Morgunblaðið - 28.11.1993, Page 30
30
MORGUNBLÁÐIÐ MINNINGAR SÚNNTJDAGUR 28. NÓVEMBER 1993
t
Elskuleg mágkona mín og föðursystir
GUÐLAUG ÁRNADÓTTIR,
Eskihlíð 5,
lést í Hafnarbúðum föstudaginn 26. nóvember.
Fyrir hönd bræðrabarna og annara ættingja,
Lydia Pálmarsdóttir,
Helga Steinnunn Hróbjartsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR,
lést 18. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar og fósturfaðir,
ÓLAFUR ÞÓRARINN SIGURJÓNSSON
frá Litla-Hólmi,
Leiru,
lést í Elliheimilinu Garðvangi þriðjudaginn 23. nóvember.
Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 30. nóvem
ber kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Helgi Sigurjón Ólafsson,
Sigríður Björnsdóttir.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar,
MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR,
Hrafnistu Reykjavik
áður Laugateigi 38,
lést 8. nóv. síðastliðinn. Úrför hennar
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu. Þökkum auðsýnda samúð.
Ingibjörg Sigríksdóttir,
Halldór Levi Björnsson,
Birna Ósk Björnsdóttir,
Björn Halldórsson,
Margrét Björnsdóttir,
Helgi Björnsson.
Minning
Emma Finnbjamar-
dóttir hjúkrunarkona
Fædd 24. ágiíst 1906
Dáin 22. nóvember 1993
A morgun fer fram frá Akur-
eyrarkirkju útför Emmu Finnbjarn-
ardóttur, hjúkrunarkonu frá Hnífs-
dal, sem mér er ljúft og skylt að
minnast nokkrum orðum.
Emma var dóttir Finnbjarnar
Elíassonar, formanns í Hnífsdal og
konu hans Halldóru Halldórsdóttur
frá Arnardal. Eftir venjulega skóla-
göngu í Hnífsdal fór hún í Hvítár-
bakkaskólann sem þá þótti góð við-
bót við skyldunám og reyndist
mörgum dtjúgt veganesti. Nokkr-
um árum síðar hélt hún til Dan-
merkur að læra hjúkrun og veit ég
ekki hvað leiddi til þeirrar ákvörð-
unar ungrar stúlku úr vestfirsku
sjávarplássi en hún mun hafa þótt
nokkuð djörf á þeim tíma. Arið
1931 lauk Emma hjúkrunarnámi
frá Maribo Amts- og Nakskov
Sygehus. Hún stundaði framhalds-
nám í geðhjúkrun og kom þrívegis
hingað heim og vann á Kleppspítal-
anum undir stjóm dr. Helga Tómas-
sonar, sem sóttist eftir að fá hana
til starfa og gaf henni frábær með-
mæli er hún afréð að setjast að í
Danmörku. Vann hún svo samfellt
við hjúkrun á dönskum sjúkrahús-
um tii ársins 1949, lengst við
Kommuneholspitalet í Kaupmanna-
höfn, þar sem hún gegndi stjómun-
arstörfum um árabil.
Árið 1935 giftist Emma dönskum
mannmi Max H. Wigo en þau skildu
eftir fremur stutta sambúð. Eignuð-
ustu þau eina dóttur Sigrid Dag-
mar, f. 27. júlí 1936. Arið 1949
verður svo sú mikla breyting á hög-
um Emmu að hún flyst aftur til
íslands og giftist föður mínum Osk-
ari Sæmundssyni kaupmanni frá
Akureyri, sem þá var ekkjumaður.
