og Kristín
Guðmundsdóttir, flautuleikari, en
hún semur tónlistina í leikritinu og
útfærir leikhljóð. Fyrir þessa upp-
setningu fengu þær til liðs við sig
leikarana Björn Inga Hilmarsson,
Erling Jóhanneson og Báru Lyng-
dal Magnúsdóttur. Leikmynd og
búningar eru hannaðir af Karli
Aspelund, en Nína Njálsdóttir og
Indriði Guðmundsson saumuðu
búninga og Björg Vilhjálmsdóttir
aðstoðaði við hönnun og gerð leik-
myndar.
Júlía og Mánafólkið verður fyrsta
frumsýningin í nýju húsnæði leik-
húss Frú Emilíu í Héðinshúsinu,
Seljavegi 2, 2. hæð. Sýningin tekur
um 50 mínútur í flutningi og verður
sýnd fyrir og eftir hádegi virka
daga, en einnig er boðið uppá sér-
stakar foreldrasýningar á laugar-
dögum og sunnudögum. Miðaverð
er kr. 700. Miðapantanir og allar
nánari upplýsingar eru í sima
Augnabliks 21163 og í miðasölu
Frú Emilíu 12233.
(Fréttatilkynning)
Japanskur kór
syngur íslensk
lög
Japanskur söngkór, „Nordic Choral
Society of Japan“, heldur tónleika í
Norræna húsinu á morgun, föstudag-
inn 3. september. Kórinn fór um Norð-
urlönd fyrir tuttugu og fimm árum og
aftur árið 1974, en þetta er í fyrsta
skipti sem kórinn kemur til íslands.
Kórinn var stofnaður árið 1962 og
er hann skipaður jafnt atvinnu- sem
leikmönnum. Fyrstu árin einbeitti kór-
inn sér að sænskum lögum, en síðar
hafa lög frá hinum Norðuriöndunum
bæst á söngskrána.
Norrænu lögin syngur kórinn á
frummálinu en þó kemur fyrir að sum
þeirra séu flutt fyrir japanska áheyr-
endur í japanskri þýðingu. Meðal ann-
arra hefur japanska keisarayrtjan þýtt
fyrir hann finnska vísu, „Anninn
laulu“.
Stofnandi og stjómandi kórsins,
Shozo Ohtsuka, er fæddur árið 1926.
Hann hóf nám í viðskiptafræði, en
þegar hann horfði upp á marga jafn-
aldra sína falla á vígvöllum seinni
heimsstyijaldar ákvað hann að snúa
sér alfarið að tónlist.
A dagskrá „Nordic Choral Soeiety
of Japan" verða nokkur íslensk lög,
þar á meðal úr Völuspá, „Haustvísur
til Máríu“ eftir Atla Heimi Sveinsson,
„Ég að öllurn" í útsetningu Hallgríms
Helgasonar og „Heyr himna smiður“
eftir Þorkel Sigurbjömsson.
Tónleikarnir heijast kl. 20. Að-
gangseyrir er 500 kr.
Ljóðlist
Fimm skald syna a
Mokka
Á Mokka við Skólavörðustíg stendur
nú yfir sýning á handritum fimm ijóð-
skáida, þeirra Braga ólafssonar, Elísa-
betar Jökulsdóttur, Kristínar Ómars-
dóttur, Sjóns og Valgarðs Bragasonar.
Hvert þeirra sýnir eitt eða fleiri ljóð,
allan ferilinn frá þv[ að það er verður
til sem athugasemd í vasabók, eða rifr-
ildi af pappír, þangað til það er full-
gert og hæft til birtingar.
Sýningin stendur til 12. september
og er opin á sama tíma og kaffihúsið.
Ljóðaupplestur á Café
au lait
í kvöld, fimmtudagskvöld, kl.
9-9.30 hefst röð ljóðaupplestra á veg-
um bókaútgáfunnar Hringskugga og
verða þeir einu sinni í mánuði á Café
au lait.
