Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993
11
lyfjum þannig að fyrirtækin hafí
tækifæri til að keppa innan þess
ramma sem hámarksverðið veitir.
Verði sú raunin að samkeppnin
verði næg til að halda niðri lyfjaverð-
inu opnast möguleikar til að létta
opinberum afskiptum af smásöluverði
lyfja, hvort sem það væri með því að
afnema hámarksverðið eða með því
að heimila lyfsölum að ákveða af-
greiðslugjald upp á eigin spýtur fyrir
hverja lyfjaávísun.“ Það er álit fjár-
lagaskrifstofu Ijármálaráðuneytisins
að ákvæðið um hámarkssmásöluverð
og takmarkanir á lyfjasölu muni geta
dregið úr kostnaðarlækkun vegna
kerfisbreytinganna.
Álagning á svokölluðum lausa-
sölulyfjum verður aftur á móti frjáls
og heimilt verður að auglýsa þau
fyrir almenningi. Vangaveltur eru
um að svokölluðum náttúrulækn-
ingalyíjum muni stórljölga á mark-
aði hérlendis á næstunni enda verði
íslendingum ekki lengur stætt á því
að hamla gegn innflutningi þeirra
eftir að Evrópska efnahagssvæðið
tekur gildi. Lyfjabúðum verður heim-
ilt að auglýsa og kynna þjónustu
sr'na, svosem heimsendingarþjónustu,
verð lausasölulyfja og almenn af-
sláttarkjör.
Lyfjafræðingana fram í skrank!
Skiptar skoðanir eru meðal lyija-
fræðinga um aukið frelsi í lyfsölu.
Sumir segja að aukið framboð muni
eingöngu leiða til aukinnar lyfja-
neyslu undir skertu faglegu eftirliti.
Aðrir líta á þessa breytingu sem
kærkomið tækifæri til að stokka upp
í greininni. Á Degi lyfjafræðinnar
sem haldinn var hátíðlegur í Nes-
stofu sl. laugardag var t.d. mikið
rætt um aukna þjónustu sem lyfja-
fræðingar ættu að veita. Tímabært
væri að lyljafræðingar kæmu fram
í skrank eins og það er kallað en
sætu ekki lengur við tölvu að tjalda-
baki. Ættu þeir að kappkosta að
veita viðskiptavinum sem bestar upp-
lýsingar um lyfjanotkun. Nú ættu
lyfjafræðingar í apótekum að fara
að nýta sér fimm ára strangt há-
skólanám og láta til sín taka.
Ofangreindar lagabreytingar
Lyfsölum og
heildsölum óar
við ákvæði um
hámarksálagn-
ingu í smásölu
Til að hamla
gegn hringa-
myndun verður
hvert lyfsöluleyfi
takmarkað við
rekstur einnar
lyflabúðar
bjóða heim sviptingum
í lyflasmásölu en hún hefur
hingað til fremur ein-
kennst af rósemi og stöð-
ugleika. Til dæmis eru
litlar tilfærslur í veltu
milli apóteka ár frá ári.
Því er spáð að apótekum
Ijölgi, kunnugt er að stór-
markaðir eins og Hagkaup
hafa í hyggju að heija lyfsölu
og menri geta ímyndað sér að
húsnæði undir apótek verður eftir-
sótt í nágrenni við læknastofur eins
og Domus Mediea. Til þess að gefa
þeim aðlögunartíma sem nú reka
apótek er gert ráð fyrir að takmarka
veitingu nýrra leyfa fram í mars 1995.
Lyfjaverð með hæsta móti
Þegar Evrópska efnahagssvæðið
tekur gildi um áramótin opnast fyrir
svokallaðan samhliða innflutning.
Hann þýðir að flytja má inn lyf fram-
hjá umboðsmannakerfinu sem verið
hefur við lýði. Lyíjaverð er mishátt
í Evrópu m.a. vegna þess að fram-
leiðendur verðleggja í samræmi við
kaupgetu markaðar og heldur heil-
brigðisráðuneytið því raunar fram
að það sé hvergi jafnhátt og á Is-
landi. Samkvæmt athugun heilbrigð-
isráðuneytisins er smásöluverð á lyfj-
um á íslandi, án virðisaukaskatts,
63% hærra en í Svíþjóð, 26% hærra
en í Danmörku og 11% hærra en í
Svíþjóð. Samhliða innflutningur ætti
því að geta lækkað lyijaverð hér.
Á móti kemur að á næstunni taka
gildi stórlega hertar samevrópskar
reglur um fylgiseðla lytja. Mjög ná-
kvæmar leiðbeiningar þurfa að fylgja
hveiju lyfi á íslensku. Þessar reglur
munu torvelda samhliða innflutning
en aðlögunartími að þeim er nokkur
því þær munu eingöngu gilda um ný
lyf. Eins og bent var á á degi lyija-
fræðinnar munu þessar reglur enn-
fremur draga úr möguleikum lyfsala
til að láta til sín taka í Upplýsingagjöf.
Menn telja þó að almennt muni
reglur um samhliða innflutning leiða
til þess í Evrópu að verðmismunur
milli landa minnki. Þannig munu
reglurnar a.m.k. óbeint hafa áhrif
hériendis til verðlækkunar.
