Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 21 Yfír hundraó rásir i BreHandi London. Frá Ólafi Þ. Stephensen, fréttaritara Morgunbladsins. í BRETLANDI eru yfir 100 rásir með sjónvarpsefni frá gervihnött- um í boði. Til þess að ná þeim öllum þarf margvíslegan búnað, þar sem efnið er ýmist sent beint til móttakenda frá gervihnöttum, sent út um kapal eða um endurvarpsstöðvar á jörðu niðri. Sumir viðmæl- endur fréttaritara töldu endurvarp um jarðstöðvar ódýrari og hent- ugri kost en kapalsjónvarp eða beinar gervihnattasendingar. Til þess að ná efni beint frá gervihnöttum þarf 60-80 cm móttökudisk og móttakara með afruglara. Algengast er að menn kaupi mánaðarkort af fýrir- tækjum sem bjóða gervihnattaefni. Fastur diskur nær sendingum frá gervihnöttunum Astra A, B og C (48 rásum) og með aukabúnaði má einn- ig ná útsendingum frá Eutelsat 1 og 2 (20 rásum í viðbót). Slíkur búnaður, ásamt móttakara, kostar á bilinu 19.000 til 47.000 íslenzkar krónur. Hreyfanlegur diskur, sem getur náð yfir 100 rásum, þar á meðal þýzkum, frönskum og ítölsk- um, kostar hins vegar á bilinu 90.000 til 210.000 krónur. Áskriftarsjónvarpsstöðvar, til dæmis Sky, bjóða áskrifendum mis- munandi samsetningar rása. Kaupi menn aðgang að öllum 14 rásum Sky kostar áskriftarkortið um 25.000 kr. á ári, eða rúmlega 2.000 krónur á mánuði. Sumar rásir eru sendar út óruglaðar, til dæmis um helmingur rásanna 48 frá Astra- gervihnöttunum, og nægir móttöku- búnaðurinn til að sjá þær. Endurvarp gervihnattasjónvarps um jarðstöðvar, svokallað MMDS- kerfi, er takmörkunum háð í Bret- landi, þar sem MMDS-örbylgju- stöðvar mega lögum samkvæmt ekki senda út á svæði þar sem kapalstöð hefur einkaleyfi. Ýmis fyrirtæki bjóða þó þjónustu af þessu tagi. Mismunandi fjöldi rása er í boði, en hægt að sjá allt að 36 rásir fyrir 1.550 til 2.100 krónur á mánuði, sem er heldur lægra en greitt er fyrir kapalsjónvarp, auk þess sem kostn- aður notandans vegna móttökubún- aðar er minni. Til þess að ná endurvarpi af þessu tagi þarf sérstaka gerð sjónvarps- loftnets, ásamt tæki, sem á ensku kallast „down-converter“ og afr- uglara. Afruglarinn í þessu kerfi er ólíkur þeim, sem Stöð 2 notar nú. Sjónvarpsstöðin getur „skrúfað fyr- ir“ sendingar hvenær sem er, stjórn- að því hvað hver notandi nær mörg- um stöðvum og veitt fleiri en einum notanda aðgang að hveijum afr- uglara. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur „auðugt ís- lenzkt einkafyrirtæki“ aflað sér til- boða í MMDS-búnað í Bretlandi og er sjónvarpsbúnaðarfyrirtækið TranSat í samningaviðræðum við viðkomandi sjónvarpsfyrirtæki. Samkvæmt heimildum blaðsins myndi notendabúnaður af þessu tagi kosta um 2Q.000 krónur, ef marka má reynsiu annarra landa. Með hon- um má ná 36 stöðvum. Stofnkostnaður við jarðstöðvar í MMDS-kerfi er nokkur, en mun lægri en við t.d. lagningu kapalkerf- is. Ætla má að hver jarðstöð geti sent út til heimahúsa innan 25 kíló- metra radíuss. