Morgunblaðið - 28.11.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993
17
þá mikils. Hann kynntist Eðvarð
Sigurðssyni einnig náið og leit hann
allt öðrum augum, eftir það nána
samstarf sem þeir áttu 1964. Með
þessum mönnum taldi Bjarni að
hægt væri að vinna. Því mun hann
hafa hugleitt, að ef við misstum
meirihlutann í kosningunum 1971,
hvort ekki kæmi til greina að tala
við menn eins og þá um samstarf.
Ég minnist þess ekki að hann hafi
nefnt Lúðvík Jósepsson sérstaklega,
en það gæti þó vel verið, því Lúð-
vík var í öðrum hópi heldur en hin-
ir.“
- Landhelgisstefnumörkun Við-
reisnar, í kosningabaráttunni fyrir
kosningar 1971 var bæði óskýr og
óljós, - eins og þú skýrir rækilega
í bók þinni. Af hveiju var hún eins
og hún var? Hverjir réðu þessari
stefnumörkun? Hefði ekki verið ár-
angursríkara fyrir ykkur að ein-
falda hana og gera aðgengilegri,
eins og Hannibalistar gerðu, með
slagorðinu „Útfærsla landhelginnar
í 50 mflur!“?
„Það voru nokkuð skiptar skoð-
anir í þessum efnum. Þeir sem réðu
mestu um þetta voru Emil Jónsson
sem var utanríkisráðherra og Jó-
hann Hafstein sem var forsætisráð-
herra. Lífsskoðun þeirra beggja var
þannig, að í svona máli yrðu menn
að vera mjög ábyrgir. Það ætti ekki
að taka neinar einhliða ákvarðanir
og það ætti engar ákvarðanir að
taka, án þess að ræða við þá sem
hlut áttu að máli. Auk þess voru
skiptar skoðanir um það hvort
stefna bæri að ákveðinni mílnatölu,
eða miða við landgrunnið. Þetta var
meginskýringin á því að þetta varð
allt svona óljóst, þó að við margir
í báðum flokkum hefðum viljað
hafa stefnumörkunina miklu
ákveðnari og skýrari.‘“
Kratar höfnuðu
haustkosningum 1970
- Sjálfstæðisflokkurinn lagði til
seinni hluta sumars 1970 að gengið
yrði til haustkosninga, en þessu
hafnaði Alþýðuflokkurinn. Má ekki
ætla að stjórnarflokkarnir hefðu
fengið umtalsvert betri kosningu
þá um haustið, en þeir fengu vorið
1971, eftir að landhelgisumræðan
hafði farið illa með þá allan vetur-
inn og vorið? Var hér ekki um skyn-
samlegan kost að ræða fyrir stjórn-
arflokkana, og hveijar voru ástæður
þess að Alþýðuflokkurinn hafnaði
þessum tillögum samstarfsflokks-
ins?
„Ég held, að það hafi einmitt
verið rétt af Alþýðuflokknum að
hafna haustkosningum 1970. Efna-
hagsráðunautar okkar, þeir Jónas
Haralz og dr. Jóhannes Nordal töldu
að hinar hörðu efnahagsráðstafanir
Viðreisnar 1967 og 68 væru að
bera árangur og hann ætti eftir að
koma enn betur á daginn. Við þótt-
umst vissir um að skútan væri á
leiðinni upp úr öldudalnum og þess
vegna væri rétt að láta það koma
betur í ljós. Enda kom það betur í
ljós. Ef við hefðum kosið fyrr, þá
hefði viðskilnaður okkar orðið allt
annar og lakari en hann var. Raun-
ar töldu andstæðingarnir 1971 að
við hefðum skilið illa við ríkisbú-
skapinn og margir telja það enn,
en ef bók mín er lesin vandlega,
þá er ekki hægt að halda slíku leng-
ur fram. Satt að segja er ein megin-
ástæðan fyrir því að ég skrifaði
bókina, og skrifaði hana sem athug-
un á sögu og þróun efnahagsmála,
en ekki sögu einstaklinga, sú, að
ég vildi leiða það ótvírætt í ljós að
ráðstafanir Viðreisnarstjórnarinnar
báru réttan árangur. Þær gerðu það
vissulega, þótt árangurinn væri
ekki kominn nógu skýrt í ljós í kosn-
ingunum 1971 og því hafði fólk
ekki sannfærst nægilega um árang-
urinn. Mesta hagvaxtartímabil, til
þess tíma, var á árunum 1970-71.
