Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 28.11.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 GÓLFBÚNAÐURGÓLFBÚNAÐURGÓLFBÚNAOURGÓLFBÚNAÐUR Sýning sunnudag kl. 13-17 NÝJAR SENDINGAR Sýningarafsláttur 15% stgr. vrsuI FAXAFENIVIÐ SUÐURLANDSBRAUT • SÍMI 686999 Þessi geysivinsæla og fjöihæfa hrærivél er alveg ómissandi við allan bakstur. Hún býðst nú á sérstöku jólatilboðsverði! • Allt í einum armi • Blandari, grænmetiskvöm og hakkavél fylgja með »Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker • íslenskur leiðarvísir og uppskriftahefti Hún er elskuð og dáð aföfíum! Verð aðeins kr. 17.300,- (afb.verd) kr. 16.435, - (staðgr.verð) UMBOÐSMENN OKKAR ERU: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glítnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur Skipavík Búðardalun Ásubúð ísafjörður; Póllínn Blönduós: Hjðrleifur Júlíusson Sauðárkrókun Rafsjá Siglufförður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður Rafalda Revðarfjörður. Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guömundsson Breiödalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjan Tréverk Hvolsvöllun Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Viljir þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 628300 Hamrahlíðarkórinn syngnr íslensk þjóðlög Hljómdiskar Oddur Björnsson Islensk þjóðlög. Hamrahlíðarkór- inn. Stjórnandi Þorgerður Ingólfsdótt- ir. Islensk tónverkamiðstöð í sam- vinnu við Ríkisútvarpið. Þessi hljómdiskur er mikil ger- semi. Hamrahlíðarkórinn hefur alltaf vakið athygli og aðdáun fyrir hreinan og fágaðan söng undir agaðri og músíklega mjög markvissri stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, en hún hef- ur stjórnað kórnum frá upphafi (hann var stofnaður 1967). Meðlimir kórs- ins eru allir núverandi eða fyrrver- andi nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð, enda eru raddirnar ungar og ferskar og ljá hljómnum bjart og mjög aðlaðandi yfirbragð. Mörg þjóðlaganna eru perlur, svip- að má segja um textana. Raddsetn- ingar yfirleitt mjög við hæfi og stundum einkar athyglisverðar — ef ekki uppátektarsamar, sem getur orkað tvímælis. Skemmtilegar engu að síður og auka á fjölbreytni. Aðrar eru fagrar og seyðandi (t.d. Móðir mín í kví, kví í radds. Wilhelms Lanzky-Otto og Veröld fláa sýnir sig í radds. Hjálmars H. Ragnarssonar) og enn aðrar blíðar eða stríðar, eftir efni; jafnvel dulúðugar ef ekki dular- fullar í tóntegund (þ. á m. Liljulag). Auðvitað ber á fornum kirkjutónteg- undum og gamalli tvísöngshefð o.s.frv. En kannski er ég að setja sjálfan mig í ógöngur með slíkum hugleiðingum um tóntegundir. Ég vil aðeins undirstrika að margt er grípandi fagurt og annað nokkuð forneskjulegt, svo sem vera ber (enda jafnvel ekki vitað um aldur sumra laganna). Það sem vekur strax athygli við söng Hamrahlíðarkórsins undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur er hárnákvæmt og „rétt“ hraðaval og nákvæmar og „réttar“ áherslur og síðan einstaklega fallegur söngur í viðkvæmari lögum, þar sem einfald- leikinn upphefur hugblæ lags og texta svo úr verður einhver seyður, sem erfítt er að lýsa með orðum. Ef eitthvað er kjörin jólagjöf handa vinum í útlandinu, þá er það þessi hljómdiskur. Þorgerður og kór- inn eiga skilið öll þau verðlaun og aðra viðurkenningu sem þeim hefur verið veitt — ekki síst fyrir flutning á íslenskri kórtónlist. Hljóðritun, sem fór fram í Lang- holtskirkju, hefur tekist mjög vel undir stjórn Bjarna Rúnars Bjarna- sonar. En hljóðritun annaðist Þórir Steingrímsson. Og loks ber að lofa útlit, en forsíðu prýðir mynd af sveitabæ úr Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjama Pálssonar. lfiltu koma með í síðasta lukkupottinn og fá íslenska hágæðainnréttingu eða frönsk