Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 í LIÐINNI viku hóf íslenska útvarpsfélagið (IÚ) endurvarp er- lendra gervihnattastöðva á höfuðborgarsvæðinu. Efnið er læst og því er dreift á örbylgjutíðni sem krefst nýrra Ioftneta. Dag- skrá Ríkissjónvarpsins verður einnig dreift um örbylgjusendana en hún verður ólæst. Með Fjölvarpinu hefst endurnýjun mynd- lyklakerfis ÍÚ og er stefnt að þeir sem einungis vilja Stöð 2, Með tilkomu Fjöl- varpsins má til sanns vegar færa að nýir þræðir hafi bæst í þann margþætta vef sem fjölmiðlar spinna um þjóðlífið. Tilkoma Fjölvarpsins telst þó tæp- lega bylting, helsta breytingin er að nú hafa innlendir aðilar ráðist í öfluga markaðssetningu á erlendum sjónvarpsstöðvum. Gömlu lyklarnir úreldast Áskrifendum Stöðvar 2 er í sjálfs- vald sett hvort þeir gerast áskrif- endur að Fjölvarpi. Ef þeir kaupa áskrift að Fjölvarpinu fá þeir strax nýjan myndlykil og verða að kaupa nýtt loftnet. Þeir sem ætla að halda sig einungis við Stöð 2 fá einnig nýjan myndlykil, þótt síðar verði, en geta notað sama loftnet áfram. Stefnt er að því að heíja útskiptingu núgildandi lykla fyrri hluta næsta árs. Páll Magnússon útvarpsstjóri IU segir þrjár meginástæður liggja að baki myndlyklaskiptunum. I fyrsta lagi sé verið að koma í veg fyrir stuld á læstu dagskrárefni, s_em ógni framtíðarhagsmunum ÍÚ. Hann telur að á milli eitt og fjögur þúsund þjófalyklar séu í notkun nú og þeim fjölgi sífellt, enda skirrist menn ekki við að auglýsa mynd- lyklabreytingar á opinberum vett- vangi. „Ef við missum 4.000 áskrift- ir í gegnum þjófalykla, þá eru það 120 milljónir á ári. Við erum til- neyddir að skipta um lykla.“ Læsing nýja kerfisins á mjög að torvelda óviðkomandi aðgang. Þá nefnir Páll að há bilanatíðni gömlu myndlyklanna hafi hvekkt marga áskrifendur og við það verði ekki lengur unað. Nýleg könnun, sem Gallup gerði fyrir Stöð 2, leiddi í ljós að 70% gömlu myndlyklanna hafa bilað einu sinni eða oftar, með tilheyrandi viðgerðarkostnaði fyrir notendur. Stöð 2 mun hins vegar annast viðhald nýju lyklanna. Lyklar sömu gerðar og þeir nýju hafa verið í notkun hjá Canal Plus í Belgíu undanfarin fjögur ár og lítið bilað, að sögn Páls. í þriðja lagi eru gömlu myndlykl- arnir tæknilega úreltir, enda af 1. kynslóð slíkra tækja. Hætt er að framleiða lyklana og hefur undan- farið þurft að leita uppi umfram- birgðir sjónvarpsstöðva erlendis til að fullnægja eftirspurn. í haust bættust við 18 nýir þéttbýlisstaðir í dreifikerfi Stöðvar 2 og voru þá keyptir myndlyklar frá írlandi. Nýju lyklunum fylgir fjarstýring, þeir verða með víðóma (stereo) móttöku, þeir fyrstu eru reyndar ekki víðóma en þeim verður skipt út fyrir slíka á næsta ári. Ekki er nauðsynlegt að hafa víðóma sjón- varp heldur er hægt að tengja hljóð- rásirnar við venjuleg hljómtæki. Á lyklunum verður barnalæsing, svo foreldrar geti stýrt áhorfi barna sinna þótt þeir séu fjarverandi. Loks taka nýju lyklarnir við lykilnúmeri því að allir áskrifendur, einnig fái nýja lykla á næsta ári. Þeir sem kaupa aó- gang að Fjölvarpi fá nýjan myndlykil og verða að kaupa sér ný loftnet. Askrif- endur Stöðvar 2 í gamla kerfinu fá nýja myndlykla á næsta ári en þurfa ekki ný loftnet. Hvad erhag- Irvæm- ast? Ef borinn er saman kostnað- ur við að ná útsendingum Fjölvarps og gervihnattastöðva er ljóst að í upphafi þarf að leggja út meiri fjármuni fyrir gervihnattaloftneti og móttak- ara, um 100 þúsund krónur. Ef menn láta sér nægja opnar gervihnattastöðvar kemur ekk- ert afnotagjald til viðbótar, annars má reikna með 25 til 40 þúsund krónum á ári fyrir eitt lykilspjald. F’jölvarpið krefst þess að menn reiði af hendi 30 þúsund krónur fyrir örbylgjuloftnet og 2500 krónur í pant. Árgjald fyrir Fjölvarpið eitt er 31560 krónur, fyrir Fjölvarp og Stöð 2 47880 krónur, en reikna má með að flestir velji þann kost. gegnum