Fyrstu skáldin sem kynna verk sín
eru Páll Biering og Birgir Svan. Páll
les úr sinni fyrstu bók sem brátt mun
koma út á prenti. Birgir Svan les einn-
ig úr óútkominni ljóðabók, sem verður
sú ttunda frá hendi höfundar.
Myndlist
Myndlistarsymng 1
Eden
Markús Sigurðs-
son sýnir olíumál-
verk í Eden í
Hveragerði dagana
30. ágúst til 13.
september. Þetta er
hans fyrsta sýning.
Síðasti sýningardagur
Ingu S. Ragnarsdóttur
Skúlptúrsýningu Ingu S. Ragnars-
dóttur í Galleríi einn einn lýkur í dag,
fimmtudag. Sýningin er opin frá kl.
14 til 18. Á sýningunni eru verk frá
þessu ári og aðalefni þeirra eru þak-
rennur, bárujám og litaður stúkk-
marmari sem hún tengir á sinn hátt
íslensku umhverfi.
Stefán Geir sýnir í
Galleríi Sævars Karls
Stefán Geir Karlsson sýnir í Galleríi
Sævars Karls, Bankastræti 9, 3.-22.
september 1993. Hann er fæddur á
Fáskrúðsfirði 1945, fluttist til Kefla-
víkur 1949 og ólst þar upp. Hann lauk
meistaraprófi f plötu- og ketilsmíði
1978 og útskrifaðist sem skipatækni-
fræðingur frá Helsingjaeyrar-tækni-
skólanum 1973.
_ Stefán Geir tók þátt í samsýningum
FÍM 1979, ’80 og ’81, hélt einkasýn-
ingu í áningarskála Hafsteins Sveins-
sonar í Viðey 1987 og í Galleríi einn
einn 1991. Hann smíðaði skúiptúr,
stærsta herðatré í heimi, sem skráð
var í Heimsmetabók Guinnes 1989.
Á sýningunni hjá Sævari Karli verða
tréskúlptúrar, allt æskuminningar, sér-
staklega frá uppvaxtarárum Stefáns í
Keflavík.
Heimsins stærsta blokkflauta verður
reist fyrir utan verslunina. Sýningin
er opin á verslunartíma á virkum dög-
um frá kl. 10-18.
Sýningin Listalíf
framlengd um viku
Vegna íjölda áskoranna hefur verið
ákveðið að framlengja sýninguna
Listalíf í Kringlunni um eina viku, eða
til 7. september. Þar sýnir Tolli sín
nýjustu verk. Af þessu tilefni mun
hann vera í Kringlunni seinni partinn
f dag, fimmtudag, og á morgun, föstu-
dag, milli kl. 16 og 18 og spjalla við
sýningargesti, en á laugardaginn kl.
14 mun gítarleikarinn Símon Ivarsson
spila þar klassíska gítartónlist.
Um helgina verða danskynningar í
Kringlunni, en á föstudag verður dans-
skóli Auðar Haralds með kynningu og
á laugardag munu einnig tveir dans-
skólar kynna starfsemi sína í Kringl-
unni, en það eru dansskóli Jóns Péturs
og Köru og Danssmiðjan.
Fyrirlestur
Fynrlestur um „situ-
ationista“
Roberto Ohrt mun um ræða um
verk „situationista” í sögulegu sam-
hengi með áherslu á aðferðir og fagur-
fræði í skrifum þeirra og verkum í
dag, fimmtudaginn 2. september, í
Nýlistasafninu. Síðan mun Diedrich
Diedrichsen íjalla um svipaðar hug-
myndir í hip-hop-tónlist og „sampling”-
tækni nátengdri henni, en klippitækni
„situationista” er f rauninni af sama
meiði. Fyrirlesturinn er í tengslum við
sýninguna Situation ’93 sem nú stend-
ur yfir í Nýlistasafninu við Vatnsstíg.
Roberto Ohrt býr í Hamborg og
skrifaði bókina „Phantom Avantgarde”
um „situationista” 1990 auk þess sem
hann birtir reglulega greinar í tímarit-
inu „Texte zur Kunst” sem er gefið út
í Köln. Diedrich Diedrichsen er rit-
stjóri tímaritsins „Spex“ sem fjallar
úm nýja strauma og stefnur í tónlist,
bókmenntum og stjórnmálum.
