Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 Einangraðir á glötunarbraut Efnahagshrun og umhverfismartröð vofir yfir Ukraínu VERÐBÓLGAN er 70 til 100% á mánuði hverjum. Mánaðarlaunin duga ekki til að fylla bensíntankinn. Sökum gjaldeyrisskortsins hefur reynst nauðsynlegt að starfrækja áfram úrelt og stórhættu- leg kjarnorkuver; reynslan hræðir ekki þegar skorturinn er ann- ars vegar. Efnahagshrun er yfirvofandi, við völd eru kerfiskarl- ar, fastir í úreltri hugmyndafræði sem skortir þor til að grípa til harkalegra aðgerða í nafni umbóta. Ríkið hefur verið fors- máð, 52 milljónir manna eru á sveimi í tómarúmi allsleysis og stjórnvöld hafa aðeins eitt ráð til að minna á tilvist lands og þjóð- ar; í Ukraínu eru staðsett kjarnorkuvopn. Kosningum fag-nað TILKYNNINGU um að þingkosningar fari fram í mars á næsta ári fagnað í Kíev, höfuðborg Úkraínu. Kosningum hefur þegar verið frestað einu sinni en á þingi því sem nú situr eru afturhalds- sinnar í miklum meirihluta og minnir það mjög á fulltrúaþingið sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti leysti upp með valdi í Moskvu- borg. Ukraína, „Brauðkarfa Evr- ópu“, hefur.verið vettvang- ur einhverra hroðalegustu grimmdarverka sem manns- andinn hefur náð að knýja fram á þessari öld og þar varð versta kjarnorkuslys sögunnar er sprenging varð í Tsjernobyl-ver- inu. Hungursneyð lík þeirri sem hlaust af samyrkjuvæðingu Stal- íns er raunar ekki yfirvofandi en það hrun sem við blasir á vett- vangi efnahagsmála kann að hafa afleiðingar sem meta má á mæli- kvarða gjöreyðingar. Kjarnorkuvopnin skiptimynt Líkt og aðrar þjóðir í _Mið- og Austur-Evrópu væntu Úkraínu- menn þess að vestræn ríki tækju þeim fagnandi er þeir lýstu yfir sjálfstæði fyrir tveimur árum, í desembermánuði 1991, skömmu áður en Sovét- ríkin liðu undir lok með form- legum hætti. í stað efnahags- aðstoðar og samvinnuverk- efna kusu Vesturlönd að leggja megináherslu á kjarnorkuvopn þau sem staðsett eru í landinu. Þrýst var á stjórnvöld í Úkraínu að þau lýstu yfir því að virt yrðu ákvæði START-sáttmálanna svo- nefndu um fækkun Iangdrægra gjöreyðingarvopna sem gerðir höfðu verið á Sovét-tímanum. Með hliðsjón af ríkjandi óvissu var sjálfsagt og eðlilegt að látnar væru í ljós áhyggjur af framtíð kjarnorkuherafla Sovétríkjanna. Úkraínumenn tóku hins vegar að skynja þennan þrýsting sem svo að ætlunin væri að tryggja nýtt valdajafnvægi með tilliti til hags- muna Atlantshafsbandalagsríkj- anna og Rússlands með sérstakri skírskotun til nýfijálsu ríkjanna í Mið-Evrópu. í menningar- og efnahagslegu tilliti var lítið sem ekkert gert til gera ríkið að virk- um þátttakanda í mótun hinnar „nýju Evrópu", sem menn sáu þá fyrir sér. Þessi einangrun ásamt viðteknum ótta við rússneska út- þenslustefnu varð þess valdandi að ráðamenn í Úkraínu tóku að líta á kjarnorkuvopnin sem skipti- mynt í viðræðum við Vesturlönd. í raun hefur engin breyting orðið á þessari afstöðu stjórnar Leoníds Kravtsjúks forseta. Á dögunum var því lýst yfir að Úkraína hygðist uppfylla ákvæði START-1 samningsins en það skilyrðaflóð sem fylgdi þess- ari ákvörðun gefur til kynna að langur tími muni líða þar til þær 176 kjarn- orkuflaugar sem staðsettar eru á úkraínsku landsvæði heyra sögunni til. í Úkraínu nýtur sú skoðun verulegs fylgis að kjarnavopnin (þar eru geymdir um 1.400 kjarnaoddar) tryggi í raun sjálfstæði ríkisins. Þjóðernissinn- ar benda á örlög Georgíu máli sínu til stuðnings en þar neyddist Edúard Shevardnadze forseti ti! að leita eftir aðstoð Rússa til að bijóta á bak aftur uppreisn í landi sínu og fórnaði um leið raunveru- Iegu sjálfstæði þess. Samkvæmt kenningum um valdajafnvægi og stöðugleika má halda því fram að Úkraína sé á „gráu svæði“ líkt og t.a.m. Afganistan á sínum tíma. Ýmsir kunna að halda því fram að slík skilgreining áhrifa- svæða eigi ekki við nú eftir lok kalda stríðsins, aðrir myndu væna þá hina sömu um bernsku. Orvænting og orkuskortur Á Vesturlöndum líta menn svo á að fráleitt sé að veita Úkraínu efnahagsaðstoð vegna þess að umbótum hafi ekki verið hrint í framkvæmd. í Úkraínu telja margir hins vegar að forsendur efnahagsumbóta sé aðstoð úr vestri. Hvað sem þessari vítarunu líður blasir við að lífskjörin eru nú verri en í tíð Sovétríkjanna og örvænting er tekin að grípa um sig í röðum ráðamanna, sem flest- ir hlutu „menntun" sína og upp- eldi í mótunarstofnunum