Þar sem ég fylgdist ekki með að-
draganda að kynnum þessa ágæta
fólks, fannst mér þetta bera nokkuð
brátt að og var satt að segja ekki
við því búin að fá nýja húsmóður
með unga telpu inn á heimilið. Var
heldur betur hætta á því að erfiður
unglingur á erfiðum aldri brygðist
ekki vel við svo mikilli og óvæntri
breytingu. En skemmst er frá því
að segja að umsvifalaust sigraði
þessi kona mig gjörsamlega með
ástúð og hlýju sem aldrei brást upp
frá því og engin leið er að þakka
sem skyldi. Hún breytti öllu til góðs
fyrir mig, föður minn og systur
mína, Guðfinnu, sem hélt heimili í
sama húsi um árabil eftir að Emma
kom til okkar. Fimm börnum Guð-
fínnu reyndist hún hin eina sanna
amma og þótt í fjarlægð væri, sýndi
hún síðar mínum bömum í Reykja-
vík sömu ræktarsemi.
Faðir minn ættleiddi Sigrid, dótt-
ur Emmu, sem fékk íslenskt ríkis-
fang og nafn, Sigríður Dagmar
Óskarsdóttir. Hún er nú búsett í
Bandaríkjunum, gift Gunnari Þórð-
arsyni pipulagningameistara.
Á Akureyri hélt Emma heimili
með föður mínum og hugðist ekki
stunda vinnu utan þess. En fljótlega
eftir að Elli- og dvalarheimilið Hlíð
tók til starfa var þess farið á leit
að hún tæki að sér forstöðukonu-
starfið þar í afleysingum. Féllst hún
á það og sinnti því starfi um ára-
bil. Af ýmsum ástæðum varð þessi
afleysingavinna meiri en til stóð í
fyrstu og oft gerðist það fyrirvara-
laust að hún var kvödd til starfa.
Hlýddi hún ævinlega kalli og má
geta nærri hvílíkur ávinningur það
hefur verið að geta alltaf gengið
að svo reyndri og hæfri manneskju
vísri. Var henni einkar sýnt um að
sinna gamla fólkinu og naut hún
vinsælda hjá því og einnig starfs-
fólkinu og öðrum stjórnendum. Allt
þetta fékk hún ríkulega launað er
að því kom að hún þurfti sjálf á
vist á Hlíð að halda og mikilli hjúkr-
un undir það síðsta. Naut hún þar
slíkrar alúðar og nærgætni og
umönnunar í hvívetna af hálfu
starfsfólksins að engin leið var að
gera betur. Öllu því góða fólki sem
þar á hlut að máli viljum við að-
standendur Emmu færa einlægar
þakkir.
Áður er getið þeirrar gæfu fyrir
okkur öll að Emma giftist föður
mínum, en sjálfur hrósaði hann
mestu happi og lá ekki á því. Sleppti
hann því sjaldan er hann ræddi
kosti hennar að geta þess að hún
væri af vestfirskum sjósóknurum
komin, eins og hann var reyndar
sjálfur, en af öllum mönnum held
ég að hann hafí metið vestfírska
sjómenn, eins og hann þekkti þá,
mest. Faðir minn lést árið 1970,
72 ára að aldri og hafði áður átt
um hríð við veikindi að stríða.
Reyndi þá mjög á Emmu og er
skylt nú að leiðarlokum að þakka
henni sérstaklega þann kafla, sem
veitti föður mínum öryggi þar til
yfír lauk. Eftir lát hans bjó Emma
ein og þrátt fyrir veikindi sem
ágerðust með árunum tókst henni
með dyggri aðstoð systur minnar,
Guðfínnu, og frænku okkar Huldu
Þórarinsdóttur er bjó í sama húsi,
að búa heima þar til fyrir örfáum
árum að hún fluttist að Hlíð. Metum
við sem þekkjum mikils allt það sem
þessar tvær konur lögðu á sig fyrir
Emmu.
Gengin er góð kona og vamm-
laus. Blessuð sé minning Emmu
Finnbjarnardóttur.
Magnús Oskarsson.
t
Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
EVU PÁLMADÓTTUR,
sem lést á Droplaugarstöðum 19. nóvember, fer fram frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 30. nóvember, kl. 15.00.
Erla Elíasdóttir, Ágúst H. Elíasson,
Halldóra Elíasdóttir, Sveinn H. Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR KRISTJÁNSSON,
áðurtil heimílis í Lönguhlið 13, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 1. desember
kl. 13.30.
