Morgunblaðið - 28.11.1993, Qupperneq 4
4 FRETTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993
ERLENT
INNLEIMT
*
Islensku
skipin af
fiskvernd-
arsvæðinu
ÚTGERÐIR þriggja íslenskra
skipa sem voru að veiðum á fis-
kverndarsvæði Norðmanna við
Svalbarða tóku þá ákvörðun að
láta skipin sigla af svæðinu.
Ríkisstjómin hafði þá beint þeim
eindregnu tilmælum til útgerða
og skipstjóra skipanna að láta
af veiðum og ítrekaði þá afstöðu
að íslensk stjórnvöld myndu ekki
veita skipum vernd við þessar
veiðar. Ríkisstjómin hefur falið
utanríkisráðuneytinu að leita
eftir viðræðum við Norðmenn
um Svalbarðamálið áður en end-
anleg ákvörðun verður tekin um
hvort íslendingar gerist aðilar
að Svalbarðasamkomulaginu.
Hjálmur hf. hættir
fiskvinnslu
Stjóm Hjálms hf. tók þá
ákvörðun sl. sunnudag að hætta
fískvinnslu og segja upp starfs-
fólki. Einar Oddur Kristjánsson
stjórnarformaður sagði að
stjórnendum fyrirtækisins hefði
borið að meta stöðuna þannig
að hægt væri að greiða öllum
lánardrottnum. Fyrirtækið mun
segja sig úr SH og losa þannig
um umtalsverðar eignir.
Athugað með innlausn
spariskírteina
Fjármálaráðherra hefur
ákveðið að athuga með innlausn
nokkurra flokka spariskírteina
ríkissjóðs, upp á 17 til 18 millj-
arða, áður en til lokainnlausnar
kemur. Verð á einum flokki
þessara spariskírteina lækkaði í
vikunni hjá Verðbréfaþingi Is-
lands um 15%. Miðað við núver-
andi vaxtastig mun ríkissjóður
ERLENT
Nýfasistar
og fyrrum
kommúnistar
sigra á Ítalíu
FLOKKUR fyrrverandi
kommúnista og flokkur nýfas-
ista sigruðu _ í sveitarstjómar-
kosningum á Ítalíu sl. sunnudag.
Fylgið hrundi af kristilegum
demókrötum. Verðhrun varð á
fjármálamörkuðum á Ítalíu
vegna úrslitanna og gengi lír-
unnar féll vegna óvissunnar í
stjómmálum landsins. Sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun eru
nýfasistar vinsælasti stjórnmála-
flokkurinn á Ítalíu og talsmenn
hans kröfðust þess að ríkis-
stjórnin segði af sér og boðaði
til kosninga. Til að afstýra
stjórnarkreppu í kjölfar úrslit-
anna lýstu hins vegar tveir
stærstu flokkar stjórnarandstöð-
unnar á ítalska þinginu, Lýðræð-
isbandalag vinstrimanna, fyrr-
verandi kommúnistar, og Norð-
ursambandið, stuðningi við fjár-
Iagafrumvarp stjórnar Carlos
Azeglios Ciampis forsætisráð-
herra. Er það gert til að tryggja
að af þingkosningum verði á
næsta ári.
Fordæma hótanir Rússa
RÁÐAMENN í flestum fyrrver-
andi sovétlýðveldum utan Rúss-
lands eru einhuga um að for-
dæma óbeinar hótanir stjórn-
spara 500 til 600 milljónir króna
á ári með því að innkalla þessi
spariskírteini og gefa út nýja
flokka með lægri vöxtum.
Atvinnuleysisbætur hátt í
þrír milljarðar
Atvinnuleysisbætur gætu
orðið hátt í þrír milljarðar króna
á þessu ári. Upphæð bóta er nú
þegar orðin þriðjungi hærri en
í fyrra. Framlög vegna opin-
berra starfsmanna hafa meira
en tvöfaldast frá því í fyrra, en
tii þessa hefur atvinnuleysi verið
lítið í þessum hópi. í desember
fá þeir sem hafa verið atvinnu-
lausir frá því í september eða
lengur, og eiga fullan- bótarétt,
láglaunabætur á atvinnuleysis-
bætumar.
Alþýðubandalagið heldur
landsfund
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins var settur í Reykjavík á
fímmtudag. M.a. var þar kynnt
tillögugerð flokksins um útflutn-
ingsleiðina, sem forystumenn
hans telja að feli í sér sókn í
atvinnulífí, ábyrga hagstjórn og
félagslegar umbætur.
