Morgunblaðið - 28.11.1993, Page 10

Morgunblaðið - 28.11.1993, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 íó eftir Pál Þórhollsson MIKLAR sviptingar eru framundan í lyfjamálum íslendinga. Ýmsar kerfisbreytingar eiga að leiða til samkeppni í lyfjadreifingu og verð- lækkunar fyrir ríkið og neytendur. Frumvarp til lyfjalaga hefur nú verið afgreitt í þingflokkum stjórnarflokkanna og verður lagt fram í næstu viku. Er það í meginatriðum sama efnis og frumvarpið sem olli sem mestum úlfaþyt síðastliðinn vetur. Þegar Evrópska efnahagssvæð- ið tekur gildi um áramótin opnast fyrir svokallaðan samhliða innflutn- ing lyfja. Talið er að hann muni almennt leiða til lækkunar Iyfja- verðs. Loks má nefna reglugerð frá því í ágúst 1992 þar sem læknum er uppálagt að láta koma fram á lyfseðli hvort afgreiða megi ódýr- asta samheitalyf. Hún hefur þegar leitt til allnokkurs sparnaðar og aukið samkeppni í lyfjainnflutningi og heildsölu. Heildarveltan á lyfjamarkaði á íslandi er talin hafa ver- ið um 5 milljarðar árið 1992, þar af fara tæplega 3,8 milljarðar um iyfjabúðir og af- gangurinn fer að mestu um sjúkra- húsin. Útgjöld sjúkratrygginga vegna þátttöku í lyfjakostnaði voru um 2,8 milljarðar króna árið 1992 og hlutur neytenda um 1 milljarður. Mikill styrr stóð um frumvarp það til lyfjalaga sem Sighvatur Björgvins- son fyrrverandi heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor enda fól það í sér róttækar breytingar í lyfjamál- um. Mætti það m.a. mikilli andstöðu lyfsala og lyfjaheildsala. Frumvarpið hefur nú verið endurskoðað og verður lagt fram að nýju í næstu viku og verði það samþykkt tekur það gildi 1. mars 1994. Að sögn Einars Magn- ússonar deildarstjóra í heilbrigðis- ráðuneytinu er helsta breytingin á frumvarpinu frá því í vor sú að kom- ið hefur verið til móts við áhyggjur landsbyggðarmanna vegna lyfjadreif- ingar í dreifbýlinu. Lyfsöluleyfi takmarkað við eina lyfjabúð Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins felur ffumvarpið það í sér að öllum lyfjafræðingum verður að meg- instefnu til heimilt að opna lyfjaversl- un. Umsækjandi um lyfsöluleyfi þarf að hafa starfað sem lyljafræðingur í þijú ár. Hann þarf að hafa verslunar- leyfí eða gert samning við aðila með verslunarleyfí. í þeim tilgangi að hamla gegn einokun og hringamyndun verður hvert lyfsöluleyfí takmarkað við rekstur einnar lyfjabúðar og ber lyfsöluleyfíshafí sjáifur faglega ábyrgð á rekstri lyfjabúðarinnar. í þeim heilsugæsluumdæmum þar sem fjöldi íbúa er undir 5.000 verður ráðherra heimilt að hafna umsókn um lyfsöluleyfi leggist stjórn viðkom- andi heilsugæslustöðvar gegn henni. Ennfremur má fela stjórn heilsu- gæslustöðvar rekstur lyíjabúðar í heilsugæsluumdæmum þar sem eng- inn sækir um. Heimilt verður að starfrækja sjúkrahúsapótek sem verði reikn- ingslega aðskilin frá öðrum rekstri spítalans. Heilbrigðisstofnunum verður gert kleift að spara í lyfja- kaupum með því að skipta beint við heildsölur og leita eftir magnafslætti. Hámarksálagning í smásölu Lyfjabúðum mun áfram gert skylt að versla með öll skráð lyf hérlendis. Svokölluð lyfjagreiðslunefnd mun ákveða hámarksverð lyfseðilsskyldra lyfja og dýralyfja út úr búð. Hún mun ennfremur ákveða fyrir Trygg- ingastofnun ríkisins þátttöku al- mannatrygginga í lyfjakostnaði sjúkratrygginga í samræmi við lög um almannatryggingar og fjárlög. Það verður semsagt skilið milli leyfís til að