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er tæplega hagkvæmt að setja slíkar jarðstöðv- ar upp á dreifbýlum svæðum, en getur verið mjög hentugt í bæjum og borgum fáist nógu margir áskrif- endur. Vestanhafs ráóa kapalfyrirtæki lögum oglofum Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins KAPLI er haldið að neytendum í Bandaríkjunum lon og don og eru ýmis tilboð á boðstólum. Þau dæmi, sem notuð eru hér á eftir, eiga við fyrirtækið Cablevision i Boston, en verð hjá því er sambærilegt við það, sem gerist annars staðar í landinu. Sé öllum tilboðum hafnað kost- ar um 3.500 íkr að setja kapalinn upp. Annars er uppsetningin allt frá því að vera ókeypis til þess að kosta um 700 krónur og þarf þá að gerast áskrifandi að ákveðnum fjölda stöðva. Þá er snúra lögð inn á heim- ilið, hún skrúfuð inn í þar til gerðan rugludall, sem tekur útsendinguna og gerir hana sjónvarpstæka. Að sögn Johns Hauensteins, full- trúa Cablevision, kostar rúmar hundrað krónur á mánuði að leigja afruglara og fjarstýringu og sérstak- ur, vikulegur kapalsjónvarpsvísir kostar 210 krónur á mánuði og er innifalinn í áskrift. Borga áskrifend- ur 3.500 króna pant fyrir rugludall- inn og eru þær krónur afturkræfar við uppsögn áskriftar og afhendingu dallsins. Áskriftargjald getur verið með ýmsu móti, allt frá 530 krónum fyr- ir 18 stöðvar, sem krefjast ekki afr- ugiara og flestum er hægt að ná með loftneti á áskriftarsvæði, upp í 4.410 krónur fyrir 104 stöðvar. Ál- gengt er að fólk velji sér 52 stöðva pakka, sem kostar um 1.500 krón- ur. í honum eru ABC, CBS og NBC (bandarísku sjónvarpsrisarnir þrír), þrjár íþróttarásir, fréttastöðin CNN á tveimur rásum, annarri fyrir síendurteknar fréttir á hálftíma fresti, hin er fyrir lengri fréttir, bein- ar útsendingar, fréttatengdir sam- talsþættir og fréttaskýringar. Að auki eru fimm tónlistarrásir, MTV og VHl, sú fyrri sérhæfð í vinsælda- poppi, en sú síðari með áherslu á skallapopp, tvær kántrírásir og ein með svertingjatónlist. Þá eru um fimmtán rásir, sem sýna bíómyndir og þætti, þijár stöðvar, sem kallast almenningssjónvarp og er það styrkt með opinberum og fijálsum framlög- um almennings. C-Span nefnist fyr- irbæri, sem sendir út frá þingum- ræðum, fyrirlestrum og fræðandi uppákomum. Þá eru þijár spænskar stöðvar, tvær alþjóðlegar rásir, sem sýna allt frá írönskum sápuóperum til bæverskra þjóðdansa og einnig fréttir í beinni útsendingu frá Berlín, Moskvu, París og Róm, nokkrar rás- ír þar sem almenningur getur komið sínum hugðarefnum á framfæri og síðast og síst auglýsingarásir þar sem fólk getur selt bílana sína, hljómflutningstækin, legubekki og fótanuddtæki. Ekki er allt talið enn. Kapalsjón- varp getur einnig verið eins og myndbandaleiga. Það kostar 140 krónur fyrir félaga og 210 krónur fyrir óbreytta að horfa á bíómyndir sem sýndar eru á um tíu rásum nokkrum sinnum á dag rétt eins og í kvikmyndahúsi. Einnig er boðið upp á þessa þjónustu þegar keppt er um heimsmeistaratitil í hnefaleikum eða jafnvel þegar landsleikir eru í knatt- spyrnu. Á laugardag (27. nóvember) mátti til dæmis sjá írsku hijómsveit- ina U2 í beinni útsendingu frá Sydn- ey í Ástralíu fyrir 1.400 krónur. Til að fá þessa þjónustu þarf að hringja í kapalfyrirtækið, segja hvað skuli horft á og þá er opnað fyrir útsend- inguna inn á viðkomandi heimili. Upphaf kapalsins Upphaf kapalsjónvarps má rekja til ársins 1949 og var tilgangurinn sá að bæta skilyrði fólks