Sjómenn boða verkfall hjá
Eimskip
Sjómannafélag Reykjavíkur
hefur boðað verkfall hjá Eimskip
6. desember. Vinnuveitenda-
sambandið ætlar að kæra verk-
fallsboðunina til félagsdóms á
þeirri forsendu að verkfallið,
sem boðað er, sé ólöglegt. Komi
verkfallið til framkvæmda
stöðvast siglingar Eimskipafé-
lagsins.
Vantar fé til Vestfjarða
Byggðastofnun hefur farið
fram á við forsætisráðherra að
veitt verði 300 milljóna fjárveiting
til þess að aðstoða sjávarútvegs-
fyrirtæki á Vestfjörðum. Matthías
Bjarnason, stjómarformaður
Byggðastofnunar, segir að stjóm-
völd hafi ámm saman unnið
markvisst að því að eyðileggja
sjávarútveg fyrir vestan.
valda í Moskvu um að beita
vopnavaldi ef þrengt verði að
hagsmunum rússneskra minni-
hlutahópa í löndunum. Andrej
Kozyrev utanríkisráðherra
Rússlands sagði fyrr í vikunni
að Moskvustjórnin myndi „veija
Rússa og rússneska hagsmuni
af harðfylgi hvar sem þess verð-
ur þörf og hver sem á í hlut,
jafnvel þótt um vini okkar verði
að ræða.“
Olían lækkar
OLÍUVERÐ lækkaði á heims-
markaði á fímmtudag er aðildar-
ríki samtaka olíuríkja, OPEC,
náðu ekki samkomulagi um að
draga úr framleiðslu. Kostaði
olíufatið 14,50 dollara og var
búist við frekari lækkun í næstu
viku.
Vinnuvikan 48 stundir
VINNUVIKAN í Evrópubanda-
laginu má aldrei verða lengri en
48 stundir að meðtaldri yfír-
vinnu, að því er atvinnumálaráð-
herrar EB samþykktu sl. þriðju-
dag. Breska stjómin áskildi sér
rétt til að skjóta málinu til dóm-
stóls Evrópubandalagsins.
Síldarstríð í nánd?
SKÁNSKIR fískimenn hafa beð-
ið sænsku strandgæzluna um
'njálp til að stöðva ólöglegar síld-
veiðar danskra fiskimanna í Eyr-
arsundi. Þeir segjast orðnir lang-
þreyttir á að danskir starfsbræð-
ur þeirra eyðileggi veiðarfæri
með því að nota botnvörpur sem
eru ólöglegar á þessum slóðum.
A-Evrópubúar sækja inn á þýskan vinnumarkað
Ólöglegar atvinnuimðl-
anir útvega vinnuafl
Berlín. Frá Hrönn Marinósdóttur, frcttaritara Morgunblaðsins.
í Þýskalandi hefur þeim fjölgað sem vinna ólöglega þrátt fyrir hertar
reglur og aðgerðir lögreglu. Austur-Evrópubúar sem hvorki hafa dval-
ar- né atvinnuleyfi sækja í auknum mæli inn á þýska vinnumarkaðinn.
Ástandið er sagt líkjast þrælamarkaði þar sem ólöglegar atvinnumiðlan-
ir útvega verktökum ódýrt vinnuafl sem þiggur lúsarlaun.
Ástandið er einna verst í bygging-
ariðnaði í Berlín. Borgin er í mikiili
uppbyggingu en alls staðar er verið
að gera við og byggja nýtt. Talið er
að um 150 ólöglegar atvinnumiðlanir
útvegi byggingarverktökunum
vinnuaflið. Lögregla á í miklum erfíð-
leikum með að fletta ofan af þessum
fyrirtækjum sem oft eru lítið annað
en pósthólf í eigu útlendinga.
Þýsk verkalýðsfélög líkja þessari
starfsemi við nútíma þrælahald en
þess eru dæmi að verkamenn fái í
laun 75 þýska pfenninga á klukku-
stund sem samsvara um 30 Islensk-
um krónum og því er um algjört
undirboð að ræða. Að auki eru þeir
flestir tilbúnir til að vinna lengri
vinnudag en aðrir. Yfírleitt eru þó
launin á bilinu 4-15 þýsk mörk (um
160 til 600 krónur).
Pólveijar eru áberandi á þessum
vettvangi en lögreglan hefur einnig
gómað fyrrum hermenn Sovétríkj-
anna sem gegnt hafa herþjónustu í
Berlín og flóttamenn sem beðið hafa
um pólitískt hæli í Þýskalandi. Marg-
ir koma til borgarinnar sem ferða-
menn, þeir flakka á milli bygginga-
svæða eða koma sér fyrir á tilgreind-
um stöðum í borginni og bíða eftir
milligöngumönnum sem segja til um
hvar vinnu er að fá. Þegar lögregl-
unni tekst að hafa hendur í hári lög-
bijótanna eru verkamennirnir sendir
úr landi, hafí þeir ekki landvistar-
leyfí en málaferli hefjast yfír vinnu-
veitendunum.
