Morgunblaðið - 28.11.1993, Side 27

Morgunblaðið - 28.11.1993, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1993 27 ANNNAÞÓRA KARLSDÓTTIR ________Myndlist Eiríkur Þorláksson í neðri sölum Nýlistasafnsins stendur nú yfir sýning Önnu Þóru Karisdóttur veflistakonu á nokkr- um flókateppum úr íslenskri ull, sem hún hefur unnið á undanförn- um tveimur árum. Anna Þóra hefur lengi fengist við veflistina, og lengst af við hefð- bundinn myndvefnað, þar sem vef- stóllinn var helsta vinnutækið. Síð- ar fékk hún mikinn áhuga á að vinna með íslenska ull, og hefur í gegnum tíðina kynnt sér ýmsar vinnuaðferðir í því sambandi, m.a. gerð flókateppa og þá möguleika sem þannig fengust til að stjórna áferð, lit og formgerð við sköpun listaverka í þessum miðli. Fyrir rúmum tveimur árum hélt Anna Þóra athyglisverða sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu, þar sem hún sýndi verk sem hún hafði unnið með þessari tækni. Þar not- aði hún ullar- og vaxliti til aukinn- ar íjölbreytni, og skar og lagði síð- an saman mismunandi form út úr þeim litflötum, sem þannig feng- ust. Þetta var einföld formgerð, þar sem efnið var ríkulegasti þátt- ur hvers verks; af sýningunni nú verður ljóst, að listakonan hefur haldið áfram á þeirri þróun, sem þarna mátti sjá stað. Þau sjö verk, sem Anna Þóra sýnir hér, eru jafnvel enn einfald- ari en áður, þar sem hún hefur nú haldið sig alfarið við hinna eigin- legu ullarliti. Formgerðin byggir á þeirri lífrænu mýkt, sem segja má að búi í ullinni; bylgjur og lokkar, sem listakonan raðar saman í verk- unum, þannig að sérstakur hrynj- andi myndast í hveiju verki fyrir sig. Þetta eru stór verk, sem er því tæpast hægt að kalla teppi, en standa ágætlega undir sér sem sjálfstæð myndverk; listakonan hefur valið þeim afar íslensk heiti, sem tengjast m.a. tröllskessum, þannig að þjóðlegar tilvísanir verk- anna byggja ekki aðeins á efninu. í fremri salnum eru tvö verk, sem byggja á svörtum grunni; í hinu fyrra er lögð áhersla á hina láréttu línu og afar fína littóna ullarinnar, en í hinu síðara skapar hvítt togið skálínur, sem skeipa mýkt flatarins. I neðri' salnum eru fjögur verk byggð á hvítum eða gulum grunni ullarinnar, og á þau vinnur listakonan síðan hringa og mjúkar bylgjur í dökkum litum, en efst kemur hvít himna, sem eykur snertigildið og deyfir andstöðu lit- anna; áferðin verður aðalatriðið í myndunum. Ein litríkasta myndin á sýning- unni er án efa „Mórilla“ (nr. 7), en í því verki koma nær öll litbrigði ullarinnar fram í reglulegu mynstr- inu, þar sem tog í mismunandi lit- um skiptist á um að marka yfir- borðið. Það er rétt að hrósa þessari sýn- ingu sérstaklega fyrir kynningar- efni, sem liggur frammi; með sýn- ingarskrá fylgir greinargerð eftir Þóri Sigurðsson um gerð flóka- teppa og starf Önnu Þóru á því sviði, svo og fróðlegur bæklingpr um íslenska ull, ræktun hennar, meðferð og gæði. Myndlist nútím- ans leitar víða fanga, og oft má segja að listamenn fara yfir lækinn til að sækja vatnið, ekki síður en aðrir landsmenn. Ymsir veflista- menn hafa glögglega sýnt, að ís- lenska ullin er afar gjöfult efni í myndvefnaði, og þessi sýning er enn ein sönnur. þess að sé listrænt innsæi fyrir hendi getur hin ein- faldasta formbygging skilað af sér markvissum listaverkum í þessum í efri sölum Nýlistasafnsins stendur yfir fjölbreytt dagskrá, þar sem gestir geta orðið vitni að gjörningum, hlustað á sjálfa sig í hljóðverki, fylgst með videoverk- um og skoðað innsetningar, allt eftir þeim tíma dags, sem þá ber að garði. Hér eru á ferðinni tæplega tutt- ugu nemendur úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, sem undir forystu kennara sinna hafa sett saman dagskrá, sem þá væntanlega endurspeglar miðli sem öðrum. Sýning Önnu Þóru Karlsdóttur í neðri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg stendur til sunnudagsins 5. desember, og er rétt að hvetja listunnendur til að líta við. að nokkru þau verkefni sem nem- endumir eru að fást við innan veggja