Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
2
Tökum um 50% úr
veiðistofni þorsks
Aðrar þjóðir halda sig við 25 til 35%
ÁRLEGA hafa verið tekin um 50% af veiðistofni þorsksins hér við
land hin síðari ár, en í Beringshafi er miðað við að ekki sé tekið
meira en 25%. Norski fiskifræðingurinn Odd Nakken telur heppileg-
ast að í Barentshafi sé veiðin á bilinu 20 til 35% og fari aldrei yfir
35%. Mcð þessu móti er talið að jafnastur og bestur afrakstur náist
úr viðkomandi fiskistofnum.
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, segir að 50%
veiði úr veiðistofninum sé of mikið.
í flestum tilfellum sé bezt að miða
við 25 til 35% fyrir botnfisktegund-
ir og minna fyrir uppsjávarfiska.
„Tillögur okkar hafa alla tíð miðazt
við þetta hlutfall og til dæmis hefur
aldrei verið leyft að taka meira af
Suðurlandssíldinni en 20 til 30%.
Það hefur hins vegar verið ákvörðun
stjórnvalda að taka meira en við
höfum lagt til úr öðrum stofnum
svo sem þorskinum, eða allt að
50%. Það verður að hafa í huga,
þegar verið er að nýta villta fiski-
stofna, að veiðarnar einar skipta
ekki öllu máli. Veðurfarið hefur
einnig mikið að segja og aðstæður
í sjónum geta ýmist verið hagstæð-
ar eða óhagstæðar. Því er bezt að
taka heldur lágt hlutfall úr hveijum
stofni til þess að koma í veg fýrir
áföll við óhagstæð skilyrði," segir
Jakob Jakobsson.
Meintur höfuðpaur
fíkniefnahrings tekinn
FÍKNIEFNALÖGREGLAN handtók í fyrrinótt meintan höfuðpaur
fíkniefnahrings sem talið er að hafi fjármagnað innflutning á umtals-
verðu magni af hassi og amfetamíni til landsins. Maðurinn var hand-
tekinn í húsi í miðbæ Reykjavíkur ásamt tveimur öðrum sem báðir
hafa áður verið handteknir og hafðir í haldi vegna rannsóknar
málsins. Einnig voru handteknir nokkrir aðilar sem taldir eru hafa
annast smásölu á fíkniefnum fyrir höfuðpaurinn.
Mál þetta kom upp þegar tveir
menn, 47 og 51 árs, voru handtekn-
Danir unnu í
Víkingalottói
TVEIR voru með sex tölur réttar
í Víkingalottóinu í gær en hvor-
ugur vinningurinn kom á íslensk-
an miða. Heildarupphæðin var
um 156 milljónir króna og komu
því 78 milljónir í hlut hinna
heppnu, sem báðir keyptu lot-
tómiða sína í Danmörku.
Tveir bónusvinningar komu í hlut
íslendinga, að sögn Vilhjálms B.
Vilhjálmssonar framkvæmdstjóra
íslenskrar getspár, og er hver um
sig 677 þúsund krónur.
ir í Leifsstöð við komu til landsins.
Á öðrum þeirra fundust 3 kg af
hassi og 900 grömm af amfeta-
míni. Mennimir sátu í gæsluvarð-
haldi um tíma og þriðji maðurinn,
38 ára, játaði aðild að málinu. Við
rannsókn málsins kom fram að þeir
höfu átt aðild að a.m.k. tveimur
svipuðum smyglferðum.
Þrír handteknir
í fyrrakvöld lét lögreglan að nýju
til skarar skríða gegn tveimur
mannanna og handtók þá ásamt
38 ára gömlum manni sem lögregla
telur víst að sé skipuleggjandi og
höfuðpaur umfangsmikilla fíkni-
efnaviðskipta. Ekki var lagt hald á
fíkniefni. Gerð var krafa um gæslu-
varðhald yfir hinum meinta höfuð-
paur og öðrum hinna og tók héraðs-
dómari sér frest til að kveða upp
úrskurð í málinu.
