Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 46

Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 < FlLAHOSIÐ n þeir cLkváSu þfi/í i/Jcri VinnasLyS." Ast er... að horfa saman á sólsetrið TM Rog. U.S Pat Otf.—all rights reserved • 1993 Los Angeles Times Syndicate Þú hefur greinilega misskil- ið mig þegar ég bað um hærri launaávísun. Ég er ekki viss, en ég held að þetta sé sandkvika. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hugleiðing um ferðamál Frá Margréti Margeirsdóttur: Nýlega átti ég þess kost að ferð- ast með hestum yfir hálendið um Kjalveg, norður í Skagafjörð. Ekki er þó ætlunin að gera skil þeirri stór- kostlegu ferð í þetta sinn, heldur minnast á nokkur atriði sem blasa við augum ferðamannsins eða kannski réttara sagt vantar að blasi við þegar ferðalangar leggja leið sína um öræfí landsins. Þarna á ég við hversu mikið virðist skorta á að leið- ir um hálendið séu merktar skil- merkilega með vegvísum þar sem staðanöfn áningarstaða og vega- lengdir væru greinilega merktar með áberandi skiltum. Islenskir ferða- menn hafa hingað til bjargað sér mest eftir eigin ratvísi, hinsvegar hlýtur að gilda annað um útlending- ana sem koma hingað gagngert til að ferðast um hálendið. I hestaferð- inni sem ég gat um í upphafí urðu á vegi okkar fjölmargir útlendir ferðamenn sem voru að berjast yfir hálendið á hjólum eða gangandi með pjönkur sínar. Mér eru sérlega minn- isstæðir nokkrir slíkir á leiðinni frá Hvítámesi til Hveravalla. Það var kalt og hvasst enda stóð vindur af norðri. Útlendingarnir voru bláir af kulda og loppnir á höndum að rýna í vegakortin sín, skimandi í allar átt- ir til að reyna að átta sig á hvar þeir voru staddir. Nokkrum þeirra mættum við oftar en einu sinni og höfðu þeir þá villst af leið, enda fá eða engin kennimerki fyrir ókunnuga að fara eftir. Ekki veit ég hveijum ber að bæta þarna úr en ég held að þetta hljóti að vera eitt af þeim atriðum sem þarf að kippa í lag til að auðvelda ferðamönnum að komast klakklaust leiðar sinnar um öræfi landsins. Fyrst ég er byijuð að stinga niður penna um ferðamál get ég ekki látið hjá líða að minnast á aðstöðuna á Hveravöllum. Hveravellir eru eins og allir vita einn fjölfamasti ferða- mannastaður á hálendinu yfír sumar- ið, enda er þar bæði einstök nátt- úrufegurð og eins hefur staðurinn sögulegt gildi fyrir okkur, auk þess sem hann er eins og „vin í eyði- mörk“. Gistiaðstaða fyrir ferðamenn er engin, nema svefnpokagláss í tveimur skálum Ferðafélags Íslands sem hljóta fyrst og fremst að vera reistir þama til að þjóna félagsmönn- um sínum en ekki sem almenn gisti- aðstaða fyrir allan þann ijölda af fólki sem ferðast þama um. Það gefur augaleið að margur ferðalangurinn sem eygir þennan stað eftir langa og stranga göngu eða útiveru á fjallvegum hugsar sér gott til glóðarinnar að komast í húsa- skjól á Hveravöllum. Það getur þó brugðist til beggja vona ef fyrir- hyggja hefur ekki ráðið för, því að oft þarf að panta skálapláss með löngum fyrirvara, ella er engin trygging fyrir því að svefnpláss fáist. Margir verða því að liggja í tjöld- um hvort sem að hitastigið er niður undir frostmarki eða jafnvel lægra. í hvorugum skálanum er salernis- eða snyrtiaðstaða, heldur verður fólk að hlaupa út góðan spöl hvernig sem viðrar til að komast á salerni og þvo sér undir berum himni. Má geta nærri hversu óþægilegt þetta fyrir- komulag er ekki síst fyrir fólk sem ferðast með ung börn. Til að forðast misskilning vil ég taka skýrt fram að þetta er ekki sagt til að gagnrýna þá aðila sem þó hafa reynt af veikum mætti að koma þarna upp lágmarksaðstöðu og vafalaust unnið öll þau verk í sjálf- boðavinnu eins og flestir gera í Ferðafélagi íslands. Þvert á móti ber að virða þá viðleitni og það starf sem er unnið á þeirra vegum. í ársskýrslu Ferðafélags íslands sem birtist í Árbók Ferðafélagsins 1993 koma fram athyglisverðar upp- lýsingar um fjölda ferðamanna á Hveravelli árið 1992. Þar segir: „í skálum gistu 1.723, 1.080 útlending- ar, en 643 íslendingar. í tjöldum gistu 3.750, 3.306 útlendingar og 444 íslendingar. Viðdvöl í hópferðum höfðu 6.041. Gistinætur voru sam- tals 5.473 en voru 6.263 árið áður. Fækkunin var í tjaldgistingum en í skálum gistu 100 fleiri en árið áður.