Fyrri hluta þessa árs hafa verið
rannsökuð um 4000 mál í Berlín
vegna ólöglegrar atvinnustarfsemi
sem er töluvert meira en á sama tíma
í fyrra. Talið er að þetta sé einungis
toppurinn á ísjakanum.
Vilja ekki pelsana
ÞAÐ hefði þveröfug áhrif að ætla að heilla þessar stúlkur með því að færa þeim pels að gjöf því þær eru
dýravinir og segjast fremur ganga um naktar en klæðast pels. Myndin var tekin við mótmælaaðgerðir í
nepjunni í New York á föstudag.
i'joðemisleg’ar njósnasögur
feykivinsælar í Rúmeníu
FYRRVERANDI leyniþjónustumaður í Rúmeníu, Pavel Corut, hefur
auðgast á skáldsögum sem fjalla um stórglæsilega njósnara, gædda
ofurmannlegum eiginleikum, sem kljást við hættulega óvini Rúmeníu,
einkum gyðinga, Rússa og Ungverja. Corut er óhemju afkastamikill,
gaf til að mynda út sex bækur í fyrra, og túlka má skáldsögur hans
sem tilraun til að veita öryggislögreglunni Securitate, sem ofsótti
Rúmena á valdatima Nicolae Ceausescu einræðisherra, uppreisn æru.
Corút var áður yfirmaður gagn-
njósnadeildar leyniþjónustu rúm-
enska hersins. Eftir að Ceausescu
og kona hans Elena voru tekin af lífí
í byltingunni í desember 1989 missti
Corut vinnuna og tók að skrifa
njósnasögur sem einkennast af mik-
illi þjóðemishyggju.
Söguhetjurnar sameina yfímátt-
úrulega hæfíleika Stjömustríðs-
skúrksins Darths Vaders og kyn-
þokka James Bonds. Þær eru gædd-
ar dulrænum hæfileikum sem þeir
fá að erfðum frá Zamolxis, róm-
verska guðinum, og að hluta frá
Geto-Dakíum, fornri þjóð sem lýst
er sem afkomendum menningarþjóð-
ar úr geimnum sem heldur verndar-
hendi yfír Rúmeníu.
Söguhetjurnar starfa fyrir Securit-
ate-deild sem á að bijóta á bak aftur
„búbúla“, hættulega óvini sem hafa
hafíð alþjóðlegt samsæri gegn Rúm-
eníu. Með því að nefna þá nöfnum
eins og Yitsik, ívan og Janos gefur
höfundurinn í skyn að gyðingar,
Rússar og Ungveijar séu óvinir Rúm-
eníu.
Corut hellir úr skálum reiði sinnar
yfír Ion Iliescu forseta, sem komst
til valda eftir byltinguna 1989. Hann
gefur í skyn að Iliescu hafí misnotað
byltinguna í þágu bandarískra, rúss-
neskra, ísraelskra og ungverskra
leyniþjónustumanna. Slíkar ásakanir
kunna að hljóma fáránlega, en þær
fá augljóslega hljómgrunn hjá stór-
um hluta Rúmena, sem hafa gert
Corut að einum söluhæsta rithöfundi
landsins.
Ileimild: The Independent.
Milljarða samn-
ingur við Jackson
New York. The Daily Telegraph.
FYRIRTÆKI poppsljörnunnar Michaels Jacksons fær um 70
milljónir dala, jafnvirði fimm milljarða króna, fyrir samning til
fimm ára við breska fyrirtækið Thorn EMI um útgáfu á lögum,
meðal annars flestum lögum Bítlanna, sem Jackson hefur útgáfu-
réttinn á.
Fyrirtæki Jacksons, ATV
Music, keypti útgáfuréttinn á lög-
unum fyrir 47,5 milljónir dala,
jafnvirði 3,4 milljarða króna, árið
1988. Hann nær til allra laga Bítl-
anna nema þeirra sem notuð voru
í kvikmyndunum „Help!“ og „A
Hard Day’s Night“ og nokkurra
af lögum Elvis Presleys, Little
Richards, Pointer Sisters og Kenn-
ys Rogers.
Jackson hefur verið sakaður um
að hafa misnotað unga drengi
kynferðislega og tveir af fyrrver-
andi lífvörðum hans hafa sagt að
„litlir vinir“ söngvarans hafí oft
sofíð í herbergi hans.