sjónvarpsmerkið, en ekki þarf lengur að slá inn númerið. Áskrifendur keyptu sjálfir eldri lyklana en fá þá nýju að láni frá IÚ. Til að byija með er krafist 2.500 króna í pant og áskrifandinn gengst undir að greiða 15 þúsund krónur ef myndlykillinn eyðileggst í hans umsjá. Gefur það ákveðna hugmynd um verðgildi tækisins. Páll segir eftir að ákveða hve mikils verður krafist í pant á næsta ári, þegar skipta á um megnið af myndlyklun- um, en á ekki von á að panturinn hækki. Ekki er búið að ákveða hvernig á að bæta þeim áskrifend- um, sem einungis vilja halda Stöð 2, gamla lykilinn, en nú er boðin ókeypis þriggja mánaða áskrift að Fjölvarpi, í viðbót við Stöð 2, fyrir hvern myndlykil, eða 2.769 krónur. Auknar tekjur með nýjum lyklum Mánaðaráskrift að Stöð 2 kostar nú 3.067 krónur. Ef Fjölvarp er keypt að auki kostar það 923 krón- ur, eða samtals 3.990 krónur. Aftur á móti kostar Fjölvarpið eitt og sér 2.630 krónur. Allar þessar upphæð- ir eru með 14% virðisaukaskatti. Fjölvarpið eitt er þannig nærri þre- falt dýrara en Fjölvarp í pakka með Stöð 2, munurinn heilar 1.707 krón- ur á mánuði. Með þessari verðlagn- ingu er ljóst að neytendum er stýrt í þann farveg að kaupa Fjölvarpið sem ábót á Stöð 2 og mun tilkoma erlendu gervihnattastöðvanna þann- ig frekar styrkja Stöð 2 á markaðn- um en hitt. Þegar Páll Magnússon var spurð- ur um þennan mikla verðmun sagði hann að í hverri einstakri áskrift fælist ákveðinn fastakostnaður, sem ekki væri tvírukkaður þegar menn bættu Fjölvarpi við áskrift að Stöð 2, en þeir sem keyptu Fjölvarpið eitt þyrftu að bera eins og þeir sem einungis keyptu Stöð 2. Ef skaðabætur fyrir skemmdan myndlykil gefa til kynna verðmæti tækisins munu 50 þúsund myndlykl- ar ÍÚ kosta 750 milljónir króna. Sú spurning vaknar hvernig fyrirtækið ætlar að mæta þessum fjárútlátum. Páll sagði að áskriftargjöld ættu ekki að hækka, þrátt fyrir fjárfést- inguna. Reiknað væri með auknum tekjum þegar lokað væri fyrir þjófa- lyklana og að öðru óbreyttu ætti það að duga. Þá sagði hann að Stöð 2 hefði niðurgreitt myndlykla til þessa, til dæmis hefðu síðustu myndlyklarnir sem voru seldir verið niðurgreiddir um 6.000 krónur stykkið. Ný loftnet á 30 þúsund Útsendingar Fjölvarpsins eru á örbylgju (MMDS) og kreijast nýrra loftneta. Auk erlendu gervihnatta- stöðvanna og Stöðvar 2 er Ríkissjón- varpið á örbylgjunni, nýi loftnets- búnaðurinn nægir því þeim sem sætta sig við að ná ekki útsending- um Sýnar og Omega. Rafiðnaðarskólinn hefur haldið námskeið fyrir fagmenn til að kynna þeim hina nýju tækni örbylgjudreifi- kerfisins. Hinn 1. desember fá fyrstu 30 fagmennirnir hæfnisskír- teini og reiknar Jón Árni Rúnars- son, framkvæmdastjóri Rafiðnaðar- skólans, með að 70 til 100 fagmenn ljúki námskeiðinu fyrir áramót. ÍÚ vísar viðskiptavinum sínum á höfuð- borgarsvæðinu til sex fyrirtækja þar sem þekking á örbylgjuloftnetum á að vera til staðar. Hringt var í þessa aðila og spurst fyrir um verð á loft- netum og tilheyrandi fylgibúnaði fyrir einn notanda með eigið loft- net. Kostnaðurinn getur verið mis- munandi eftir aðstæðum, en það ætti ekki að koma á óvart þótt reikn- ingur fyrir loftnet, aukabúnað og uppsetningu hljóðaði upp á um 30 þúsund krónur. Við bestu aðstæður er líklega hægt að sleppa með um 25 þúsund krónur. Öðru máli gegnir með ljölbýlis- hús. Algengt er að allar íbúðir í fjöl- býlishúsi tengist einu sjónvarpsloft- neti. í mörgum blokkum hafa íbúar sameinast um afruglara fyrir Stöð 2 og jafnvel komið sér upp móttöku- diski fyrir gervihnattasendingar. Nú verður tekið fyrir það að margar íbúðir samein- ist um einn myndlykil, hver íbúð verður að koma sér upp lykli. Aðili sem selur og setur upp sjón- varpsloftnet sagði nær ómögulegt að gefa upp algilda kostnaðaráætl- un um móttökubúnað fyrir Fjölvarp- ið í fjölbýlishús. Þar sem væru ný- legir og öflugir magnarar og góðar