DEILAN UM
ÉSSIÐ OG ERRIÐ
MEINLEYSISLEG breyting á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun
lyfja sem tók gildi 1. ágúst 1992 hefur haft mikil áhrif á lyfjamarkaði
hérlendis, aukið samkeppni heildsala og umboðsmanna, sparað ríkinu
fé og hrundið af stað deilu um lagatúlkun þar sem Tryggingastofnun
og umboðsmaður Alþingis koma við sögu.
Þann 28. júlí 1992 sendi heilbrigðisráðherra læknum og apótekum bréf
þar sem reglugerðarbreytingin var kynnt. Breytingin byggir á þeirri
staðreynd að sama lyfið er oft á tíðum á markaði undir mörgum nöfnum frá
mismunandi framleiðendum. Enginn hvati hafði verið í kerfinu fyrir lækna
að ávísa á ódýrasta iyfið úr þessum hópi. Sem dæmi um möguleikana til
sparnaðar nefna ráðuneytismenn að ef alltaf væri selt ódýrasta samheitalyf
þá myndi það spara 600 milljónir á ári. Læknum var nú gefinn kostur á að
merkja lyfseðla annaðhvort með „R“, sem þýðir að afgreiða verður nákvæm-
lega viðkomandi sérlyf, eða „S“, sem þýðir að afgreiða ber ódýrasta sérlyf,
sem inniheldur sama virka efnið (þ.e. samheitalyf).
í bréfinu frá ráðherra er reglugerðin túlkuð þannig að læknum sé skylt
að taka afstöðu með því að merkja annaðhvort „R“ eða „S“ ella sé lyfseðill
ógildur. Ekki er hægt að sjá að þetta sé einhlítur skilningur á reglugerðinni
sjálfri en að vísu fylgdi henni sýnishorn af nýrri gerð lyfseðla þar sem skýrt
er tekið fram að seðlarnir séu ógildir ef bókstafsmerking er ekki innt af hendi.
Svo virðist sem ráðuneytið hafi farið að velta betur fyrir sér þeim mögu-
leika að læknar yrðu seinir til að tileinka sér „R“ og „S“-merkingarnar því
tveimur dögum seinna, 30. júlí, var sent nýtt bréf til apóteka einvörðungu
þar sem segir: „Hafi læknir gleymt að rita S (með hring utanum) eða R
(með hring utanum) á eftir ávísun, hefur lýijafræðingur heimild til að af-
greiða ódýrasta samheitalyf (S), vilji sjúklingur ekki fara aftur til læknis.
Einnig má hafa samráð við lækni, ef það er unnt. Sé verðmunur samheitalyfja
í sama styrkleika og formi innan við 10%, skal framkvæma breytingu, ef
læknir heimilar það (S), og verðmunur segir svo til um.“
Lyfjaframleiðendur og umboðsmenn þeirra eru ósáttir við þessi fyrirmæli
og telja þau stríða gegn vörumerkjalögum. Ráðuneytið ætlist nefnilega til
þess að apótek afgreiði annað lyf en skráð er á lyfseðil undir öðru vöru-
merki þótt ekki hafi verið haft samráð við lækni. Hefur umboðsmaður Alþing-
is nú til umijöllunar kvörtun þar að lútándi.
En þar með er ekki öli sagan sögð. Samkvæmt könnun frá því í ágúst
síðastliðnum eru 25% lyfseðla merkt „R“ og 15% merkt „S“. Þess má geta
að verulegur hluti lyfseðla er símsendur og má ætla að við þær aðstæður
ræðist læknir og lyfsali við um merkingu lyfseðils. Auk þess er það alls ekki
reglan að alltaf séu til samheitalyf skráðra sérlyíja. En þrátt fyrir þetta
náðist að sögn ráðuneytismanna 80 milijón króna sparnaður fimm síðustu
mánuði ársins 1992 í krafti reglugerðarinnar.
Það mun vera ailur gangur á því hvernig apótek meðhöndla seðla þar sem
umrædda bókstafí vantar. Tryggingastofnun hefur ítrekað hótað að borga
ekki sinn hlut ef seðlar eru ómerktir. Að sögn starfsmanna þar hefur að
undanförnu orðið veruleg breyting til batnaðar.
FIRÐ
Rís úr hafi, ljós, sem stöðug stjarna.
Stefnir ofar, hægt upp himininn.
Mér finnst ég sjái andlit eigra þarna,
óljóst, en þó ber það svipinn þinn.
Eg man þú straukst um votan, rjóðan, vangann.
Þú vissir ekki að ég færi né heldur hvert.
I mér geymdi ég áhrif þín og angan.
An þess yrði líf mitt einskisvert.
Óuppgert var allt.
Einskisverð mín för.
Vinur minn, vindurinn,
veitti engin svör.
Ekki vil ég kveina eða kvarta.
Kænska er ekki sterka vopnið mitt.
Eg stanslaust var í huga mér og hjarta
hrópandi í víddir nafnið þitt.
Mér fannst ég vera fangi í þínu neti.
Fyrirgefðu glappaskotin mín.
Hvíslandi í vindinn, vona'að ég geti,
í vor, komið aftur heim til þín.
LJÓDSÖGUR f
TÓNLIST
Um angurværð draumanna,
hreinleika og mátt ástarinnar og
óumbeðna nálægð dauðans.
Um lífið.
GULL MEÐ HERÐR TORFA - HLUSTAÐU!
Pöntunarsími: 91 - 625200