Danir taka ákvörðun um Grænlandsflug
Odin Air fær leyfi
DÖNSK flugmálayfirvöld hafa veitt íslenska flugfélaginu Odin Air
leyfi til áætlunarflugs á flugleiðinni Reykjavík-Kúíusúk-Reykjavík
að því tilskildu að félagið fái loftferðaleyfi íslenskra flugmálayfir-
valda.
Þórhallur Jósepsson deildarstjóri
í samgönguráðuneytinu segir að
fyrirspumum félagsins um loft-
ferðaleyfi hafi verið svarað á þá
leið að það fengist þegar félagið
uppfyllti þau skilyrði um eiginfjár-
stöðu og sem sett em í reglugerð
um flutningaflug.
Odin Air hefur verið veittur
nokkurra daga frestur til að upp-
fylla fyrrnefnd skilyrði.
í dag
Sögðum Zukofsky ekki upp
Greinargerð frá stjðm Sinfóníu-
hljómsveitar æskunnar 12
Fyrstu réttir huustsins
Tvær næstu helgar verður réttað
víða um land 14
Kjötsala til Sviþjóðar
Útflutningur SS á kjöti í neytenda-
umbúðum til Svíþjóðar gengur vel
og dæmi eru til að kjötið kosti þar
meira út úr búð en hér heima 16
Leiðari
Hæfí nefndarmanna í opinberum
nefndum 26
Viðskipti/A tvinnulíf
► Skuldabréfaútboð Fiskveiða-
sjóðs - Samdráttur í bílainnflutn-
ingi - Grípandi gluggaútstillingar
- Pizzuæðið — Clinton og smáfyr-
irtækin - Gosan í Rússlandi.
Vélsleðarnir „stolnu“ fundust á sínum stað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ánægðir sleðaeigendur
GUÐLAUGUR og Þröstur voru ánægðir að finna sleðana sína
óskemmda og vildu koma þakklæti til Þorsteins Hjaltasonar á
framfæri. Hér eru þeir við bílinn sem flutti sleðana í bæinn.
Fóruí
gang eftir
9 mánuði
undir fönn
VÉLSLEÐUNUM tveimur sem
Guðlaugur Þorleifsson og Þröst-
ur Halldórsson urðu að yfirgefa
þegar þeir lentu í miklum hrakn-
ingum í Bláfjöllum í janúar sl.
reyndist ekki hafa verið stolið
eins og Morgunblaðið greindi frá
í gær heldur voru þeir á sínum
stað þar sem þeir voru skiidir
eftir í Bláfjöllum í vetur. Sleðarn-
ir fóru í gang þegar eigendurnir
viljuðu þeirra í gær en þá höfðu
þeir legið í um 9 mánuði undir
fönn.
Þorsteinn Hjaltason fólkvangs-
vörður í Bláijöllum hafði samband
við Morgunblaðið í gær og greindi
frá því að um helgina hefði hann
hitt mann sem hefði sagt sér að
hann hefði gengið fram á sleðana
í dragi handan við Kóngsgil, um 2
km austur af skálanum. Þorsteinn
sagði að þetta hefði dottið úr sér
þar til hann las um hvarf sleðanna
í Morgunblaðinu. Hann fór þá að
leita eftir frásögn mannsins og fann
sleðana.
„Þetta eru frábærar fréttir,"
sagði Guðlaugur Þorleifsson þegar
Morgunblaðið færði honum fréttim-
ar. Þeir félagar fóru og sóttu sleð-
ana síðdegis í gær.
433 milljóiiir til skjólstæðinga Félagsmálastofnunar
25% fleiri einstakling-
ar fá fjárhagsaðstoð
Fjárveiting hefur hækkað um 50% í Hafnarfirði
REYKJAVÍKURBORG hefur á þessu ári veitt samtals 433,7 milljónir
króna í fjárhagsaðstoð til skjólstæðinga Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar. Að sögn Sveins H. Ragnarssonar, félagsmálasljóra, er
útlit fyrir að skjólstæðingum fjölgi um 25% á árinu miðað við síðastlið-
ið ár. Að sögn Mörtu Bergmann, félagsmálastjóra Hafnarfjarðar, hef-
ur fjárveiting vegna fjárhagsaðstoðar hækkað um 50% í krónum talið
miðað við sama tíma í fyrra.