Scholtes heimilistæki ókeypis? Já, það er rétt, einn kaupandi, sem staðfestir pöntun í nóvember, fær innréttingu eða heimilistæki ÓKEYPIS, en allir fá 5% afslátt og eru boðnir á matreiðslunámskeið hjá meistarakokkinum Sigurði L. Hall. Þannig vinnur þú með því að skipta við Eldhús og bað og það er öruggt að engum leiðist á þessum frábæru kvöldum hjá okkur. Funahöfba 19, sími 685680. mmm Þegar þú veist hvað þú vilt Kammersveit Hafnarfjarðar Tónleikar í Hafnarborg KAMMERSVEIT Hafnarfjarðar var stofnuð 1992. Að því framtaki stóð hópur tónlistarmanna, sem margir hverjir eru búsettir í Hafn- arfirði og/eða starfandi við Tón- listarskólann. Flestir eiga þeir að baki langt tónlistarnám bæði hér heima og erlendis. Tilgangurinn með stofnun sveitarinnar er að efla og auðga tónlistarlífið utan höfuðborgarsvæðisins. A árinu hélt sveitin tónleika í Hafnarborg og tók þátt í Listahátíð í Hafnar- firði í sumar. Annað starfsár sveit- arinnar er nú að hefjast. Fyrir- hugaðir eru fernir tónleikar. Fyrstu tónleikarnir verða nú á sunnudaginn 28. nóvember í Hafn- arborg og hefjast kl. 20.30. Á efnis- skránni eru verkin Appalacian Spring eftir A. Copland, Capricorn Concert op. 21 eftir S. Barber og í lokin Toccata e due canzoni eftir B. Martinú. Einleikarar á tónleikunum eru Gunnar Gunnarsson flautuleik- ari, Peter Tompkins óbóleikari og Einar Jónsson trompetleikari. -------------------- Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna Bryndís Halla leikur einleik Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, sem í haust hóf fjórða starfsár sitt, heldur næsta sunnudag tón- leika í Háteigskirkju í Reylyavík og hefjast þeir klukkan 17. A efn- isskrá eru þrjú verk: Promeþeus forleikurinn eftir Beethoven, sel- lókonsert í C-dúr eftir Haydn og sinfónía í h-moll eftir Schubert, ófullgerða sinfónían. Einleikari er Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari og stjórnandi Ingvar Jón- asson. -Við erum heldur fleiri en áður eða kringum 30 manns og erum nú kom- in með nokkuð góða blásarasveit en það hafa orðið heldur meiri manna- skipti í strengjasveitinni,“ segir Páll Einarsson formaður hljómsveitarinn- ar en hann leikur sjálfur á selló. -Við byijuðum æfingar í október og fengum inni hér í Kvennaskólanum og höfum notið velvildar Aðalsteins skólastjóra Eiríkssonar en segja má að Kvennaskólinn hafi fengið okkur í arf þegar hann tók yfir æfíngahús- næðið sem við höfðum í fyrra hjá sem þá var í eigu Háskólans. En hvernig hefur gengið að manna hljómsveitina? Því svarar hljómsveit- arstjórinn, Ingvar Jónasson: „Það gengur nokkuð vel - það eru samt lausar nokkrar stöður í strengjasveitinni og þeir sem áhuga liafa á að sækja um þær geta sett sig í sambandi við Pál eða mig. Ég hefði til dæmis haldið að fleiri fiðlu- kennarar í tónlistarskólunum og ekki eru þegar starfandi í hljómsveit myndu hafa gaman af að vera með okkur og vildi sérstaklega hvetja þá til _að slást í hópinn.“ í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna eru nokkrir hljóðfæraleikarar úr “al- vöru“ hljómsveitinni en þeir eiga það sameiginlegt að spila á “vitlaust" hljóðfæri í áhugahljómsveitinni. Þeir eru t.d. Bernharður flautuleikari sem nú sér um pákurnar, Guðmundur víóluleikari sem leikur hér á fiðlu, Ágústa fiðluleikari er komin með selló og þannig mætti halda áfram og stjórnandinn fæst daglega við vióluleik en ekki hljómsveitarstjóm. Páll Einarsson segir að eftir tón- leikana á sunnudag muni hljómsveit- in æfa áfram vikulega fram undir jól og hefja síðan undirbúning af fullum krafti fyrir vortónleikana sem ráð- gerðir eru kringum páska. Efnisskrá er ekki fullmótuð en síðstu árin hef- ur hljómsveitin haldið tvenna tón- leika á hveiju starfsári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.