selja lyf á markaði hér og ákvörðunar um greiðslu af hálfu hins opinbera. Þetta mun ekki hafa áhrif á að ríkið greiðir fyrir lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum en hins vegar verður ekki sjálfkrafa endurgreitt fyrir ný lyf án þess að kannað verði hver nauðsynin er með tilliti til verðs. Við ákvörðun lyfjaverðs verður tekið mið af verði erlendis og smæð mark- aðar hér. Ekki verður kveðið sérstak- lega á um hámarksálagningu á hvetju stigi á leiðinni frá framleið- anda, sem sækir um hámarksútsölu- verð, til neytanda. Bæði lyfsalar og heildsalar hafa áhyggjur af þessari skipan mála en núna er leyfíleg álagning í heildsölu 13,5% (auk 5,5% á cif-verð eða 9,8% á fob-verð við innflutning) en að meðaltali 57% í smásölu. Lyfsalar spyija sig t.d. hvort framleiðendur og heildsalar geti ekki hirt alla álagninguna áður en hún kemst í Iyfjabúðimar en apó- tekum verður nauðugur einn kostur að bjóða upp á öll lyf. Einar Magnús- son segir að gert sé ráð fyrir að lyf- salar og heildsalar leysi þetta með fijálsum samningum sín á milli. Ef apótek séu ósátt við sinn hlut geti þau flutt inn framhjá íslenska um- boðs- og heilsölukerfinu. Rök fyrir þessari skipan komu fram í áliti nefndar á vegum heilbrigðisráðherra frá í byijun apríl 1992: „Meðan ver- ið er að komast að því hvort sam- keppni muni eiga sér stað getur ver- ið ráðlegt að hafa hámarksverð á íslenski lyfjamankaðurinn Áætluð sala umboðsmanna og framleiðenda lyfja 1993, heildsöluverð án VSK. Byggt á sölutölum frá janúar til september 1993. Markaðshlutdeild í sviga. 800 millj. kr. (33,2%) 100 200 400 500 600 700 Pharmaco St horarensen 3_X ----p (17,9%) 13,3%) p Innflutningur 1(0 (6,5%) Lyfjaverslun ríkisins (5,1%) Glaxo (4,0%) ísfarm (4,0%) Lyf (3,9%) Farmasia 2%) Ómega farma (1,7%) Ó. Johnson & Kaaber I (1,6%) Ásgeir Sigurðsson (1,4%) Hoechst - Innlend framleiðsla Þingflokkar Sj álfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafaafgreitt nýtt frumvarp til lyfjalaga (1,3%) Alfa Medica 1,3%) NM Pharma ■ ■ ■ | (1,2%) Austurbakki I I' 6%) Medico ,4%) Gróco 4%) Háberg MARKAÐSHLUTDEILD PHARMACO OG DELTA UM 50% ALLNOKKUR samkeppni er milli lyfjafram- leiðenda og umboðsmanna þeirra um ís- lenska markaðinn. Nýja reglugerðin um merkingar lyfseðla hefur ýtt undir hana og tvö ný fyrirtæki byggja velgengni sína að eigin sögn einmitt að hluta á þessari laga- breytingu. Pharmaco hf. er risinn á íslenska lyfjamark- aðnum. Velta fyrirtækisins var 1890 millj- ónir króna á síðasta ári. Fyrirtækið er með umboð fyrir um þrjátíu erlenda lyfjaframleiðend- ur. Einnig sér það um dreifingu fyrir Delta og Ó. Johnson & Kaaber. Stefán Thorarensen, Lyf hf. og ísfarm hafa einnig umboð fyrir marga erlenda lyfjaframleiðendur. Sumir erlendir Iyíj'a- framleiðendur hafa kosið að opna eigin fyrir- tæki hérlendis eins og Glaxo og Hoechst. Þijú íslensk fyrirtæki framleiða lyf: Delta, Lyfjaverslun ríkisins og Ómega farma. Lyfja- verslun ríkisins flytur einnig inn lyf og dreifir lyfjum fyrir Glaxo, ísfarm, Alfa Medica, Gróco og NM Pharma. Enginn einn lyfjaframleiðandi er með viðlíka markaðshlutdeild og Delta eða um 17% samkvæmt spá fyrir þetta ár. Delta var áður dótturfyrirtæki Pharmaco en fyrir tæpu ári voru þau formlegu eignarhaldstengsl rofín og sömu menn eru ekki lengur í stjórnum beggja fyrirtækjanna. Var það m.a. gert að kröfu erlendra umbjóðenda. sem töldu óeðlilegt að umboðsfyrirtækið