Morgunblaðið - 28.11.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.11.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1'993 15 i I > I I I I » I » I I » I Auðvitað gæti bók um menn og samskipti þeirra orðið skemmtileg bók, kannski skemmtilegri en þessi, en slíka bók kæri ég mig ekki um að skrifa.“ - Finnst þér engin synd að búa yfir fjölmörgum leyndarmálum frá þessum tíma, og vilja ekki deila þeim með þjóðinni? „Nei. Mér finnst satt að segja ekki rétt að blanda saman frásögn um mikilsverða atburði, sem á að geta verið fullkomlega áreiðanleg og menn eiga að geta tekið alvar- lega, við frásagnir af skiptum milli manna, sem eru of oft meira í ætt við slúður heldur en raunverulega frásögn. Ég ætla ekki að taka þátt í slíkum ritstörfum." Okkur Hannibal var illa tekið - Þú varst í klíku Jóns Blöndals og Finnboga Rúts. Þú varst vinstri krati, þegar þú fyrst komst inn á þing 1946, með Hannibal. Þar með varstu maður sem Sjálfstæðisflokk- ur og Ólafur Thors höfðu litlar mætur á. Sátuð þið ekki saman í 13 ár á þingi, án þess nokkurn tíma að tala saman? Hvað breyttist? „Það er rétt að við töluðumst ekki við í 13 ár, ekki nema með skömmum úr ræðustól í þing- inu, en það er nokkuð löng saga að segja frá því hvað breyttist á þessum árum, og líklega of löng fyrir samtal sem þetta. í grófum dráttum get ég þó sagt að þegar ég kom á þing 1946, 29 ára gamall, þá var það í kjölfar mik- illa deilna innan Alþýðuflokksins. Mjög margir yngri alþýðu- flokksmenn höfðu verið mjög óánægðir með flokksforystu Stef- áns Jóhanns og skoðanabræðra hans. Forystumenn þessa óánægju- hóps voru þeir Jón Blöndal og Finn- bogi Rútur, sem töldu að þessi hóp- ur ætti rétt á öðru sætinu í Reykja- vík. Ég var staddur í Kaupmanna- höfn á þessum tíma, að skrifa dokt- orsritgerð mína og tók því ekki þátt í þessum átökum. Niðurstaða í deilum þessara fylkinga varð sú að ég skipaði fyrsta sæti lista flokksins hér í Reykjavík og þá unnum við mesta sigur sem flokkur- inn hafði unnið í Reykjavík og juk- um fylgi okkar um 38%. Okkur Hannibal, sem báðir tilheyrðum óánægðu ungu flokksmönnunum og vorum nánir vinir og samstarfs- menn þeirra Jóns Blöndal og Finn- boga Rúts, var mjög illa tekið í Alþýðuflokknum. Hannibal tók það sérstaklega nærri sér, en ég ekki svo mjög, enda vorum við Haraldur Guðmundsson miklir vinir. í flestum málum á þessum árum tókumst við á við sjálfstæðismenn á þingi og áttum litla samleið með þeim, hvort sem varðaði innanríkis- eða utanríkismál. Tímamót áttu sér stað 1951, þegar við í Alþýðu- flokknum ákváðum að styðja þá stefnu sem mörkuð var í utanríkis- málum og er fylgt enn í dag. Ég segi í bókinni frá hlut Bjarna Bene- diktssonar að því, er þar gerðist. Allt annar Sjálfstæðisflokkur Hafa verður í huga að Ihalds- flokkurinn og svo Sjálfstæðisflokk- urinn á þriðja og fjórða áratugnum var allt annar flokkur en seinna varð. Sá flokkur talaði gegn verka- mannabústöðum og síðar alþýðu- tiyggingum. Það var gegn þessum Sjálfstæðisflokki sem ég og mínir skoðanabræður snérumst aðallega, ekki hvað síst í stjórnartíð hans og Framsóknar á árunum 1950 til 1956. 