komm- únistaflokksins. Örvæntingin get- ur leitt af sér þörf fyrir að sam- eina þjóðina gegn tilbúnum óvini, sem aftur gæti orðið til þess að skapa verulega spennu í Austur- Evrópu. Verstur er trúlega orkuskortur- inn. Vetrarhörkurnar eru teknar að minna á sig í Úkraínu og ljóst er að næstu mánuði mun skorta olíu, kol og gas auk þess sem kjarnorkuver þau sem starfrækt eru munu hvergi duga. Þegar hefur verið ákveðið að hætta við lokun Tsjernobyl-versins illræmda og fréttir hafa borist af ránum og gripdeildum í kjarnorkuverum, slöku eftirliti og óhæfu starfs- fólki. Orkugjafar fást aðeins keyptir frá Rússlandi gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri. Á meðan alþýða manna skelfist myrkur og kulda vetrarins vofir sú ógn yfir að hryllingurinn end- urtaki sig og geislaský stigi enn á ný upp af einhveiju kjarnorku- veranna í Úkraínu. Umskiptin sögulegu í Mið- og Austur-Evrópu hafa enn ekki náð til Úkraínu. Landinu stjórna menn sem að sönnu hafa kastað hinum kommúnísku formerkjum að nafninu til en þekkja í raun engar aðrar hagstjórnaraðferðir. Sala ríkisfyrirtækja sem skilað hefur miklum árangri í Mið- Evrópuríkj- unum og er einnig tekin að segja til sín í Rússlandi er í raun enn ekki komin á dagskrá í Úkraínu. Um 95% fyrirtækja eru í eigu rík- isins og enn er sú hugmyndafræði ríkjandi að á þingi landsins skuli sitja fulltrúar „ráða verkalýðsins". Gjaldmiðill landsins, karbovanets er gjörsamlega verðlaus og vöru- skipti eru algengasti verslunar- mátinn. Mánaðarlaun upp á 400.000 karbovanets, sem eru yfir meðallagi og jafngilda um 1.100 krónum íslenskum, nægja ekki til að fylla bensíntankinn. Raunar er slíkur samanburður hæpinn en gera má ráð fyrir að verðlag tvöfaldist að jafnaði á sex vikna fresti. Formyrkvun miðstýringar Leoníd Kravtsjúk forseti hefur beitt hefðbundnum aðferðum mið- stýrðar hagstjórnar og virðist að- eins forherðast í þeirri afstöðu sinni eftir því _sem efnahagshrunið færist nær. Ákveðið hefur verið að hverfa frá fijálsu verðlagi þannig að ríkið ákvarðar það nú líkt og á Sovét-tímanum. Gengið er ákveðið með tilskipunum sem eru öldungis áhrifalausar nema hvað varðar fyrirtækin því þau fáu sem skila gjaldeyrishagnaði (af einhveijum ástæðum blómstrar ryksuguframleiðsla í Úkraínu) þurfa að láta helming hans af hendi og fá í staðinn hinn verð- lausa gjaldmiðil úkraínska ríkis- ins. Tilskipanakerfi mótar alla framleiðslu atvinnulífsins. „Höld- um við áfram á sömu braut blasir innan fárra mánaða við algjört hrun efnahagslífsins í Úkraínu," segir Júiríj Netsjajev, sem raunar stjórnar Umbótastofnun markað- arins í Kíev. Kravtsjúk forseti hefur hins vegar oftlega sagt að Úkraínumenn þurfi að leita eigin leiða. „Við getum ekki fylgt í blindi og hugsunarleysi þeim að- ferðum sem notaðar hafa verið annars staðar. Úkraína hefur sér- stöðu.“ Kravtsjúk má auðveldlega af- skrifa sem mann sem á heima í „Júragarði" stjórnmálanna eða sem mafíuforingja er hagnast á óreiðunni. Sú skýring kann hins vegar að fela í sér full mikla ein- földun. Forsetinn óttast það klár- lega að missa völdin en hugsunin um fjöldaatvinnuleysi, uppþot og óeirðir kann einnig að hræða hann frá því að grípa til þeirra harka- legu aðgerða sem nauðsynlegar eru til að færa Úkraínu inn í 20. öldina. Upplausnarástand í Úkra- ínu kynni að kalla fram viðbrögð af hálfu Rússa og þá yrði sjálf- stæðið sjálft í hættu. í þessu sam- hengi er vert að benda á að sam- kvæmt hinni nýju varnarstefnu Rússlands telst pólitískur óstöð- ugleiki í nágrannaríkjum hugsan- leg ógnun við öryggi Rússa. Hið sama gildir um hugsanleg um- hverfisslys. Menntamenn og aðrir þeir sem kynnst hafa vestrænum viðhorf- um binda einkum vonir sínar við að þingkosningar sem boðað hefur verið til í mars á næsta ári verði til þess að hleypa af stað raun- verulegum efnahagsumbótum. Öryggistryggingar, bein vestræn efnahagsaðstoð og nýir ráðamenn eru forsendur þess að Úkraínu verði snúið af glötunarbrautinni. Veturinn á eftir að reynast langur. BAKSVID eftir Ásgeir Sverrisson A BARNIÐ AFMÆU? Þú getur látib okkur sjá um afmælið á veitingastöðum Pizza Hut eða hringt til okkar og við komum með Pizzurnar í afmælisboðið. Þú velur Pizzurnar - iill börnin fá frostpinna og blöðrur og afmælisbarnið fær óvænta gjöf frá Pizza Hut. - mest selda pizzan í heiminum Mjódd Ilótel Esja 682208 680809 C4PEqi65-S V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.