í afskekkt- um sveitum til sjónvarpsgláps og breiddist hratt út þar sem fólk átti í vandræðum með að ná útsending- um. Á síðasta áratug fjölgaði áskrif- endum svo milljónum skipti og nú er svo komið að rúmlega helmingur allra heimila með sjónvarp eru með kapal. Vísir er að því að Bandaríkjamenn kaupi sér móttökudiska fyrir gervi- hnattasendingar. Að sögn Harrys Thibidiaus, stjórnanda iðnaðar- og tæknimála hjá hagsmunasamtökum gervihnattaútsendingafyrirtækja, SBCA, fjölgar þeim jafnt og þétt, sem kaupa sér móttökudisk. Sala slíkra diska hófst árið 1980 og seldust þá um 5.000 diskar. Árið 1985 var árleg sala komin upp í 735 þúsund diska, en þá varð skyndilegt hrun er hafist var handa við að rugla ákveðnar útsendingar. Næsta ár seldust aðeins 227 þúsund diskar og á þessu ári gæti salan náð 400 þúsund. Að sögn Mikes Kelmels, fulltrúa fyrirtækisins NWS Satellite Comm- unications, sem selur móttökudiska, kostar diskur með uppsetningu allt frá 105 þúsund krónum til 280 þús- undir króna. Þessum diskum er hægt að beina að 30 gervihnöttum, sem varpa sjón- varpsefni til dreifistöðva kapalstöðv- anna um öll Bandaríkin. Eigendur móttökudiska hafa endurgjaldslaus- an aðgang að um 80 rásum. Þar við bætist fjöldi rása, sem eru ruglaðar. Til þess að geta horft á þær þurfa diskeigendur að greiða þeim, sem sendir efnið út. Þetta er reyndar aðeins ódýrara en af kapli, því að einum millilið (kapalfyrirtækjunum) er sleppt. Það þarf hins vegar að horfa ansi lengi á sjónvarp til að vega upp á móti byijunarkostnaði. 'undur ¥1! m AEG Heimilistækin... ... eru mjög sparneytin auk þess að vera sterk og falleg. AEG Þurrkari Lavatherm 530-w 8 þurrkkerfi. Tekur 5 kg. Þéttir gufuna (engin barki) 2 hitastig Verð áður: Kr.92.661,- Tilboö:____________ Kr.74.970#-S,9r AEG Uppþvottavél Favorit 575 U-w 5 þvottakerfi. AQUA system Fyrir 12 manns Verð áður: Kr.74.964,- Tilboð:___________ Kr.61.970#-S,gr AEG V'o ' Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi Edinborg, Bíldudal Verslun Gunnars Sigurössonar Þingeyri Verslun E.Guöfinnsson.Bolungarvík Straumur.ísafiröi Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík Kf. V-hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Skagfiröingabúö, Sauöárkróki KEA, Akureyri KEA, Dalvík Bókabúö, Rannveigar, Laugum Sel.Mývatnssveit Hf. Þingeyinga, Húsavík Urö, Raufarhöfn Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi Stál, Seyöisfiröi Verslunin Vík, Neskaupsstaö Hjalti Sigurösson, Eskifiröi Rafnet, Reyöarfiröi Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Mosfell, Hellu Árvirkinn, Selfossi Rás, Þorlákshöfn Brimnes, Vestmannaeyjum Reykjanes: Stapafell, Keflavfk Rafborg, Grindavík. Um land allt! Kæliskápur Santo 2500 KG Haeð: 148 sm. Breidd: 55 sm. Kælir: 16 1 Itr. Frystir 59 Itr. Verð áður: Kr.67.719,- Tilboö:___________ Kr.54.970,-Stgr VELDU ÞER TÆKI SEM ENDAST Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér góð heimilistæki á sérstöku tilboðsverði AEG Heimilistæki og h andverkfæri 4índesít Heimilistæki Heimilistæki ismet Heimilistæki ZWILLING J.A. HENCKELS Hnífar BOSCH Bílavarahlutir - dieselhlutir B R Æ Ð U R N R DjORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.