Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN og Háskólabíó taka fljótlega til sýninga kvikmyndina Addams Family Yalues, glænýja, ærslafengna og spennandi gamanmynd um samhentu og skrítnu fjölskylduna sem margir íslendingar þekkja úr svarthvítum sjónvarpsþáttum. Furðufuglar á sveimi NÝJA kvikmyndin um Addams-fjölskylduna var frum- sýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi en þar hafði hennar verið beðið með talsverðri eftirvæntingu, enda uppi raddir um að hér sé á ferð framhaldsmynd sem taki forvera sinum fram og var sú þó ein mestsótta mynd ársins 1991. Þegar myndin hefst hefur fjölgað um einn i Addams-fjöskyldunni því ættmóðirin, Morticia, hefur alið eiginmanni sínum, Gomez Addams, son. Sá fæðist með yfirskegg og fær nafnið Pubert. Eldri systkin- in, Wedensday, sem er eftirmynd hinnar svartleitu móð- ur sinnar, og þybbni strákurinn Pugsley, verða afbrýði- söm út í litla bróður. Undir afbrýðiseminni kyndir nýráð- in barnfóstra fjölskyldunnar, Debbie, sem kemur því til leiðar að eldri krakkarnir eru sendir í sumarbúðir. Verri grikk var ekki hægt að gera Addams-bömunum en að senda þau upp í sveit þar sem ætlast er til að þau leiki sér úti og hafi skóg og stöðuvatn fyrir augunum allan daginn. Eins og þetta illvirki gefur til kynna er barn- fóstran ekki öll þar sem hún er séð heldur hrein og bein ógnun við Iíffstíl fjölskyldunnar. Bleika barnfóstran Debbie er mikill áhuga- maður um nýjustu tísku, verslun og neysluvam- ing og hugmyndir hennar og Morticiu um það hvað nauð- synlegt sé að hafa á einu kærleiksheimili fara alls ekki saman. Sú ógn sem þarna steðjar að lífsstíl fjölskyld- unnar uppgötvast þó ekki fyrr en of seint — ekki fyrr en Ííf og heilsa eins úr fjöl- skyldunni er í hættu. Þá er þessi bleikklædda nom í bamfóstrulíki búin að leggja snörur sínar fyrir Fester frænda Addams, stóra og bamslega einfeldninginn í fjölskyidunni. Fester fellur kylliflatur og er áður en var- ir á leið upp að altarinu með þessari nom, sem telja má víst að ætli Fester sömu örlög og öllum hinum mönnunum sem hún hefur gifst og kom- ið jafnharðan fyrir í kirkju- garðinum eins og hveijum öðmm einnota umbúðum. Valinkunnir stórleikarar leika í myndinni um Addams- fjölskylduna. Anjelica Hus- ton leikur Morticiu (sagt hef- ur verið að hún hafi verið sjálfkjörin í hlutverkið þótt ekki væri nema vegna and- litsfallsins og útlitsins), Raul Julia ( úr Kiss of a Spider Woman) leikur Gomez og Christopher Lloyd, (vísinda- maðurinn úr Back to the Future) Ieikur Fester. Öll léku sömu hiutverk í fyrri myndinni, eins og Christina Ricci sem leikur Wedensday og er margreynd kvikmynda- leikkona, nýorðin 13 ára Bræður BRÆÐURNIR Pugsley og Pu- bert Addams. gömul, og Jimmy Workman sem leikur Pugsley eins og í fyrri myndinni. Carel Struyc- ken er einnig á sínum stað í hlutverki Lurch, hins risa- vaxna og umhyggjusama ráðsmanns og vemdara Add- ams-fjölskyldunnar og allra minnsti fjölskyldumeðlimur- inn, höndin, sem kölluð er Thing, lætur sig ekki vanta í framhaldsmyndina. Hins vegar er búið að skipta um ömmu en það kemur ekki að sök því Carol Kane gefur skrítnu ömmunni úr fyrri myndinni ekkert eftir enda þekkt leikkona sem tilnefnd hefur verið til óskarsverð- launa, rétt eins og Joan Cusack sem leikur Debbie. Einnig kemur m.a. við sögu fyrsti kærasti Wedensday. 