lagnir þyrfti kostnaðurinn ekki að verða meiri en fyrir einbýlishús, eða um 30 þúsund. Það væri hins vegar undantekning ef dreifikerfi fjölbýlis- húsa hefðu verið útbúin af slíkri framsýni að þau tækju við átta nýj- um sjónvarpsrásum. Yfirleitt miðuð- ust þau við sjónvarpsmarkaðinn eins og hann var til 1986, kerfið dygði vel fyrir eina rás, í mesta lagi tvær. Ef miðað er við fjölbýlishús með 36 íbúðum, reiknaði hann með að dreifikerfi gæti vel kostað með upp- setningu um 300 þúsund krónur, eða um 8.300 krónur á íbúð. Búið er að gera kort yfir móttöku- skilyrði örbylgjusendinganna í Reykjavík og nágrenni. Engu að síður er mælt með því að tækni- menn séu fengnir til að mæla mót- tökuskilyrði, kanna búnaðar sem fyrir er og hvort hann geti tengst nýju loftnetunum. Yfirleitt kostar um 2.000 krónur að láta söluaðila kanna þetta, þeir geta einnig gert tilboð í efni og uppsetningu. Könn- unargjaldið fæst endurgreitt að öllu leyti eða hluta láti fólk verða af loftnetskaupum hjá þeim sem kann- ar. i Eigin gervihnattastöð Loftnetssalar, sem bæði bjóða örbylgjuloftnet og gervihnattadiska, sögðu að umræðan um Fjölvarpið virtist hafa endurvakið áhuga á móttökudiskum. „Fólk vill bera sam- an hvað þetta kostar og hvort borg- ar sig frekar,“ sagði einn sölumað- urinn. Diskur, 1,2 m í þvermál, og móttakari kostar allt frá 60 þúsund og upp í 120 þúsund krónur, þá er uppsetning eftir. Meðalverð upp- setts disks mun vera um 100 þús- und krónur. Nýlegir gervihnattamóttakarar eru flestir með innbyggðum mynd- lykli fyrir læstar útsendingar. Þær stöðvar, sem vinsælastar eru hér, senda út á ensku og beina útsend- ingum sínum að breskum áhorfend- um og lendir ísland í útjaðri geisl- ans. Á þessum lyklum er rauf fyrir á ið greiðslukort. Þegar keypt er áskrift fæst af- hent kort sem gildir mánuð, ár eða jafnvel lengur. Vegna höf- undarréttarákvæða er óheimilt að selja aðgangskortin utan Bretlands, en menn víla ekki fyrir sér að fara í kringum það. „Hvað heldur þú að þeir séu að spá í nokkrar hræður úti í Atlantshafi," sagði einn seljandi móttökudiska, aðspurður um höf- undarrétt. Flestir söluaðilar geta vísað á ein- staklinga sem útvega aðgangskort frá Bretlandi og er opinbert leyndar- mál að lykilspjöld hér ganga kaup- um og sölum. Milliliðir taka upp í 10 þúsund króna „umboðslaun“ fyr- ir spjaldið. Nokkuð er um sjóræn- ingjakort, það er ólögleg kort sem tölvuföndrarar útbúa. Þessi kort eru ódýrari en ekta kort, enda aldrei að vita hvenær þau falla úr gildi. Talsmenn Fjölvarps hafa látið að því liggja að æ fleiri gervihnatta- stöðvar hyggist læsa dagskrám sín- um og því sé óráðlegt að kaupa gervihnattaloftnet. Natalie Fischer í markaðsdeild Sky segir t.d. að lík- legt sé að Sky News fréttasending- arnar verði ruglaðar einhvern tíma 1 framtíðinni en engin dagsetning hafi verið ákveðin í því sambandi. Hún segir að samningurinn við Stöð 2 feli ekki í sér einkarétt til dreifing- ar á Islandi þannig að önnur fyrir- tæki gætu gert sams konar samning um dreifingu hérlendis ef því væri að skipta. Samkvæmt upplýsingum frá bresku fyrirtæki, sem selur Sky aðgangskort, kostar dýrasta lykil- spjaldið 239 pund (25.800 krónur) og gildir það í eitt ár. Dýrasti lykill- inn veitir aðgang að þremur kvik- myndarásum, Sky Movies PIus, Sky Gold og The Movie Channel, íþrótta- rásinni Sky Sports og svo fylgir fjöl- rásapakkinn (Multi Channel). í hon- um eru 13 rásir, Sky One, Sky News, Bravo (kvikmyndir), The Discovery Channel, Country Music TV, The Children’s Channel, Family Channel, UK Gold, QVC (verslunar- sjónvarp), UK Living (kvennadag- skrá), MTV, Video Hits One og Nicelodeon. Tekið skal fram að sum- ar þessara rása eru ólæstar og því öllum aðgengilegar. Hægt er að fá ódýrari spjöld sem veita aðgang að einni aðalrás og ijölrásapakkanum að auki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.