Sveinn sagði, að skjólstæðingum
Félagsmálastofnunar hefði þegar
fjölgað um 24,2% eða 416 einstakl-
inga það sem af er árinu miðað við
sama tíma í fyrra. í fjárhagsáætlun
borgarinnar var gert ráð fyrir 323,7
millj. í ljárhagsaðstoð á þessu ári.
Sagði hann að fyrrihluta árs
1992 hefðu greiðslur vegna íjár-
hagsaðstoðar farið til aðeins fleiri
en gert var ráð fyrir en þegar leið
á árið hefði þeim fjölgað verulega
og svo farið að lokum að greiðslur
fóru fram úr áætlun.
„Við þurfum að fara allt til árs-
ins 1990 til að finna svipað ástand
og nú er,“ sagði hann.
3.000 einstaklingar aðstoðaðir
Á sama tíma í fyrra fengu 1.716
einstaklingar fjárhagsaðstoð en
núna eru þeir 2.132 sem er fjölgun
um 416. Sveinn sagðist gera ráð
fyrir að þessi tala ætti eftir að
hækka um 600 og að um 3.000
einstaklingar kæmu til með að njóta
aðstoðar á árinu. Fjölskyldan er
talin sem einn einstaklingur en þær
eru misfjölmennar og þess vegna
eru mun fleiri sem standa að baki
þessari tölu.
Marta Bergmann félagsmála-
stjóri í Hafnarfirði, sagði að á síð-
asta ári hefði 12 millj. verið varið
í fjárhagsaðstoð til skjólstæðinga
bæjarins en nú hefði verið varið 18
millj. Þann 1. september voru 430
manns á atvinnuleysisskrá hjá
Vinnumiðlun Hafnarfjarðar og
sagði Marta að rekja mætti aukna
fjárhagsaðstoð til langvarandi at-
vinnuleysis og fjölgunar aðfluttra.
Beiðnum um aðstoð hefði fjölgað
og upphæðir hækkað til hverrar
ijölskyldu þar sem erfiðleikar hefðu
verið meiri. „Við fínnum mikið fyr-
ir atvinnulausu fjölskyldufólki, sem
hefur flutt hingað utan af landi
eftir að hafa misst allt sitt og ég
held að Hafnarfjörður hafi þar sér-
stöðu,“ sagði hún.
Dagskrá
► Dagsljós Sjónvarpsins - Sky
ruglar útsendingar — Fyrstu ár
Elvis sem kvikmyndaleikara -
Ungur ryósnari - Síðasta viðtalið
við Marilyn Monroe
Kristján opnar leik-
árið í Vínaróperunni
Vín. Frá Önnu G. Ólafsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins
YFIR tvö þúsund áheyrendur fögnuðu Kristjáni Jóhannssyni óperu-
söngvara í lok sýningar á Aidu eftir Verdi í ríkisóperunni í Vínar-
borg, en með sýningunni hófst óperuárið þar í borg. Kristján sagði
í samtali við Morgunblaðið að sér hefði liðið mjög vel á meðan á sýn-
ingunni stóð og hann væri mjög ánægður með viðtökur áheyrenda.
Kristján sagði að svolítil þyngsli
hefðu virst vera í áheyrendum fram-
an af. „En það var greinilega kom-
in talsverð stemmning eftir fyrsta
þátt. Ég verð að segja að sjaldan
hafa viðtökur verið jafn góðar við
aðalaríunni og þess vegna er ég
mjög ánægður með minn hlut.“
Spennandi ár
Aðspurður sagði Kristján að
óperuárið framundan væri mest
spennandi á sínum á ferli. „Að opna
leikárið hér, taka þátt í nýrri upp-
færslu á Toscu í Chicago og Caval-
leria Rusticana í janúar í Múnchen,
en það hefur staðið til lengi en
ekki gengið saman fyrr en nú. í
Múnchen syng ég líka í II Trova-
tore, svo eru tvær sýningar í Metro-
politan og næsta vor kem éa aftur
til Vínar.“