“ Samkvæmt þessum upplýsingum koma þúsundir ferðamanna á Hvera- velli ár hvert og þar af eru útlending- ar í miklum meirihluta. Þama hlýtur að vera grundvöllur fyrir framsýna athafnamenn að hefj- ast handa og koma á fót ferðamanna- aðstöðu sem sæmir þessum stór- brotna stað. En það er með þetta eins og leiða- merkingarnar sem fyrr var minnst á, ekki veit ég hverjum ber að bæta þarna úr, samt hljóta ferðamálayfír- völd að gera sér grein fyrir að tæp- lega er hægt öllu lengur að láta eins og þeim komi þetta ekki við. Eða notum við kannski sömu aðferð í ferðamannaþjónustunni einsog með fé sem er sleppt á afrétt og síðan er ætlast til að það bjargi sér sjálft sem það og auðvitað gerir oftast. Það eiga útlendingarnir kannski líka að gera þegar loks er búið að lokka þá til landsins og benda þeim á hvar öræfín eru. En glansmyndirn- ar og íslenskur raunveruleiki fara því miður ekki alltaf saman. En fyrst að sauðkindin hefur blandast inn í þessa umræðu get ég ekki látið hjá líða að geta hennar nánar. Eitt af því sem blasti við aug- um þegar við komum á Hveravelli voru einmitt blessaðar sauðkindurn- ar sem dreifðu sér um grængresið þar sem því hafði tekist að festa rætur á örfáum stöðum, sjálfsagt vegna jarðhitans frá hverunum. Kindumar spígsporuðu þama um milli húsa eins og þær ættu þennan stað og óneitanlega settu þær dálítið „heimilislegan" svip á umhverfið. Hvort þeim litla gróðri sem þarna er að fínna, tekst að halda velli í samskiptum við sauðkindina skal engu spáð um, en óneitanlega hvarfl- ar að sú hugsun hvort ekki sé nú kominn tími til að vernda þessi fáu strá fyrir ágangi búfjár. Tæplega getur það verið óviðráðanlegt verk- efni. Þess skal getið að aðstaða fyrir hesta er viðunandi á Hveravöllum. Þar er bæði hesthús, heysala og hólf fyrir hesta þar sem hestamenn geta athafnað sig áður en lagt er af stað á ný. Unga fólkið sem sér um vörslu húsa og girðinga reynir að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. En maður veltir því vissulega fyrir sér hvort þessum fáu starfsmönnum er ekki ætlað um of. Mér fínnst það vera skylda okkar ferðamanna á leið um landið að benda á það sem betur má fara á meðan við íslendingar eigum svo langt í land sem raun ber vitni í ís- lenskum ferðamálum. MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR, Dragavegi 7, Reykjavík. Víkveiji skrifar Um miðjan mánuðinn veitti Reykjavíkurborg fyrirtækjum og einstaklingum viðurkenningar fyrir falleg hús og lóðir. Víkveiji er þeirrar skoðunar að þessar viður- kenningar borgarinnar ýti undir snyrtimennsku og gott viðhald húsa og lóða. Á undanförnum árum hafa til að mynda lóðir margra fyrirtækja í borginni tekið stakkaskiptum. Æ fleiri fyrirtæki og stofnanir leggja áherzlu á að ganga frá lóðinni, jafn- vel áður en flutt er inn í nýbygg- ingu. Hins vegar er ennþá pottur brotinn hjá mörgum fyrirtækjum, ekki sízt í eldri iðnaðarhverfum borgarinnar. Holótt og ómalbikuð bílastæði og drasl af ýmsu tagi eru enn umhverfi sumra iðnfyrirtækja. Borgaryfirvöld mættu gjarnan ganga harðar fram í að uppræta sóðaskap af þessu tagi, jafnframt því sem þau ýta á jákvæðan hátt undir snyrtimennsku. XXX A Aseinni árum hafa borgaryfirvöld veitt sérstök verðlaun fyrir gott viðhald eða vel heppnaða við- gerð á gömlum húsum í borginni. Æ fleiri átta sig nú á verðmæti þess menningararfs, sem er fólginn í gömlum húsum og varðveizlu þeirra. Borgin hefur gengið á undan með góðu fordæmi í þessum efnum og gerir það vonandi áfram. Víkveiji saknar þó fregna af hugmynd, sem skaut upp kollinum hjá borgaryfir- völdum fyrir einu eða tveimur árum; að breyta framhlið hússins, sem stendur á milli Hótel Borgar og Reykjavíkurapóteks við Austurvöll. Eins og Reykvíkingar vita er plast- og glerframhliðin á þessu húsi eins og æxli milli þessara gömlu, fallegu húsa. Hins vegar er til teikning eft- ir Guðjón Samúelsson, arkitekt eldri húsanna, að byggingu, sem sannar- lega yrði til meiri prýði á þessum stað. xxx Meira um húsvernd. Mynd af Kálfatjamarkirkju á Vatns- leysuströnd, sem birtist í Morgun- blaðinu á þriðjudag, minnti Víkveija á að þar mætti einnig gera átak til að koma gömlu húsi í upprunalegt horf. Viðhald þessarar aldargömlu kirkju er um flest til fyrirmyndar, bæði innan og utan, og Víkveija fínnst hún með fegurstu guðshúsum á landinu. Það spillir þó fyrir, að turninn hefur aldrei verið endur- byggður í upprunalegri mynd eftir að turnspíran skemmdist af raka og var tekin ofan árið 1935. Turnþakið, sem þá var sett á kirkjuna, er held- ur kollhúfulegt í samanburði við spíruna gömlu, sam var áttstrend og öllu meira í stíl við annað útlit kirkjunnar. Víkveiji las í afmælisriti Kálfatjarnarkirkju að nýjar teikn- ingar væru til af turninum. Væri nú ekki ráð að byggja eftir þeim og varðveita þannig kirkjuna í sem upp- runalegastri mynd? xxx Ungur vinur Víkveija, sem kem- ur úr framsóknarfjölskyldu og sér þess vegna Tímann, benti Vík- veija á að sama ræman af mynda- sögunni um Hvell-Geira hefði birzt í blaðinu fjóra útgáfudaga í röð. Tímamenn hljóta að kippa þessu í lag áður en blaðið verður stórfélags- hyggjublað undir nýjum ritstjóra og merkjum Mótvægis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.