Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 14
Viðtal Agnes Bragadóttir/Ljósmynd Ragnar Axelsson . IASNUBVM URHUURFUH HAFTMUU Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra menntamála og viðskipta öll Viðreisnarárin, ræðir hér í samtali við Morgunblaðið um breytingar þær sem urðu á íslensku þjóðfélagi, þegar Viðreisn var við lýði, endurmat sitt á „Hræðslubandalaginu44, ábyrgð Alþýðuflokksins á áratuga stjórnarsetu Framsóknar og fleira. Viðreisnarárin, eftir Gylfa Þ. Gíslason, sem átti sæti í ríkisstjórn allt það tímabil, sem Viðreisn vís- ar til, 1959 til 1971, er án nokkurs vafa, ein þeirra bóka sem koma út fyrir þessi jól, sem hvað mesta ( forvitni mun vekja. Bæði er það, að goðsagnar- kenndur ljómi hvílir yfir sljórnarsamstarfi Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins frá þessum árum, og eins hitt, að Gylfi hefur ekki látið mikið frá sér fara í ritmáli, um þetta tímabil, fyrr en nú, með þessari bók sem Almenna bókafélagið gefur út. Gylfi féllst góðfúslega á að veita Morgunblaðinu viðtal, þar sem rætt verður um efni bókarinnar, efni það sem ekki er í bókinni og ákveðnar spurning- ar sem bókin og tök Gylfa á efninu, kunna að kalla fram í hugum lesenda. Gylfi, þú sagðir um bók þína á fundi Fijáls- lyndra jafnaðarmanna nú fyrir skömmu að hún væri ekki vörn fyrir stefnu Al- þýðuflokksins, eða stefnu Viðreisnar- stjórnarinnar, heldur væri hún vörn fyrir heilbrigða skynsemi. Styrmir Gunnarsson, rit- stjóri Morgunblaðsins sagði á sama fundi að bókin væri einskonar kennslubók i viðreisnarfræðum. Vissulega er í bókinni mikill fróðleikur um þetta tímabil í íslenskri stjórnmálasögu, en sá fróðleikur er einkum um málefni, en ekki menn. Kom það aldr- ei til greina, þegar þú vannst bókina, að upplýsa lesendur um einhverja þá leyndardóma um menn þá sem settu svip sinn á stjórnmál þessara ára, persónuleg samskipti þeirra, átök, deilur og svo framvegis? Leyndardóma, sem þú hlýtur að búa yfír, og hefðu örugglega getað kryddað frásögn þína verulega, og gert forvitna og fróðleiksfúsa lesendur enn forvitnari. Ég nefni sem dæmi frásögn þína á bls. 82-83, þar sem þú greinir frá því að stjórnar- flokkarnir rifust í tvo daga og tvær nætur í þing- flokksherbergjum sínum á Alþingi um fyrirhugaða gengisfellingu, árið 1961, án þess að orð læki út. Mér finnst sem það hljóti að vera margt frá fund- um sem þessum og öðrum slíkum, sem aldrei hafi litið dagsins ljós á prenti, en ætti engu að síður fullt erindi á prent, ekki síst í ljósi þess hversu langt er um liðið, frá því þetta var. Hvað segir þú um slíka skoðun? ( ( ( ( ( „Hér verð ég að vera á öndverðum meiði við þig- Það var alveg með ráðnum hug að ég skrifaði bók- ina eins og hún er, sem sagnfræði - sem sögu stjórn- málanna á þessu tímabili, en ekki sem persónusögu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.