1949 kynntist Bjarni Benedikts- son Benjamín Eiríkssyni í Washing- ton og fékk hann til þess að koma heim og gera tillögur fyrir ríkis- stjórnina í efnahagsmálum. Bjarni, jafngáfaður og hann auðvitað var, var alveg búinn að gera sér ljóst að það kerfí hafta sem þjóðarbú- skapurinn var fjötraður í, gengi ekki lengur. Benjamín gerði mjög skynsamlegar tillögur, m.a. um gengislækkun, sem framkvæmd var 1950. Til þess að vera fullkomlega sanngjarn, verð ég að segja að þetta voru erfiðir tímar, afli brást og af- urðaverð lækkaði, en það sem aðal- lega brást, var það að ríkisstjórnin gerði sér ekki grein fyrir því að gengislækkun ein er aldrei nægileg aðgerð til þess að laga ástandið. Aðrar ráðstafanir verða að fylgja með, en það brást algjörlega, þann- ig að ríkisstjórnin hafði ekki stjórn á ríkisfjármálunum eða bankamál- unum. Verðlagning var gefin frjáls, sem leiddi til sukks í innflutnings- versluninni og í kjölfar þess gafst stjórnin upp og tók aftur upp inn- flutningshöft og báðir stjórnar- flokkarnir urðu sammála um nýja haftastefnu. Þessu snérumst við náttúrlega gegn, af alefli. Alveg til ársins 1956 var Sjálfstæðisflokkur- inn enn í mínum augum og skoðana- bræðra minna, miklu skyldari Framsókn og landbúnaðar- og haftapólitík hennar, heldur en okkar viðhorfum í viðskipta- og efnahags- málum, sem smám saman urðu ftjáls- lyndari. Kynntist nýjum manni og nýjum flokki Það var fyrst eftir að Émil Jónsson hafði myndað minnihluta- stjórn sína, í desember 1958, sem ég kynntist Ólafi Thors, en þá fórum við Emil að tala um efnahagsmálin við Ólaf og Bjarna Benediktsson. Þá taldi ég að ég kynntist ekki bara nýjum manni, þar sem Ólafur var, heldur nýjum flokki, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn var, sem hafði allt önnur viðhorf heldur en mér fannst ég þekkja frá því ég fyrst bauð mig fram, þegar ég var 25 ára gamall. Flokkur sem hafði fullkominn skiln- ing á því að höftin yrðu að hverfa og á því að við yrðum að læra af því sem úrskeiðis fór árið 1950, þegar höftin áttu að hverfa, en það brást.“ - Þú hafðir reynslu sem mennta- málaráðherra úr vinstri stjórn Her- manns 1956-58. Á fundi fijáls- lyndra jafnaðarmanna sagðir þú hlut sem verður að kallast bylting- arkennd söguskoðun, er þú sagðir að þið kratar og Framsókn í þeirri ríkisstjórn, hefðuð getað byijað við- reisnarprógramm þremur árum fyrr, en það hafi strandað á Alþýðu- bandalaginu og Hannibal, þ.e. að myndun „Hræðslubandalagsins" mistókst. Þú kvaðst hafa vitað það, sem á fárra vitorði hefði verið, að Hermann hefði verið genginn á hönd hinum nýja sið. Þú sagðir að ef Hræðslubandalagið hefði unnið og það hefði það gert, ef Hannibal hefði ekki eyðilagt það, þá hefði Viðreisn getað hafist þremur árum fyrr. Ef þú meinar þetta, ertu þar með að segja að kratar hafi átt alla hugmyndafræði viðreisnarinnar, af- nám haftastefnunnar, fijálsræðis- stefnu í innflutningi og nútímalega hagstjórn, en Sjálfstæðisflokkurinn hafi bara látið til leiðast? Gátuð þið kratar gert þetta með Hermanni og Hannibalistum? „Það er af og frá að ég telji að Alþýðuflokkurinn eigi allan heiður- inn af hugmyndafræði Viðreisnar- stjórnarinnar - af og frá. Það má á engan veg skilja orð mín á þessum fundi svona. Skoðun mín er sú, að á þessum árum, 1953 til 56 hafi bæði