skólans. Hlutfall erlendra nemenda er hátt í þessum hóp (tæpur helmingur), og gefur við- fangsefnunum alþjóðlegan blæ. Það nafn, sem hópurinn hefur valið sér sem yfirskrift sýningar- innar, endurspeglar ef til vill hinn alþjóðlega anda deildarinnar; hins vegar verður ekki séð hvað rekur unga fólkið til að kynna verk sín undir fána fúkyrða, þó erlend séu, nema þar komi fram ómeðvitað mat á stöðu myndlistarinnar í dag og/eða stöðu eigin verka í list- heiminum. í öllu falli er rétt að biðja finnskumælandi fólk forláts á orðavalinu. Mesta Qörið í dagskránni er eðlilega um helgar, þegar vænta má að gestafjöldinn verði mestur; þá er hún þéttskipuð videosýning- um og gjörningum allan opnunar- tímann, og flestir þátttakendumir eiga einhvern hlut að máli. Laus- lega mótuð dagskrá liggur frammi, þannig að hægt er að kynna sér hvað er um að vera á hveijum tíma. Þar sem hér er um að ræða sýningu sem er stöðugum breyt- ingum undirorpin, er lítið hægt að ijalla um hana á hefðbundinn hátt. Nokkrar innsetningar era þó komnar fram nú þegar, og má þar nefna verk Gunnars Þórs Víg- lundssonar og Maren Poser, auk þess sem áhugavert hljóðverk Bjarkar Sigurðardóttir tekur á móti gestum þegar þeir ganga upp stigana, og magna á einfaldan hátt upp hljóð umhverfisins. Framlag flestra byggir hins vegar á gjörningum og videoverk- um (sem eru stundum heimildir um gjöminga), sem gestir verða að njóta á staðnum. Heildin ber með sér að hér víkur alvaran fyr- ir léttleika og vinnugleði ungs fólks, sem er sér meðvitað um að það er hér að takast á við verk- efni á sviðum sem hafa verið þaul- könnuð í fjölda ára, og telur ánægjuna meira virði en fræðilega umræðu, sem vill gjama verða þurr og leiðigjöm til lengdar. Þetta viðhorf gefur heildarmynd- inni hressilegan blæ. Framkvæmdir hópsins „Saat- ana Perkele“ í efri sölum Nýlista- safnsins standa til sunnudagsins 5. desember, og gætu öragglega orðið til að létta ýmsum lund nú í skammdeginu. „Saatana-Perkele“ Námskeið í vefnaði, hekli og prjóni VELJIÐ ÍSLENSKT Við vinnum úr íslensku ullinni í Álafossbúðinni, Vestur- götu 2, dagana 3. des. kl. 14 - 18,4. des. kl. 10 - 14, 10. des. kl. 14 - 18 og 11. des. kl. 10 - 14. Námskeiðin eru í pinnavefnaði. Gólf- og veggteppi. Heklaðar mottur og prjónuð lopateppi. Leiðbeinandi: Dóra Sigfúsdóttir. Námskeiðin kosta kr. 2.500,-. Skráning og upplýsingar eru í síma 13404. ^ Bókakynning Hörpuútgáfunnar ^ í Þjóðleikhúskjallaranum á morgun mánudaginn 29. nóvember 1993, kl. 20.30. Dagskrá: Helgi Sæmundsson les úr Ijóðasafni Guðmundar Inga Krist- jánssonar, „Sóldagar". Jónas Árnason kynnir bók sína „Á landinu bláa“. Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoði, les úr bókunum „Raddirdalsins" og „Lausavísur 1400-1900“ og kveðurrímur. Þórir S. Guðbergsson, Áslaug S. Jensdóttir og Kristinn Halls- son kynna bókina „Lífsgleði". Lesið verður úr Ijóðabókinni „í andófinu" pólskum nútímaljóð- um í þýðingu Geirlaugs Magnússonar og Ijóðasafninu „Til móður minnar". Tónlistaratriði: Jónas Þórir leikur á píanó. Helgi R. Einarsson og Jónas Árnason syngja þjóðlög við texta Jónasar. Stjórnandi og kynnir: Jakob Þór Einarsson leikari. Gestir fá litla bókagjöf að kynningu lokinni. Aðgangur ókeypis. Wicanders Kork- o *Þlast I EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. JKork'O-Plast er með slitsterka vinylhúð' og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum. Kprk'O'Plast er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.. Þ. ÞORGRÍ MSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 aðventuskrevtinzar Jólastjörnutilboð um þessa helgi ^ (TY^ 0/r% 1. flokks kr. 790,- Jv /0 Valdar kr. 490,- afsláttur Einblóma kr. 250,- af jólatréskúlum Opib frá kl. 9-21 alla daga Næg bílastæöi (bílastæbahúsib Bergstabir) Ékkert stöbumælagjald um helgar Sjón er sögu ríkari P.s. í tilefni dagsins: Jólaöl og piparkökur []» blómaverkstæði WNNA* SKOLAVORÐUSTIG 12, BERGSTAÐASTRÆTISMEGIN, SIMI19090

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.