Fyrirlesturinn hefst stundvíslega 2.
september kl. 18 og er hann öllum
opinn.
MENNING/LISTIR
Tónlist
Eguenia Ratti
Eugenia Ratti held-
ur söngnámskeið
ÍTALSKA söngkonan og söng-
kennarinn Eugenia Ratti heldur
námskeið fyrir söngvara og
söngnema í Reykjavík sem hefst
2. október og er um einkatima
að ræða. Hún kemur hingað á
vegum Jóhönnu G. Möller söng-
konu.
Ratti er þekkt í heimalandi sínu
og víðar, bæði sem söngkona og
söngkennari og söng á sínum tíma
við Scala-óperuna í Mílanó og í
óperuhúsum víða um heim. Hún
starfar nú sem prófessor við tónlist-
arháskólann Giuseppi Nicolini í
Piacenza og tónlistarskólanum
Mario Mangia í Fiorenzuola d’Arda
(Pc). Kennslugrein hennar er, auk
raddþjálfunar, túlkun á leiksviði.
Eugenia Ratti kemur hingað til
námskeiðahalds í 9. skipti og í 5.
skipti á vegum Jóhönnu G. Möller.
Eru þeir ófáir íslensku söngvararn-
ir sem notið hafa leiðsagnar hennar
á þessum námskeiðum, auk þess
sem margir Islendingar hafa stund-
að nám hjá henni á Ítalíu.
Harry Schemm.
Harry Schemm
á Eyrarbakka
HARRY Schemm er þýskur myndlistarmaður frá Niirnberg sem
opnar sýningu á verkum sínum á morgun, 3. september, í menning-
armiðstöðinni á Eyrarbakka, gamla barnaskólanum. Hann er á eins
árs ferðalagi um hnöttinn og hefur þegar verið á Indlandi, Grikk-
landi, í Berlín og París. Frá Eyrarbakka heldur hann til Fílabeins-
strandarinnar í Afríku. Hann aðhyllist svokallaða utandyramálun
(Plein-air). Hvar sem hann kemur setur hann upp trönur sínar úti
við og málar það sem fyrir augun ber, rétt eins og tíðkaðist áður
en stefnur eins og afstraktið, konseptið og naumhyggjan tóku völd.
Schemm segir að þetta aftur-
hvarf til fortíðar megi skilja sem
hógvær mótmæli gegn nútmímalist-
inni sem hafi tekið á sig býsna
gáfulegt yfirbragð. Stundum finnist
manni vanta kjarnann í hinar glæsi-
legu umbúðir. Inntakið verður
óljóst, eins og verkin séu helst sköp-
uð til að gefa listgagnrýnendum
tækifæri til að sanna gáfur sínar.
Það hefur gleymst um skeið að list-
in á líka að koma frá hjartanu.
Allir vilja setja fram eitthvað
nýtt, en ekkert er nýtt undir sól-
inni, allt er endurtekning. Svo vinn
ég upp á gamla móðinn, utandyra,
á götum úti. Vegfarendur sýna mér
áhuga, koma og fylgjast með því
hvernig mér vinnst, gefa góð ráð.
Þannig skapast eins konar gjörn-
ingur (performance) úr samskiptum
málarans og áhorfenda.
Harry Schemm hefur vakið at-
hygli í heimalandi sínu og sýnt víða,
svo sem í Kunsthalle Núrnberg,
Galerie Loft, Köln, Galerie das
Dasein an sich, Berlín, Goetheinsti-
tut, Búdapest og víðar. Hann hefur
unnið með listamönnum eins og
Peter Angermann (nemanda Jos-
ephs Beuys) sem ýmsir munu minn-
ast frá því hann kom hingað árið
1983, kenndi og hélt sýningu í
Nýlistasafninu.
Sýningin á Eyrarbakka stendur
til 12. september.