Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 23 ÐUNN Fjórða hæðin " „Eitthvað var öðruvísi en það átti að vera og ég áttaði mig ekki á hvað það var..." Bræðurnir áttu bernskuárin saman í firðinum undir bröttu fjallinu og framtíðin virtist blasa við - en undiraldan var þung ... Fjórða hæðin, ný skáldsaga Kristjáns Kristjánssonar, er meitluð saga um mannleg samskipti og örlög, saga sem knýr lesandann áfram í leit að því sem undir býr. Þau hittust fyrir tilviljun í útlöndum og þar byrjaði sagan: Einu sinnijSyay-egndropi sem læddist undir hálsmál á himinblárri skyrtu. Ástin fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur er fáguð og hárbeitt saga sem vakið hefur mikla athygli; ásfarsaga þar sem ekkert gerist um leið og það gerist; saga um ást sem er heitari en heit. Litlu greyin --1 Nýjasta bók Guðrúnar Helgadóttur, Litlu greyin, er spennandi, skemmtileg og hugþekk saga um þrjú systkini sem fara til dvalar í sumarbústað með mömmu sinni. Þar gerist margt sögulegt - amma kemur í heimsókn og týnist - og dularfullur draugur skýtur upp kollinum ... Frábær saga þar sem kímin og nærfærin frásagnarlist Guðrúnar nýtur sín afar vel. Gunnar Karlsson myndskreytti bókina. namurg Hafborg eftir Njörð P. Njarðvík er snjöll lýsing á veruleika íslenskra ! sjómanna á öld síðutogaranna; skáldsaga sem leiðir hvern landkrabba inn í hrollkaldan heim sjómannsins sem á hið | kaídranalega haf að ævilöngum veruleika og lýsir á lifandi I hátt gráglettnum samskiptum skipverjanna og baráttu ’ mannskepnunnar við náttúruöflin. íslensk skáldverk Eldhyl ur Eldhylur er fyrsta Ijóðabók þjóðskáldsins Hannesar Péturssonar í áratug, bók sem geymir myndauðug og margræð ljóð þar sem ógnin býr undir; þetta er skáldskapur sprottinn úr reynslu og skynjun skálds sem tengt er náttúru, sögu og umhverfi nánum böndum; máttug Ijóð þar sem hvert orð vegur þungt; bók sem verður ljóðunnendum hugstæð. tin tiskanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.