Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 Forsetinn tek- ur til hendinni BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur bráðum verið eitt ár í emb- ætti og á þessum tíma hefur á ýmsu gengið fyrir honum. Fyrstu mánuðirn- ir einkenndust af einhverju ráðleysi og í margra augum virtist hann vera Jimmy Carter endurborinn, velviljaður en alls ekki með þau tök á hlutun- um, sem til þurfti. Á þessu hefur orðið mikil breyting að undanförnu og er óhætt að segja, að hann hafi heldur betur hrist af sér slenið. Hann hefur unnið hvern sigurinn á fætur öðrum á Bandaríkjaþingi og hann er rétt að byija. Samlíkingin við Carter heyrist ekki lengur, heldur þykir mörgum hann vera farinn að minna á Lyndon heitinn Johnson forseta, sem var orðlagður fyrir þekkingu sína og kænsku gagnvart þinginu. JJtærsti sigur Clintons er að sjálfsögðu samþykkt þingsins við NAÍTA, Frí- verslunarsamningi Bandaríkjanna, Kanada og Mexikó, en honum kom hann í gegn með stuðningi repúblikana og í andstöðu við meirihluta demókrata og verkalýðsfélag- anna. Af öðrum málum má nefna Brady-lög- in um takmarkanir við byssueign; viðamikið frumvarp um baráttu gegn glæpastarfsemi, niðurskurð hans á íjárlögunum og tillögur hans um stuðning við þá, sem urðu illa úti í flóðunum í Miðvesturríkjunum. Raunar hefur fáum orðið jafn vel ágengt á fyrsta ári í forsetaembætti síðan á dögum Dwight D. Eisenhowers. Klókindi Clintons í NAFTA-málinu hafa vakið aðdáun margra en jafnvel hörðustu stuðningsmönnum hans eins og Tom Foley, forseta fulltrúadeildarinnar, þótti hann stundum ganga of langt í að deila og drottna á bak við tjöldin. Clinton lagði hins vegar’ allt undir og sigraði. „Mér virðist hann vera að ná tökum á þessu,“ sagði Bob Dole, leið- togi repúblikana í öldungadeildinni. Framtíðarsýn Clintons Hvorki NAFTA né íjárlagatillögur Clint- ons eru mál, sem eru líkleg til að gagnast honum mikið í forsetakosningunum 1996, en hann hefur opnað umræðu um önnur mikilvæg mál, sem lengi hafa legið í þagnar- Reuter Samþykkt Brady-frumvarpsins fagnað CLINTON forseti slær hér í borðið fagnandi þegar hann heyrir um samþykkt Brady- frumvarpsins um hömlur á byssukaupum í öldungadeildinni. Bak við hann á hægri hönd er Janet Reno dómsmálaráðherra, A1 Gore varaforseti og Sarah Brady, eigin- kona James Brady, sem er Clinton á vinstri hönd. Áleitin spurning til blökkumanna Clinton virðist finna sig betur meðal blökkumanna en flestir hvítir stjórnmála- menn í Bandaríkjunum og á fundi með þeim i Memphis nýlega spurði hann þá einfald- lega hvað Martin Luther King hefði fundist um réttindabaráttu blökkumanna nú, á sama tíma og þeirra eigið samfélag einkenndist af siðferðilegu hruni og algerri upplausn ijölskyldunnar. Fjölskyldan er sá grunnur, sem baráttan byggist á sagði hann. Svona getur enginn leyft sér að tala við blökku- menn í Bandaríkjunum — nema Clinton. Þrátt fyrir merkilegan árangur að mörgu leyti eru vinsældir Clintons meðal kjósenda í sögulegu lágmarki miðað við forseta á fyrsta ári. Margir spá því raunar, að forseta- tíð hans muni verða dálítið einkennileg; að' hann muni koma miklu í verk, ryðja braut- ina og fitja upp á málum, sem horfa til fram- tíðar, án þess þó að uppskera miklar þakkir fyrir, að minnsta kosti ekki á þessu kjörtíma- bili. (Heimild: The Daily Telegraph, Newsweek) gildi, kynþáttavandamáiið og þau beinu tengsl, sem eru á milli afkomu Bandaríkja- manna, sérstaklega bandarísku millistéttar- innar, og efnahagslífsins í heiminum. Átökin um NAFTA urðu jafn heiftarleg og raun ber vitni vegna þess, að menn hafa lokað augunum fyrir þessum tengslum í 20 ár. Hörðustu íhaldsmenn og verkalýðshreyf- ingin sameinuðust í sjálfsblekkingunni en Clinton á sér aðra framtíðarsýn. Hann tel- ur, að menntunin muni bera sigurorð af þjóðrembingnum, að hæfu fólki með mikla verkþekkingu muni óhjákvæmilega vegna best í samtvinnuðu efnahagslífi'heimsins. Glæpir mesta áhyggjuefnið Uppstokkun bandariska heilbrigðiskerfis- ins er mál, sem skiptir Bandaríkjamenn miklu og fyrir því hafa þau Clinton og Hill- ary, kona