væri jafnframt ráðandi í fyrirtæki sem framleiddi lyf í samkeppni við þá. íslensku fyrirtækin þijú framleiða eftirlíkingar af frumlyfjum erlendis frá. Handhafar einka- leyfa til framleiðsluaðferðar hafa hingað til ekki amast við því. Með EES taka gildi hér hertar reglur um einkaleyfi sem ná munu til hins virka efnis í sérlyfi og hefur ísland fengið aðlögunar- tíma fram til 1997. Það kom fram á Degi lyfjafræðinnar fyrir viku að íslensku framleiðendurnir megi eiga von á aukinni samkeppni við erlend fyrirtæki sem einnig framleiða eftirlíkingar. Samkeppnin verði erfið vegna þess að erlendu fyrirtækin geti ein- beitt sér að örfáum lyfjum vegna stærðar mark- aðar á meðan Delta til dæmis framleiðir 150 lyf. Viðbrögðin hljóti að vera samruni íslensku fyrirtækjanna og að þau muni í vaxandi mæli taka að sér verkefni fyrir erlenda aðila. Ennfremur var á það bent að einkenni ís- lenska lyfjamarkaðarins'væri fjöldi heildsala. í sumum tilvikum sér sama fyrirtækið um heild- sölu, innflutning og hagsmunagæslu fyrir er- lenda framleiðandann. Erlendis er þessari starf- semi gjarnan skipt í fleiri stig. Heildsalar hafa einmitt bent á þetta sérkenni íslenska markaðar- ins sem skýringu á því að heildsöluálagning sé hærri hérlendis en erlendis. Velta menn þeim möguleika fyrir sér að heildsalan flytjist úr landi ef umræddar breytingar ná fram að ganga. Tvö ný fyrirtæki hafa raskað nokkuð ró hinna sem fyrir eru. Er þá fyrst að nefna NM Pharma sem lét fyrst til sín árið 1991 og hefur umboð fyrir tvö erlend fyrirtæki, sem framleiða eftirlík- ingar, Gerárd og Generics. Reglugerðin sem sagt er frá annars staðar á opnunni um ,,S“ og „R“ merkingar lyfja hefur þær afleiðingar að það er orðið mikið keppikefli að vera með lægsta verð og fá þannig sjálfkrafa viðskipti óháð því hvort læknar ávísi nákvæmlega á við- komandi vörumerki. Guðjón Guðmundsson lekt- or forsvarsmaður fyrirtækisins segir að það sé stefna fyrirtækisins með sín lyf að vera alltaf lægstir „enda hefur hluti sölukerfisins tekið okkur illa,“ segir hann. Skýringuna telur hann þá að álagningarkerfið sé þannig að apótekunum sé ekki akkur í því að bjóða ódýr lyf. Guðjón fylgist grannt með verðinu hjá hinum og lækk- ar alltaf niður fyrir þá. Hann segist ekki eyða kynningarstarf gagnvart læknum eins neinu og samkeppnisaðilarnir en þeir eru gjarnan með margt fólk í slíkri vinnu. Fyrirtækið hefur geng- ið vel ekki síst vegna reglugerðarinnar um- ræddu og horfur eru á að veltan nær tvöfaldist milli áranna 1992 og 1993. Ómega farma hefur einnig farið eigin leiðir. Stofnendurnir tveir störfuðu áður hjá Toro, sem var í eigu Stefáns Thorarensens og framleiddi lyf. Þegar Delta og Toro sameinuðust tóku þess- ir tveir sig til og stofnuðu nýtt fyrirtæki, sem bæði framleiðir lyf og flytur inn og fylgir sömu hörðu verðstefnunni og NM Pharma. Ómega farma er eina fyrirtækið sem ekki tekur þátt í samstarfi innan lyfjahóps Félags íslenskra stór- kaupmanna en sá hópur stendur saman að upp- lýsingaöflun fyrir útgáfu handbókar um íslenska lyíjamarkaðinn. Þar hefur verið tæmandi yfirlit yfir sölu íslenskra lyfja og markaðshlutdeild þangað til að Ómega farma neitaði að vera með. Þar gefa menn þá skýringu að þeir vilji fyrst koma undir sig fótunum en ekki gefa sam- keppnisaðilum upplýsingar sem geti hjálpað þeim að finna snöggu blettina á fyrirtækinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.