60 ára fjölskyldusaga Addams-fjölskyldan á sér langa sögu því hún hefur verið til í lítt breyttri mynd allt frá árinu 1932 en þá birti tímaritið The New Yorker í fyrsta skipti myndasögu eftir skapara Morticiu, Gomezar og allra hinna. Sá hét Char- les Addams og var þá 21 árs gamall. Myndasögur hans vöktu athygli og þóttu skrítnar og sérviskulegar og óhætt er að fullyrða að sá blær hefur haldist á sögu- hetjunum allt til þessa dags. Charles Addams vann fyrir The New Yorker tímaritið í 50 ár, ekki bara sem teikn- ari Addams fjölskyldunnar. Árárunum 1935 tii 1964 birt- ust um 1.300 myndasögur um Addams-fjölskylduna á síðum tímaritsins og að auki prýddu fjölskyldumeðlimir forsíðu tímaritsins. Svo tryggur var Charles Addams The New Yorker alla tíð að jafnvel þótt hann væri kvaddur til að gegna her- skyldu í seinni heimsstyijöld- inni hélt hann áfram að teikna og sendi tímaritinu myndir af Addams-fjölskyld- unni og ýmsu öðru til birting- ar. Þeirri tryggð hélt teiknar- inn eftir að afkvæmi hans fluttust að heiman en það gerðist í september árið 1964 þegar ákveðið var að gera sjónvarpsþætti um Ævintýri Áddams-fjölskyldunnar. Þegar sjónvarpið kom í spilið hætti tímaritið að birta myndir af Addams-fjölskyld- unni og hún birtist þar ekki aftur fyrr en árið 1988, rétt fyrir andlát skapara síns. í millitíðinni hafði Addams- fjölskyldan þó lifað mörg sín bestu ár á svarthvítum sjón- varpsskjáum milljóna manna í Bandaríkjunum og víðar, þar á meðal hér á landi, þar sem hún sást fyrst í Keflavík- ursjónvarpinu á sínum tíma og nú síðustu misseri til skiptis á. báðum íslensku sjónvarpsrásunum. Grípandi einkennsisstefi sjónvarps- þáttanna gengur mörgum illa að gleyma. Dálítill broddur Charles Addams á sér víða Hvort er illmennið? FESTER og hans Debbie. kærastan aðdáendur sem telja að í sög- unum um Addams-fjölskyld- una á síðum New Yorker hafi honum oft og einatt tek- ist frábærlega upp við að koma til skila háðskri og beittri gagnrýni á samtíma sinn. Addams-fjölskyldan í sjónvarpinu var á hinn bóg- inn ekki mikið í þjóðfélags- rýninni og kvikmyndimar eru alls engar ádeilumyndir heldur aðeins ætlaðar til skemmunar. En þó hafa sumir orðið til þess að halda því fram að enn sé dálítill broddur í boðskap Addams- fjölskyldunnar. Anjelica Hus- ton, sem leikur Morticiu, lýs- ir þessu svo: „Ég held að afdráttarafl þeirra felist í því að fyrir þeim er það gott og gilt sem aðrir mundu neita að samþykkja og í raun og veru fagna þau því sem aðrir hafna. Svo skilja þau hvert Á kærleiksheimilinu ADDAMS—fjölskyldan eins og hún leggur sig. Frá vinstri: Ráðsmaðurinn Lurch, sonurinn Pugsley, amm- an Granny, Wednesday, Fester og Debbie. Að baki þeim standa hjónin Gomez og Morticia Addams og heldur frúin á nýfæddum syni þeirra, Pubert, með aðstoð hjálparhandar fjölskyldunnar, Thing. annað svo dásamlega vel. Þeim finnst afskaplega vænt hveiju um annað og verð- mætamat þeirra er í fullu gildi." Leikstjóri beggja kvik- myndanna um Addams-fjöl- skylduna heitir Barry