hans, beitt sér sérstaklega. I ný- legri skoðanakönnun kom þó í ljós, að að- eins einn af hvetjum 12 telur heilbrigðismál- in vera mesta áhyggjuefnið, heldur eru það glæpirnir enn einu sinni, sem skipa fyrsta sætið. Clinton hefur ekki ennþá slegið sér upp á þeim vettvangi hvað sem verður ef 22 milljarða dollara frumvarp hans um bar- áttu gegn glæpum verður samþykkt en hugsanlegt er, að hann muni brjóta i blað og jafnvel hrinda af stað meiriháttarendur- skoðun á réttindabaráttu blökkumanna og annarra minnihlutahópa. Bill Clinton hefur unnid hvern sigurinn á fætur öðrum á þingi en mörg málanna horfa til fram- tídar og því er Síklegt, að vinsældir hans meðal kjósenda láti bída eftir sér G I <1 1 i i i € Dr. McLeod kveðst telja að með því að notfæra sér þjón- ustu rithandarsér- fræðinga séu fyrir- Rithandarfræðin gagns- laus við starfsmannaval? tæki aðeins að sóa fjármunum - og taki jafnframt þá áhættu að ráða óhæfa starfsmenn. MÖRG bresk fyrirtæki hafa fengið rithandarsérfræðinga til að kanna skrift þeirra sem sækja um störf hjá þeim og ráða þannig í persónuleika þeirra og hæfni á tilteknum sviðum. Breska sálfræðifélagið hefur kannað þetta og kom- ist að þeirri niðurstöðu að slík rithandargreining sé álíka áreiðanleg og stjörnuspeki eða spádómar byggðir á innyfl- um kjúklinga. M | enn geta alveg eins tekið bunka af umsóknareyðu- blöðum, fleygt honum út um gluggann og valið svo þau blöð sem snúa upp,“ segir Dr. Donald Mc ÍÆod, sálfræðingur og sérfræðing- ur S atvinnusálfræði, um þessa umdeildu aðferð við að velja starfs- menn. McLeod ségir að Breska sál- frseðifélagið hafi rannsakað hvers konar kannanir eða próf séu áreið- anlegust við val á starfsmönnum úr nópi margra umsækjenda. Áreiðanlegust þyki sérstök hæfn- iskönnun, svokölluð „matsmið- stöð“, sem taki tvo til þrjá daga og felist í ýmis konar prófum og æfingum. í skýrslu frá félaginu lcemur meðal annars fram að enginn rit- handarsérfræðinganna sem leitað var til gat ráðið af rithendinni í hvaða starfsstétt skrifarinn væri. í annarri könnun tókst tveimur rit- handarsérfræðingum ekki að benda á umsækjendur sem höfðu verið valdir á grundvelli fyrrgreindrar hæfniskönnunar. Dr. McLeod kveðst telja að með því að notfæra sér þjónustu rit- handarsérfræðinga séu fyrirtæki aðeins að sóa fjármunum - og taki jafnframt þá áhættu að ráða óhæfa starfsmenn. Ósanngjarn samanburður? Lawrence Wamer, formaður •Bretlandsdeildar Alþjóðafélags rit- handarsérfræðinga (IGS) og sál- fræðingur, segir Sálfræðifélagið sekt um ósanngjarnan samanburð og híutdrægni. „Ég varð fyrir von- brigðum með að í skýrslunni skuli ekki getið nýlegrar könnunar sem bendir til þess að rithandargreining sé álíka áreiðanleg og persónu- leikapróf. Rithöndin segir okkur sitthvað um persónuleika manna og er ein leið til að meta hæfni þeirra í störf. Margir geta haft þá tæknilegu og vitrænu hæfileika sem krafíst er, en persónuleiki þeirra kann að henta afar illa við þær aðstæður sem þeir þurfa að starfa við.“ Eins og að ráða í fatavalið Dagblaðið The Independent fjall- ar um þessa deilu í forystugrein og telur að of snemmt sé fynr Sálfræðifélagið að fagna sigri yfir Alþjóðafélagi rithandarsérfræð- inga. „Það má vera að rithandar- fræðin sé ekki vísindaleg; ef til vill er lítil fylgni milli tiltekinna niður- staðna rithandarfræðinga og ser- fræðinga við starfsmannaval. Rit- höndin afhjúpar samt örugglega sitthvað um eiginíeika manna - rétt eins og föt þeirra, andlitskæk■■ ir, setustellingar, orðaval, radd- blær, og gljáínn á skónum. Ekkert af þessu veitir þó nægár upplýsingar til að byggja á við val á starfsmönnum. Til þess gefur tveggja daga könnun, svokölluö „matsmiðstöð“, sem notuð er við val á opinberum starfsmönnum, betri upplýsingar um hvernig fólk eigi eftir að standa sig í starfi. En besta prófið við val á starfsmönnum hlýtur að vera það einfaldasta: láta alla þá, sem koma helst til greina, reyna sig á skrifstofunni í viku eða tvær og kanna hvemig þeim reiðir af.“ Heimild: The Independent. « « L Q € 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.