Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 13 $ SUZUKI ■-............. SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00 Komið og reynsluakið þessum vinsæla jeppa - Nð verðið ekki fyrir vonbrigðum VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Sæstrengsriddarar og hálendi Islands eftirJón Viðar Sigurðsson Umræða um útflutning raforku frá íslandi til Evrópu um rafstreng hefur verið töluverð að undanförnu. Margir hafa haft eitthvað til mál- anna að leggja. Ýmist eru það aðil- ar sem hafa tjáð sig um tæknileg atriði er varða flutning raforkunnar um sæstreng eða þá þeir sem virð- ast leggja allt kapp á að gera ís- land að hráefnisnýlendu. Þessir að- ilar bera hag Evrópu fyrir brjósti og vilja nýta auðlindir landsins til þess að geta fært Evrópubúum „hreina“ raforku. Menn hafa keppst um að bendla nafn sitt við þennan mikla framtíðardraum íslendinga og jafnvel pólitíkusar eru farnir að skipuleggja verksmiðju til að fram- leiða og græða á að selja sjálfum sér sæstreng. Helstu frammámenn orkumála á Islandi eru einnig farn- ir að tala um nauðsyn þess að hleypa væntanlegum kaupendum, hinnar „hreinu“ raforku, í auðlindir landsins og láta þá íjármagna þær virkjanir sem nauðsynlegt er að reisa vegna útflutningsins. Það virðist sem að orkumál og skynsemi fari ekki alltaf saman á Islandi eins og dæmin sanna og nægir þar að benda á virkjun Kröflu, Blönduvirkjun sem fram- leiðir raforku sem engir kaupendur eru að og skuldir Landsvirkjunar Kripalujéga Jóga fyrir eldri borgora hefst ó. sept. Kennt ó món. ogfim. kl. 10.30-11.30. Kennari: Huldo 6. Sigurðordóttir. Hulda gefur uppl. í sima 675610 eftir kl. 19. Næstu byrjendanómskeió verða: 13. sept. món. og mið. kl. 20.00-21.30. 14. sept. þri. og fim. kl. 17.15-18.45. 20. sept. món. og mið. kl. 16.30-18.00. Kynningarkvöld verður mónudaginn 6. sept. kl. 20. Allir velkomnir. Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). sem eru hvorki meiri né minni en 48 milljarðar. Þessu virðast menn gleyma um leið og þeir hringsnúast í sæstrengsdraumnum. Það alvar- lega er að þetta eru ekki bara ein- hveijir valdalausir draumóramenn heldur eru hér á ferðinni menn í æðstu stöðum sem væntanlega munu taka ákvarðanir um hvort ráðist verður í að flytja raforku héðan um sæstreng. Eitt er það mál sem útundan hefur orðið í allri umræðunni um útflutning raforku og það ekki svo lítilvægt. Það eru þær fórnir sem náttúra hálendis Islands þarf að færa til þess að draumar sæstrengs- riddaranna geti orðið að veruleika. Það er nefnilega ekki nóg að fram- leiða sæstreng og leggja yfir hafið. Raforkan verður ekki til að sjálfu sér. Menn virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir því hversu mikl- ar þessar fórnir verða ef af verður. Hugmyndir eru uppi um að útflutn- ingurinn nemi um eða yfir 1000 MW en til þess að framleiða svo mikla raforku þarf að koma til stór- felldra virkjunarframkvæmda. Nú þegar eru virkjanir Landsvirkjunar farnar að taka mikinn toll og benda má á þau umhverfis- og landspjöll sem næstu virkjun, Fljótsdalsvirkj- un, fylgir. Samfara þeirri virkjun verður lögð háspennulína yfír við- kvæma náttúru Odáðahrauns, einn- ig yfir Sprengisand, stór hluti Eyja- bakkasvæðisins hverfur undir lón og stórfenglegir fossar eins og Kirkjufoss þorna að mestu upp. Talað er um að afla mest af þeirri raforku, sem flytja á út um sæ- streng, á hálendinu norðan Vatna- jökuls. Sæstrengsriddararnir tala jafnvel stoltir um að veita Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal yfir í Fljótsdal og fínnst ekkert til þess koma þótt ráðskast sé með einn af þjóðgörðum landsins, Jökulsárgljúf- ur, en Dettifoss er einmitt innan þess þjóðgarðs. Stíflur, uppistöðu- lón, skurðir, háspennulínur og fleiri slík mannvirki virðast ekkert til- Kirkjufoss í Jökulsá í Fljótsdal. „Eitt er það mál sem útundan hefur orðið í allri umræðunni um út- flutning raforku og það ekki svo lítilvægt. Það eru þær fórnir sem náttúra hálendis Is- lands þarf að færa til þess að draumar sæ- strengsriddaranna geti orðið að veruleika.“ tökumál á hálendi íslands enda á að færa Evrópubúum „hreina“ raf- orku. Vissulega yrði þetta til að draga örlítið úr mengun samfara raforkuframleiðslu í landi kaupand- ans en í staðinn kemur mengunin á hálendi íslands í formi mann- virkja og rasks sem þeim fylgir. Sæstrengsriddararnir virðast ekki hafa tilfinningu fyrir náttúru há- lendisins og eru tilbúnir að fórna henni fyrir peningaseðla frá Evr- ópu. Væntanlega til að greiða niður skuldir Landsvirkjunar. Sem betur fer eru íslendingar í sífellt auknum mæli að gera sér grein fyrir verðmæti ósnortinnar náttúru hálendisins. Ekki bara vegna þess að slíkum svæðum fer ört fækkandi heldur líka vegna þeirra ferðamanna sem gera sér grein fyrir verðmæti svæðanna og sækja þau heim. Sá tími fer að koma að íslending- ar þurfa að svara þeirri spurningu hvort þeir vilji fórna stórum hluta af ómetanlegri náttúru hálendisins til þess eins að geta fært nokkrum Evrópubúum „hreina“ raforku. Vonandi bera íslendingar gæfu til að falla frá draumórahugmyndum sem þessum og óskandi er að orkú- málastjóri, forstjóri Landsvirkjunar og aðrir sæstrengsriddarar snúi sér að hugmyndum um skynsamlega nýtingu auðlindanna. Höfundur er jarðfræðingur. Nvjung í bílaviðskiptum SUZUKIVITARA með 4ra ára lánakjörum SUZUKI VITARA fæst nú á betri kjörum en nokkru sinni fyrr. Útborgun 25% af kaupverði og eftirstöðvar lánaðar með mánaðarlegum greiðslum í 48 mánuði. SUZUKI VITARA fæst 3ja eða 5 dyra með vali um beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Verð frá kr. 1.985.000 (3ja dyra JLXi/beinskiptur) DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. oöííSca ! Faxafeni 12. Sími 38 000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.