Sonn- enfeld, sem var myndatöku- maður hjá Coen bræðrum og Rob Reiner áður en hann sneri sé að leikstjóm. Fram- leiðandi myndarinnar heitir Scott Rubin, sem framleiddi fyrri myndina og einnig The Firm, Serching for Bobby Fisher og Sister Act auk margra annarra. Handrit myndarinnar er eftir Paul Rudnick, sem skrifaði upp- haflega handritið að Sister Act. Hann kom að gerð hand- rits fyrri myndarinnar á loka- stigi. Stjama í þriðja ættlið ÞÓTT Anjelica Huston hafi haft betri möguleika en flestir aðrir á að útvega sér hlutverk í gegnum kliku hafa fáir orðið til að halda því fram að þessi svipsterka og óveiyu- lega leikkona eigi klíkuskap velgengni sína að þakka. Anj- elica er fædd árið 1951, dóttir hins heimsfræga leikstjóra John heitins Hustons og fjórðu eiginkonu hans. Hún ólst upp á Irlandi og lék fyrst í kvikmynd hjá föður sínum, í myndinni A Walk with Love and Death árið 1969 en það ár lék hún alls í þremur kvikmyndum. Ekki fór ferillinn vel af stað því sjaldan hafði mynd eftir John Huston feng- ið jafnóvægna dóma og A Walk with Love and Death. Það varð ekki til að telja kjark í ungu leikkonuna að rétt fyrir fruinsýninguna missti Anjelica móður sína í bílslysi. Hún dró sig í hlé frá kvikmyndum en ekki kvikmyndafólki því hún kynntist Jack Nicholson og tók upp sambúð við hann árið 1973. að lífs í tang’ó MORTICIA (Anjelica Huston) og Gomez (Raul Julia) í tangósveiflu. Frúin er eins og alltaf klædd í skósíðan svartan kjól en í 60 ára sögu Addams-fjölskyldunnar hefur aldrei sést í fætur hennar, að sögn fróðustu manna. Sjálf fór Anjelica hins veg- ar ekki að leika í alvöru (þrátt fyrir smáhlutverk í tveimur myndum árið 1976) fyrr árið en 1980 þegar hún tók ákvörðun um að reyna fyrir sér í alvöru eftir hafa naumlega sloppið úr alvarlegu bílslysi. Hún fór beint í stórmynd- irnar og fékk lítil hlutverk í The Postman Always Rings Twice (1981; þar sem Jack og Jessica Lange voru í aðal- hlutverkum) og Frances (1982) (með Jessicu Lange) og lék síðan í Spinal Tap og Ice Pirates árið 1984. Þá var komið að því að Anjelica ynni í einni og sömu mynd- inni með föður sínum og sambýlismanni. Myndin var Prizzi’s Honor, síðasta stórmynd Hustons, þar sem Jack Nicholson lék leigumorðingja en Anjelica ástkonu hans og örlagavald. Fyrir þetta hlutverk fékk Anjelica óskarsverðlaun leik- konu í aukahlutverki, þau einu sem hún hefur hlotið til þessa en síðar hefur hún hlotið tilnefningar fyrir leik í The Grifters (1990) og Enemies, A Love Story (1989). Vart þarf að fjölyrða um það að eftir óskarsverðlaunin voru Anjelicu færir allir veg- ir og meðal mynda hennar síðan eru Gardens of Stone (1987), The Dead (1987), Mr. North (1988), John Hus- ton (1988), The Witches (1990) og Á Handful of Dust (1988), auk smáhlutverks í mynd Altmans The Player (1992) og leiks í myndum Woody Allens, Crimes and Misdemeanors (1989) og The Manhattan Murder Mistery (1993), nýjustu mynd Allens. Anjelica gekk í fyrra að eiga myndhöggvara að nafni Robert Graham. Nokkrum misserum áður hafði hún slit- ið sambandi sínu við Jack Nicholson eftir að þau skötu- hjú höfðu deilt kjörum í 17-18 ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.