Hermann Jónsson og Eysteinn Jónsson, þó sérstaklega Hermann, gert sér ljóst að breyta þyrfti um stefnu í efnahagsmálum og að höft- in væru orðin úrelt. Því hefði verið hægt að koma á ákveðnum umbót- um í samvinnu við þá, þótt ekki Ég held, það haffi verið gotff að við unnum ekki í kosningunum og hugmyndin um Hrsðslubandalagið náði ekki f ram að ganga. PARADÍS í KARtBAHAFI N iH F HEIMSKLUBBUR INGOLFS N U E R TÆKIFÆRIÐ! DVÖL Á PARADÍSAREYJU í KARÍBAHAFI ER DRAUMUR ALLRA OG FÆST NÚ Á MINNA EN HÁLFVIRÐI MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ SEM ALMENNT GERIST. VERÐLÆKKUN FRÁ FYRRA ÁRI! TVEIR STAÐIR í BOÐI AUK SIGLINGAR í 7 - 11 DAGA. MEÐ HEIMSKLÚBBI INGÓLFS SKEMMTISIGUNG ER TÍSKAN í DAG - Sérkjör HEIMSKLÚBBSINS fyrir hópa og einstaklinga, sé allur pakkinn keyptur í einu. UMBOÐ HEIMS- KLÚBBSINS og FERÐASKRIFSTOFUNNAR PRIMA fyrir CARNIVAL CRUISES tryggir farþegum okkar bestu kjör á skemmtilegustu siglingaleiðum frá MIAMI/FORT LAUDERDALE eða SAN JUAN á Puerto Rico með heimsókn á fögrum eyjum Karíbahafs í sumarskrúði um hávetur. Ótrúlega hagstætt verð með NÝJASTA GLÆSISKIPI SKEMMTIFERÐAFLOTANS - SENSATION, 80 þús. tonn, sem er líkast glæsilegri, fljótandi smáborg með öllum lystisemdum fyrir farþegann, —frá MIAMI, eða TROPICAL/FESTIVAL frá SAN JUAN vikulega. Siglingar af þessu tagi eru heillandi heimur þess besta í hvers konar skemmtun, mat og drykk undir bláum boga himins og hafs, ein mesta tilbreyting sem „Þessi eyja er fegursta völ er á frá vetrarríki íslands. land, sem augu mín hafa GLÆSISIGLING- HÓPFERÐ MEÐ ÍSLENSKRI nokkru sinni litið. “ FARARSTJÓRN, 2 vikur 26. febrúar '94. Kristofer Kolombus, 1492. PANTIÐ NÚNA OG SPARIÐ MEÐ HAGSTÆÐUM KJÖRUM HEIMSKLÚBBSINS! AUSTURSTRÆTI17,4. hæð 101 REYKJAVIK-SIMl 620400*FAX 626564 PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VALINNA SÉRFRÆÐINGA fyrir einstaklinga og smærri hópa - brottför vikulega frá 7. janúar. FERÐIR HEIMSKLÚBBSINS - 5% afsláttur af 25 fyrstu pöntunum KJARABÓT - OKKAR SÉRSVIÐ - VANDAÐAR ÓDÝRAR FERÐIR Á SPENNANDI STAÐI UM ALLAN HEIM. ALLIR FARSEÐLAR Á LANGLEIÐUM MEÐ SÉRKJÖRUM - IATA UMBOÐ. SÖLUMENN: HELGA LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, KRISTtN HULDA SVERRISDÓTTIR, GÍGJA GYLFADÓTTIR - ALLAR SÉRFRÆÐINGAR í ÚTGÁFUFARSEÐLA. ÞJÓNUSTA í SÉRFLOKKIUNDIR STJÓRN 8 INGÓLFS GUÐBRANDSSONAR. PUERTO PLATA, þar sem allt er innifalið og þú þarft ekki að taka upp budduna allan tímann, fullt úrvalsfæði, allir drykkir, áfengir sem óáfengir, skemmtanir og alls konar sport (greitt fyrir golf) - staðurinn sem sló í gegn í fyrravetur - margir sögðust aldrei hafa farið jafngóða ferð, því síður jafnódýra! Þannig verður þessi staður ódýrari en .Kanaríeyjar, þegar öll eyðsla er gerð upp. PUNTA CANA - NYI STAOURINN Á DOMINICANA, með hreinni, ósnortinni náttúruströnd, 4-5* gististaður, MELIA BÁVARO, hálft fæði - aldingarður allt í kring og pálmum brydduð ströndin með hvítum sandi rétt hjá. Öll gisting í svítum í litlum, fallegum 4-6 eininga húsum. Þessi staður er kyrrlátur og unaðslegur - algjör uppgötvun og stórsparnaður miðað við aðrar eyjar Karíbahafs. Algjör verðurparadís, hiti um 25 C.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.