Reynslan hefur sýnt það, að stefnar
sem mörkuð var, var rétt og árang-
ur Viðreisnarstjórnarinnar ótvíræð-
ur. Enda hefur enginn viljað taka
upp haftabúskap, frá því að Við-
reisn afnam höftin."
Stóriðja, EFTA og menning
Gylfi telur að of lítil áhersla hafi
verið lögð á það, þegar árangur
Viðreisnarstjórnarinnar er skoðað-
ur, að ráðstafanir stjórnarinnar
hafí ekki einungis lagt grundvöll
að auknum hagvexti og bættum
lífskjörum. „Tekjuskipting varð
réttlátari og launþegar fengu auk-
inn hlut í vexti þjóðarteknanna. En
þetta er ekki heldur það eina sem
skiptir máli,“ segir Gylfi, „heldur
að það varð til allt annað og heil-
brigðara þjóðfélag, með allt öðru
og betra andrúmslofti. Menn losn-
uðu úr hugarfari haftanna, og hug-
arfarið skiptir ekki minna máli fyr-
ir þjóðlífið, en bættur efnahagur."
Gylfi segir að auk þessa hafi
Viðreisn markað mikilvæga'stefnu
á tveimur öðrum sviðum, sem var
grundvöllurinn að virkjunum fall-
vatna og stóriðju. „Þetta gerðum
við um miðjan sjöunda áratuginn,
undir forystu Bjarna, sem var iðn-
aðarráðherra, í hreinni andstöðu við
Framsókn og Alþýðubandalag.
Hitt stórmálið var aðild okkar
að EFTA. Við gerðum okkur grein
fyrir því að gjörbreyting hafði orðið
í Evrópu og við mættum ekki ein-
angrast. Alþýðubandalagið var al-
gjörlega andvígt aðild okkar að
EFTA, en þótt Framsókn væri í
hjarta sínu andvíg, þá hafði hún
þó vit á því að sitja hjá, þegar til
atkvæðagreiðslu kom á þingi um
samninginn."
Að lokum þetta Gylfi - Þú varst
menntamálaráðherra öll Viðreisn-
arárin. Hvað rís hæst í þínum huga,
af þeim vettvangi?
„Mér finnst þjóðfélag ekki vera
gott og réttlátt, bara vegna þess
að lífskjörin séu góð. Það má aldrei
gleyma því, að menntun og menning
hefur úrslitaþýðingu fyrir farsæld
og hamingju mannsins. Þess vegna
var ekki nóg að bæta lífskjör á
Viðreisnarárunum, heldur urðum
við líka að bæta menntun og menn-
ingu og efla listir. í þeim efnum
held ég að okkur hafí tekist að ná
mjög góðum árangri. Á árunum
1956 til 1971 næstum fjórfölduðust
restrarútgjöld til fræðslumála, al-
mennra menningarmála og al-
mennra rannsókna, sem sýnir nátt-
úrulega geysileg framfaraspor á
þessu sviði - framfaraspor sem ég
held að hafi verið mikils virði.“
■■■Bnnn
ARANGURSRIK SALA
Hvemig á að auka sölu fljútt?
Áhrifaríkar hugmyndir kynntar til þess að selja vöru
eða þjónustu með betri árangri. Nýtt sölumódel:
Viðhorf og hvatning sölumanna, sjálfsmat,
vörugreining og samkeppnisgreining.
Mikilvægustu atriðin frá upphafi til loka sölu.
Ætlað sölufólki og sölustjórum sem vilja vinna
faglega.
Leiðbeinandi er Sigurður Ágúst Jensson,
viðskiptafræðingur og markaðsráðgjafi.
Námskeiðið er haldið f húsnæði
Stjórnunarfélagsins
30. nóvember nk. kl. 13.00-17.00.
Skráning er hafin!
Nánari upplýsingar f sfma 621066.
Stjómunðrfélðg
íslðnds
Ánanaustum 15 Sími: 621066
Þeir sem stofna heimili ogfjölskyldu bera mikla ábyrgð. Sú ábyrgð
felst meðal annars í þvi að búafjölskyldunni önl£gt skjól, sjá
henni farborða og vernda hana gegn afleiðingum óhappa
j - en til þess er einmitt Fjölskyldutrygging Sjóvá-Almennra
vel fallin. Hún sameinar Víðtœka innbústryggingu,
Abyrgðarttyggingu, Slysattyggingu ífrítíma og
Farangurstryggingu.
Tryggt og öruggt með Fjölskyldutryggingu - þannig á það að vera.
SJQVAulPALMENNAR
- Þú tryggir ekki eftir á!