Guðrún Þ. Ólafsdóttir,
Jón Kr. Ólafsson, Guðlaug Steingrímsdóttir,
Jóna G. Ólafsdóttir, Guðmundur Þ. Björnsson
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RÓSA PETRA JENSDÓTTIR,
Bárugötu 37,
Réykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunnunni
þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13.30.
Ingibjörg S. Karlsdóttir, Sigfús Guðmundsson,
Sigurbjörg K. Karlsdóttir, Valdimar Runólfsson,
Svanhildur Karlsdóttir, Þórður Jónsson
og barnabörn.
Jón Ölafsson fv. deild
arsljóri hjá Ríkisend-
urskoðun - Minning
Traust og hlýlegt handtak voru
fyrstu kynni mín af Jóni Ólafssyni
fyrir sextán árum síðan. Jón var
stúpi mannsins míns heitins Brynj-
ólfs Bjarkan. Jón var með eindæm-
um hlédrægur maður og opnaði
ekki faðm sinn fyrir hveijum sem
var. Með auknum amfundum og
traustum föskylduböndum þar sem
barnabömin komu eitt af öðm, varð
mér þó fljótlega ljóst að hjarta hans
var fullt af ást og umhyggju til
Blómastofa
Friöfinm
. Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sfmi 31099
Opið öii kvöld
tíi kt. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öil tiiefni.
Gjafavörur.
okkar Binna og barnanna.
Jón var einhver besti og vandað-
asti maður sem ég hef kynnst og
ég er stolt af því að hafa átt hlut-
deild í hjarta hans. Jafnframt því
að vera góður og greindur maður,
var hann einstaklega fágaður á all-
an hátt. Hann hafði næmt auga
fyrir því sem hefur gildi og hins sem
glepur. Hann var listhneigður mjög
og hafði eina fallegustu rithönd sem
ég hef séð. Málverk hans og teikn-
ingar bera best vitni um þessa
hæfíleika hans, en Jón gerði lítið
úr þessum listhæfíleikum sínum.
Enda er það oft svo með menn sem
kunna að skilgreina góðar listir að
þeir gera meiri kröfur til sjálfs sín
en aðrir og vega og meta sjálfa sig
eftir því. Sennilega hefur þessi yfir-
vegaða hugsun Jóns í eigin garð
orðið til þess að listrænir hæfileikar
hans voru látnir víkja fyrir því starfi
sem hann valdi sér.
Jón var fagurkeri á bókmenntir
jafnt sem annað og voru ljóð honum
hugleikin. Hann talaði mjög fallegt
mál og í viðurvist hans reyndum
við öll að vanda málfar okkar, því
að það var auðfundið að hann greip
strax á lofti málvillur. Hann vildi
hafa þar allt á hreinu, eins og ann-
ars staðar. Jón var auðfús að kenna
barnabörnunum rétt mál og góða
siði.
Ég vona að með þessum góða
afa bamanna minna hverfi ekki það
fagra og góða sem hann miðlaði
þeim. Ég vil trúa því að börnin og
ég munum alltaf njóta góðs af
kynnum okkar við þennan yndislega
mann. Hið fallega og snyrtilega
heimili Maríu og Jóns stóð okkur
Binna og börnunum alltaf opið og
var okkur jafnan tekið fagnandi og
með mikilli rausn, aldrei var neitt
sparað til að gleðja okkur. Þetta
voru hamingjutímar sem manni
lærist að meta nú þegar sorgin
hefur ríkt um skeið. Ástin og um-
hyggjan sem Jón og María hafa
gefið börnum og barnabörnum
verður seint þökkuð. Með þessum
fátæklegu orðum langar mig að
þakka allt það góða sem Guð hefur
gefíð okkur.
Elskulegri tengdamóður minni,
Maríu Brynjólfsdóttur, sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð-
mundur og Tinna, megi almáttugur
Guð gefa ykkur styrk.
Dóra og börn.
Jðfúð ■ ruzrgcetni - fitýfiugur
Útfararþjónustan
Rúnar Geirmimdsson útfararstjóri
símar 67 91 10 og 67 27 54